Tíminn - 03.08.1946, Page 1

Tíminn - 03.08.1946, Page 1
RITSTJÓRI: < ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \ ÚTGEFANDI: ) FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 J PRENTSMIÐJAN EDDA h.I. 30. árjyj. Reykjavlk, laugardaginn 3. ágúst 1946 RITSTJÓRASKRIFSTOFDR: EDDUE 'SI. Undargötu 9 A Slmar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA : EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Sími 2323 139. blað Norskur rafmagnsverkfræöingur kominn tii að skoða ísl. fallvötn Ferðast um Snæfellsnes, Norðnrland og Austurland. Kunnur norskur rafmagnsfræðingur, A. B. Berdal, er nýkom- inn hingað til lands á vegum Rafmagnseftirlits ríkisins og Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Ætlar hann að skoða ýms vatnsföll hér á landi, er komið hefir til mála að virkja, og gera áætlanir um, hversu hagkvæmt sé að virkja þau. Er hann í þann veginn að leggja af stað í ferðalag um landið í þessum erindagerðum. Fallin hetja: Jóannes Patursson kóngs- bóndi lézt í fyrrinótt Kóngsbóndinn í Kirkjubæ — hinn látni forvígismaður Fær- eyinga í meira en hálfa öld. Síldamiðursuðuverksmiðja reist á Hólmavík Frásögn Júnatans Benediktesonar kanpfé- lagsstjóra. Fyrir nokkru er hafin bygging nýtizku síldarnlðursuðuverk- smiðju á Hólmavík. Tíðindamaður blaðsins notaði tæklfærið, er Jónatan Benediktsson kaupfélagsstjóri á Hóhnavík var hér á ferð í bænum, og spurði hann frétta af þeisari framkvæmd og íleiru á Hólmavfk. Síðan Berdal kom hingað til lands, 26. júlí, hefir hann unn- ið með Steingrími Jónssyni raf- veitustjóra Reykjavíkurbæjar, að athugunum vegna stækkun- ar Sogsstöðvarinnar, og mun hann halda því verki áfram, er hann kemur úr ferðalagi sínu um landið. Eins og áður er sagt, kemur Berdal hingað til lands á veg- um Rafmagnseftirlits ríkisins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur- bæjar. í dag leggur hann af stað í ferðalag vestur á Snæfellsnes, norður um land og til Aust- fjarða, til að kynna sér mögu- leika fyrir virkjun vatnsfalla í þessum héruðum, sem komið hefir til orða að virkja. Með honum í þessari för verða kona hans, sem kom með honum hingað til lands, Jakob Gísla- son, forstjóri rafmagnseftirlits- ins, Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri og Sigurður Thor- GRETA GARBO í ættlandí sínu Hin heimsfræga, sænska kvik- myndaleikkona, Gréta Garbo, er nýlega komin í heimsókn til ættlands sins, en þangað hefir hún ekki komið síðan 1938. — Blaðamennirnir, sem áttu tal við hana um borð í farþegaskipinu ,,Gripsholm“, áður en hún steig á land, segja, að hún sé þögul og leyndardómsfull sem fyrr, og hún lét þá biða eftir sér i þrjá tíma fyrir framan klefa- dyrnar áður en hún veitti þeim viðtal. Þá loks tók hún á móti þeim í lestrarsal skipsins. Blaðamennirnir, sem voru nær hundrað að tölu, bæði sænskir og útlendir spurðu hana spjör- (Framhald á 4. síðu). oddsen verkfræðingur, sem að undanförnu hefir unnið að á- ætlunum fyrir Rafmagnseftir- lit ríkisins, vegna fyrirhugaðra virkjana sumra þeirra vatna, er nú á að skoða. Samkvæmt þeim upplýsing- um, er blaðið hefir fengið, eru vatnsföll þau, sem hinn norski rafmagnsfræðingur mun eink- um skoða, Straumfjarðará og ef til vill ýmsar ár á Snæfells- nesi, Laxá úr Svínavatni í Húnavatnssýslu, Laxá í Þing- eyjarsýslu, Lagarfoss í Lagar- fljóti, Fjarðará í Seyðisfirði og ef til vill fleiri vötn á Aust- fjörðum. Nýtt skip Laugardagskvöldið 13. júlí var nýju 64 smálesta skipi hleypt af stokkumyp í Skipasmíðastöð KEA, sem Gunnar Jónsson veit- ir forstöðu. Var smíði þess haf- in um mánaðamótin febr.— marz sl., og hefir smíði skipsins því verið lokið á tæpum 5 mán- uðum. Hefir smíði jafn stórs skips sennilega aldrei áður verið lokið á jafn skömmum tíma hér á landi. Eigendur skipsins eru Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaður í Ólafsfirði og Ásgeir Frímanrís- son, sem verður skipstjóiú á skipinu. Skipið fór á síldveiðar föstudaginn 19. þ. m. í skipinu er 150 ha. June Munktell vél og er það búið öll- um nýtízku tækjum og hið vand aðasta að öllum frágangi. Skipið hlaut nafnið Einar Þveræingur. Ætlazt er til að bifreiðastjór- ar frá Bílstjórafélagi Akureyrar geti dvalið þarna með fjöl- skyldur sínar tíma og tíma án endurgjalds og munu 3—4 með- alfjölskyldur geta dvalið í hús- inu samtímis. Með það fyrir augum er eld- húsið þannig innréttað, að hver fjölskylda getur haft skápa út.af fyrir sig og ennfremur á- haldaskúffur og annað slikt. Auk þessa geta svo fjölskyldur félagsmanna dvalið þarna í tjöldum og haft aðgang að eld- húsinu og borðstofunni. Rétt við sumarheimilið er all- stór tjörn og er nokkur silungs- veiði í henni. Fagurt umhverfi og mjög skjólsælt. Bílstjórafélag Akureyrar hefir nú í undirbún- ingi að girða land sitt og planta Sumarhátíð Framsóknarm. á Austurlandi 4 annað þíisund inaiins I Atlavík. Framsóknarmenn á Austur- landi héldu mjög fjölmenna og myndarlega sumarhátíð í Atla- vík í Hallormsstaðaskógi sunnu- daginn 21. júlí. Var veður svo fagurt sem það fegurst getur verið á þessum yndislegasta samkomustað á íslandi. Hátíðin hófst klukkan tvö. Þorsteinn Jónsson kaupfélags- Stjóri á Reyðarfirði setti hana með stuttri ræðu. Því næst fluttu ræður Jens Hólmgeirsson, séra Pétur Magnússon í Valla- nesi og Vilhjálmur Hjálmars- son bóndi á Brekku í Mjóafirði. Jón Vigfússon frá Seyðisfirði stjórnaði almennum söng sam- komugesta með miklu fjöri og glettni. Síðan var kvikmyndasýning í nýlegum skála, sem reistur hef- ir verið þarna á samkomustaðn- um, og um kvöldið var stiginn dunandi darís fram á nótt. Veður var sérstaklega fagurt, og samkomugestir hátt á annað þúsund. Skemmtu allir sér með ágætum á þessum unaðsríka stað í skóginum við Lagarfljót. SKÁTABLAÐIÐ Skátablaðið, 2. tbl. þessa árg. er nýkomið útf og flytur fjölda greina og mynda. Af helzta efni blaðsins má nefna: Meira sam- starf, Viðtal við erindreka B. í. S., Aðalfundur B. í. S. 1946, Gullkeðjan, eftir Sig. Togeby, Einu sinni var, Tvö landsmót í sumar á Norðurlandi, Aukin starfsemi Foringjaskólans, Úr heimi skáta, Amerískir skátar í „Fjársjóðsleit“, o. fl. í það trjágróðri. Ennfremur get- ur komið til mála, að einstakir félagsmenn reisi einkabústaði á landinu. . Er þetta framtak bifreiða- stjóranna virðingarvert og gætu félög víðs vegar um landið tek- ið sér þetta til fyrirmyndar. Árið 1940 stofnaði félagið hús- byggingár- og lánasjóð i því augnamiði að koma upp slíku sumarheimili fyrir meðlimi fé- lagsins og hafa tekjur sjóðsins verið 10% af árstill. félaganna, en auk þess lögðu félagar fram bæði í vinnu og í frjálsum fram- lögum sjö þúsund krónur. Stjórn Bílstjórafélags Akur- eyrar skipa nú þeir Þorsteinn Svanlaugsson formaður, Sigur- jón Ólafsson, Júlíus Ingimars- son, Svavar Jóhannesson og Jón Pétursson. A Hólmavik eru nú sex vél- bátar, 18—26 lestir að stærð. Fjórir þessara báta eru nú i sumar á síldveiðum. Eru það stærstu bátarnir. En tveir hinna smæstu liggja aðgerðarlausir í sumar. Bátar frá Hólmavík öfluðu fremur illa siðastliðinn vetur, enda er langt að sækja þaðan og bátarnir litlir. Þarf venju- lega að fara 4—5 klst. ferð út á mið. En vegna þess, hve langt er að sækja og bátar smáir, falla þar fleiri róðrar niður en í ver- stöðvum, þar sem stórir bátar eru og skemmra að sækja. Sú raunin varð einnig á í vetur, að ógæftir hömluðu mjög veiðum. Annars eru góð hafnarskil- yrði á Hólmavík, frá náttúrunn- ar hendi, og 1935 var gerð þar góð hafskipabryggja. Á Hólmavík er nú nýlega byrjað að byggja síldarniður- suðuverksmiðju, sem sjóða á síld niður í dósir. Ekki verður þó lokið við smíði þessarar verk- smiðju i sumar nema að nokkru leyti. Er sildin söltuð fyrst eins og venjulega, kryddsöltuð, og látln vera í tunnunum i nokkra mánuði, áður en verksmiðjan fer að vinna úr henni. Hefir þá saltið jafnað sig og kryddið runnið í síldina. Þá er hún tek- in upp úr tunnumim, og fer sú vinna ekki fram fyrr en um vet- urinn. Síldin er þá hausuð, roð- flett og flökuð og síðan lögð i dósirnar þannig verkuð^. en ekki soðin. Næsta sumar mun svo vera ætlunin að fullkomna verk- smiðjuna, svo að hún geti soðið sildina, eftir að hún hefir verið lögð í dósirnar. Er sild þannig verkuð mjög eftirsótt vara og þykir góður réttur. Það er hlutafélag manna á Hólmavík, sem byggir þessa verksmiðju og rekur hana. Á Kaldrananesi er nú verið að byggja hraðfrystihús. Er það hlutafélag, sem stendur að þeirri framkvæmd, og er kaup- félagið á Hólmavík aðili að því. Tíðarfar hefir verið gott í Strandasýslu í sumar, hey hafa þornað eftir hendinni og gras- spretta verið góð. Hetja er fallin í vallnn. Jó- annes Patursson, kóngsbóndi í Kirkjubæ i Færeyjum, sjálfstæðishetja Færeyinga, andaðist i fyrrinótt, rösklega áttræður að aldri, fæddur 6. maí 1866. Hann mun ávallt verða talinn meðal hlnna á- gætustu norrænna manna. Jóannes Patursson stóð í meira en hálfa öld fremstur í fylkingu þeirra Færeyinga, sem barizt hafa fyrir andlegri, at- vinnulégri og stjórnarfarslegri viðreisn lands og þjóðar. Árið 1888 skipaði hann sér i flokk þeirra manna, er vildu beita sér fyrir þjóðfrelsi Færeyinga, og er óhætt að segja, að þá hafl hafizt nýtt tlmabil i lifi fær- eysku þjóðarinnar með djarfari vonir og hærri hugsjónir en áð- ur. Það, sem af er þessari öld, hefir hann borið höfuð og herð- ar 'yfir alla færeyska stjórn- málamenn. Hann hefir verið hinn sterki og trausti leiðtogi heima fyrir og hinn rökvisi og óbrigðuli forsvarsmaður út á við. Þingmennsku sagði hann af sér nú síðastliðið vor, þegar lögþing Færeyinga hafði fyrir sitt leyti samþykkt, að fram skyldi fara í haust þjóðarat- kvæðagreiðsla um stjórnarfars- tengsl Færeyja og Danmerkur. Hinar síðustu vikur, sem hann lifði, tók hann upp einbeitta baráttu fyrir því, að Færeying- ar greiddu atkvæði með algerð- um skilnaði við Dani, heldur en játast undir þá kosti, sem danska stjórnin bauð. Því miður átti það ekki fyrir honum að liggja að sjá árangur þeirrar baráttu. Jóannes Patursson var einnig sem kunnugt er, skáld gott og mikill unnandi þjóðlegrar menn- ingar og þjóðlegra siða, frábær dansmaður og þekkti allra manna bezt hin færeysku þjóð- og danskvæði. Langafi hans var hinn nafn- kunni Nólseyjar-Páll, en forfeð- ur Jóannesar hafa búið á Kirkjubæ i tólf liði í beinan karllegg. Jóannes Patursson var kvæntur íslenzkri konu, Guð- nýju Eiríksdóttur frá Karls- skála við Reyðarfjörð. Tvær dætur þeirra hjóna eru glftar íslenzkum mönnum og búsettar hér í Reykjavík, og sonur þeirra, Páll, stundaði hér nám á yngri árum, og er hér mörgum að góðu kunnur. Sterkar taugar hafa þvi alla tíð tengt Jóannes Patursson vinarböndum við ís- land og íslendinga, enda heflr það oft og víða komið fram, bæði i ritgerðum hans og ann- ars staðar. íslendingar munu og minn- ast þessa höfuðgarps frænd- þjóðarinnar færeysku með verð- ugri lotningu. Þeir finna og skilja, hversu djúp sorg nú hlýtur að rikja meðal allra sannra Færeylnga, er kóngsbóndinn í Kirkjubæ liggur nár á líkbörunum. Bílstjórar á Akureyri reisa sumarheimili Bílstjórafélag Akureyrar hefir nýlega komið sér upp myndar- Iegu sumardvalarheimili, að Tjarnargerði í Eyjafirði, skammt innan við bæinn Leyning. Hafa bifreiðastjórarnir að undanförnu unnið að því að koma upp húsi, en áður var eyðibýli á þess- um stað. Húsið er 100 ferm. að stærð og er byggt að mestu leyti úr setuliðsskálum. Eru í því þrjú rúmgóð herbergi, auk minna herbergis og dagstofu. Að sjálfsögðu er einnig í húsinu eldhús og borðstofa.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.