Tíminn - 26.07.1946, Qupperneq 1

Tíminn - 26.07.1946, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKTJRINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST J ÓRASKRIFSTOFDR: EDDUH ''SI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIIiSTOF/.: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A Siml 2323 30. árg. Reykjavik, föstudagiim 20. jiilí 1940 133. blað Svíþjóðarbátarnir flestir Eins og kunnugt er samdi fyrrverandi stjórn um smíði á 45 bátum í Svíþjóð. Flestir þessara báta eru nú komnir hingað til lands, eða alls 32 þeirra. Flestir bátanna eru 50 rúmlestir að stærð, en alls eru þeir af þremur stærðum, 50, 80 og 90 rúmlesta. Tíð- indamaður blaðsins hefir átt tal við Arnór Guðmundsson skrif- stofustjóra Fiskifélagsins um bátana og fengið hjá honum upp- lýsingar um, hvert þeir fara. Alls eru komnir til landsins fjórtán 50 rúmlesta bátar, sjö 80 rúmlesta og ellefu 90 rúm- lesta bátar. Þeir 13 bátar, sem eftir eru, koma væntanlega heim í sumar og í haust. Bátarnir hafa farið til þessara staða: Til Reykjavíkur hafa farið, einn 50 rúmlesta bátur og fimm 90 rúmlesta bátar, til Borgarness hefir farið einn 90 rúmlesta bátur, til Akraness einn 50 rúmlesta bátur, til Stykkishólms einn 5p rúmlesta og annar 90 rúmlesta, til Flat- eyjar á Breiðafirði einn 50 rúm- lesta bátur, til Bolungarvíkur einn 90 rúmlesta bátur, til ísa- fjarðar fjórir 80 rúmlesta bátar, til Sauðárkróks einn 50 rúm- lesta bátur, til Ólafsfjarðar tveir 50 rúmlesta bátar, til Dalvíkur þrír 50 rúmlesta bát- ar, til Rauðuvíkur einn 50 rúm- lesta bátur, til Hríseyjar einn 90 rúmlesta bátur, til Húsavíkur einn 50 rúmlesta bátur, til Þórs- hafnar einn 50 rúmlesta bátur, til Seyðisfjarðar einn 80 rúm- lesta bátur og annar 90 rúm- lesta, til Neskaupstaðar einn 90 rúmlesta bátur, til Eskifjarðar einn 90 rúmlesta bátur, til Reyðarfjarðar einn 80 rúmlesta bátur, til Hornafjarðar einn 80 rúmlesta bátur og til Vest- mannaeyja einn 50 rúmlesta bátur. Auk þessara báta hefir verið keypt allmikið af notuðum bátum frá Svíþjóð hingað til lands að undanförnu. Ohagstætt veður tefur síldveiðar Mikil síld kom til Raufar- hafnar í fyrradág og í gær- morgunn. í gærdag barst þang- að aftur minni síld, vegna þess, að veður hamlaði veiðum út á miðunum. í fyrrinótt hvessti upp á norð-vestan, en í gærdag seint var veður aftur batnandi og veiðihorfur taldar góðar. Á Raufarhöfn biðu í gær 18 skip löndunar. Þangað höfðu þá alls borizt 100 þús. mál af síld í sumar, og hafa afköst verk- smiðjunnar verið um 5880 mál að jafnaði á sólarhring síðastl. viku. Söltun mun hefjast þar á næstunni. Níu togurum úthlutað í fyrradag var úthlutað 9 togurum, sem verið er að smíöa í Bretlandi fyrir íslendinga. Var það Nýbyggingarráð, sem úthlut- aði togurunum. Togarar þessir eru ailir gufukyntir og eiga þeir að vera tilbúnir til afhendingar á tímabilinu frá 31. janúar til 31. október næsta ár. Vestmannaeyjar og Neskaup- staður fengu sína tvo togarana hvor, en Akranes, ísafjörður, Keflavík, Siglufjörður og Seyð- isfjörður einn hver. Hefir þá verið lokið við að úthluta öllum þeim 30 togurum, sem samið var um smíði á í Bretlandi í fyrra, að undanteknum einum, .sem Nýbyggingarráð hefir boðið Reykjavíkurbæ forkaupsrétt að, og m.á því telja líklegt, að hann fari þangað. í apríl var úthlutað 20 togurum og fara 13 af þeim togurum til Reykjavíkur, svo alls fara til Reykjavíkur 14 af þeim 30 togurum, sem nú er verið að smíða í Bretlandi fyrir íslendinga. Til Hafnarfjarðar var úthlutað sex togurum af fyrri úthlutuninni, þar af ein- um til Hafnarfjarðarbæjar, og einum til Akureyrar. Auk þess hefir Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður á Akureyri keypt sjálfur nýtízku dieseltogara i Bretlandi, sem tilbúinn verður á miðju ári 1948. Af þessum 9 togurum, sem nú var úthlutað, verður sá fyrsti tilbúinn, sem fara á til Nes- kaupstaðar. Verður hann tilbú- inn 31. janúar 1947. Togarinn, Fimmtugsafmæli Fimmtug er í dag frú Guð- munda Línberg, Skólavörðuholti 13 í Reykjavík. Hún er hógvær kona og hvers manns hugljúfi. Vönduð í öllu dagfari sínu og hjálpfús við alla minni mátt- ar og skipar hún sess sinn vel og er virðulegur fulltrúi kven- þjóðarinnar. Það verða margar hlýjar árn- aðar óskir, sem hún fær frá vinum sínum í dag. sem fer til Akraness, verður til- búinn 28. febrúar 1947. Annar togarinn, sem fara á til Vest- mannaeyja, verður tilbúinn 28 febr. 1947. Síðari togarinn, sem fer til Norðfjarðar, verður til- búinn 30. júní 1927. Togarinn til ísafjarðar verður tilbúinn 31. júlí 1927. Síðari togarinn sem Vestmannaeyjar fá, verður tilbúinn 30. september 1947 Togarinn, sem fer til Seyðis fjarðar, veðrur tilbúinn 15. okt 1947. Togarinn, sem fer til Keflavíkurhrepps, verður tilbú- inn 31. október 1947. Kjarnorkutilraunin við Bikiniey í fyrrakvöld, kl. 9,30 eftir ís- lenzkum tíma var kjarnorku- sprengju varpað á skipaflota við Bikiniey. Er þetta önnur kjarn orkutilraunin, sem gerð er nú á tiltölulega skömmum tíma Samkvæmt seinustu fregnum sem borizt hafa af tilrauninni en áreiðanlegar fregnir bárust ekki fyrr en seint í gær, hafa fjögur skip sokkið af 87 skip um sem í flotanum voru. Þessi fjögur skip sukku svo að segj strax. Eitt þeirra beitiskipið Arkans, sökk strax, flugvéla skipið Saratoga skömmu seinna. Sprengjan var sprengd 50 metrum undir sjávarmáli við eyjuna Bikini í Kyrrahafi. Var sprengjan sprengd með útvarps geislum frá skipi sem var í 16 km. fjarlægð. Þegar sprengingin varð gaus upp geysi mikil reyk og eldsúla um 3000 metra upp í loftið. Lónið sem sprengjan sprakk á „varað eitt eldhaf og (Framhald á 4. síOu). ingi heimilar ríkisstjórninni að sækja um inntöku í þjóðabandalagi ð S j álf stæðismenn og Alþýðuflokksmenn sam- einast um að fella áskorun til ríkisstjórnar- innar um að krefjast þess, að hið erlenda herlið hverfi þegar í stað af landi brott FRÁ HOLLANDI Klukkan laust fyrir tíu í gærkvöldi samþykkti Alþingi svo- látandi þingsályktunartillögu, ásamt greinargerð, er henni fylgdi: „Alþingi ályktar að veita ríkisstjórninni heimlld til þess að sækja um inntöku íslands í Bandalag hinna sameinuðu þjóða ÍThe United Nations) og takast jafnframt á hendur fyrir lands- ins hönd þær skyldur, sem samkvæmt sáttmála bandalagsins eru samfara þátttöku í því“. Var tillaga þessi samþykkt með 36 atkvæðum gegn 6. Átta þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu, en tveir voru fjarverandi. Hollenzka þjóðin er nú óðum að ná sér eftir þrengingar styrj- aldaráranna. Myndir þessar eru teknar úr kvikmynd er hollenzka stjórnin er nú að láta gera að högum og lifnaðar- háttum þjóðarinnar, einkum í sveitunum. Verzlunarjöfnuðurinn óhagstæð- ur um 51 milj. kr. Samkvæmt skýrslum hagstofunnar varð verzlunarjöfnuður- inn í júnímánuði einum óhagstæður um nálega 14 milj. króna. En í lok júnímánaðar hefir verzlunarjöfnuðurinn verið óhag- stæður um rúmlega 51 milj. króna frá því um áramót. í júnímánuði nam verðmæti^ útfluttra íslenzkra afurða sam- _ . .. , ^ tals krónum 14 559 800, en inn- ^UIHarglStlhUS 80 flutningurinn á sama tíma nam kr. 28.244.740 og er því verzlun- arjöfnuðurinn í þeim mánuði óhagstæður um kr. 13.684.940. Helztu útfluttar afurðir í síð- asta mánuði eru sem hér segir: Saltfiskur, 283.260 kg„ fyrir 483.160 kr. ísfiskur, 5.781.740 kg„ fyrir 2.380.600 krónur. Síld- arolía, 1.534.080 kíló, fyrir Fiskur, niðursoðinn, 1.210 kg„ fyrir 4.690 kr. Freðsíld, 3,000 kg„ fyrir 2,440 kr. Lýsi 600.230 kg„ fyrir 2.380.600 kr. Síldarolía, Sildarolía, 1.534.080 kg„ fyrir 1.500.350 kr. Fiskimjöl, 485.000 kg„ fyrir 319.730 kr. Hrogn, sölt- uð, 560 tn„ fyrir 480 kr. Ull, 313.600 kg„ fyrir 3.160.900 kr. Gærur, saltaðar, 60.388 „ tals, fyrir 758.810 kr. Gærur, sútað- ar, 325 tals, fyrir 11.380 kr. Skinn, hert, 150 kg„ fyrir 7.560 kr. Ýmsar vörur fyrir 748.470 kr. Samtals 14.559.800 kr. Fyrir nokkrum árum réðist félag Snæfellinga og Hnapp- dæla í að girða og friða Búð arhraun. Sem framhald þeirra framkvæmda keypti það, á síðastliðnu ári, gamla verzl- unarhúsið á Búðum og hyggst að koma þar upp fullkomnum sumardvalarstað fyrir félaga sína og aðra og um leið sam- komustað fyrir héraðsbúa. Búðir hafa frá náttúrunnar- hendi öll skilyrði sem slíkur staður þarfnast. Þar er stórbrot- in og margvísleg náttúrufegurð, allt frá gróðursælu hrauni til gnæfandi jökuls. Sjóbaðstaöur er þar ágætur og öll er sveitin fræg úr fornum sögum. í sumar fer fram mikil breyt- ing og viðgerð á húsinu, sem (Framhald á 4. síSu). Þeir, sem atkvæði greiddu gegn tillögunni, voru Björn Kristjánsson, Hannibal Valdi- marsson, Helgi Jónasson, Ing- var Pálmason, Páll Zóphónías- son og Páll Þorsteinsson. Þeir, sem ekki greiddu atkvæði^ voru Skúli Guðmundsson, Stein- grímur Steinþórsson, Bernharð Stefánsson, Gísli Sveinsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Sig- urðsson, Jörundur Brynjólfsson og Pétur Ottesen. Fjarverandi voru Jónas Jóns- son og Stefán Jóh. Stefánsson. Allir aðrir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, en sum- ir létu greinargerðir fylgja at- kvæði sínu. Hermann Jónasson og Bjarni Ásgeirsson, sem báð- ir áttu sæti í utanríkismála- nefnd, er fjallaði um málið, og báðir greiddu tillögunni atkvæði, létu þess getið, að þeir væru ó- ánægðir með afgreiðslu málsins, þótt þessi tillaga og greinargerð sú, sem henni fylgdi, væri skársta lausnin, er hægt hefði verið að ná með samkomulagi fulltrúa allra flokka í utanríkis- málanefnd. Álit og tillaga utanríkismálanefndar. Nefndarálit og breytingartil- laga utanríkismálanefndar var á þessa leið: Utanríkismálanefnd hefir haldið 3 fundi um tillögu þá um inntökubeiðni íslands í bandalag hinna sameinuðu þjóða, er vísað var til nefndar innar á fundi sameinaðs Al- þingis í gær. Á fundunum hafa einnig mætt ríkisstjórnin, og auk hennar Gunnar Thorodd sen prófessor. Auk þess hafði nefndin haldið 2 fundi áður en Alþingi var kvatt saman, til þess að ræða um þetta mál og athuga ýmis gögn, ásamt með ríkisstjórninni. Hefir málið ver- ið rætt ýtarlega, og nefndar- menn hafa kynnt sér eftir föng- um sáttmála sameinuðu þjóð- anna og þá álitsgerð, sem fylgir tillögunni. Á undanförnum árum hefir ísland tekið þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi og gerzt aðili að ýmsum samtökum sam- einuðu þjöðanna. Verður það og í samræmi við þessa þátt- töku, að ísland sæki um inn- göngu í bandalag sameinuöu sjóðanna. Er það og vilji alls iorra íslendinga og í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar, að hún leggi fram til hinnar al- þjóðlegu samvinnu þann skerf, sem er eðlilegur frá hendi ís- lenzku þjóðarinnar og við henn- ar hæfi. Um skipulag bandalagsins, stofnanir þess og starfshætti vill nefndin vísa til i áður nefndrar álitsgerðar. Þar er einnig, einkum á 9,—10. og 14.— 17. bls„ gerð grein fyrir þeim skyldum, er ríkið takizt á hend- ur með inngöngu í bandalagið. í því sambandi er rétt að geta þess, að skv. sáttmálanum er ætlazt til, skv. 6. tölulið 2. gr„ að þau ríki, er kunna að standa utan bandalagsins, verði að hlíta svipuðum kvöðum og skyldum og meðlimir þess, en njóta hins vegar ekki félags- réttinda. íslendingar eru reiðubúnir til þess að gangast undir þær skuldbindingar, er sáttmálinn leggur á meðlimina. Einna þýð- ingarmest ákvæðanna um skyld- ur og kvaðir er 43. gr. sáttmál- ans. Sú grein áskilur meðlim- unum samningsrétt við öryggis- ráðið um kvaðir skv. greininni, og leggur nefndin þann skiln- ing i ákvæðið, að engar slíkar kvaðir sé unnt að leggja á ís- lenzka ríkið, nema að fengnu (Framhald á 4. tíBu). ísfisksölur í Bretlandi í seinustu viku seldu 9 ís- lenzk skip ísfisk í Bretlandi, fyrir samstals 62.562 sterl.pd. Skipin eru þessi: Gyllir, er seldi í Grimsby, 3169 kit, fyr- ir 3774 sterlingspund. Viðey seldi í Fleetwood 2258 kit, fyr- ir 7,458 pund. Júpíter seldi í Fleetwood 3868 kit, fyrir 12.415 pund. Kári seldi í Grimsby 2615 kit, fyrir 6.109 pund. Baldur seldi í Hull 2658 kit, fyrir 5,801 pund. Tryggvi gamli seldi í Fleet- wood 2620 kit, fyrir 5.946 pund. Venus seldi í Grimsby 3280 kit, fyrir 10,330 pund, og Faxi seldi að teljast í beinu framhaldi af 2577 kit, fyrir 7,331 sterl.pd.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.