Tíminn - 26.07.1946, Blaðsíða 2
2
rlMIMV. föstndagtnn 26. Jáli 1946
133. blatS
Föstudaginn 2S. jttlt
Það, sem þurft hefði
að gera
Það mál, sem nú er að vonum
mest rætt, er inntökubeiðni ís-
lendinga I þjóðabandalagið.
Málið er rætt frá ýmsum hlið-
um og koma að vonum fram
mismunandi sjónarmið og skoð-
anir. En jjað munu samt vel-
flestir sammála um, að málið
hafi verið illa undirbúið meðal
þjóðarinnar, svo að hún hefir
lítt átt þess Völ að glöggva sig á
því, hvað það er, sem hér er um
að ræða. Þannig hefir sáttmáli
hinna sameinuðu þjóða ekki
fyrr en nú fyrir fáum dögum
verið þýddur á íslenzku, svo að
alþýða manna gæti kynnt sér,
hvaða ákvæði hann hefði inni
að halda. Um þetta hirðuleysi er
mjög rætt manna á meðal.
Hinu veita menn ef til vill
ekki eins mikla athygli, að málið
hefir ekki heldur verið undirbú-
ið út á við á viðunandi hátt. Frá
sjónarmiði okkar íslendinga
hefði það verið eðlilegast og
æskilegast, að við gætum gengið
í Bandalag hinna sameinuðu
þjóða með þeim skilyrðum, að
við þyrftum ekki að taka þátt í
hugsanlegum hernaðaraðgerð-
um né láta í té bækistöðvar
handa erlendum her i landi
okkar. Við höfum þá sérstöðu
meðal þjóðanna, að eðlilegt
væri, að þessi undantekning
yrði gerð um okkur. Við erum
vopnlaus þjóð, sem ekki hefir
neinum her á að skipa né hugs-
ar sér að hafa það á komandi
tímum. Og við erum svo lítil
þjóð, að sá minnsti og fámenn-
asti her, sem húgsanlegt væri
að hinar sameinuðu þjóðir hefðu
gagn af að hafa hér, myndi
sliga okkur á skömmum tíma
og steypa okkur í glötun sem
sérstakri þjóð. Engin þjóð þolir
það að hafa í landinu herlið
sem er eins fjölmennt eða fjöl-
mennara en landsfólkið sjálft
Þannig myndi hinum stærri
þjóðum sennilega einnig finn-
ast allþröngt fyrir dyrum, ef
tugmiljónaher útlendur sæti
löndum þeirra, þótt vinveittur
væri.
Þetta skilja ísléndingar og
óttast, og þess vegna geta þeir
ekki fellt sig við, að erlendur
her háfi til langframa bæki
stöðvar í landinu. Þetta myndu
valdamenn annarra þjóða vænt
anlega einnig skilja, ef málstað
ur íslendinga hefði verið ræki
lega túlkaður fyrirfram við þá
og öryggisráðið með aðstoð vel
viljaðra ráðamanna í alþjóða
samvinnu. Þá er mjög líklegt,
að íslendingar hefðu nú, sökum
sérstöðu sinnar meðal þjóðanna,
getað fengið inngöngu í banda
lagið með þvi fororði, að þeir
tækju ekki þátt í hernaðarað
gerðum né leyfðu herstöðvar
landinu. Einmitt með þessum
sömu skilyrðum var Svisslend
ingum veitt þátttaka í Þjóða
bandalaginu gamla á sínum
tíma.
En nú hefir svo gálauslega
verið að farið, að ekki mun
neitt hafa verið þreifað fyrir sér
um þetta við þá aðila, er þar
fá mestu um ráðið, hvað þá að
unnið hafi veríð að þessu
skipulegan og markvissan hátt,
og hlutur íslands tryggður fyr
irfram. Þetta sinnuleysi er enn
alvarlegra heldur en skeyting
arleysið heima fyrir, sem þó er
mjög vítavert.
Þessa dagana hafa því þing
Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri á Akureyri, er einn af frum-
herjum ungmennafélagshreyfingarinnar hér á landi og hefir
hann jafnan verið ötull talsmaður aukinnar menningar og
bætts þroska æskulýðsins, og jafnan barizt fyrir þeim málum,
sem til bóta mega horfa í þjóðfélaginu. Tímarit ungmennafé-
laganna sneri sér til Þorsteins í tilefni af 40 ára afmæli félags-
skaparins nú í ár og bað hann að skrifa grein fyrir ritið og minn-
ast afmælisins. Grein þessi birtist í seinasta hefti Skinfaxa, en
>ar sem hún á erindi til sem flestra, er hún endurprentuð hér,
svo fleiri eigi þess kost að lesa hana en lesendur Skinfaxa.
Þorsteinn M. Jónsson:
myndafréttir
Höfum við gengið til góðs?
Þegar 20. öldin gekk í garð,
Dá var árroði hennar skærari en
árroði nokkurrar annarrar ald-
ar, er fæðst hafði, síðan íslenzka
Djóðin varð til. Sá arroði boð-
aði ekki eingöngu fæðingu hinn-
ar nýju aldar, heldur nýs tíma-
bils í lífi þjóðar vorrar. Miðöld-
um íslands var lokið. En líkt
og hinir miklu andar mann-
kynsins í lok miðalda veraldar-
sögunnar sprengdu heimsmynd
miðaldamanna og opnuðu þai
mannkyninu víðari heim en það
hafði áður þekkt, þá höfðu
Djóðræknir, gáfaðir og djarf-
huga forystumenn íslendinga á
19. öld sprengt.mörg þau höft,
er hamlað höfðu þróun þjóðar-
innar á liðnum öldum og vakið
hjá henni meiri trú á sjálfa sig
og land sitt en hún hafði áður
haft.
Það var vor í lofti. Frjómagn-
ið var leyst úr læðingi. Vaxtar-
ará þjóðarinnar varð að veru-
leika. Stjórn landsins var að
miklu leyti flutt frá Kaup
mannahöfn til Reykjavíkur, og
ísland fékk sinn eigin ráðherra,
gáfaðan og glæsilegan íslending.
Þjóðin varð framtakssamari og
stórhugaðri en áður um rekst-
ur atvinnuvega sinna, og kröf-
ur hennar til þess að lifa meira
menningarlífi en áður stórjuk-
ust. Þorsteinn Erlingsson hafði
kveðið nokkurs konar herkvöt
til æskunnar og framsækinna
manna: „Ef æskan vill rétta þér
örvandi hönd“ o. s. fvr., og Guð-
mundur Magnússon kvað á 1. ári
aldarinnar kvæðið: „Ég vil elska
mitt land“, sem er þrunginn
ástaróður til fósturjarðarinnar.
Ég held, að allir þeir ungu
menn, sem stofnuðu fyrsta ung-
mennafélagið á íslandi 1906,
hafi drukkið inn í sig þann anda,
sem fólst í þessum tveim kvæð-
um. Kvæði Guðmundar Magn-
ússonar varð þeim nokkurs kon-
ar trúarljóð. í því fólst sá andi,
sem þeir vildu magna í sínu
eigin brjósti og þjóðarinnar í
heild, ást til landsins og þjóð-
arinnar, og þrá hennar til þess
að vera frjáls. Og Þorsteinn
Erlingsson vakti trú þeirra á
sjálfa sig og æsku landsins, og
að það væri hlutverk æsku-
mannanna að hefja þjóðina til
vegs og frama, og þeim bæri að
sýna djörfung og áræði. Sam
taka áttu þeir að ryðja þeim
„völum úr vegi“, er tálmað
höfðu framþróun þjóðarinnar á
liðnum tímum, en forðast að
vera í fylgd hinnar öldruðu
sveitar, er ekki þorði að brjóta
forna ófrelsishlekki 'og vildi
aldrei leggja á „tæpasta vaðið“,
hvað sem var í húfi.
Þrír af stofnendum hins fyrsta
ungmennafélags landsins, Ung-
mennafélags Akureyrar, þeir
Þórhallur Bjarnas., Jón Helga-
son og Jóhannes Jósepsson
höfðu farið til útlanda og orðið
fyrir áhrifum frá lýðháskólun-
um og æskulýðshreyfingunum í
Noregi og Danmörku. í Noregi
var á þessum tíma sterk þjóð-
leg vakning. Norðmenn höfðu
skilið við Svía 1905 og þar með
loks slitið af sér öll erlend valda-
bönd, er þeim höfðu hvílt um
mörg hundruð ár.
Þetta tvennt, hin sterka innri
vaxtarþrá þjóðarinnar, og dæmi
frænda vorra, Norðmanna, voru
þeir undirstraumar, sem mest
réðu í stefnu hinna fyrstu ung-
mennafélaga. Stefnuskrá og
skuldbinding hinna fyrstu ung-
mennafélaga voru merkilegar,
álíka merkilegar og stefnuskrá
Fjölnismanna var 70 árum áður.
Einkunnarorð þeirra voru: —
Sannleikurinn og réttlœtið fyr-
mennirnir, fulltrúar þjóðarinn-
ar, staðið í þeim sporum, að þeir
hafa orðið að velja á milli þess,
að sækja um inntöku í þjóða-
bandalagið, treystandi á náð og
skilning þeirra, sem þar ráða
mestu, að þeir krefðust aldrei
neins þess af íslenzku smáþjóð-
inni, sem henni væri algerlega
um megn að veita, eða í annan
stað setja þau skilyrði fyrir inn-
tökubeiðni sinni, að hætta sé á,
að henni verði hafnað. Ef skyn-
samlega og ötullega hefði verið
að þessum málum unnið á rétt
um vettvangi, hefðu menn nú
vitað, hversu fast þeir hafa
undir fótum og getað hagað sér
í samræmi við það. Og ef málin
hefðu verið rækilega skýrð, er
ótrúlegt annað en við hefðum
getað fengið inntöku í banda-
lagið með þeim eðlilegu skilyrð-
um, sem hér hafa verið nefnd,
þótt á því leiki vafi eins og á
málunum hefir verið haldið.
Slík málsmeðferð og sú, sem
hér hefir átt sér stað, er ævin-
lega háskaleg og vítaverð, en því
háskalegri er hún, sem um stór-
vægilegra og viðkvæmara mál
er að ræða. En meginógæfa er
það, þegar svo er staðið að hin-
um stærstu og þýðingarmestu
málum.
ir öllu. Ef æska allra tíma á Is-
landi einsetti sér að lifa sam-
kvæmt þessum einkunnarorð-
um, þá væri menningu þjóðar-
innar að fullu borgið. Félagar
gátu þeir einir orðið, sem
„treystu handleiðslu guðlegs
afls“. En hér var ekki að ræða
um neinar sértrúarkreddur,
heldur trú þá, sem felst í vísu
Steingríms Thorsteinssonar:
„Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
guð í sjálfum þér“.
Hugsjónin var sú, að sann-
leikurinn og réttlætið væru guð-
leg öfl og með því að taka þau í
þjónustu sína, þá gæti æska ís-
lands unnið stór afrek til heilla
fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð.
Þá var það eitt í skuldbindingu
félagsmanna, að þeir urðu allir
að vera vínbindismenn. Vín-
nautn var í augum hinna fyrstu
ungmennafélaga skortur á
sannri menningu. Hún veiklaði
menn líkamlega og andlega, og
hún var ekki um hönd höfð í
þjónustu sannleika og réttlætis.
Bakkus var falsguð, Loki í mann-
heimi. En höfuðtilgangi sínum
lýstu stofnendur ungmennafé-
laganna bezt með þessari grein:
„Að reyna af fremsta megni að
efla allt það, sem er þjóðlegt og
ramíslenzkt og horfir til gagns
og sóma fyrir hina íslenzku
þjóð. Sérstaklega skal reyna að
leggja stund á að fegra og
hreinsa móðurmálið".
Fyrstu ungmennafélagarnir
sýndu það í verki, að þeim var
alvara með tilgang félags síns.
Þeir gerðust umsvifamiklir, og
stundum svo, að þeir móðguðu
eldri og reyndari menn, eins og
þegar þeir sendu blaðstjórum á-
skorun um að vanda betur mál
blaða sinna. Blaðstjórunum
fannst að vonum, að þessir
ungu menn ættu ekki að vera
leiðbeinendur þeirra, til þess
skorti þá þekkingu. En ekki er
ég í vafa um, að þessi umbrot
ungmennafélaganna um fegrun
málsins hafi borið talsverðan ár-
angur. Þeir reyndu að vanda
mál sitt, o^ ég held, að það
Það fer vel á með þeim þessum. Myndin er tekin í Kaup-
mannahöfn á hernámsárunum og sýnir danskan kaupmann,
vera að semja við þýzkan yfirforingja.
Þessi mynd er líka tekin í Kaupmannahöfn, en nokkuð mik-
ið seinna. Hún er af rússneskum hershöfingjum, sem fyrir
nokkru voru á skemmtiferð þar í borginni.
(Framhald á 4. síðu). ' Flýttu þér á fætur, svo skulum við koma út og leika okkur.
Stefán Jónsson námsstjóri:
Einn dagur
í Finnlandi
Framh.
Nú var verið að byggja upp
aftur sögunarverksmiðjuna og
var þeirri smíði langt komið, en
ennþá vantaði vélar.
Kennslukonan sagði að þessi
liðþjálfi, sem, átti að stjórna
brennunni, hefði dvalið þarna
áður og ekki fengið af sér að
framkvæma þetta illvirki.
En sjálf var kennslukonan
ekki svona heppinn. Hennar bær
lá í næsta dal og þar fóru
brennuvargar um. — Þeir höfðu
kveikt í bænum hennar og
brennt að mestu og stólar og
annað innbú brann þar en
borðstofuborðið var það eina
sem var lítt skemmt. Við það
borð sátum við, er við drukkum
kaffið, en stólana sagðist hún
hafa að láni, því aö enn hefði
hún ekki getað keypt sér innbú.
Kaupmáttur finnska marksins
er ekki mikill. Fyrir 100 mörk
finsk, fást þrjár krónur sænsk-
ar, en á svörtum markaði er þó
sænska krónan miklu dýrari. —
En hvernig komast sænskar
krónur á svartan markað? Til
þess liggja ýmsar ástæður. Ein
ástæðan er meðal annars þessi:
Vínsala er frjáls í Finnlandi, en
takmörkuð í Svíþjóð. — Frá
Finnlandi er hægt að smygla víni
og selja fyrir sænskar krónur
og þessar sænsku krónur getur
svo sami maður selt fyrir tvö-
falt verð í Finnlandi.
Það eru allt af til menn í sér-
hverju landi, sem kunna þá list
að græða peninga á erfiðleik-
um annarra.
Þegar við höfðum lokið við
kaffidrykkjuná, fórum við að
heimsækja börnin. Litlu börnin
16 toiðu þá í skólastofunni, bros-
andi og prúð í sætum sínum með
fánana í höndum. Þau stóðu öll
upp og heilsuðu, þegar við kom-
um inn. Námsstjórinn, sem með
mér var, talaðl nokkur orð við
þau á finnsku og sagði þeim
að ég vær frá íslandi,
og að þar byggi þjóð, sem
væri vinveitt Finnum. Ég sagði
líka nokkur orð á minni sænsku,
sem þarna var ágætis mál, en
kennslukonan þýddi jafnóðum
fyrir börnin.
Námsstjórinn hafði haft með
sér dálítið af súkkulaði og
brjótsykri fyrir börnin er slík-
ir hlutir eru fáséðir í Finnlandi.
Kennslukonan skifti þessu milli
barnanna og öll börnin stóðu
upp hvert á eftir öðru og þökk-
uðu með handabandi. Litlu
stúlkurnar hneigðu sig mjúklega
eins og þaulæfðar leikkonur, en
drengirnir 7 og 8 ára stóðu tein-
réttir, slógu saman hælum eins
og á heræfingu og hneigðu sig
djúpt. — Finnar leggja mikið
upp úr líkamsrækt og hreysti og
skara oft sem kunnugt er fram
úr öðrum Norðurlandaþjóðum á
kappmótum.
Börnin voru hreinlega en yfir-
leitt fátæklega klædd, en lífs-
glöð og hraustleg að sjá. — Við
kvöddum nú kennslukonuna og
þennan indæla barnahóp, því
að nú kom bíll að sækja okkur
og vorum við boðnir til lyfsala,
sem átti heima um 10 km. frá
skólanum. Hann gerði okkur þau
boð, að sig langaði til að sjá
þessa útlendu gesti. Svíinn
sagði, að þetta væri allt gert
mín vegna og lét ég mér það
vel líka.
Þessi lyfsalahjón voru um
sextugt og bjuggu í stóru húsi.
Fyrir 10—12 árum hafði lyfsal-
inn verið 6 mánuði í Álands-
eyjum og hafði þá lært dálítið
að tala sænsku, en frúin skildi
ekkert sænsku. — Þessi hjón
voru af gömlum finnskum ætt-
um og áttu marga fáséða gripi,
og þar á meðal biblíu frá 1642
sú fyrsta sem prentuð var á
finnsku. Var hún mjög lík i
sníðun og Guðbrandarbiblía. —
Spjöld og hespur alveg eins. Hún
vara prentuð í Stokkhólmi.
Þessi hjón höfðu einu sinni
flúið með allt lauslegt, sem þau
gátu flutt með sér yfir Tornelfi
og búið heilan vetur í Svíþjóð,
en þýzkir hermenn tóku húsið
til íbúðar. — Það heíir verið
erfitt að flytja alla þá húsmuni
og lyfsalavörur um 15—20 km.
leið og yfir stórfljót.
Margar sögur ganga um það,
þegar bændurnir voru að flýja
yfir ána. Þjóðverjar létu það
hlutlaust, þótt þeir flýðu með
húsmuni sína, en þeir drápu
það, sem þeir náðu í af gripum
— Bóndi einn ætlaði að flytja
vænan grís með sér yfir, ásamt
farangri sínum. Þýzkur hermaö-
ur kom þar að og bannaði hon-