Tíminn - 11.07.1946, Side 3
122. blað
3
Jtyiftufaúréttir
Þessi vagn getur ekið 100 mílur á klst. Þó hefir hann aðeins 5 hestafla
véi. B'enzíngeymirinn tekur aðeins 4 lítra af benzíni, en með þvi er hægt
að komast 00 km.
Christmas Möller sést hér á myndinni, þar sem hann er að heimsækja
skipstjórann, sem flutti liann og fjölskyldu hans leynilega til Svíþjóðar
á hernámsárunum.
Mynd þessi er af hinum nýju húsakynnum rússnesku sendisveitarinnar
í Kaupmannahöfn.
Spanski forsætisráðherrann, Dr. Jose Giral, sést liér á myndinni ásamt
syni sínum. Myndin var tekin, er þeir voru á ferð í Lundúnum nýlega.
Mynd þessi er af knattspyrnuliði brezkra flugmanna, sem kepptu við kín-
verskt knattspyrnulið í Singapore.
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
flmmtudagimn 11. jiili 1946
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
mun falla þetta þungt. Á hann að tala við hana eða senda henni
símskeyti? — Nei, hann getur hvorugt gert — hann verður að
iara sjálfur og segja henni þessi sorgartíðindi. Þetta getur hún
ekki borið ein, og þá er jiað skylda hans að standa við hlið henn-
ar og létta henni byrðar lífsins, þrátt fyrir allt, sem þeim hefir
borið á milli.
Hann sprettur á fætur, rakar sig í skyndi, sendir boð eftir
Hettýju.
„Hvað er á seyði, pabbi?, spyr hún forviða, þegar hún sér
breytinguna, er allt í einu virðist orðin á föður hennar.
„Mér hafa borizt sorgleg tíðindi frá Bangkok — það er um
Karel ... .“
„Er hann dáinn?“ spyr hún án þess að láta sér bregða.
Wijdeveld kinkar kolli. „Já, hann dó mjög snögglega."
Þetta er bezt — engar nánar skýringar strax.
Hann segir henni, hvað hann hefir í hyggju. Hún býðst strax
til þess að hjálpa honum — spyrst fyrir um járnbrautarferðir
til Sviss, býr um farangur hans og þar fram eftir götunum. Inn-
an lítillar stundar er Wijdeveld ferðbúinn. Hettý ætlar að segja
Janna og Mariönnu andlátsfregnina.
*
Lusia er stödd í símkiefa gistihússins. Hún þerrar í sífellu
sveitt ennið með knipplingaklútnum sinum.
„Hallo —■ non, mademoiselle, j e n’e ntends rien
du tout — mais rien de rien. Hallo — ó, ert það þú,
Hettý? Þetta er mamma þín. Hvað er með Karel? Hvers vegna
senduð þið mér símskeyti? Hvað segirðu?“
Hún heyrir rödd Hettýjar einhvers staðar langt í burtu: „Vertu
við öllu hinu versta búin.“
„Er hann dáinn? Vertu ekki að skrökva að mér.“
„Nei — en honum er ekki hugað líf.“
„Hvað hefir komið fyrir?“
„Einhver hitabeltissjúkdómur.“
„Hvers vegna er pabbi þinn á leiðinni til Sviss?“
„Hann ætlar að bíða nánari frétta hjá þér.“
„Þetta er hræðilegt. Hvenær kemur Willem?“
„Þegar klukkan er fimmtán mínútur gengin í ellefu.“
Það verður stutt þögn.
„Ekki fyrrj1 segir Lúsía svo. „Og hvað á ég að gera í allan dag.
Og ég, sem var búin að mæla mér mót við svo marga og verð nú
?.ð hætta við það.“
Dóttir hennar kveður — svitinn hnappast á enni Lúsíu ....
Karel er sjúkur austur í löndum — honum er ekki hugað líf. Ef
til vill nýtur hann ekki viðunandi hjúkrunar — ef til vill hefir
hann ekki haft efni á að kalla á lækni sér til bjargar .... Og
þetta er sök Wijdevelds. Hann rak hann brott — og aðeins vegna
Renée — þeirrar skækju, sem dó svo eftir allt saman, áður en
vitnaðist um þeirra samband. Ef Karel deyr núna, liugsar Lúsía,
þá er það morð — þá hefir Wijdeveld myrt hann ....
Það setur að henni ofsafenginn grát — hún nær varla and-
anum í verstu flogunum ....
*
Wijdeveld bíður lengi á stöðinni í Interlaken. Lúsía sést hvergi.
Loks nær hann sér í leigubiíreið .... Hvernig stendur á þvi, að
Lúsía kemur ekki — skyldi hún ekki vera í Interlaken?
En þegar hann kemur í gistihúsið, finnur hann hana i rúm-
inu.
„Lúsía — vina mín — fékk þetta svona á þig?“
Hún ris upp við dogg. Hún er öll grátbólgin, andlitið hrukk-
ott og tekið.
„Hann er þá — dáinn?"
Wijdeveld kinkar kolli.
„Hvers vegna mátti ég ekki vita það fyrr?“
„Lúsía — ég vildi ekki láta þig vita þetta, fyrr en ég gæti sagt
þér það sjálfur — talað við þig eina . ...“
Hann lýkur ekki við setninguna. Hún rekur upp skrækan og
hásan hlátur.
„Heldurðu kannske, að þú getir eitthvað . ,t mér þennan
harm — þú, sem hraktir hann austur í þessi heitu lönd, þar sem
menn hrynja niður eins og flugur? Þú berð ábyrgð á dauöa Kar-
els .... þú ....
„Ég? — Lúsía ... .“
„Já, þú. Kannske hefir hann ekki einu sinni getað beðið um
íæknishjálp vegna fátæktar. En þú liggur á miljónunum meðan
eizti sonur þinn veslast upp og deyr eins og útskúfaður maður
austur í löndum.“
„Láttu ekki svona þvætting út úr þér, Lúsía.“
„Þetta er ekki neinn þvættingur. Þetta er himinhrópandi á-
k.æra. Þú berð ábyrgð á dauða hans .... Ég vildi bara, að þig ór-
aði fyrir því, hve ég hata þig. — Farðu burt héðan og komdu
aldrei framar fyrir mitt auglit.“
„Þú ert viti þínu fjær, Lúsía.“
„Ég veit, hvað ég segi, og þetta er full alvara. Þú veizt það
sjálfur, að ég hefi aldrei fyrirgefið þér, hvernig þú komst fram
við Karel. Ég væri komin aftur heim, ef sættir hefðu tekizt með
ykkur Karel, og þá væri Karel líka á lífi. En nú vil ég ekki sjá
þig framar — aldrei framar.“
Hún er komin fram úr rúminu, stendur á miðju gólfi, ellileg og
beygð.
„Lúsia,“ segir hann blíðlega, „mér þykir vænt um þig — ég
hefi alltaf elskað þig og tignað. Og vorum við ekki hamingjusöm
fyrstu árin — meðan Karel og Maríanna voru lítil,“
„Nei,“ svarar hún og hristir höfuðið. „Við vorum aldrei hma-
ingjusöm. Þú gerðir þér aldrei það ómak að hugsa um, hvernig
J mínum tilfinningum væri háttað. Þú varst alltaf með hugann við
fyrirtækið og peningana.“
KOMIÐ:
VEGGFÓÐUR
Samband ísl. samvinnufélaga
Biðjið verzlun
yðar um
Svefnpoka
Tjöld
Bakpoka
og aðrar sport-
vörur frá
5. og 6. bók
oCiát
cimcinnapincýSiná
eru nú tilbúiiar til afgreiðslu.
Bókanna óskast vitjað I Helgafell, Aðalstræti 18,
Helgafell, Garðastræti 17, — og framvegis verður
Listamannaþingið og aðrar áskriftarbækur einnig
einnig afgreiddar í bókabúðinni, Laugaveg 11.
Nýir áskrifemlur komi á einhvern
giessara þriggja staÓa.
U
Yerzluiiarfélag KorK'arfjarbar li.f.
Borg'arnesi
tilkynnir:
Kaupum þvegna og óþvegna vorull, sem að undanförnu.
Til máia getur komið að sækja ullina heim, ef bílfært er
á staðinn.
mumunmmnmmiuumiimmmummmmnmmnmmmcm
Tillögur um nýskipan
(FTamhald af 2. siOu)
„Nýsköpun óstjórnarinnar“
gerir ráðstafanir til svo æðis-
genginnar atvinnuaukningar og
kaupuppboðs, að með sama á-
framhaldi mundi hávaðinn af
bændum og bændasonum lands
ins sogast burt úr sveitinni og
á mölina — en hvert verður svo
hlutskipti þeirra þar, þegar gull-
æðið rennur af þjóðinni, eftir
að „óstjórnin“ hefir sóað fé
henanr í vitleysu. — Lauslega
hefir verið áætlað, að hinn nýi
floti „óstjórnarinnar" muni
þurfa á að halda: 4—5 þúsund
manns til viðbótar þeim sjó-
mönnum, sem fyrir eru. Bænd-
ur landsins eru rúmlega 6 þús-
und!
Við ætluðum að kaúpa at-
vinnutækin með gætni og at-
hugun -— ekki fleiri en not
yrðu fyrir á hverjum tíma —
m. a. til þess að þau atvinnu-
tæki, sem síðar yrðu keypt, gætu
orðið fullkomnari og hagnýtari
þeim fyrri, því ný reynsla á al-
veg eftir að leiða í ljós, hvaða
skip og tæki henta framtíðinni
bezt.
„Nýsköpmi óstjórnarinnar“
kaupir 28 — tuttugu og átta
togara, alla sömu gerðar — og
marga tugi vélbáta. Hvernig
fer, ef reynslan sýnir, að skip
þessi eru gölluð i meginatriðum.
Já, hvernig fer þegar við eigum
með þeim skipum að keppa við
e. t. v. miklu fullkomnari skip
annarra þjóða, sem byggð eru
nokkru siðar? — Hefði þá ekki
verið betra að kaupa aðeins þaö
nú, sem þjóðarhagur krafði? Því
auðveldara er að breyta fáum
skipum, taka þau til sérstakra
nytja, eða skipta á þeim heidur
en svo til öllum flotanum í einu.
Við vildum skapa öryggi og
festu í viðskiptalífið, og
byggj a upp nýsköpun með gætni
en hóflegri dirfsku. Ekki setja
allt á eitt spil.
„Nýsköpun óstjórnarinna.“‘
vill setja ailt á eitt spil: kaupa
allt inn í einu, hættulega mikið
sömu gerðar án reynslu. Með
sama áframhaldi er hætt við,
að góðæri snúist í erfiða tíma —
velsæld í allsleysi — blessun í
bölvun.
Eina vonin er sú að ríkis-
stjórnin breyti nú hið bráðasta
um stefnu og reyni að bjarga
þvi, sem enn er liægt að
bjarga.
Rvík, 17. júní 1946.
Kristján Frlðriksson.
%