Tíminn - 25.07.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSBON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.I.
RITSTJ ÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llnrtargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSiNGASKR IFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llntíargötli 9 A
Slml 2323
30. árg.
Bteykjavík, fliiiiiituclagiim 25. júlí 1946
132. MaS
Herferð gegn rottum
Mikil og öflug herferff gegn rottum er um þaff bil aff hefjast í
Reykjavík. En samkvæmt athugun, sem gerffar hafa veriff, á-
sækja rottur 75,3% af öllum eignum í Reykjavík og auk þess er
mikill rottugangur í sorphaugum, viff strandlengjur, viff höfn-
ina og víffar á bersvæði. Nýlega eru komnir liingað til bæjarins
enskir sérfræffingar viff rottueyðingu. Eru þeir frá fyrirtæki,
brezku, sem tekiff hefir að sér rottueyðingu í bænum. Telja sér-
fræðingar þessir, aff miklar líkur séu til aff takast megi aff losna
viff um 90% af öllum rottum í Reykjavík meff þessari herferff,
og er kostnaffurinn við rottueyðinguna áætlaður rúmlega 366
þús. krónur.
Framkvæmdastjóri fyrirtækis arins. svo og verksmiðjur, höfn-
þess, sem tekið hefir að sér. ina o. fl., og skýrði ég þeim
Góðar fréttir:
rottueyðinguna, K. G. Anker
Petersen, átti nýlega tal við
blaðamenn og sýndi hvernig
farið er að því að eyjða rottun-
um. Fer hér á eftir frásögn
hans:
„Þegar ég fyrst dvaldi í Reyja-
vík í marz s. 1., fékk ég tækifæri
til að ræða við borgarstjórann
hr. Bjarna Benediktsson og
Hjálmar Blöndal um ágang
rottu á hinar mörgu ibúðir bæj-
Samkoma ungra
Framsóknarmanna
að Þjórsárbrú
Félag ungra Framsóknar-
manna vestan Rangár efndi til
skemmtisamkomu við Þjórsár-
brú síðast liðinn sunnudag.
Hófst samkoman kl. 5, og setti
formaður félagsins, Þráinn
Valdimarsson, hana.
Ólafur Guðmundsson, bóndi
í Hellnatúni, flutti ræðu. Einar
Sturluson tenórsöngvari söng
við undirleik Páls Kr. Pálsson-
ar.'Voru undirtektir frábærilega
góðar.
Um kvöldið var dansað í skál-
um við Þjórsártún.
Um 300 manns sótti skemmt-
unina. Rigning var um daginn
og spillti það aðsókninni að
vonum.
Ógrynni af síld við Langanes
frá því, sem mér fannst nauð-
synlegt að gert yrði til að hafa
himil á hinum mikla rottu-
gangi. Mér var einnig gefinn
kostur á að skoða hina ýmsu
hluta bæjarins, þ. e. a: s. strand-
lengjuna, hafnarsvæðið, birgða-
skemmur, fiskverkunarstöðvar,
fjölda eigna í bænum, herbúðir,
sem brezku og amerísku her-
irnir höfðu látið eftir sig, og
loks sorphauga borgarinnar, og
þá sérstaklega þann, sem nú er
í notkun, vestan hennar.
Hinar tiltölulega lauslegu upp-
lýsingar, sem ég aflaði mér með
þessum athugunum mínum,
leiddu bersýnilega í Ijós, að
rottugangurinn í bænum var
mjög. alvarlegur, og réttlætti
fyllilega algjöra og nákvæma
rannsókn, sem gæfi raunhæfa
mynd af ástandinu.
Þetta leiddi til þess, að áður
en ég fór til Englands náðist
samkomulag við borgarstjóra
um, að allar fasteignir í Reykja-
vík og Seltjarnarnesi skyldu at-
hugaðar nánar, svo að mér yrði
fært að gera endanlegt tilboð
um eyðingu á rottunni.
Fyrirkomulag skoöunarinnar
var rætt, 'og mér voru látnir í
té nokkrir ágætir uppdrættir af
borginni, ásamt ljósmyndum,
sem teknar höfðu verið úr lofti
og gefa mjög gott yfirlit um
tilhögun þess svæðis, sem við
mundum starfa á, ef ákveðin
yrði fjöldaeyðing rottunnar.
Aðalskoðunin fór fram í apríl,
(Framháld á 4. síðu).
Síld sést einnig vestar — bæði við Rauðu-
núpa og á Grímseyjarsundi
Menn hafa verið farnir að gerast uggandi um síldveiffarnar,
því aff litil sem engin veiffi hefir veriff aff undanförnu. En nú
hafa góffar fréttir borizt aff norðan. í fyrrinótt og gærdag barst
ógrynni síldar á land á Raufarhöfn. Fengu skipin yfirleitt mjög
stór köst og ör. Eitt skipiff, Gunnvör, fékk 1200 mál í einu kasti.
Fyrstu skipin, sem iönduffu í gærmorgun, voru komin inn aftur
fullfermd um miðjan dag.
Blaðið hafði tal af fram-
kvæmdastjóra Síldarverksmiðja
ríkisins á Raufarhöfn í gær-
kVöldi. Kvað hann skipin hafa
streymt inn allan daginn og
seinni hluta nætur þar á undan.
Höfðu skipin öll fullfermi. Hann
kvað síldina alla veiðast beggja
vegna Langaness, en þó aðal-
lega norðan nessins og á Þistil-
firði.
36 skip til Raufarhafnar í gær.
Alls höfðu 36 skip komið með
síld til Raufarhafnar síðastlið-
inn sólarhring og voru þau sam-
tals með um 20 þúsund mál.
Höfðu 12'þeirra lakið löndun, er
blaðið átti tal við Raufarhöfn í
gærkvöldi, en 24 biðu löndunar
og auk þess streymdu skipin þá
inn. Síldin er talin mjög góð, og
sjómenn telja mjög góðar horf-
ur á mikilli veiði á næstunni,
ef veður helzt gott.
50 skip viff Langanes.
Talið er að um 50 skip séu að
veiðum við Langanes. Er það
islenzkar hjúkrunarkonur sitja
þing hjúkrunarkvenna í Oslú
CjíínuiL
imanonanc^iivinn
tehur hreujÁ
ekki nema nokkur hluti alls
flotans, en flotinn mun hins
vegar vera á austurleið. Ann-
ars hafði frétzt um síld vest-
ar á veiðisvæðinu. Fengu nokk-
ur skip allgóð köst við Rauðu-
núpa og einnig hefir síld sézt
vestur á Grímseyjarsundi. Mun
flotinn að sjálfsögðu færa sig
þangað hið fyrsta, ef ekki verð-
ur vart við síld enn vestar á
svæðinu.
Afkastaaukning á Raufar-
höfn.
Nýja verksmiðjan á Raufar-
höfn hafði alls tekið við um 90
þúsund málum sildar til bræðslu
um miðnætti í gærkvöldi og eins
og áður er sagt, biðu þá fjöl-
mörg skip löndunar og fleiri
munu hafa bætzt við i nótt.
Verksmiðjan hefir afkastað allt
að 5000 málum á sólarhring til
þessa, en hætt er við að geymslu
rúm hennar yfirfyllist fljótt, ef
sami landburður verður lengi af
síld og síðastliðinn sólarhring.
Þessa dagana er unnið kapp-
samlega að þvi að auka afköstin
á Raufarhöfn með því að auka
gufuafl verksmiðjunnar svo að
unnt verði einnig .að taka
gömlu verksmiðjuna í notkun.
Hefir helzt hamlað fram-
kvæmdum, að erfitt hefir verið
(Tramháld á 4. síðu).
Með Esjunni fóru 25 íslenzkar
hjúkrunarkonur Kgær. Ætla þær
að sitja mót norrænna hjúkrun-
arkvenna, er haldið verður í
Oslo dagana 4. til 8. ágúst.
Síðasta mót norrænna hjúkr-
unarkvenna var haldið hér í
Reykjavík 1929. Fulltrúar ís-
lands á þessu .móti verða þær
frú Sigríður Eiríksdóttir, for-
maður Hjúkrunarkvennafélags
íslands, Bjarney Samúelsdóttir
berklavarnahjúkrunarkona hjá
Líkn, Sigríður Bachmann
kennsluhjúkrunarkona á Lands-
spítalanum og Elísabet Guð-
johnsen forstöðukona Hvíta-
bandsins.
Hjúkrunarkonurnar fara þessa
ferð í sumarleyfi sínu. Allmarg-
ar af þeim verða þó lengur, en
sumarleyfið nær og munu þær
dvelja á norðurlöndum i skipt-
um fyrir danskar og norskar
hj úkrunarkonur. Hingað eru
komnar 14 danskar og norskar
hjúkrunarkonur nú þegar. Þessi
hj úkrunarkvennaskipti eru þátt-
ur í starfsemi sambands nor-
rænna hjúkrunarkvenna.
Glímufélagiö Armann sendi sem kunnugt er fjórtán manna glimuflokk undir stjórn Jöns Þorsteinssonar
íþróttakennara til Svíþjóðar í sumar. Gat flokkurinn sér liið mesta frægðarorð í þessari för. íslenzka glím-
an vakti stórmikla hrifningu þeirra, er hana sáu, og sænsku blöðin skrifuðu bæði langar og lofsamlegar
grcinar um hana og glímumennina og birtu margar myndir. Hefir áður verið vitnað í sumt af því hér í blað-
inu. Ekki hvað sízt dáðust blöðin að Guðmundi Ágústssyni, glímukonungi íslands, og íþrótt hans.
*
Flugfélag Islands fær
tvær nýjar vélar
Flugfélag íslands á nú orðið
þrjá Catalínu-flugbáta, Tveir
þeirra eru komnir hingað til
lands, annar fyrir löngu en hinn
kom í ár, og hefir innrétting
hans staðið yfir þangað til nú
fyrir skemmstu, að hann fór
fyrstu ferð sína með farþega til
Akureyrar. Þriðji báturinn er
ennþá í Kanada, og verður hann
sóttur bráðlega. Er Jóhannes
Snorrason flugmaður um það bii
að fara vestur til Kanada tíl
að sækja flugvélina og er vænt-
anlegur hingað, snemma í ágúst.
Flugvél þessi er óinnréttuð og
er áætlað,að því verki verði lokið
um áramót. Þá hefir flugfélagið
keypt fyrir nokkru Duglas-Da-
kota farþegaflugvél af hernum
og er um það bil verið að hefja
farþega flug með henni. Bráða-
byrgða innrétting heíir farið
fram á vélinni, en seinna verður
flugvélin send til Bretlands og
innréttuð þar. Þegar báðar hin-
ar nýkeyptu vélar eru komnar
i gang, hefir flugvélakostur
flugfélagsins aukist það mikið,
að líklegt má telja, að hægt verði
að fullnægja eftirspurninnimm
flugferðir innanlands.
Átta ísl. íþrútta-
menn til Oslú
Ráðgert er aff átta íslenzkir
íþróttamenn fari á Evrópu-
meistaramótiff, sem hefst í
Oslp 6. ágúst næstkomandi.
Menn þessir eru Finnbjörn
Þorvaldsson ÍR., Gunnar Huse-
by KR., Jóel Sigurðsson ÍR.,
Jón Ólafsson ÚÍA., Kjartan Jó-
hann/son ÍR., Óskar Jónsson
ÍR„ «?liver Steinn FH. og Skúli
Guðmundsson KR.
Eru íþróttamenhirnir að æf-
ingum norður á Reykjum i
Hrútafirði og munu þeir æfa
þar út þennan mánuð. Þjálfari
þeirra er sænski íþróttakenn-
arinn Georg Bergfors.
Auk Oslóarfaranna dvelja
nokkrir fleiri iþróttamenn norð-
ur á Reykjum, meðal þeirra eru
ungir íþróttamenn, “sem eru að
æfa undir drengjamótið.
Dauðaslys á
Laufásvegi
Síðastliðinn laugardag vildi
það slys til, að þriggja ára
stúlkubarn varð fyrir bifreið á
Laufásvegi og beið bana.
Slys þetta mun hafa atvikast
þannig, að vörubifreið kom
norðan Laufásveginn og varð
hún að aka milli tveggja bif-
reiða, er lagt hafði verlð sitt
hvoru megin á götunni. Mun
þá barnið hafa komið hlaupandi
út á götuna fyrir framan aðra
bifreiðina, er stóð kyrr. Við nán-
ari rannsókn málsins kom í Ijós,
að hemlar bifreiðarinnar munu
hafa verið í ólagi. Barniö hét
Joan Hansen, sonardóttir Hall-
dórs Hansen læknis. Var hún
nýlega komin heim frá Ameríku.
Þjóðhátíðin í Vest-
nianiiaeyjum
Þjóðhátíð Vestmannaeyja
verðux^ að þessu sinni á föstu-
daginn og laugardaginn 3. ágúst
næstk. Hátiðin verður með líku
sniði og undanfarin ár og verða
skemmtiatriðin báða dagana
fólgin í ýmsum frjálsiþróttum,
handbolta kvenna, kaiiakórs-
söng, bjargsigi, lúðrasveit leik-
ur, svo og flugeldar og brenna
og dans á palli bæði kvöldin í
Herjólfsdal.
íþróttafélagið Þór, sér um há-
tíðina að þessu sinni og mun
vanda til hennar eins og frekast
er kostur.
Tímann
vantar tilfinnanlega börn til að bera
blaðið út til kaupenda viðs vegar um
bæinn. Heitið er á stuðningsmenn
blaðsins, að bregðast vel við og reyna
að aðstoða eftir megni við að útvega
unglinga til þessa starfs.
Bátabryggjan í Sand-
gerði lengd
Fyrir nokkru síðan hófst vinna
við hafnargerð í Sandgerði, en
i sumar á að vinna að því að
lengja ytri bátabryggjuna þar
um 75 metra, svö að hún geti
gefið nokkurt skjól fyrir bátá
þá sem liggja í víkinni, jafn-
framt því, að notagildi hennar
eykst til að afgreiða báta viö
hana. Bryggjan veröur um 10,7
metra á breidd, 6—7 metra há.
Undirstöðurnar eru úr poka-
steypu, en grjót notað til upp-
fyllingar. Verður þessi hafnar-
bót til mikils hagræíðis fyrir
þáta þá, sem róa frá Sandgerði,
þó miklar bætur þurfi enn að
gera á hafnarmannvirkjunum
þar, auk þessara bóta, sem gerð-
ar verða í sumar.
Fellur örendur af
hestbaki
Siðastliðinn laugardag vildi
það slys til, að maður að nafni
Sigurjón Ólafsson féll af hest-
baki í Mosfellssveit og var ör-
endur, er að var komið.
Sigurjón átti heima á Berg-
þórugötu 14 hér í bæ. Var hann
á ferð með konu sinni þennan
dag, og höfðu þau farið í útreið-
artúr. Fóru þau mjög hægt. Er
talið sennilegt, að Sigurjón
heitinn hafi orðið bráðkvaddur,
því að vart er unnt að finna
aðra ástæðu fyrir því, að hann
féll af hestinum. Sigurjón var á
fimmtugs ’aldri, og því á bezta
aldursskeiði.