Tíminn - 10.08.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON )
ÚTGEFANDI: }
FRAMSÓKNARFLOKKURINN }
Símar 2353 og 4373 |
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. \
RITSTJÓRASKRIFSTOFOR:
EDDTJK''SI. Llnrtargötu 9 A
Símar 2353 og 4373
AFOREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AU GLÝSINGASKRIFSTOFA :
EDDUHÚSI, Lliidargötu 9 A
Siml 2323
143. blað
Reykjavík, laugardagiim 10. ágúst 1946
143. blað
islenzkar skaðabótakröfur
- á hendur Þjóðverjum
8 íniljóiiir króna í dánar- og örorkubætur,
31 miljón fyrir skipatjón og vörumissi
f maímánuði í vor var skipuð þriggja manna nefnd til þess
að undirbúa skaðabótakröfur af hálfu íslendinga á hendur Þjóð-
verjum fyrir tjón, sem þeir unnu okkur í styrjöldinni. Nefndin
hefir nú lokið störfum, og telur hún, að íslendingar eigi að gera
skaðabótakröfur, sem samtals nemi tæpum 40 miljónum króna.
Nítján íslenzk skip fórust vegna hernaðaraðgerða, ásamt 194
mönnum, og 22 menn slösuðust á skipum og einn í landi. Ákvarð-
ar nefndin dánar- og örorkubætur um 8 miljónir króna, en bætur
vegna tjóns á skipum og farmi og öðrum verðmætum rúmlega
31 miljón króna.
Mörg kauptún ogbyggðalög fá innan skamms
rafmagn frá Soginu og Laxá í Þingeyjarsýslu
GEYSIR í ILLU SKAPI
Verið að leggja línur til Húsavíkur, Selfoss,
Eyrarbakka, Stokkseyrar, Grindavíkur,
Garðs og Sandgerðis
Mikill áhugi ríkir nú um allt land fyrir þvl að rafmagn
komist í sem flestar byggðir landsins til ljósa, hitunar og iðju.
Eru nú þegar hafnar framkvæmdir við stórar raforkuveitur til
lcauptúnanna á Suðurlandsundirlendinu og frá Laxárvirkjunlnni
í Þingeyjarsýslu til Húsavíkur og kaupstaða vestan Eyjafjarðar.
Tíðindamaður blaðsins sneri sér í gær til Eiríks Briem rafmagns-
verkfræðings og yfirverkfræðing Bafmagnsveitna ríkisins, og lét
hann tíðindamanni blaðsins í té upplýsingar um þessar raforku-
veitur.
Geysir á það til að vera í illu skapi. Þá lætur hann fólk bíða tímum sam-
an eftir gosi, eða gýs alls ekki, eins og stundum hefir komið fyrir, þótt
sápa sé borin í hann. Hann gerir sér þó cngan mannamun og komið hefir
fyrir að hann hafi ekki viljað gjósa fyrir kónginn. — Þá daga, sem sápa
er borin í hverinn og hann á að gjósa, er venju fremur gestkvæmt við
íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, en þaðan er mjög skammt
að Geysi. Þar bíður fólkið oft tímunum saman eftir gosi. Þegar kallað er
„gos,“ taka svo allir til fótanna og hlaupa upp að Geysi, eins og sjá má á
efstu myndinni. En stundum verður lítið úr gosi, þó hverinn láti liklega
og myndin var tekin, er þannig stóð á, að Geysir var í illu skapi og lét
sér nægja að gjósa óverulegu gosi. Strax og gosinu er iokið þyrpist fólk að
til að sjá ofan í „skálina," sem er full af gufu eftir gosið. Á neðstu mynd-
inni má sjá fólkið á skálarbarminum eftir að gosið er afstaðið.
Flugvél meö 19farþega nauðleridir
Rafn Sigurvinsson loftskeytamaður meiðist
Annar Katalinuflugbátur Flugfélags íslands varð að nauð-
lenda vegna bilunar á sundinu milli Viðeyjar og Klepps í gær-
kvöldi kl. um 19,30. Var flugvélin að koma úr áætlunarferð norðan
frá Akureyri og voru með henni 19 farþegar, konur og karlar.
Var þetta nýrri Katalínaflugbátur Flugfélagsins, er fyrir nokkru
síðan hafði verið tekinn til farþegaflugs. Enginn af farþegunum
meiddist verulega, en loftskeytamaður flugvélarinnar meiddist
nokkuð, þó ekki hættulega.
Álit nefndarinnar hefir nú
verið send utanríkismálaráðu-
neytinu, en það á að koma
skaðabótakröfunum á fram-
færi.
Skýrsla stjónarvaldanna um
þessi mál er svolátandi:
Hinn 16. maí sl. voru þeir
Þórður Eyjólfsson, hæstaréttar-
dómara, Einar Arnalds, borgar-
dómara og Guðmundur Guð-
mundsson, tryggingafræðingur,
skipaðír í nefnd til að útbúa
skaöabótakröfur á hendur Þjóð-
verjum fyrir ófriðarspjöll. Hafa
þeir nú lokið störfum og sent
ráðuneytinu kröfugerð ásamt
fylgiskjölum.
í kröfugerðinni eru dánarbæt-
ur og örorkubætur miðaðar við
raunverulegar greiðslur ís-
lenzkra tryggingarstofnana, og
bætur fyrir tjón á skipum,
farmi og öðrum verðmætum,
eru miðaðar við raunverulegar
fjárbætur, sem íslenzkar trygg-
ingarstofnanir hafa innt af
hendi vegna tjóns af styrjaldar-
völdum.
Aðal kröfuskjalið skiptist í 2
aðalkafla, greinargerð og kröfu-
gerö. í greinargerðinni er fyrst
vikið að þjóð-réttarstöðu íslands
á styrjaldarárunum, þá að
brezka hern&minu 1940, her-
verndarsamningi íslands við
Bandaríki Norður-Ameríku, og
að síðustu að ástæðum þeim,
sem liggja til grundvallar kröfu
íslands um styrjaldarskaðabæt-
ur. Kemur þar m. a. fram, að
af styrjaldarástæðum missti ís-
land ca. 19% af skipastóli sín-
um eins og hann var í upphafi
styrjaldarinnar og tala drukkn-
aðra manna og örkumla af
styrjaldarástæðum nam 1,8%C af
öllum íbúum íslands.
Hinn aðalkaflinn er kröfu-
gerðin sjálf. Skiptist hann í 2
aðalflokka:
1. Dánarbætur og
örorkubætur ..... kr. 8.248.178,56
2. Bætur vegna
tjóns á skipum,
farmi og öðrum
verðmætum á ,
skipum .......... kr. 31.140.629,83
Samtals kr. 39.388.808,39
Sundurliöast þannig:
1. Á 20 skipum fórust -181 skipsverji
og 13 farþegar, en 22 menn slös-
uðust á skipum og einn í landi.
Dánarbætur skipsverja eru
samtals ............ kr. 7.325.499,00
dánarbætur farþega kr. 658.438,72
slysabætur ..... kr. 184.228,00
dagpeningar og
sjúkrahjálp ..... kr. 80.012,84
Tildrög þessa atburðar voru
annars þau, að Katalínaflugbát-
urinn sem var að koma með far-
þega frá Akureyri, ætlaði að
fara að lenda á flugvellinum í
Reykjavík. Þegar flugmaður vél-
arinnar ætlaði að setja lending-
arhjólin niður, varð hann þess
var, að afturhjólin komust í rétt
horf til lendingar, en framhjólið
komst alls ekki niður. Hugðist
hann þá að lenda á sjó, því að
Katalínaflugbátarnir eru þann-
ig gerðir að þeim má lenda ýmist
á sjó eða landi. En þegar til kom
reyndist hjólaútbúnaður vélar-
innar enn bilaður, svo ekki var
hægt að draga inn þau hjól, er
komin voru í rétt horf, Flug-
maður vélarinnar, Magnús Guð-
mundsson, sem er einn af elztu
flugmönnum okkar, taldi þá ör-
uggast úr því, sem komið var, að
lenda vélinni á vellinum, þar
sem takast má að lenda á aftur-
hjólunum einum, án þess að
veruleg hæta fylgdi því. Er fram-
hluti vélarinnar fellur niður á
völlinn er farið að draga úr
hraða vélarinnar. Voru komnir
til staðap á flugvöllinn sérfræð-
ingar, sem stöðugt höfðu gætur
á vélinni og stóðu í sambandi við
áhöfn hennar. Var þess nú að-
eins að bíða, að flugvélin yrði
benzínlaus, svo takast mætti að
nauðlenda á vellinum, án þess
eldhætta fylgdi. Frh. á 4. s.
! Eins og kunnugt er verður
Sogsstöðin stækkuð allverulega
| á næstunni og er hafinn undir-
búningur að stækkuninni á veg-
| um Rafmagnsveitu Reykjavík-
1 ur. Auk þess er Rafmagnsveita
Reykjavíkur nú að láta reisa
gufutúrbínustöð víð Elliðaárnar,
sem knúin er með kola eða oliu-
kyndingu. Er sú stöð aðallega
ætluð til að létta undir við raf-
magnsframleiðsluna, þegar raf-
magnsskortur er, og einnig, ef
bilanir kunna að verða á vatns-
aflsstöðvunum við Elliðaárnar
og Sogið.
Frá þessari stöðvasamstæðu
rafmagnsveitu Reykjaví^ur eru
lagðar raforkuveiturnar um
Reykjanes og Suðurlandsundir-
lendið. Eru það Rafmagnsveitur
ríkisins, sem annast lagningu
þeirra raforkuveitna.
Fyrir nokkru var hafin vinna
við lagningu raforkuveitu frá
Sogsfossunum niður að Selfossi
og þaðan niður að Eyrarbakka
og Stokkseyri. Lína þessi, sem
ber 20 þúsund volt, verður
lögð á tréstaurum, sem keyptir
eru frá Kanada. Við þorpin
verða svo tilheyrandi aðal-
spennistöðvar.
Það hefir verið nokkrum erfið-
leikum bundið að fá nóg efnl
til veitnanna, en það er nú að
mestu leyti fengið til þessarar
lagnar, og áætlað, að línan verði
komin upp um áramót, ef ekki
stendur á efni.
í sambandi við þessar rafveit-
ur eru nú kaupstaðirnir, sem
eiga að fá rafmagnið, farnir
að vinna að því að koma upp
innanbæjarkerfum, því að inn-
anbæjarlagnirnar eru eign
kaupstaðanna, og sjá þeir um
uppsetningu þeirra, nema hvað
Rafmagnsveita ríkisins hefir að-
stoðað þá við efniskaup frá út-
löndum og raunar séð um þau
fyrir þeirra hönd. Er nú efni til
lagna innanbæjar að koma til
landsins smám saman, og má
gera ráð fyrir, að þær verði til-
búnar í tæka tíð. Þó að kaup-
staðir þessir hafi haft rafmagn
til ljósa frá mótorstöðvum um
nokkurt skeið, þarf nú að leggja
allar raflagnir að nýju, þar sem
þær er fyrir eru, eru ófullkomn-
ar og auk þess gamlar og því að
mestu ónothæfar með meiri raf-
magnsnotkun. En rafmagnið frá
Soginu á að vera til iðnaðar, ljósa
og hitunar.
Á næsta ári er svo þegar á-
kveðiö að veita raforku austur
um sveitir að Ytri Rangá — að
Hellu, Þykkvabæ og þar um
kring. Efni hefir þegar verlö
pantað að mestu leyti til þess-
ara framkvæmda, og er von um
að það fáist. Til að byrja með
verður aðaláherzlan lögð á að
koma aðallínunni upp, en siðan
verður væntanlega hafizt handa
um að leggja smærri línur út frá
aðallínunum. Verður þá að
byggja spennistöðvar við aðal-
línuna, sem rafmagnið dreiflst
frá.
Verið er að leggja raforku-
veitu úr Vogum suður til
Grindavíkur. Verður sú lína á
steinsteyptum stólpum og ann-
ast Steinstólpar h.f. fram-
kvæmd þess verks. í Grindavík
er verið að leggja innanbæjar-
lagningu raforkuveltu frá
spennistöð. Auk þess stendur til,
að Vogarnlr fái rafmagn frá
Reykjanesveitunni, en linan
(Framhald d 4. Mu).
Allar verzlanir í
Siglufirði tæmdar
(Frá fréttaritara Tímans
í Siglufirði).
Slðdegis í gær var veður held-
ur fayið að lægja norðanlands
og voru nokkur skip farin að
búa sig til brottfarar frá Siglu-
firði í gærkVöldi, út á miðin að
leita síldar. En þar hafa frá því
að veðrið skall á á mánudag leg-
ið um 210 útlehd og innlend
veiðiskip og beðið þess að veðr-
inu slotaði.
Mikill mannfjöldi hefir því
verið á götum Siglufjarðar þessa
dagana, þar sem þúsundir sjó-
manna hafa komið í land af
skipunum. Mikil ös hefir verið í
verzlunum á Siglufirði frá þvi
| á mánudag og margar vöruteg-
1 undir alveg þrotnar. Rekur
menn ekki minni til að nokkurn
tíma hafi verið svo mikið að
gera í verzlunum þar, hvorki um
síldartímann, né rétt fyrir jólin.
Sérstaklega ber mikið á þvl að
útlendir sjómenn kaupi mikið af
alls konar varningi, einkum þó
Norðmenn, sem kaupa vefnað-
arvöru, kjöt og fleir^ í stórum
stíl.
Yfirleitt hefir allt farið frið-
samlega fram á Siglufirði, þrátt
fyrir mannfjöldann og er það
einkum þakkað því að áfengis-
útsalan hefir verið lokuð.
Á vestanverðu veiðisvæðinu
fyrir Norðurlandi var heldur
betra veður í gær en á austur-
svæðinu. Vitað var um að 4—5
skip urðu síldar vör á Reykjar-
firði og íengu 30 til 400 mál 1
kasti.
Samtals kr. 8.248.178,56
(Framhald á 4. síðu).
Morgunblaðsheimska eða
ósvífin ögrun
Morgunblaðið er aðalmálgagn verðbólgustjórnarinnar,
sem nú situr hér að völdum. Það hefir, ásamt forsætisráð-
herranum og fleiri úr sömu herbúðum, reynt að telja fólki
trú um, að verðbólgan og dýrtíðin sé ágætt ráð til þess að
dreifa stríðsgróðanum. Þótt allir, sem litast um í þjóðlíf-
inu, geti séð, að þetta er á fölskum forsendum reist, hefir
stórgróðavaldið á íslandi átt stjórnarsamstarf við verka-
lýðsflokkana á þessum grundvelli. Þannig hafa braskar-
arnir í þjóðfélaginu fengið frið og þægilega aðstöðu til þess
að sjúga til sín arðinn af vinnu starfsstéttanna í landinu.
í Morgunblaðinu hinn 4. ágúst birtist þrídálka forsíðu-
mynd af kröfugöngu, sem verkamenn í Bandaríkjunum
fóru til þess að mótmæla verðbólgu og dýrtíð. Undir mynd-
inni í Morgunblaðinu standa þessi orð:
„Verkalýðssambandið CIO í Bandaríkjunum hefir
gengist fyrir kröfugöngum í mörgum borgum gegn dýr-
tíðinni í landinu, en vöruverð hefir hækkað mjög siðan
verðlagseftirlitið var afnumið. Verkalýðssambandið hefir
komist að raun um, að það er tilgangslaust að fá hækkað
kaup, ef verð á nauðsynjavörum heldur áfram að hækka
um leið.“
Menn hljóta að reka upp stór augu. Ef þetta er svo í
Bandaríkjunum, er það þá ekki einnig á íslandi, þar sem
verðþenslan þó er orðin miklu meiri og dýrtíðin hálfu örð-
ugri viðfangs? Er heimska ráðamanna Morgunblaðsins svo
mikil, að þeir sjái þetta ekki og skilji? Eða eru þeir að ögra
samstarfsmönnum sínum í Sósíalistaflokknum og Alþýðu-
flokknum og hæða þá á ósvífinn hátt fyrir að hafa látið
ginnast til fylgis við fjármálastefnu, sem enginn verka-
mannaflokkur annars staðar í heiminum hefir leyft sér
að aðhyllast, vegna þess að hún er algerlega andstæð
hagsmunum launastéttanna og getur ekki orðið til hagn-
aðar fyrir aðra en spilltar gróða- og braskarastéttir?