Tíminn - 06.07.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.07.1946, Blaðsíða 4
Sknfstofa Framsóknarftokksins e/ i Edduhúsinu víð Lindargötu. Sími 6066 4 | RJEYKJAVÍK FRAMSOKNARMENN' Komib í skrifstofu Framsóknarflokksins 6. JtiLÍ 1946 119. blað Dánariiimning. (FramhalcL af 3. síSu) athuga og álykta um gróSur- farið, melskúfana hyggja menn fremur leifar forns gróðurs en landvarnar- og landnámssveit- ir nýs gróðurlendis. Á harðbal- anum koma þeir ekki auga á hin þúsund þrauta kynbættu kjarngrös, sem gera sveitir þess- ar að beztu sauðfjárræktar- sveitum landsins. Dómar þess- ara ferðalanga munu áreiðan- lega ekkí ýta undir byggð í þessum héruðum. Á sama veg fer oft um dóma okkar um menn þá, sem við mætum eða förum framhjá á lífsleiðinni, við komum fljótar auga á hrjóstrin en kjarngrös- in, og oss missýnist um melskúf- ana sem fyr, á landi eru þeir fyrstn vörn móður jarðar gegn uppblæstrinum, í lundu eru þeir oft lífskvikunnar tiltæk- asta líf. Safinindi þessi hafa mér aldrei orðið ljósari en í grafreitnum nýja í Hjarðarhaga, þegar Þor- valdur bóndi, veðurbarinn og hörkulegur á brún, snöggur í fasi og hvatskeytlegur í tali, var að sýna mér hvar hann hefði búið um hana Siggu sína. Hann benti á hinar íturvöxnu, nýgróðursettu ilmbjarkir við höfðalagið og sagði mér að graf- reiturinn ætti að vera byrjun þess, að öll hlíðin yrði skógi vaxin, skógurinn ætti með tíð og tima að ljúka um bæinn og fylla loftið ilmi og angan hins gróandi lífs og þroska. „Á þann hátt höldum við áfram að njóta þeirra dánu, og ég vil,“ sagði hann, „tengja dauðann við líf- ið og taka hann í þjónustu þess.“ „Ef þetta hefði verið gert hérna væri hlíðin öll vaxin skógi,“ bætti hann við. Ósjálf- rátt kom mér í huga hvernig faðir Eggerts Ólafssonar snérist við harmafregninni um drukkn- un sonar síns. Hann á að hafa gengið þegar út og hamast í jarðabótum það sem eftir var dags. Slíkt andóf við þyngstu áföllum vil ég kalla kjarngrös íslenzkrar þjóðmenningar, kyn- bætta af þúsund þrautum, er gerir að sannmælum orð skálds- ins að, „í námsskóla frostsins nektin klæðist.“ Meðan þjóðin tekur frostinu og erfiðleikunum sem hvatningu til starfs og dáða og meðan hún umsetur jafnvel hina sárustu sorg og dýpsta söknuð i athöfn í þjónustu gró- andans og hins skapandi mátt- ar, þarf ekki að örvænta um hæfni hennar til þess að búa í þessu landi eða óttast um hana í glímunni við framtíðina, jafn- vel þótt hún kunni að verða ein og óstudd. Við útförina var, að ósk for- eldra, sungið ljóð Einars Bene- diktssonar „Svanur." í kvæði þessu lýsir skáldið tilfinningum þeim og hugsunum, sem þessi tigni hvíti fugl vakti 1 brjósti hans. í líki svansins lyftist moldin hæst, við erum vorum himni næst og jafnvel þótt ang- urljóð hans skeri í hjarta, birta þau oss fjærsta og æðsta tak- mark lífsins. Skáldið skynjar að heimþrá vor til guðs er lífsins kjarni og það sér i svaninum eilífðarþrá mannsandans í á- lagaham. Ljóðinu lýkur með þessu erindi: Hve sælt, hve sælt að líða um loftin heið með hreina, sterka tóna — eða enga, að knýja fjarri öllum stolta strengi, að stefna hæst og syngja bezt í deyð, að hefja rödd, sem á að óma lengi í annars minni þó hún deyi um leið. Er nokkur æðri aðall hér á jörð, en eiga sjón út yflr hringinn þröngva að vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauðlegra söngva. Þorvaldur sagði mér að hel- særður svanur hefði vakið hjá sér sömu tilfinningar og skáld- inu, og þeirri ógleymanlegu reynslu ætti hann það að þakka að hann væri nú örugglega sannfærður um framhald lífs- ins eftir líkamsdauðann. — Þegar Ijóð þetta var sungið við líkbörur hinnar ungu, sak- lausu, sönggefnu stúlku skynj- aði ég til fulls þau lífssannindi, sem skáldið tjáir oss í því. Hvergi verður þess jafn vel vart og við slík tækifæri, að tilveran hlýtur að vera ein órofa heild ævinlegs starfs og sífellt hækk- andi flugs, og við hljótum að skilja, að dauðinn getur ekki þýtt annað en fataskipti, að heimþrá vor til guðs sé leyst úr læðingi og „stefnt sé hæst og sungið bezt í deyð.“ Unga stúlkan í Hjarðarhaga hafði glatt marga með söng sín- um og hefði vafalaust gert það enn betur, hefði henni verið lengva lífs auðið, en mér segir svo hugur um, að bezt hafi hún sungið í deyð, eins og svanur Einars og að þá hafi söngur hennar orkað á vini hennar til mestrar blessunar. Bjarkirnar ungu munu bera minningu hennar fagurt vitni, um aldir eiga þær eftir að gleðja þá sem hjá þeim standa, og glæða lífs- nautn þeirra með ilmi sínum og yndisþokka og þyturinn í greinunum mun hvísla nafn ungu stúlkunnar sem með dauða sínum gaf þeim vaxtar- möguleika á þessum stað. Eiðum, 18. júní 1946. Þórarinn Þórarinsson. Tillögur uiii ný- skipan. (Framhald af 2. síöu) vélskipið „Orm Stórólfsson." Áður hefir verið ákveðið eftir athugun, að skip þetta skuli vera svo og svo margar hlutar- stöður, t. d. 20. Jón Jónsson og félagar hans hafa þá fengið hlutarstöður nr. 1, 2, 3, 4 og 5 við vélskipið „Orm Stórólfsson." Þessi réttindi, sem þeir þar hafa hlotið, hafa þeir fengið með alveg samskonar réttindum og skyldum eins og bóndi nú á tímum fær leigða þjóðjörð. Þeir eru skyldugir til að greiða í ár- gjald 3% af kostnaðarverði skipsins og hafa skipið tryggt gegn öllum áföllum. Svo og að greiða hóflegt gjald í endur- byggingarsjóð og til viðhalds skipsins. Félagar þessir hafa svo þarna hyer sína hlutarstöðu og geta þeir haldið þeim svo lengi, sem þeir vilja og eru færir um. Fé þetta væri aldrei aftur- kræft, en hlutarstofninn mætti selja, sem verðbréf, er gefur af sér 3%, en andvirðið aldrei inn- leysanlegt öðruvísi en með sölu stofnsins til nýs aðila. — Líka mætti hugsa sér þetta þannig, að nefndir aðilar biðu ríkinu að kaupa af því verðbréf með fyrr- greindum skilyrðum. Hlutarstofn og hlutarstaða er þannig sitt hvað. Annað er óaft- urkræft framlag, sem gefur að- eins lága vexti. í flestum tilfell- um yrði ríkið þar aðaleigandinn, en hitt er réttur til aðstöðu til þátttöku í framleiðslu þjóðar- innar gegn vissum skilyrðum um greiðslu vaxta, greiðslu í endur- byggingarsjóði og greiðslu til fullkominna tryggingar. ttbrciðið Tímaim! ALFA-LAVAL MJALTAVÉLAR Þessar vel |iekkiu mjaltavélar getuni við nú útvegað með stuttum fyrirvara. Samband ísl. samvinnuf élagal Stórstúkuþingið Þing Stórstúku íslands af I. O. G. T. hófst 5. júlí 1946 kl. 11/2 e. h. með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Sr. Jakob Jónsson prédikaði, og lagði út af orðun- um í sögunni um Miskunnsama Samverjann: „En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesúm: Hver er þá náungi minn?“. Sr. Árni Sigurðsson þjónaði fyrir altari. Að messu lokinni gengu fulltrúar til Góð- templarahússins, og var þingið sett af stórtemplar, sr. Kristni Stefánssyni. Er þetta 46. þing Stórstúkunnar, en 24. júní sl. voru 60 ár liðin síðan Stórstúk- an var stofnuð. Bauð stór- templar sérstaklega velkomna á þingið þá tvo stofnendur Stór- stúkunnar, sem enn eru á lífi, og voru báðir mættir á þinginu, prófastana sr. Magnús Bjarna- son, frá Prestsbakka og sr. Þórð Ólafsson frá Söndum. Þá minntist hann einnig allra þeirra félaga, kunnra og ó- kunnra, sem látizt hafa síðan Stórstúkan var stofnuð. Stórstúkustig var þvínæst veitt 21 félaga reglunnar. Á þinginu sitja nálægt 90 fulltrú- ar frá hinum ýmsu deildum reglunnar um land allt. Skýrslur embættismanna Stórstúkunnar og reikningar Stórstúkunnar og hiiina ýmsu stofn/.na innan hennar voru lagðir fram, og hófust um kvöldjð umræður um skýrslurn- ar og reikningana. Aflasölur Fjögur íslenzk skip seldu ís- varinn fisk í Englandi í s.l. viku fyrir rúmar 900 þús. kr. Sala einstakra skipa er sem hér segir: Bv. Baldur seldi í Grimsby 2880 kítt fyrir 9499 sterl.pd-, Bv. Júpíter seldi í Grimsby 4118 kítt fyrir 13240 sterl.pd., Kópa- nes seldi í Fleetwood 2855 vætt- ir fyrir 7545 sterl.pd., Skalla- grímur seldi í Fleetwood 4127 vættir fyrir 5091 sterl.pd. Islendingi sleppt úr varðhaldi í Kaupmh. Eftirfarandi tilkynningu hefir blaðið fengið frá utanríkismála- ráðuneytinu: Að gefnu tilefni skal það upp- lýst, að íslenzka ríkisstjórnin hefir ekki, beint eða óbeint, átt nokkurn þátt í því, að danska lögreglan sleppti Birni Sv. Björnssyni úr haldi í maímán- uði síðastliðnum, enda hefir henni ekki borizt ósk um slík afskipti úr neinni átt. Um orsökina til þess, að Birni var sleppt, veit utanríkisráðu- neytið ekki annað en það, sem dönsk blöð bera með sér, en 1 þeim eru þau ummæli höfð eft- ir danska ríkissaksóknaranum, að frá íslenzkum stjórnarvöld- um hafi alls engin tilmæli bor- izt um þetta mál, en hins vegar hafi Birni verið sleppt eingöngu vegna þess, að alla heimlid hafi brostið til þess að halda honum í varðhaldi eftir að mál hans hefir að fullu verið upplýst. HCSMÆÐUR! (5 Chemía-vanillutöflur eru ó- viðjafnanlegur bragðbætlr í súpur, grauta, búðinga og alls konar kaffibrauð. Ein vanillu- tafla jafngildir hálfri vanillu- stöng. — Pást í öllum matvöru- verzlunum. rHEMin": Cjamla Síé Unnustur Hugmannsins (Swing Shift Maisie) Ann Sothern, James Craig, Jean Rogers. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ?í ýja Síé ( við Skúiagötu | * A Saga Bopgi iræl tariuuar Mynd tek n á kvlkmynd 1919 eftir skáld íögu G ínnars Gunn- arssonar. 1 elkln e f dönskum og islen ’.kum 1 -ikurum Sýnd kl. 3, 6 og 9. Sala hefst kl. 11 f. hád. Siðasta sinn. Útbreiðifl Tíuiaun! TÍMINN kemur á hvert sveitahelmlli og þúsundlr kaupstaðaheimila, enda gefinn út i mjðg stóru upplagi. Hann er þvi GOTT ACGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. TÍMINN Lindargötu 9A, simi 2323 og 2353 Sigriin á Sunniihvoli Sænsk kvikmynd. Viktor Sjöström Karin Eklund Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. Sjómannaútgáfan Ennþá er tekið á móti áskrifeudism að Sjóiiiannaiitgáiiiiini. Fjórar luekur hennar eru þeg’ar koninar ut. Þær erti til sýnis þessa ilagaua í skeimnugliigga Haraldar. Uítið í gluggami og kynnið yður kostaboð litgáfunnar. Askriftasöfnun í Reykjjavík unnuzt: Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar Hallveigarstlg 6 A. Bókaverzlun fsafoldarprentsmiðju Bókaverzlun Lárusar Blöndal Bókaverzlunin Laugavegi 100 SJÓMANNAÚTGÁFAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.