Alþýðublaðið - 13.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1927, Blaðsíða 3
ALRÝÐUBLAÐIÐ 3 STýltoniið : Þvottastell frá 10 kr. Kaffistell fyrir 6 frá 14. kr. Kökudiskar frá 50 aurum. Blómsturvasar frá 75 aurum. Allar postulíns-, gler- og leirvörur, ódýrastar hjá K. Einarsson & Björnsson Bamkastræti 11. IJ \\ \\r Ul/E Inl Hænsnafóður Blandað hænsnafóður. Bveitihrat. Heill Maís. mgjar. Menn pessir voru skotn- ir í gær. Þeir höfðu verið í fang- elsum, sakaðir um uppreisnar- áform gegn ráðstjórninni og njósnir fyrir England. íhaldsstjórninm brezku svara- fátt við ásökun Rússa. Frá Lundúnum er simað: Stjórnin í Bretlandi lítur svo á, að ásakanir Rússa í garð hennar og Breta ssi ekki svara verðar. Blöðin í Bretlandi telja það ólík- legt, að styrjöld leiði af morð- inu á Vojkof sendiherra. Blöðin líta svo á, að he-r Rússa sé ekki fær um að leggja út í styrjöld. Balkan-deilan. Frá Berlín er símað: Deilan milli stjórnanna í Albaníu og Jugoslavíu harðnar enn. Albaníu- stjórnin hefir nú kallað heim sendisveit sína frá Jugoslaviu. Khöfn, FB., 12. júní. Hræsni auðvaldsblaðanna. Frá Lundúnum er símað: Blað- ið „Times“ lítur svo á, að stjórn- in í1 Rússlandi sé slegin ótta vegna þeirrar andúðar, sem hún mætir í öðrum löndum, og hafi þess vegna leiðst út á þá hættu- legu braut að hefja hryðjuveTkn- að. En blaðið ætlar og, að það sé ekki einvörðungu mótlætið er- lendis, sem komið hafi hryðju- verkunum af stað, heldur ef til vill fremur, að sundurlyndið í Rússlandi ágerist, og megi því vera, að aðaltilgangur ráðstjórnar- innar sé að bæla niður allan mót- þróa innanlands með harðri hendi og skjóta mótstöðumönnum sín- um skelk í bringu með aftökum. Frá Berlín er símað: Blöðin í Þýzkalandi líta svo á, að aftök- urnar, sem fram fóru í Rússlandi í fyrra dag, séu geypileg pólitísk yfirsjón, sem muni hafa eyðileggj- andi áhrif á samúð þá, sem Rúss- ár um skeið hafi notið meðal Þjóðverja. Óttast blöðin, að aftök- urnar í fyrra dag séu upphaf að nýrri ógnaröld í rússneskum lönd- um. Samkvæmt fregnum, sem til Þýzkalandsj berast frá Rússlandi, fara æsingar vaxandi í landinu. Fjölda rnargir andstæðingar ráð- stjórnarinnar eru handteknir. [Það getur varla þótt öðru vísi en spaugilegt, að auðvaldsblöðin kalli hryðjuverk ráðstafanir, sem stjómír þess hafa gert hvarvetna og hvað eftir annað til varnar yfirráðum sínum.] Lindbergh fagnað i Bandaríkj- unum. Frá Washington er símað: Lind- bergh kom í gær á herskipinu Memphis. Var honum tekið með kostum og kynjum, og var Coo- lidge forseti fremstur í flokki mót- takendanna. Geypilegur mann- fjöldi beið á ströndinni til þess aö hylla flughetjuna, en tvö hund- ruð flugvélar flugu á móti her- skipinu og sveimuðu yfir borg- inni, á meðan á móttökuathöfn- inni stóð. Fréttabréf frá Grimsby. Frá Grimsby er Alþýðubláðinu skrifað á þessa leið 20. f. m.: „Héðan er fremur fátt að frétta. Fiskverð er hér mjög slæmt núna og hefir verið þrjár síðustu vikur. Hér leggja dag- lega upp frá 70 til 90 skip, þar af 5—6 frá IsLandi og 3—7 frá Færeyjum og svo eru hinir úr Norðursjónum og frá Spáni. Hér er sama kaup á togur- unum og síðaste ár, 2 pund ster- ling og 2 pence um vikuna og 2 pence af pundinu af ágóða skipsins. Ég, sem skrifa þessar línur, hefi verið með togara til Islands undanfaxið, svo að ég get frætt íslenzka fiskimenn um, hve mikill kostnaður er við Islands- ferð. Haun er frá 300 til 350 pund sterling. Hér eru ekki margir Islending- ar núna, að eins sjö eða átta, og eru þeir allir sjómenn og hú- settir hér. Einn gifti sig síðasta ár, og annar giftir sig hér í þess- um mánuði. Hér er yfirleitt gott um atvinnu, sérstaklega fyrir sjó- menn, en ég býst þó við, að það verði margix togarar stöðvaðir eftir þennan mánuð, af því að markaðurinn er enginn. Hér í Grimsby eru um 190 danskir vélbátar, sem fiska og leggja upp hér, og það eru þeir, sem eyðileggja markaðinn fyrir togurunum. Koma hér inn 25—30 bátar á dag. Ég hefi ekki fleira núna, en ætlá við tækifæri að senda heiðr- uðu Alþýðublaðinu línu. \ Fiskimaður Uœi daglmra ©g veglEus. Næturlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, Von- arstræti 12, sími 959. Fyrirlestur Guðmundar G. Hagalíns í gær um þjóðlíf Norðmanna var snjall, og lýsti fyrirlesarinn kostum þess og göllum, annars vegar menn- ingarframförum og þrautseigju og þreki margra Norðmanna, hins vegar bölvun stéttamismunarins, braski stríðsáranna og afleiðing- um þess og sálnamorðum ein- sýnnar kreddutrúar og hver á- lagafjötur hún hefir reynst mörg- um Norðmönnum. Sjómannafélagar sem heima eruð! Munið fundinn ykkar í kvöld kl. 8 í kaupþings- salnum í Eimskipafélagshúsinu. „Hvar eru hlnir nýju“? 1 dag kemur út bók með þessu nafni eftir noxskan höfund, Erik Aagaard, — um olnbogabörnin og sjúklingana, sem leituðu Jesú og hann læknaði —, þýdd og gefin Vt af Árna Jóhannssyni rpeð for- mála eftir sr. Bjarna Jónsson dómkirkjuprest, hugnæm og fög- ur saga. X. Togaramir. „Austri“ kom af veiðum á íaug- ardaginn með 124 tunnur iifrar, „Gyllir“ í gær með 91 tn. og „Otur“ með 62, og „Ari“ í gær með 40 tunnur. Framboð I Mýrasýslu eru í kjöri Bjarni Ásgeirsson á Reykjum (,,Frams.“) og Jóhann Eyjólfsson, áður bóndi í Brautarholti, frá íhaldsins hálfu. Óskar CLausen hefir hætt við að bjóða sig fram í Snæfellsness- sýslu. Þar eru því þrír í kjöri. I Norður-Þingeyjarsýslu eru í kjöri Ben. Sv. og Pétur Zopho- níasson (fhaJds). íhaldsmenn bjóða Jóhannes bæjarfógeta fram á Seyðisfirði, en í Suður-Múlasýslu Sigurð Amgrímsson, sem a'Iment er talinn betri skrítlu- en stjórn- mála-maður, .og Þorstein Stefáns- son & 'Þverhamri. Verða þar sex í kjöri. Gdðmundur Ólaísson í Asi og Þórarinn á Hjaltabakka glíma í Austur-Húnavatnssýslu. Árekstur varö siðdegis i gær með tveim- ur bifreiðum. Var það á Hverf- isgötunnni. Engin meiðslu urðu þar af og litlar skemdir, enda voru bifreiðarnar á frernur hægri ferð. . Veðrið Hiti 11—2 stig. Hægviðri og víða Jogn. Þurt veður. Loftvægis- hæð yfir landinu og fyrir norðan þáð, en grunn lægð fyrir suðvest- an land á norðurleið. Dtlit: Svip- að veðui. Hrim var á grasi í nótt rétt fyrix sólaruppkomu. Sifurbrúðkaup eigaámorgun þau Jónína Jóna- tansdóttir og Flosi Sigurðsson. Kennaraþingið byrjar hér í bænum á morgun. Með níslandi“ komu í morgun fulltrúar nor- rænna hjúkrunarkvenna og flokk- ur danskra verkfræðinga. Alþýðufíokksfólk, sem er hér í bænum, en á kosningarrétt úti á landi, er beðið að koma til viðtals á kosninga- skrifstofu A-listans í Alþýðuhús- inu, sími 1294, sem állra fyrst. Kjósendur, sem ætlið úr bænum! Munið, að koma til viðtals á kosninga- ingaskrifstofu A-Iistans í Alþýðu- húsinu, sími 1294. Allir eitt! Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund...... kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 12190 100 kr. sænskar .... — 122,21 100 kr. norskar 118,06 Dollar...............— 4.561/* 100 frankar franskir. . . — 18,04 100 gyllini hollenzk . . — 183 04 100 gullmörk þýzk. . . — 108,19 Það var Morgnnblaðið og Cham- berlain, sem verið vár að nefna í einu andartaki hér í blaðinu. Um sam- anburð var ekki að ræða, því að blaðið er ekki sambærilegt við neitt annað í sköpunarverkinu; svo er vanskapnaður þess ein- stæður. Annars er „Mgbl.“ nú bú- ið að finna sér hæfilegt starf, þar sem er flóaspilið, sem það lýsir í laugærdagsblaði sínu; þ-að „hefir“ eins og „Mgbl,“ segir, „að minsta kosti þonn kost til að bera, að hann ofreynir ekki heilann“, en sá útlimur „Morgunblaðsins" er, eins og allir- vita, nokkuð slappur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.