Tíminn - 26.07.1946, Page 3

Tíminn - 26.07.1946, Page 3
133. blað 3 rÍMINrV. föstwdaglim 36. JuU 1946 DANARMMDíG: RANNVEIG GUÐMUNDSDÚTTIR á Sólheinium, fædd 10. júlí 1881 — dáin 1. apríl 1946. „Margur grger sem grenitrén.“ St. G. St. Fimmtudaginn 12. apríl síð- astl. var til moldar borin Rann- veig Guðmundsdóttir, húsfreyja á Sólheimum í Húsavík, eftir nær misseris þungbæra legu. Rannveig var fædd að Ey- vindarstöðum í Blönduhlið, dótt ir Guðmundar Björnssonar og Lilju Jónsdóttur. Ólzt hún upp að Kagaðarhóli í Húnavatns- sýslu til 17 ára aldurs, en flutt- ist þá til föðurbróður síns séra Benedikts Kristjánssonar pró- fasts að Grenjaðarstað í Aðal- dal. Dvaldist hún þar síðan að mestu leyti þar til hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Stefánssyni frá Hellulandi í Aðaldal. Bjuggu þau 9 fyrstu. ár búskaparins á föðurleifð Guðmundar, en þá 4 ár í Árbót í sömu sveit. Þá flutt- ust þau til Húsavíkur og dvöld- ust þar fyrst nokkur ár að býl- inu Hvammi en æ síðan að Sól- heimum s. st., sem þau byggðu árið 1925. Frú Rannveig Guðmundsdótt- ir var kona, sem markaði djúp spor í huga hvers þess, sem henni kynntist, og svo var hún lítil hversdagskona að sást við fyrstu sýn. Olli þó ekki það, að hún væri metorðagjorn eða úr hófi mannblendin. Hún lifði og starfaði fyrir heimili sitt og ást- vini, og oftar en einu sinni lét hún þau orð falla í mín eyru, að hún teldi enga þá konu og móður rækja hlutverk sitt svo sem vera bæri, sem gæfi öðru meiri gaum en heimili og ást- vinum. Rannveig tók aldrei, svo mér sé kunnugt, þátt í félags- lífi fram yfir það sem almennt gerist og tæplega það. Hún rækti hlutverk ágætrar eigin- konu og móður af þeirri alúð og kærleika, sem þeim einum er gefinn, sem guðirnir elska. Og því meir, sem menn kynntust Rannveigu, því betur skildu menn hve mikið var í hana frá ferðalagi okkar og frá ís- spunnið. Menn sáu, að samfara glæsibrag og tígullegu látbragði fóru margir þeir stærstu kostir, sem góða konu prýða, svo sem fórnfýsi, stórgjöful höfðings- lund og hjálpsemi, sem aldrei brást og gekk enda á stundum svo langt, að litlu var eftir hald- ið til eigin þarfa. Tryggð hennar og drenglund í þeirra garð, sem hún hafði ákveðið vel við að gera, var svo míkil, að heldur hefði hún staðið eftir slypp og snauð sjálf, en bregðast þegar mikils þurfti með. Enda þótt Rannveig væri sjúklingur allmörg síðustu ár ævi sinnar, var hún ætíð sí- starfandi og oftast meira en kraftarnir leyfðu. Samt var það svo, að þótt hún væri orðin mik- ill öryrki, var sjúkleika hennar ekki þannig farið, að búast þyrfti fastlega við jafnskjótum endalokum og raun varð á. Kom þar til nýr vágestur, sem iítil boð gerði á undan sér. Og víst er um það, að hvorki æskti Rann- veið dauða síns né vænti hans Lífslöngun hinnar langþjáðu konu var jafnvel óvanalega sterk og olli þar ekki minnstu um litli dóttursonur hennar, sem dvalizt hafði hjá henni frá hvítvoðumgsaldri, og var yndi hennar og augasteinn. Enda þótt ástvinir Rannveigar syrgi hana með saknaðarfullum hjörtum, sem horfna hamingju, er þó lífsskoðun þeirra þann veg farið, að þeir kviða ekki hennar vegna.né heldur varanlegum að- skilnaði. Hin 'fagra, blómum skrýdda kista, var verðugar umbúðir jarðneskra leifa þeirrar konu, sem unni blómum, fegurð, sumri og sól -og öllu því, sem há- leitt er og gott, var alltaf veit andi en ekki þiggjandi, alltaf sterkust og stærst er mest reyndi á, og er öðrum lá við að leggja árar í bát — konunnar, sem aldrei bognaði en brotnaði í „bylnum stóra síðast.“ Biessuð sé minning þín, „Rannveig á Sólheimum.“ Ásbjörn Stefánsson. um að fara með grísinn. Bóndi svaraði fáu, en þegar hermað- urinn vatt sér eitthvað frá, að líta eftir öðru, stakk bóndinn grísinn til bana, kastaði honum upp í legubekk, vafði rúmá- breiöu þar utan yfir og flutti svo grísinn yfir með húsmun- um, fyrir framan nefið á Þjóðverjunum. Þegar við höfðum setið þarna um stund við samræður og kaffi- drykkju, vara hringt frá lýð- skóla, sem var þar skammt frá, og okkur gerð þau boð, að þar biði okkar miðdegisverður, ef við vildum koma og líta á skólann. Við kvöddum því þessi ágætu lyfsalahjón og héldum til skól- ans. — Skólinn starfar aðallega yfir vetrarmánuðina og þá eru þar bæði piltar og stúlkur, en nú var þar vornámsskeið fyrir stúlkur. Á vetrum eru nemend- ur milli 60—80, en á þessu vor- námsskeiði voru aðeins 30 stúlk- ur.----Við átum þarna miðdeg- isverð og skoðuðum skólann. Bæði skólastjórinn og forstöðu- konan fyrir vornámsskeiðinu töluðu dálítið sænsku, en fóru þó ætíð yfir í sitt móðurmál finnskuna, er þau töluðu við fé- laga minn. Finnskan er svo gerólík nor- rænum málum að maður skilur þar ekki eitt einasta orð. — Þó er orðið skeið — vefjarskeið — til á finnsku og börið mjög líkt fram og á íslenzku. Líklega hefir það fylgt vefstólnum frá íbúum í Skandínavíu til Finnlands. ísland heitir á finnsku Jáámaa — Jema — og hefir það enn kaldari merkingu en nokkurn tímann íslenzka nafnið á okkar móðurmáli. — Þessir kennarar sögðu að það færi hrollur um sig, er þeir nefndu landið á finnsku og þetta væri áreiðan- lega rangnefni, þar sem líka væru þessar ágætu heitu upp- sprettur. Ég sá þarna landafræði á finnsku og námsstjórinn, sem með mér var las og þýddi fyrir mig það sem þarna var sagt um íslands. — Það var yfirleitt rétt, það sem þar var, nema það, að sagt var að ísland væri í konungssambandi við Dan- mörku. Félagi minn strikaði yf- ir þá setningu í þessari bók og skrifaði inn milli lína með bleki á finnsku, að ísland væri sjálf- stætt lýðveldi frá því 17. júni 1944 og forsetinn héti Sveinn Björnsson, en það nafn sagðist skólastjórinn kannast vel við Vonandi kemur þessi leiðrétt ing í næstu útgáfu. — Það má ekki minna vera, en það standi skýrum stöfum í kennslubókum Norðurlanda að ísland sé frjálst HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR „Loet er uppi, Janni,“ segir Kóra van Aalsten. „Þú ratar.“ Loet sér undir eins, hve hann er þungur á svip. „Hvað hefir komið fyrir, Janni?“ „Sómi er veikur — og pabbi er svo áhyggjufullur. Hundurinn hefir verið yndi hans og eftirlæti í mörg ár.“ Loet tekur utan um höfuðið á Janna og kyssir hann á munn- inn. „Hvenær eigum við að segja foreldrum okkar frá því?“ spyr Janni. „Hverju?“ „Að við erum trúlofuð." „Heldurðu, að þau viti það ekki? Við höfum eiginlega verlð trúlofuð í meira en tólf ár.“ ;)Nei — áður vorum við bara skólasystkin og félagar — og ég er viss um, að foreldrar okkar halda, að enn séum við ekki ann- að en góðir vinir.“ Loet hlær og horfir stríðnislega á hann. „Ég er viss um, að mamma veit allt um okkar hagi. Þegar hún skrifar Occo kallar húri okkur aldrei annað en „Loet og kær- astann hennar.“ Ég er viss um, að henni finnst við fara óþarf- lega dult með þetta.“ Janni faðmar hana að sér. * Hundurinn llggur á legubekknum og vel að honum hlúð. Janni segir: „Það er eitt, sem mig langaði til að minnast á við þig, pabbi. Væri þér á móti skapi, þótt ég trúlofaðist Loet?“ Wijdeveld virðir yngsta son sinn fyrir sér .... Hann er feimn- islegur á svipinn og vandræðalegur — svo líkur þvi, sem hann var, þegar hann var barn. En augun eru björt og skær. Svona var hann forðum, þegar hann bað hann að gefa sér asnann. En svo brosir Wijdeveld — þetta var ekki kurteisleg samlíking, sem honum flaug í hug. „Auðvitað ekki, Janni,“ segir hann og klappar hundinum. Hvers vegna ætti ég að risa upp gegn því. Ég hefi eiginlega litið svo til, að þið Loet væruð trúlofuð.“ „En við höfum ekki verið það,“ segir Janni fyrr en þessar seinustu vikur.“ „Jæja — en það gleður mig, að þið eruö það nú. — Hvar er Loet annars?“ „Niðri hjá Hettýju." „Viltu ekki sækja hana?“ Síminn hringir .... Wijdeveld bendir Janna að fara. Ósjálf- rátt finnur hann, að sá, sem hringir, á erindi við hann — veit raunar, hver það muni vera. Og eðlisávisunin bregst honum ekki — það er rödd Maríönnu, sem honum berst til eyrna. „Megum við ekki koma í heimsókn til þín á morgun, pabbi?“ „Jú, auðvitað. Þau Janni og Loet eru líka í þann veginn að opinbera trúlofun sína.“ „Það er gaman að heyra. Fyrst við Hans — svo Janni og Loet.“ „Já, Maríanna .... Nvað segirðu mér annars af Hans?“ Það kemur hik á Maríönnu. „Hann hefir mlkið að gera,“ segir hún svo, „og launin hans hafa verið lækkuð. Peningaáhyggjurn- ar liggja þungt á honum . .. .“ „Og þér líka?“ „Já, pabbi — ég dreg ekki dul á þaö.“ „Láttu samt ekki hugfallast, Maríanna. Ég skal reyna að hlaupa undir bagga. Hvað þarftu mikið?" „Ég þori ekki einu sinni að orða það, pabbi. Sjálfsagt tvö hundruð gyllini.“ „Er það svo óttalegt? Nú fer að vora, og þú þarft auðvitað að fá ný föt. Ég hefi ætlað þér fimm hundruð gyllini. En engar þakkir, dóttir góð.“ „Ó, pabbi — þú ert svo góður.“ Wijdeveld stendur kyrr við símann, þótt dóttir hans hafi kvatt. Hann er hugsi .... Maríanna hringir oft í seinni tíð allt of oft. Þau koma hér um bil á hverjum sunnudegi í heim- sókn. Hann sér það bókstaflega á henni, hve innilega. hún þráir meiri fjárráð og lífsnautn. Það er henni um megn að lifa lang- tímum við þröng kjör. „Ef við förum austur 1 Indíur, verðum við að halda hljóm leika og kenna. Á ég að skrifa Sjoerd um þetta?“ Þau Marta og Hugo hafa klukkustundum saman gengið fram og aftur um göturnar í Meyendelle. Marta er í grábrúnum, snjáð- um göngufötum. — Hugo magur og fölur, skakktenntur og hvik ull til augnanna. Hugo er flðluleikari — atvinnulaus og bráðum heimilislaus. „Indíur?“ spyr hann. '„Mér gezt ekki að því. Hvers vegna endi- iega austur í Indíur?" „Það er ekki hægt að fá neitt að gera hér heima.“ „En hvað getum við fengið að gera þar?“ „Við gætum kannske kennt — og efnt til hljómleika." Hann þegir — honum ægir að fara langt austur í land — þar eru skríðandi rándýr, slöngur og hörundsdökkt fólk .... „Ég er of góður til þess að fara í hundana austur í Indíum og fullvalda. — Þetta skólahús var mikil bygging, — nokkuð gömul bjálkabygging. Aðalsalur skólans — fyrirlestrarsalur — var málaður innan, en gangar og borðstofa ómálaðir og óhefl- aðir bjálkar að innan, eins og í Skólahúsi barnaskólans, en að utan var, húsið allt málað og trjágróðurinn stór og snyrtileg- ur, enda voru skólameyj ar þenn- an dag, að vinna vorverk í skólagarðnum, raka saman rusli og laufblöðum frá vetrinum, og hlynna að blómabeðum og þess- háttar. Kennsla fór því engin fram þennan dag og við sáum aðeins námsmeyjar skólans við störf sín í -skólagarðinum. Framh. VEGGFÓÐUR Samband ísl. samvinnuf élaga Islandskort 1— 1 íi£)k!13S)i riS) © V© <sK T® (Tw ínír![jnlM! © © © p| "VV" -Æy- ttt^, © ©r .© © © ©Á® 1. (s/D íl$L j j luHuil © ©' © i . ©> ;j04 (21 rín ffi W í .© © Dl^u fS prv tw) {) npffi mSjt1 | 1‘llM i L w . * sr- Átlasblöð, mælikvarði 1:100.000. Verð kr. 3.60. Öll blöðin, 87 að tölu, fást einnig 1 möppum, óbrotin á kr. 313.20 og brotin á kr. 348.75. Ennfremur fást þau i bók á kr. 369.00. Aðalkort yfir ísland á 9 blöðum, mælikvarði 1:250.000. Einkar hentug fyrir ferðamenn og þá, sem vílja kynnást . landinu yfirleitt. Sex þelrra eru tll nú þegar, hin þrjú koma innan skamms. Verð kr. 4.50. Laudlagskort yfir allt landið, mælkv. 1:500.000 á kefli — og mælikv. 1:350.000 — kefli. — kr. 40.50 upp sett kr. 109.00 uppsett á Staðfræðileg yfirlitskort mælikv. 1:500.000 á kr. 15 óuppsett og kr. 40.50 upp- sett á kefli: mælikv. 1:750.000 á kr. 11.20 óuppsett; og mælikv. 1:1.000.000 á kr. 7.50 brotið. Lppdráttur Ferðafélags Islauds, mælikv. 1:750.000. Landlagskort. Verð kr. 7.50 óbrotlð og kr. 9.00 brotið. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18. Sími 3135. og Austurbæjar (B.S.E.) Laugavegi 31. Sími 3185. I •«>•« Alúðarfyllstu þakkir til allra þeirra, sem sýndu hlut- tekningu og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Guðbraudar Björussonar frá Heiðdalsá. Ragnheiður Guðmundsdóttir og börn. Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarffarför okkar ástkæra elginmanns, föður, tengdaföður og afa, Björns Jónssonar oddvita, Dilksnesi f Hornafirði. Lovísa Eymundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. UTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.