Tíminn - 10.07.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.07.1946, Blaðsíða 3
121. hlað 3 Mynd þessi er af ódýrum bíl, sem búinn er til í Englandi. Hann getur ekið 70 milur á 1 galloni af benbíni og talið er líklegt,* að takast megi að' framleiða þessa bílategund fyrir um 2500 kr. Hér sést frægasta naut sem Englendingar eiga. Þessi mynd er af lítilli svifflugu, sem flaug 85,4 kílóm. Hinn óslökkvandi þorsti bóka- safnarans var meginþátturinn í söfnunarstarfi Arna, • en ekki þráin að bjarga þjóðlegum verðmætum okkar frá glötun, enda eru mörg dæmi þess, að Árni-var ekki mjög þungt hald- inn af ættjarðarást. Annars hefir lengl leikið nokkur xgrunur á því, að sumt af þeim plöggum, sem lent hafa í Árnasafni, hafi orðið innlyksa þar með nokkuð vafasömum rétti (sjá ritgerð dr. P. E. Ól., Lesbók Morgunbl. 14. apríl). — af frásögn Jóns Grunnvíkings, er ljóst, að Árni hefir ekki verið fljótur að skiia aftur þeim gögn- um sem hann fékk að láni hjá ýmsum, og við bar það ósjaldan, er eigendurnir kröfðu hann að skila þeim handritum aftur, sem komin voru í hans vörzlu á þennan hátt, að hann sendi handritin ekki aftur, til réttra eigenda, heldur einhverja pen- ingaþóknun þess í stað, eftir eigin mati. — „Það er og mála sannasl í öllu þessu, að íslenzk- um var ei vorkunn að hafa vit á því að lána so frá sér bækur sínar og skjöl, að þeir hefðu ei borgun fyrir, eður góða og gilda kopie af skjölunum í það minnsta, þá þeir voru svo hirðu- lausir að láta frá sér orginal- ana,“ seglr Jón. VI. Það er fulivíst, að Danir hafa ekkert til að miklast af, i sam- bandi við geymslu islenzkra handrita, enda augljóst, að meiri áherzla var á það lögð að ná handritunum héðan úr landi, en að hagnýta þau eða varðveita. — Þannig voru það íslenzkir menn, sem björguðu leifum Árna safnsins. En Danir vanræktu að bjarga handrita- auði háskólabókasafnsins og hending ein kom í veg fyrir, að •Bókhlaða konungs hlyti hin sömu glötunarörlög, en þar er geymt margt hinna mestu dýr- gripa úr handritasjóði okkar. — Líklegt er, að engin þjóðar- sorg hefði orðið í Danmörku, þótt allir þeir íslenzku hand- rita dýrgripir, sem þar eru geymdir, hefðu farizt í einni svipan, enda varla við því að búast. Dönum var ekki ljóst, ut- an örfáum mönnum, menning- argildi handritanna, og svo er enn. Var þess heldur varla að vænta, að hin íslenzka fram- leiðsla í þessari grein, væri Dön- um hjartfólgin, þegar þess er gætt, hversu ómjúkum höndum þeir fóru um sín eigin bók- menntaverðmæti. Frá Noregi er sömu sögu að segja, í ölduróti siðaskipta- tímabilsins og næstu tímum þar á eftir, skolaði þar miklum bókmenntalegum verðmætum í glötunar- og gleymskunnar Framhald. Reykjavík, miðvlkmlagiim 10. júlí 1946 HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Það var yndislegur tími, þessi mánuður, sem hann var á flækingi með hinum þrautheimsku Ameríkumönnum, sem hann gat alltaf vafið um fingur sér. Hann var óragur og óttalaus og lét sér hvergi Dregða, þótt óvænta hættu bæri að höndum. Ef til vill var hann íæddur til þess að stunda villidýraveiðar. En það var ekki á hverj- um degi, sem gerðir voru út flokkar veiðimanna inn í frumskóg- ana, og auk þess mátti hann helzt ekki verða á vegi bandaríska læðismannsins i Bangkok, því að hann hafði fe\igið eitt þúsund. tikala að láni hjá einum þátttakendanna í veiðiförinni, e.n gleymt að endurgreiða þá, þegar heim kom .... Ræðismaðurinn var orðinn stúrinn yfir vanskilunum og hafði látið í það skína, að hann myndi leita aðstoðar yfirvaldanna innan skamms .... En nú er Karel að hugsa um að komast til Hongkong áður en meira sverfur að .... Karel lítur í kring um sig. Hvaða hvísl er þetta, sem hann heyrir? .... Jú — viti menn: Þarna stendur litla, kinverska konan uppi á svölunum! Hver skrattinn — hún kom þá eftir allt saman. Hún hefir þá skilið, hvað undir bjó, þegar hann var að sýna henni seðilinn í dag .... En þá var maðurinn hennar á næstu grösum — síamskur þvottakarl. Og á meðan hann taldi skyrtur, flibba og buxur, stóð hún brosandi álengdar. Síður kjóll hennar var dreginn upp fyrir hnéð vinstra megin, og hún hafði stað’ið þannig, aö hann sæi sem bezt fallegan fótinn. Sjálf var stúlkan öll hin þekkilegasta, og hver gat sagt um það, nema þvottakarlinn hefði einhverjar aukatekjur af henni. Hann vissi, að það spillti að minnsta kosti c-ngu, þótt hann léti hana sjá peningaseðil — svona eins og af tilviljun. Og þegar hann dró annað augað í pung, veitti hann því eftirtekt, að hún brosti enn hýrar en áður. Og nú stendur hún þarna og hvíslar einhverju, sem eyra hans nemur ekki — hvíslar og brosir til þess að vekja athygli hans. Karel kinkar kolli, hellir í sig því, sem eftir er af whistýinu, flýtir sér inn í gistihúsið, upp stigana. Þarna er hún — alein .... Hún er í bláum, fallegum silkikjól með hvítum bryddingum og röð hvítra hnappa vinstra megin frá öxl niður að hné. Berfætt er hún, og í hvítum og hælaháum skóm .... Hún brosir feimnislega. Karel gengur beint til hennar. Hún hrærir sig ekki. Hann beygir sig niður og byrjar að hneppa frá henni kjólnum ofan viö hnén .... Hún hörfar undan — réttir fram höndina. Lófinn er opinn. „Money,“ segir hún. Karel hristir höfuðið, og patar til þess að gera henni skiljan- legt, að hún eigi að koma inn í herbergið og fara úr fötunum, um leið og hann segir á ensku: „Hunzkastu úr fötunum, og svo skal ég borga þér á eftir, gæran þín.“ En hún hristir líka höfuðið. En þegar hann beygir sig aftur og byrjar að hneppa frá henni kjólnum, veitir hún ekki neina mótspyrnu, heldur leyfir að hneppa hnapp fyrir hnapp .... Mjúklegur, gulbrúnn, fallegur líkami hennar birtist, þegar hann flettir frá henni kjólnum, þvi að hún er i honum einum klæða .... En allt í einu gellur við hást óp. Karel snýr sér við, og í sama bili ræðst þvottakarlinn á hann. Andlit hans er afskræmt af bræði. Nefið sýnist hálfu breiðara en venjulega og kolsvört aug- un skjóta gneistum. Karel finnur skerandi sársauka í brjóst- inu, hann sundlar, riðar á fótunum, fálmar út í loftið, hnígur niður. Enn rekur Síamsmaðurinn upp hást gaul. Svo verður allt hljótt. Karel stynur þungan, fálmar í kringum sig, korrar. Allt í einu sér hann mynd móður sinnar fyrir sér — bjarta og geislandi eins og helgimynd .... Svo lykst myrkrið um hann. • * Þegar hollenzki ræðismaðurinn kemur í skrifstofu sína, bíður hans símskeyti, er hljóðar svo: „Vofir handtaka yfir syni mínum Látið mig vita, hvernig á- statt er fyrir honum. Wijdeveld, Wassenaar.“ Svarskeyti hefir verið greitt, þrjátíu gyllini. Ræðismaðurinn svarar tafarlaust: „Slæmar fréttir. Sonur yðar dó í dag — fékk hnífstungu í vinstra lungað. Morðinginn, síamskur þvottakarl, handtekinn. Myrti einnig konu sína. Símið' óskir yðar varðandi útförina. Hjartanleg hluttekning. Bréf á leiðinni.“ Ræðismaðurinn er hugsi. Hann hefir kynnt sér rækilega öll atvik. Hollendingurinn ungi hafði verið að’ biðla til konunnar og verið búinn að færa hana úr kjólnum inni í herbergi sínu. En þvottakarlinn, eiginmaður hennar, faldi sig inni í baðherberg- inu og réðist að þeim óvænt. Konu sína hafði hann stungið í kvið- inn, og hún dó eftir fáar klukkustundir. Að unnu v?rki hafði þvottakarlinn hlaupið niður stigann, sært dyravörðinn, er reyndi að stöðva hann, en hrasað, er hann kom út á götuna, steypzt fyrir bifreið og báðir fótleggirnir brotnað. Þetta er óhugnanleg saga. Ræð.ismaðurinn vorkennir föður þessa skipreika pilts, er hér hefir fengið sinn lokadóm. Og hann kvíðir fyrir þvi að þurfa að tala yfir gröf þessa manns, þegar hann verður jarðsettur. * Wijdeveld er aö raka sig, þegar stofuþernan drepur á dyr og réttir honum símskeytið. Svar frá Bangkok .... Hann ílýtir sér að opna það. Wijdeveld les það hvað eftir annað, hátt og í hljóði, les það staf fyrir staf. Svo setzt hann á rúmstokkinn. Raksápan þornar á vöngum hans og höku .... Karel er dáinn .... Það getur ekki liðið á löngu, áður en fréttin berst til Hollands eftir öðrum leiðum. Wijdeveld hugsar sig um. Allt í einu er eins og hann vakni af svefni .... Ég verð að koma í veg fyrir, að þetta birtist í blöð- unum — ég verð að láta Lúsíu vita, hvað gerzt hefir. Henni BUICK 1946 Einkaumboð: Samband Isl. samvinnufélaga lÚTSVÖR i i útlendinga AÐ GEFNU TILEFNI auglýsist hér með, að at- vinnurekendur, sem hafa útlendinga í þjón- ustu sinni, ábyrgjast sjálfir útsvör (og þing- gjöld), sem á þessa menn verða lögð, sem eigin skatta. — Vanræki atvinnurekendur að hagnýta sér þá heimild í lögum, að halda eftir af kaupi útlendinga til greiðslu á út- svari (og þinggjaldi) allt að 20%, verður gengið að atvinnurekendum sjálfum með greiðsul á gjöldunum. ' I Borgarritari * - — ■ - — ■ — - — — - -- - ■ — - .— - — ■ — Skipstjóri og yfirvélstjóri óskast á b.v. Ingólf Arnarson Skipstjórastaðan og yfirvélstjórastaðan á b/v. Ing- ólfi Arnarsyni eru lausar til umsóknar. Umsóknir sendist til Sjávarútvegsnefndar Reyk- javíkurbæjar, Austurstræti 10, 4. hæð, fyrir 20. júlí næstkomandi. Farið verður með umsóknir þær, sem berast, sem trúnaðarmál. B/v. Ingólfui’ Arnarson verður væntanlega tilbú- inn til heimferðar í byrjun október n. k., og verð- ur gerður út af Reykjavíkurbæ. Skipstjórinn og yfirvélstjórinn, sem ráðnir verða á skipið, þurfa að taka við starfinu sem allra fyrst, og umsækjendur þurfa því að tilgreina í umsóknum sínum, hvenær þeir geta tekið við starfinu. SJÁVARÚTVEGSNEFND REVKJAVÍKIJRB/EJAR. TIVOLI H.F. i Útiskemmtistaður félagsins við Njarðargötu hefir ver- ið opnaður. | Til skciiuntunar vertfur: : Stór hringekja fyrir fullorðna og börn. Bílabraut með rafknúnum bílum. : Parísarhjól 16. m. hátt. 5 Sjálfvirk skemmtitæki, ’alls konar. Veitingar. : Hljóðfærasláttur. t Dans á stærsta danspalli landsins. Aðgangur kr. 3 fyrir fullorðna og kr. 1 fyrir börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.