Tíminn - 25.07.1946, Síða 3

Tíminn - 25.07.1946, Síða 3
133. blað TÍMliyjy, fimmtadaglim 35. jáli 1946 3 fftifiutajf/'éttir t ,kV.' s £s . v, ' Flugið er nú í miklum vexti um allan heim, bæði fyrir farþegaflutning og vöruflutninga. Myndin er áf einni af vöruflutningaflugvélum ame- ríska flugfélagsins, tekin er verið var að ferma vélina alls konar vörum á flugvellinum í Nevv York. Bretar hafa selt júgóslövum mikið af járnbrautarvögnum. Myndin er tek- in, er verið var að skipa út nokkrum slíkum vögnum í Liverpool. ls<N''s.Ms* « '■j •• *' w Mynd þessi var tekin á skátamóti í Sönderborg. Skátarnir á myndinni lialda á gullhornum, som eru nákvæm eftirlíking af hinu fræga gull- horni frá Gallehus í Suður-Jótlandi. Þetta er þýzka stórskipið Milwaukee, sem Hitler var á sínum tíma stoltur af. Englendingar tóku skipið í stríðinu, cn það brann fyrir skömmu í höfninni í Liverpool, og er talið, að það sé skemmdarverka- mönnum að kenna. HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR „Ó,“ segir hún með andköfum. „Vertu- kyrr hjá mér — ef þér íinnst ég ekki ljót“. Hún þrýstir mögrum líkama sínum enn bet- ur upp að honum. „Ég er hrædd við að vera ein. Ég fer svo oft að gráta. Vertu kyrr hjá mér.“ Hún kyssir hann blíðlega — og síðan leiðir hún hann til sætis á legubekknum .... * Dagur er að renna .... Hún liggur nakin við hlið hans i mjóu rúminu. Hún brosir í svefninum, grönn, beinaber, gulbrún á hör- und. Munnurinn er opinn til hálfs .... Sjoerd dregur flugna- netið til hliðar og rennir öðrum fætinum fram á gólfið. En þá þrífur sterk hönd í handlegginn á honum. Hún er glaðvöknuð, og hin stóru augu hennar stara á hann. * Sjoerd fer til hennar á hverju kvöldi. Og hún biður hans allt- af — dökk á brún og brá — austurlenzk — í silkislopp. Hann hefir aldrei fyrr orðið var við þær tilfinningar, sem nú hafa náð tökum á honum. Hann er knúinn áfram af ómót- stæðilegri löngun til þess að njóta blíðu og ástúðar þessarar kynblendingsstúlku. En þessi ævintýri valda honum ekki nein- um sárindum eftir á — engar sjálfsásakanir, engin blygðun. Öll þeirra samskipti eru hrein og náttúrleg, enginn Ijótleiki, enginn logandi losti. Einn morguninn hvíslar hún að honum: „Þú mátt ekki hugsa neitt ljótt um mig. Ég get ekki lifað án þess að þekkja karl- mann. En nú fer ég héðan, og hver veit hvenær ég hitti aftur jafn góðan mann og þlg.“ Hann kippist til. „Hamingjan góða! Þú ert þó ekki að fara, Berta.“ „Jú, ég fer — í dag.-Ég hefi viljandi haldið því leyndu fyrir þér. Langdregnar kveðjur þoli ég ekki. Þetta var síðasta nóttin okkar. Gamla kennslukonan er að koma — og ég fer aftur til Medan......Vertu ekki hryggur, vinur minn — brostu framan í Bertu — og kysstu hana einu sinni enn.....“ Hann faðmar hana og kyssir. En loks ris hún upp, ýtir honum frá sér og segir: „Vertu sæll, vinur minn. Nú skalt þú fara. Gerðu okkur ekki skilnaðarstundina of þungbæra.“ Það er komin nótt. Sjoerd situr aleinn úti á svölunum. Berta er farin — nú er hún á leið til Medan. Nú læðist hann ekki fram- ar til hennar á kvöldin. Brennandi þrá læsir sig um hann, nístir hann. Allt er svo tómlegt — einveran svo kveljandi þung. Faðmur hennar svo mjúkur, samfarirnar við hana svo hreinar og flekk- lausar. Hann óskar þess heitt og innilega, að hann gæti komizt brott — að hann gæti leitað til einhvers, sem hann gæti veitt trúnaö og leitað hugsvölunar hjá. Nú þráir hann Holland — vorgoluna heima — kannske suddarigningu -— ekrur, sem þaktar eru krókusblómum, narsissum', hýasintum, túlipönum. Hann langar til þess að sjá móður sína standa við eldavélina, heyra Mörtu leika á píanóið — lög eftir Chopin, Beethoven. Ó, ef hann aðeins gæti flúið þessa einveru — flúið þessar heitu, d.immu nætur .... VEGGFÓÐUR I Samband ísl. samvinnufélaga -----nrr --- Útborgun arðs fyrir árið 1945 hefst mánudaginn 29. júlí og fer fram 1 skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 12, dag- lega, nema laugardaga, kl. 10—12 f. h. og kl. 6—7 e. h. Gerlð svo vel að taka með yður kvlttun fyrir arð- miðaskilum. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis TÓLFTI KAFLI. Tölur — margar arkir þaktar tölum. Langir dálkar — tölur á tölur ofan. Þetta eru reikningar skipaútgerðarinnar og reikning ar Wijdevelds sjálfs. Svona uppgjör lætur hann Bosman yngri gera á hverjum degi. Wijdeveld rennir augunum yfir dálkana — enn hallar undan fæti. Bosman horfir út um gluggann — hann kann þessar tölur allar utan að. Tjón Wijdevelds er orðið stórkostlegt, en hann lætur það ekki á sig fá. Bosman getur ekki annað en dást hugarró hans. Hinar miklu og að þvi er virtist tryggu eignir, hafa fallið svo í verði, að þær eru ekki nema í þriðjungsgildi, miö- að við það, sem áður var. „Ekki skánar útlitið," segir Wijdeveld stillilega. „En við verð um að reyna að snapa saman peninga í launagreiðslur og dag legan kostnað, því að fyrir þær eignir, er nú eru seldar, fæst sama og ekki neitt.“ „Nei — því að nú vilja allir selja það, sem þeir geta við sig losað. Og það eykur aftur verðfallið." „Sjö mögur ár,“ segir Wijdeveld og tottar vindilinn sinn „tvö eru þegar liðin ... . “ „Þaö kljúfum við ekki“, segir Janni gremjulega og ýtir frá sér reikningunum. Nýjar áhyggjur biða Wijdevelds heima; Sómi er veikur — hann kemur ekki hlaupandi á móti húsbónda sínum, hvernig sem Jak ob þeytir flautuna. Bifreiðarstjórinn lítur forviða á Wijdeveld. Þetta hefir aldrei borið við fyrr. Wijdeveld hleypur upp þrepin — „Hvar er Sómi?“ En í sömu andrá kemur hann auga á hapn. Hundurinn skreiöist með erf- iðismunum til hans. Afturfæturnir eru undarlega stirðir. „Hringdu til dýralæknisins, Janni,“ segir Wijdeveld. „Láttu hann vita, að ég sé á leiðinni til hans með hundinn minn.“ Síðan tekur hann hundinn í fang sér og ber hann niður þrep- in og út í bifreiðina. FYRIRLIGGJANDI VÉLAR, ÁHÖLD OG VERKFÆRI Boltaklippur, fyrlr 22 mm. steypujárn. Viftur til heyþurrkunar og loftræstingar 25”, 30”, 35” og 45” þvermál. . Leðursaumavél, hentug til skóvlðgerðar. Lensidæla, sjálfvirk, rafknúin, 220 v. riðstr. Garðsláttuvélar. Lokræsaplógar (kílplógar). ‘Plógar (fyrir hesta). . Hreykiplógar (fyrir hesta). Rafgirðingartæki. Tæki til að leggja gaddavírsgirðingar. Sláttuvélabrýni. Skilvindur, 135 litrá. Rafsuðutæki (Transformer 215 amp.) Dráttarþvingur fyrir allt að 12” hjól. Merkiletur fyrir stál, stafróf og tölur ýmsar stærðir frá 1/16” til 1/4”. Rafmótorar. Gúmmíslöngur, 1/2” — 3/4” — 1”. Bensínmótorar, loftkældir 2,1 hö. Olíumótorar, 4 hö. Reimdrif, skífur og kílreimar. Járnborar, „B.S.A.“, High speed stál, miklð úrval í metra og tommu málí. Hemlar og dráttarstengur á sláttuvélar. Sláttuvélar, nothæfar fyrlr Jeppabíla. TÍMANN vantar unglinga til að bera blaðlð til kaupenda í þossum hvarfum: Llndargötu Skólavörðustíg Garðastrætl. Talið við afgreiðsluna í sirna 28M og fátð nánari upp- lýsingar. Flytjum blaðið heim. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.