Tíminn - 27.07.1946, Side 1

Tíminn - 27.07.1946, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN I>ÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 30. árg. RITST J ÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUH’ 'SI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ' EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Síml 2323 Reykjavik, laugardaginn 27. júlí 1940 134. blað MIKILL AFLI HJÁ VESTMANNA- EYJABÁTUM í Vestmannaeyjum er nú hlaðafli hjá bátum þeim, sem fiska með dragnót og botnvörpu, en það eru hins vegar sára fáir bát- ar, sem stunda veiði frá Eyjum í sumar. Ekki færri en 30 bátar eru þar aðgerðalausir í sumar, eða svo að segja allir smærri bátarnir. Flestir bátanna liggja upp í? slipp, en nokkrir liggja bundnir á höfninni. Mannafli fæst eng- inn á þessa báta í sumar og verður því af þeim orsökum að láta þá liggja aðgerðarlausa, og er meira að segja ekki talið líklegt að mannafli fáist frekar á þessa báta í vetur, svo allar horfur eru á því, að mestur hluti bátaflotans í Vestmanna- eyjum verði látinn liggja aðgerð- arlaus á landi yfir vertíðina, eins og nú, þegar mokafli er í kringum eyjarnar. Engir bátar munu stunda reknetaveiðar frá Vestmannaeyjum í sumar. — Beitusíld þarf því að kaupa til Eyja annars staðar að, frá Faxa- flóa, eða að norðan. Um 20 bátar frá Vestmanna- eyjum stunda síldveiðar fyrir Norðurlandi í sumar. Flugvallargerð. Vinnu heldur áfram við flug- vallargerð í Vestmannaeyjum, en því verki miðar fremur seint áfram. Vinna var hafin við flug- völlinn í vor og var þá búizt við að verkinu yrði lokið á þremur mánuðum. Nú er ekki talið lík- legt að flugvöllurinn verði til- búinn fyrr en seint í næsta mánuði. Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður haldin dagana 3. og 4. ágúst. Veröur hún með svipuðu sniði og að undanförnu. Þjóðhátíðin. Hátíðin hefst á föstudaginn 2. ágúst með því að Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur kl. 1,45. Stjórnandi hennar er Oddgeir Kristjánsson, þá verður hátíðin sett formlega, en að því loknu verður guðsþjónusta, séra Hall- dór Kolbeins, sóknarprestur í Eyjum prédikar. Síðar um dag- inn syngur karlakór Vest- mannaeyja, en að þvi búnu hefjs^st íþróttir og verður meðal annars sýnt bjargsig um kvöld- ið, verður svo dansað og sein- (Frarnhald á 4, síSu), Stormur hamlar síld- veiðunum í gær var lítil síldveiði fyrir Norðurlandi, stormur á miðun- um og ekki báta veður. Til Rauf- arhafnar komu nokkur skip í gær, með litla síld hvert, sem þau höfðu veitt í fyrrakvöld, er veður kyrrðist um stundar- sakir. Mestur hluti flotans er nú á svæðinu frá Þistilfirði, vestur á Grímseyjarsund. Til Siglu- fjarðar hefir engin síld borist síðastl. sólarhring, og er farið mjög að draga úr söltun þar, vegna síldarleysis. Menn eru þó yfirleitt bjartsýnir með veiði- horfurnar, og trúa því fastlega, að veður lygni í dag, svo flotinn geti aftur tekið til óspilltra málanna. Nokkur skip hafa komið inn til Raufarhafnar með laskaða báta af veðrinu. Það er íslenzkum sjómönnum mjög bagalegt, hve lélegan út- búna£í þeir hafa margir hverjir við síldveiðarnar og kemur það vel í ljós, þegar borinn er saman útbúnaður hinna erlendu skipa, sem nú stunda síldveiðar fyrir Norðurlandi. Þannig hafa út- lendingar vélar í báðum nóta- bátum sínum. En flest íslenzku skipin hafa alls engar vélar í nótabátum sínum, og engin í báðum bátunum. Þannig hefir það komið fyrir, að íslenzku skipin hafa orðið af síldartorf- um, í keppni við útlendinga, vegna þess að þeir hafa vélar í nótabátunum. Einnig -eru nætur margra íslenzku síldarbátanna mun lakari en nætur þær sem erlendu skipin nota við síldveið ina. Þessu þarf að kippa í lag fyrir næstu síldarvertíð, því varla verður það gert fyrir, svo íslenzki flotinn verði fyllilega samkeppnisfær við erlend veiði- skip, ! StefrLuyfiriýsing al- jpingis vib inngöngu í fDjóbabandalagib „íslendingar eru reiðubúnir til þess að gangast undir þær skuldbindingar, er sáttmálinn leggur á meðlimina. Einna þýðingarmest ákvæðanna um skyldur og kvaðir er 43. gr. sáttmálans. Sú grein áskilur meðlimunum samningsrétt við öryggisráðið um kvaðir skv. greininni, og leggur nefndin þann skilning í ákvæðið, að engar slíkar kvaðir sé unnt að leggja á íslenzka ríkið, nema að fengnu sam- þykki þess sjálfs. íslendingar eru eindregið andvígir her- stöðvum í landi sínu og munu beita sér gegn því, að þær verði veittar“. Þessi stefnuyfirlýsing var að tilhlutun fulltrúa fram- sóknarflokksins í utanrikismálanefnd tekin upp í grein- argerðina fyrir tillögunni að ganga í Bandalag hinna sam- einuðu þjóða. Forsætisráðherra lofaði því með yfirlýsingu á Alþingi að senda þessa tilkynningu fulltrúum stórveld- anna fjögra og fulltrúum Norðurlandanna, — um leið og inntökubeiðnin yrði send. Réttlætísmálum bænda- stéttarinnar var ekki sinnt ILL FRAMTIÐARINNAR? Komið í veg fyrir, að bændasamtökin fái verðlagsvaldið í sínar hendur og fyrirspurn- inni um verðuppbótina ekki svarað Eins og frá var skýrt hér I blaðiiiu nú í vikunni fluttu fjórir þingmenn Framsóknarflokksins í upphafi þingsins þær tillögur, að lagaákvæðunum um verðlagningu landbúnaðar- afurða skyldi breytt og verðlagningarvaldið fengið í hendur stéttarsamtökum bænda. Bændur landsins hafa síðustu miss- erin verið beittir meira réttleysi en dæmi eru um að fjölmenn stétt hafi orðið að þola síðan landsmenn fengu sjálfir í hend- ur vald í málum sínum. Þótti líklegt, að þeir, sem fyrir þessari misbeitingu liafa staðið, myndu gjarna vilja bæta ofurlítið fyr- ir fyrri misgerðir sínar. En sú varð ekki raunin á, því að frum- varp þeirra fjórmenninganna fékkst ekki tekið á dagskrá, og þegar Steingrímur Steinþórsson bar á fimmtudagskvöldið fram þá tillögu, að þingið skyldi koma saman til framhaldsfunda 10. september í haust, með tilliti til þess, að þá eru senn útrunnin núgildandi ákvæði um verðlag landbúnaðarafurða, var það einnig fellt með 27 atkvæðum gegn 17. Síðan var samþykkt, að þingið skyldi eigi koma saman fyrr en 28. september. — Svipaða sögu er að segja um fyrirspurn þeirra Páls Zóphóníassonar og Bernharðs Stefánssonar um drátt þann, er or^ið hefir á greiðslu á lögákveðinni uppbót á verð landbúnaðarafurða árið 1944_45 — henni var ekki svarað. Þessi mynd er af frönskum bíl, sem smíðaður hefir verið í til- raunaskyni og er að mörgu leyti hinn nýstárlegasti. — Verður þetta bíll framtíðarinnar? Drengjamótið hefst í dag Fimmta drengjamót íslands í frjálsíþróttum hefst á íþrótta- vellinum í dag. Knattspyrnufélag Reykjavíkur áténdur fyrir mót- inu að þessu sinni, og yfirdómari þess er Guðmundur Sigurjóns- son. Til keppninnar eru alls skráðir 48 keppendur frá 10 félög- um og félagasamböndum. — f dag verður keppt í eftirtöldum greinum: 100 m. hlaupi, 1500 metra hlaupi, hástökki, kringlu- kasti, langstökki, 110 m. grindahlaupi og sleggjukasti. — Þátt- takendur í þessum greinum keppninnar eru: 100 metra hlaup: Reynir Gunnarsson Á, Hauk- ur og Örn Clausen ÍR, Þórarinn Gunnarsson ÍR, Reynir Sigurðs- son ÍR, Þorbjörn Pétursson Umf. Laugdæla, Pétur Sigurðsson KR, Hörður Ingólfsson KR, Björn Vilmundarson KR, Grét- ar Jónsson KR, Sveinn Björns- son KR, Vilhjálmur Pálmason KR, Einar H. Einarsson KR, Halldór Lárusson Umf. Kjalar- nessþings, Magnús Jónsson KR. 1500 metra hlaup: Stefán Gunnarsson Á, Hauk- ur Hafliðason Á, Snæbjörn Jónsson Á, Sveinn Björnsson KR, Ásgeir Einarsson KR, Magn- ús S. Jónsson KR, Eggert Sigur- lásson ÍBV. Hástökk: Sigursteinn Guðmundsson FH, Árni Gunnlaugsson FH, Sigurð- ur Friðfinnsson FH, Óli Páll Kristjánsson, HÞ, Örn Clausen ÍR, Hörður Ingólfsson KR, Ás- mundur Bjarnason KR. Kringlukast: Sigurður Kristjánsson FH, Vilhjálmur Pálsson HÞ, Tryggvi Gunnarsson HÞ, Ásgeir Torfa- (Framhald á 4. síSu). 1700 hross til Pól- lands Eins og skýrt hefir verið frá áður, ákvað hjálparstofnunin UNRRA í vetur að kaupa all mikið af íslenzkum hestum til að flytja þá til Póllands. Var talað um að keypt yrðu nokkur þúsund hross. Síðan hafa komizt á kreik fregnir um það að UNRRA vildi hætta við þessi kaup, eða a. m. k. draga all verulega úr þeim. Nú hefir það verið tilkynnt, að hjálparstofn- unin kaupi 1700 hross af íslend- ingum og ennfremur hefir það verið tilkynnt, að verðið sem hrossinn verða keypt fyrir, verði 600 krónur frítt um borð. Ekki er ennþá vitað hvort fleiri hross verða seld UNRRA en þessi 1700. en þau verða keypt á næstúnm (Framhald á 4. síöu). Þessi afstaða meirihlutavalds- ins á alþingi til þýðingarmikilla og viðkvæmra mála, sem bæði snerta hag og rétt einnar fjöl- mennustu þjóðfélagsstéttarinn- ar, talar skýru máli um það, að það hefir ekkert lært og engu gleymt. Það virðist vera ætlunin að beita bændastéttina sömu harðneskjutökum og gert hefir verið að undanförnu. Þögnin eina svarið. Þegar ríkisstjórnin er krafin sagna um það, hvað valdi því, að ekki er staðiö í skilum með greiðslur á lögákveðinni upp- bót, sem fallin er í gjalddaga fyrir löngu, er þögnin eina svarið. Það þykir ekki einu sinni ómaksins vert aö gefa neinar skýringar á þessu fyrirbrigði — þaðan af síður, að um það fá- ist vitneskja, hvað ríkisstjórnin hyggst fyrir með þetta fé, sem hún heldur þannig i sínum vörzlum í trássi við lög og rétt. Málið má ekki ræðast. Þegar þess er farið á leit, að bændastétt landsins eða stétt- arsamtökum hennar sé fengið í hendur vald til þess að verð- leggja framleiðsluvörur sínar á svipaðan hátt og verkamenn og iðnaðarmenn fá að verðleggja vinnu sína beint og óbeint, er það ekki aðeins hundsað nú á þessum fundum, heldur er einnig felld tillaga Steingríms Steinþórssonar um það, að þingið komi aftur saman svo snemma, að tækifæri gefist til þess að ræöa þessi mál og leiða þau til lykta áður en núgild- andi verðlagstímabxí' er út- runnið. Bændur verða að greiða einhuga svar. J Bændur og allir aðrir, sem vilja, að hinar vinnandi stéttir í þjóðféíaginu fái að lifa og starfa frjálsar, geta aöeins gold- ið eitt svar við þessari aftur- haldsafstöðu ‘meirihluta alþing- is: Stuðla að eflingu stéttar- samtaka bænda og herða kröf- urnar um afnám þeirrar rétt- arskerðingar, sem bændur hafa búið við nú um hríð. Bændur landsins hafa nú ný- lega ákveðið, hvaða form þeir vilja endanlega fá stéttarsam- tökum sínum. Niðurstaða þeirr- (Framhald á 4. síöu). Fullnæging og niðurfelling herverndar- samningsins Það þóttu baeði ill og furðu- leg tíðindi, er Sjálfstæöisflokk- urinn og Alþýðufiokkurinn á Alþingi sameinuðust um það á fimmtudagskvöldið að fella til- lögu Hannibals Valdimarssonar um að skora á ríkisstjórnina að krefjast efnda á herverndar- samningnum frá 1941 og tafar- lauss brottflutnings þess her- Iiðs, er enn dvelur hér, þótt komið sé á annað ár frá því styrjöldinni lauk. Eigi að síður varð sá ávinn- ingur að þessari tillögu Hanni- bals, að forsætisráðherra lýsti því yfir, að ríkisstjórnin myndi „svö fljótt sem auðið er, hefja viðræður við stjórn Bandaríkj- anna um fullnægingu og niður- fellingu herverndarsamningsins frá 1941 og öll atriði, sem máli skipta í því sambandi, og gefa alþingi sk^rslu um málið strax og það kemur saman.“ Hingað til hefir ríkisstjórnin ekkert gert í þessu máli svo kunnugt sé, enda þótt langt sé um liðið frá því eðlilegt má teljast, að herinn hefði horfið héðan fyrir fullt og allt. Þessi yfirlýsing forsætisráðherra, er knúin var fram á alþingi á fimmtudagskvöldið, er fyrsta Iífsmarkið, sem sézt hefir með ríkisstjórninni í þessu efni. Nú krefst þjóðin skjótra og örugga efnda á fyrirheitinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.