Tíminn - 10.07.1946, Side 4

Tíminn - 10.07.1946, Side 4
Skrifstofa Framsóknarftokksins er / Edduhúsirui vib Lindargötu. Slmi 6066 4 Í REYKJAVÍK FRAMSOKNARMENN! KomLb í skrifstofu Framsóknarflokksins 10. JtiLÍ 1646 121. blað Ú R B Æ N U M ’abpoe 2183462 2 Utvegum allar stærðir og gerðir af sjálfvirkum, raf- knúnum kælivélum fyrir matvörubúðir, veitingahús og' heimili. Aðalumboðsmenn fyrir: Thonias TIis. Sabroc & Co. A/S Samband ísl. samvinnufelaga í dag: Sólin kemur upp kl. 3.30. Sólarlag kl. 23.34. Árdegisflóð kl. 3 35. Síð- deglsflóð kl. 16.00. í nótt: Næturakstur annast Bifreiðastöð' ís- lands, sími 1540. Næturvörður er í læknavarðstofunni i Austurbæjarskól- anum, sími 5030. Næturvörður er í Ingóifs Apóteki sími 1911. Útvarpið í kvöld: 20.00 Préttir. 20.30 Útvarpssagan: Þingkosningin eftir Gunnstein Eyjólísson (Andrés Bjömsson). 21.00 Kling-Klang- kvintettin sýng- ur (plötur). 21.15 Gamanvísur og kviðlingar: (ísleifur Gíslason frá Sauð- árkróki). 21.40 Tónleikar (plötur): Tónverk eftir Liszt. 22.00 Fréttir. Auglýsingar. Létt lög. 22.30 Dagskrárlok. Skipafréttir. Brúarfoss er í Reykjavík — Lag- arfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith — Selfoss er í Borgarnesi — Fjallfoss er á Siglufirði — Reykja- foss er á leið til Leith frá Antwerpen — Buntline Hitch er í Reykjavík — Salmon Knot er á leið til New York — True Knot hleður í New York í byrj- un júlí — Anne er Reykjavík — Lech er í Amsterdam, fer þaðan til Hull —. Lublin er í Leith — Horsa er á leið til Reykjavíkur frá Hull. Ungfrú E. Vestergaard, forstöðukona Sorö-hússtjórnarskóla kom hingað til lands s. 1. föstudag frá Danmörku. Hún mun dvelja hér á landi nokkrar vikur. Nú sem stend- ur er >hún á Akureyri. Er ungfrú Vest- ergaard kemur aftur að norðan, er í ráði að hún haldi nokkra fyrirlestra hér í Reykjavík. Orðsending frá Mæðrastyrksnefnd. Það er æskilegt að konur, sem hafa hug á að fá sumardvöl fyrir sig og börn sín í ágústmánuði, sæki sem fyrst' um það á skrifstofunni í Þing- holtsstræti 18, sem er opin frá kl. 3—5 alla virka daga nema laugar- daga. Sjómannablaðið Víkingur, 6—7. tbl., VII árg., er nýkomið út. Er það fjölþætt að vanda og prýtt fjölda mynda. Af efni þess má nefna: Frá bernskudögum ritsímans, Eim- skipafélagsskipin nýju, Hleðslumerki skipa, Síldveiðarnar, Túnfiskveiðar á Vopnafirði, Síldin og sagan, Sjómenn og samningsnefndir, Sögur, kvæði, sönglag, Úr vélarúminu, Á frívaktinni, Frá hafi til hafnar o. m. fl. Tillögur um nýskipan 1944 (Framhald af 2. siðuj eru upp í atriðunum sex hér að framan. Nú er þessum lauslega út- drætti á ráðagerðum okkar og umhugsunum varpað hér fram til athugunar eins og hann kem- ur fyrir í uppkasti. Ótal sinnum hafa menn á svipaðan hátt reynt að leysa hin ýmsu vandamál og tilraunir þeirra oftast ekki orðið annað en orðin tóm. Á þetta ekki sízt við um slíkar frómar hugleið- ingar velviljaðra manna um umbætur á félagsmálum. — En núna er þess að gæta, að sá þröskuldur, sem slík viðleitni hefir venjulegast strandað á, er nú fallinn — en það er skort- ur á fjármagni. Nú er í fyrsta sinn nóg fjár- magn til og það þarf að taka þetta fé, ekki aðeins vegna þess, að nóg not eru fyrir það, heldur einnig vegna hins, að nokkur gengisfelling er óhjákvæmileg- ur liður í aðgerðum til samræm- is á erlendu og innlendú verð- lagi. Framhald. Tivoli opnað. í gærkveldi var TIVOLI opnað við Njarðargötu. Þar verður til skemmt- unar stór hringgkja fyrir fullorðna og börn, bílabrautir með rafknúnum bílum, parísarhjól 16 m. hátt, hljóð- færasláttur og dans. — Aðgangur kostar 3 krónur fyrir fullorðna og 1 krónu fyrir börn. Héraðslæknirinn í Reykjavik óskar þess að sótt verði hið allra fyrsta á skrifstofuna bólusetningar- vottorð fyrir börn þau, sem bólusett voru í vor og bólan kom út á, en hafa enn ekki komið til skoðunar. Happdrætti Neista. Dregið var hjá sýslumanninum i Suðúr-Múlasýslu, 1. júlí s. 1.. í happ- drætti U. M. F. Neista, Djúpavogi. Þessi númer komu upp: 853 reiðhjól, 1639 100 krónur í pen- ingum, 637 karlmannsúr, 3178 Lind- arpenni, 499 skilvinda, 2445 Ljóðmæli Páls Ólafssonar, 1500 Ritsafn Einars H. Kvarans, 2854 ísland í myndum, 2885 100 krónur í peningum, 2635 100 krónur í peningum. Vinninganna má vitja til Kjartans Karlssonar, Djúpavogi, Guðmundar Pálssonar Ásvallagötu 2 eða Böðvars Steinþórssonar, matsveins, Hótel Borg. Tamlsmót I . M. F. 1. (Framhald at 1. síBu). 2. Stefán Sörensen, Þ., 13.28 m. 3. Guttórmur Þormar, A., 13.09 m. Ilástökk: 1. Jón Ólafsson, A., 1.74 m. Þeir Kolbeinn Kristinsson, S. K. H.j Matthías Ólafsson, B. og Skúli Gunnlaugsson, S. K. H„ stukku allir 1.65 m. Kúluvarp: Jón Ólaússon, A„ 13.68 m. Sigfús Sigurðsson, S. K. H„ 13.39 m. Gunnar Sigurösson, Þ„ 12.89 m. Kringlukast: Jón Ólafsson, A„ 43.31 m. Haraldur Sigurðsson, E„ 38.78 m. Sigfús Sigurðsson, S. K. H„ 36.33 m. Spjótkast: Tómas Árnason, A„ 53.02 m. Hjálmar J. Torfason, Þ„ 50.67 m. Pálmi Pálmason, E„ 50.06. m. 100 m. bringusund karla: 1. Sigurður Jónsson, Þ.. 1.18,9 mín. 2. Halldór Lárusson, K„ 1.23,6 mín. 3. Kári Steinsson, S„ 1.27,5 mín. 100 m. sund karla, frjáls aðferð: 1. Sigurður Jónsson, Þ„ 1.10,3 mín. 2. Birgir Þorgilsson, B„ 1.16,0 mín. 3. Óttar Þorgilsson, B„' 1.24,3 mín. 1000 m. sundf frjáls aðferð: 1. Sigurður Jónsson, Þ„ 17.25,7 mín. — Synti hann bringusund alla leiðina og setti þar með nýtt bringusundsmet. 2. Teitur Felixson, S„ 18.8,0 mín. 3. Svavar Ólafsson, A„ 19.10,3 mín. íslenzk glíma: Sigurveigari varð Si'gurjón Guðmundsson, Skarphéðni. Næstflesta vinninga hlaut Frið- rik Jónasson og þriðji varð Haukur Aðalsteinsson, báðir hinir síðastttöldu eru frá Hér- aðssambandi Þingeyinga. Síðari daginn fóru einnig fram fimleikasýningar. Flokkur kvenna og karla frá íþrótta- kennaraskólanum að Laugar- vatni, stjórnandi Björn Jakobs- son, og fimleikaflokkur kvenna frá Dalvík, sýndu fimleika. Flokkur karla ok kvenna frá íþróttafélaginu Þór á Akureyri, sýndi vikivaka og þjóðdansa, undir stjórn Jónasar Jónssonar frá Brekknakoti. C ml ir bú niii"iir laiidskeppiiinnar (Framhald af 1. siðu). mundsson (F’ram) og Sigurður Ólafsson (Val). Miðframvörð- ur verður Brandur Brynjólfsson (Víking), en sem hliðarfram- verðir koma þessir þrír menn til greina: Haukur Óskarsson (Vík- ing), Óli B. Jónsson (K.R.) og Sæmundur Gíslason (Fram). Óli B. Jónsson hefir að undan- förnu verið lasinn í fæti og mun ekki fullvíst hvort hann getur leikið með. í sóknarliðinu verða þessir: Hægri útherji er ekki fullákveð- inn, verður það annað hvort Richard Jónsson frá Akranesi eða Þórhallur Einarsson (Fram). Hægri innherji Albert Guð- mundsson (Val), miðframherji Sveinn Helgason (Val), vinstri innherji Jón Jónasson (K.R.) og vinstri útherji Ellert Sölvason (Val). Ekki mun enn fyllilega ákveð- ið, lyverjir verði varamenn í sókn, en í vörninni eru það þess- ir: Ayiton Sigurðsson markvörð- ur (Víking), Birgir Guðjónsson (K.R. og Jiafsteinn Guðmunds- son (Val). ITr Dýrafirííi (Framhald af 1. slSu). Þingeyri eru í smíðum þrjú íbúðarhús, af þeim er eitt læknisbústaður. Þar er einnig verið að ljúka við byggingu haf- skipabryggju. Unnið er að fram- lengingu brimbrjótsins í Al- viðruvör. í Mýrahreppi eru tvö íbúðarhús*í smíðum. Auk þessa er mikil vegavinna á Hrafns- eyrarheiðarvegi og víðar 1 firð- inum. Tilfinnanlegur skortur er á mannafla og dregur það úr öll- um framkvæmdum. Einkum er tilfinnanlegur skortur á smið- um, svo örðugt reynist fyrir þá sök að koma þessum fram- kvæmdum áfram, sem þegar eru hafnar. Hraðfrystihús Dýrfirðinga varð að hætta að taka á móti fiski í maímánuði, vegna skorts á verkafólki og varð því að neita mörgum bátum um að taka af þeim fisk. Tveir bátar frá þingeyri, Sæ- hrímnir og Skíðblaðnir, eru farnir á síld, en fiskibátum, smærri og stærri, er ekki róið vegna þess, að hraðfrystihúsið getur ekki veitt afla þeirra mót- töku af áðurnefndum orsökum. Til kanpcnda Tíinans (Framhald af 2. síðu) hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur, sem búa utanvið að- albæinn og fá blaðið í pósti, geröu Tímanuni mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. Tciftrctting Sú missögn hefir slæðst inn í frásögn blaðsins í gær af slysinu á bv. Skallagrími, að BrynjóJfur heitinn Guðjónsson frá Eyrar- bakka, sem lézt af völdum slyss- ins var sagður ókvæntur. Þetta er ekki rétt. Brynjólfur heitinn var kvæntur-og átti eitt barn. Héraðsmót Ungm. samb. Austur- Húnavatnssýslu Héraðsmót ungmennasam- bands Austur-Húnavatnssýslu var haldiö að Blönduósi 17. júní. Mótið hófst með guðsþjónustu kl. 11 í Blönduósskirkju. Sr. Pétur Ingjaldsson á Höskulds- stöðum prédikaði, en sr. Þor- steinn Gíslason í Steinnesi var fyrir altari. Að lokinni messu vari mótið 'sett af formanni sambandsins, sr. Pétri Ingjalds- syni. Ræður fluttu Ágúst Jóns- son bóndi Hofi, Bjarni Ó. Frí- mannsson bóndi Efri-Mýrum, en Páll Kolka héraðslæknir las upp. Á eftir hverri ræðu var almennur söngur. Þá hófust í- þróttir, hástökk, langstökk, þrí- stökk, kúluvarp, 100 metra hlaup og víðavangshlaup. Þrír beztu menn í hverri íþrótt hlutu silfurpeninga frá sam- bandinu. Fimm ungmennafé- lög tóku þátt í mótinu og hlaut ungmennafélagið Fram á Skagaströnd flest stig. Að lokum var dans í sam- komuhúsinu og Hótel Blöndu- ós. Margt manna var á Blöndu- ósi þennan dag. Cjamla BU Diillnina ástinærin (Den Maskerede Elskerinde) Tékknesk kvikmynd með dönsk- um texta, gerð eftir skáldsögu Honoré De Balzac Aðalhlutverkín leika: Lida Barova, % Gustav Nezval. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vjja Sít (við Skúiagötu ) ♦ ♦ t Skiiggahverfnm Kanpniannaliafnar Aðalhlutverk: Paul Reumert Illona Wieselmann Ebba Rode Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Gög' og Gokkc í nautaatl Stan Laurel og Oliver Hardy. Sýnd kl. 5 og 7. TÍMINN kemur á hvert sveltaheimili og þúsundir kaupstaðaheimila, enda gefinn út í mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. TÍMINN I.indargötu 9A, sími 2323 og 2353 Ijt'nu'AU Ungt of» lciknr scr (Our Hearts Were Yoúng and Gay) Ámerísk gamanmynd Gail Russell Diana Lynn Charles Ruggles Sýnd kl. 5, 7 og 9. Orðsending til iiinlicinitiiniannn Tlinans. Innheimtumenn Tímans eru vinsamlega beðnir að senda áskriftargjöld blaðsins hið allra fyrsta. Gjalddagi var 1. júlí. Verð blaðsins utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, er kr. 45,00. Innlieinita Tíinans. I Biðjum viðskiptavini okkar að athuga, að simanúmer okkar er nú 7299 Blómabáðin GARÐUR Garðastræti 2. lí Kaupfélög - Kaupmenn Byggingarfélög Við erum ciiikaiiiulioðsniciin á íslainli fyrir The Czechoslovak National Metalturgical Board, sem sjá um framleiðslu og sölu á öllum saum og vír í Tékkóslóvakíu. Útvegum ferstrendan og sívalan saum með stuttum íyrirvara. Sendið okkur pantanir og fyrirspurnir yðar sem fyrst. R. Jóhannesson h.f. Sími 3712. — Óöinsgötu 2. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.