Tíminn - 10.08.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1946, Blaðsíða 3
143. blað TtMUVIV, lawgardagimi 10. ágást 1046 3 Hermenn lífsins að starfi Nú hin síðustu ár hafa verið mjög margar stórvægilegar lækn- isfræðilegar uppgötvanir, sem hafa munu mikla og vaxandi þýð- ingu í framtíðinni. Kunnast hinna nýju undralyfja er sjálfsagt penisillínið, sem nú er tekið að framleiða og nota í stórum stíl um heim allan. En mörg fleiri merkileg lyf hafa verið fundin. Hér verður sagt frá fundi nýs lyfs til varnar gegn blóðleysi, sem fannst á stríðsárunum nær samtímis í Danmörku og Bandaríkj- unum. Tveir danskir læknar, bræð- urnir Emil og Martin Verme- hren, hafa gert þýðingarmikla uppgötvun. Þeir hafa fundiö sennilega 'nýtt vítamínefni, sem Dætir upp blóðleysi. Emil Ver- mehren kom fyrir skömmu heim til Kaupmannahafnar af þingi barnalækna í Helsingfors, þar sem hann skýrði frá uppgötv- un þeirra bræðranna, er vakti mikla athygli. Algengur og hvimleiður sjúkdómur. Enn sem komið er vita menn tiltölulega lítið um orsakir blóðleysis. Það er þó sannað, að járnmeðöl geta komið í veg fyrir blóðleysi, og stundum geta fleiri lyf reynzt haldkvæm. Nú hefir þetta nýja lyf til varn- ar gegn blóðleysi komið í leit- irnar, og rannsóknir, sem gerðar hafa verið í sambandi við það, benda til þess, að blóðleysi geti ef til vill stafað af vítamínskorti í fæðunni. Framhaldsrannsókn- um á þessu sviði mun af fjöl- mörgum verða fylgt með mik- illi eftirvæntingu, því að blóð- leysi er sjúkdómur, sem þjáir mjög marga og veldur miklum óþægindum, því að sjúkling- arnir eru sífellt slappir og illa á sig komnir, jafnvel þótt um væg tilfelli sé að ræða. f leit að varnarlyfi gegn berklum. af þeim efnum, sem ungviðið þarf til blóðmyndunar. Upphaflega höfðu þeir bræð- ur ætlað sér að finna efna- blöndu, sem gæti komið í veg fyrir berkla, en í stað þess voru þeir nú farnir að rannsaka efni, sem berklar þrifust sér- staklega vel í. Sex frægir grísir. Þá beindist athygli þeirra að vökva, sem tveir Ameríkumenn, Petersen og Snell, höfðu fundið og örvaði mjög viðgang mjólk- ursýrugerla. Þennan vökva reyndu þeir nú og komust að raun um, að hann hafði hress- andi áhrif í mörgum tilfellum. Þeim hugkvæmdist nú, að ef til vill gæti hann örvað blóðmynd- un hjá ungviði. Urðu þá sex grísir fyrst fyrir. Þeir voru að- eins fárra vikna gamlir og þjáðust af blóðleysi. Tólf voru valdir. í sex þeirra var dælt vökvanum, en í sex ekki. Aðbúð var að öðru leyti eins. Svo fór, að þeir grísirnir, sem vökvanum var dælt i, losnuðu við blóðleysið, en hinir héldu áfram að þjást af því. Þessar tilraunir hafa síðan verið endurteknar með svipaðri niðurstöðu. Það er ekki talinn leika neinn vafi á því, að í vökva þessum séu efni, senni- lega vítamín, er örvi blóðmynd- unina og komi í veg fyrir blóð- leysi. Vermehren-bræðurnir gerðu á grísum þessar tilraunir sínar, er leiddu loks í ljós fyrirbæri, er aðrir höfðu ekki veitt at- hygli. Hjá grísum og fleira ung- viði er algengt, að blóðleysis verði vart fyrstu vikurnar. Þessa gætir mjög oft, og senni- lega á það rót sína að rekja til þess, að móðurmjólkin inni- heldur ekki nægjanlega mikið Ameríkumenn gerðu sams konar uppgötvun. Þessa uppgötvun. sína gerðu Vermehrenbræðurnir á stríðs- árunum. En eins og þá var á- statt gátu þeir ekki komizt í samband við vísindamenn ann- ars staðar í heiminum til þess að ráðgast við þá um þetta ný- stárlega fyrirbæri. En nú er (Framhald. á 4. síðu). sem þeir eiga nú að reyna að forða frá nýrri eyðiléggingu. Höllin sjálf hefir látið nokkuð á sjá á undanförnum öldum, því að við hana hefir verið aukið fjölda bygginga, sem skemma þann samræmda svip, sem á henni var í upphafi. En tímans tönn hefir þó megnað að bæta úr þessum göllum að miklu leyti, og enn hefir höllin á sér þann glæsilega blæ endurreisnar- tímabilsins, sem byggingameist- arinn gaf henni í fyrstu. Frá byrjun 16. aldar hefir jafnan staðið höll á þessum stað. Ekkjudrottningin María af Me- dici fékk augastað á þessu fagra svæði, en hún kom frá ætt.landi sínu, Ítalíu, til þess aö ganga að eiga Hinrik 4. Frakkakon- ung. Sá konungur var, sem kunnugt er, myrtur árið 1610. Skömmu eftir dauða hans fékk drottningin byggingameistar- ann Jacques de Brosse til þess að byggja nýja höll þarna í Luxemborgargarðinum. Drottn- ingin átti fáar skemmtilegar minningar frá Louvre-höúinni og vildi losna þaðan sem fyrst. Konungurinn hafði hjjrft óbeit á henni frá því hann sá hana fyrst, og hjónaband þeirra var mjög óhamingjusamt. Luxemborgarhöllin átti eftir að vera vitni að mörgurn stór- viðburðum í sögu Parísar. Hún gekk að erfðum mann fran; af manni í konungsfjölskyldunni. Skelfingaárið 1793 var hún eitt af mörgum fangelsum borgar- innar, og hana gistu yfirleitt ættgöfugustu fangarnir, að þvi er bezt verður séð. A. m. k. stóðu eftirfarandi orð í bréfi frá ein- um fanganum, sem þar var: — Það var broslegt að sjá, þegar tveimur markgreifum, einni hertogafrú, einum greifa, ábóta og tveimur greifafrúm var ekið hingað, öllum í einni bendu á smávagni. Þau voru svo eftir sig eftir ferðina, að þag steinleið yfir þau á leiðinni frá vagninum að dyrum hallarinnar. . Frægasti fanginn þar var þó hvorki ábóti né greifi, heldur byltingamaðurinn Camille Des- moulins, sem var hálshöggvinn um leið og Danton. Úr- klefa sínum i höllinni skrifaði hann ástmey sinni átakanleg skiln- aðarbréf, sem fræg eru orðin. Enn þann dag í dag hitnar mönnum í hamsi, þegar þeir lesa þessi hjartnæmu bréf, sem eru þrungin söknuði og þrá. Öðrum frægum manni var vísað á bug við hallarhliðið. Sá hét Maximilian •Robespierre. Hann var fluttur til fangelsisins, en starfsfólkið þar þorði ekki að veita jafn voldugum manni viðtöku. Þegar Napoleon var orðinn æðsti „konsúll“ Frakklands eftir (Framhald á 4. slðu). HANS MARTIN SKIN OG SKÚRIR hann var af háum stigum, en ég var rík. Það er eins og gengur — ekki satt? Ég heiti — haldið yður fast — ég heiti di Modrone greifafrú — gömul aðalsætt — gömul og rótfúin .... Hann er í þjónustu utanríkismálaráðuneytisins, og við vorum á leið -til Kaboel í Afghanistan, þar sem hann átti að vera fulltrúi í sendi- ráðinu. Ég vildi gjarna fara með manni mínum hvert í heiminn, sem hann yrði sendur, og ég vissi líka, að hann þurfti á pening- unum mínum að halda. En ég hafði aldrei hugsað mér, að hann notaði þá til þess að ausa þeim í stelpur af vafasömu tagi. Mér vár nóg boðið, þegar hann var heila nótt í hóruhúsi í Bagdad, og á leiðinni hingað elti hann alltaf flutningavagn, sem í voru fá- einar Sígaunastelpur. Og þegar við komum i náttstað, byrjaði hann á því að gefa þeim peninga. Ég þagði, en þegar við komum í stöðina þarna í eyðimörkinni, sagði ég honum ofur stillilega, að hann skyldi halda ferðinni áfram einn. Það varð rimma af verra taginu, því að hann vildi ógjarna skilja mig eina eftir hjá öllum þessum svörtu delum, sem þar voru, og loks reyndi hann að beita við mig valdi og draga mig inn í bifreiðina sína. Ég lamdi hann með staf, og hann rak mér utan undir .... mjög skemmtileg sýning fyrir þá svörtu.“ „Og eftir þessu munu þeir líka dæma menningarástand okkar. En hvað varð svo um blessaðan eiginmanninn yðar? Ég sá hann þó hvergi.“ „Hann stökk loks upp í bifreiðina og ók brott. Ég ímynda mér, að hann hafi aðeins ætlað að aka stuttan spöl og koma svo aftur að sækja mig — í þeirri von, að þá yrði ég búin að sjá mig um hönd. En ég þurfti ekki að auðmýkja mig. Þér kom- uð — eins og sendur af himnum ofan. Og til allrar hamingju, fóruð þér í þveröfuga átt við hann.“ Hún hlær hátt. „Það er mín mesta hamingjustund, þegar þér birtust í dyrunum." Occo þegir. Nú sortnar honum aftur fyrir augum. Honum hefir aldrei fundizt eyðimörkin jafn hræðilega endalaus og nú. Það er eins og hinir skerandi geislar morgunsólarinnar brenní hverja innstu taug líkamans. „Ég er svöng,“ segir hún eftir drykklanga þögn. „Við getum ekki fengið neitt að borða fyr en við komum til Nisibin,“ stynur hann með erfiðismunum. „Það eru ekki fleiri eyðimerkurstöðvar á leiðinni." „Jæja — þá höldum við bara áfram. Þetta er bölvað land — ég vona bara, að hinn svokallaði eiginmaður minn villist og kom- ist aldrei til mannabyggða. Til hjónabands míns er stofnað sam- kvæmt ítölskum og kaþólskum lögum — og ég get þess vegna ekki fengið skilnað, hversu gildar sem þær sakir eru, sem ég hefi á hendur honum .... En nú sé ég, að yður lei^ist þvaðrið í mér og ef til vill finnst yður ég líka ljót. Maðurinn minn sagði alltaf að ég væri eins og múldýr á svipinn. — Það væri engin kona á allri ítaliu, sem hann vildi ekki fremur en mig — ef ég væri ekki rík. Og ég hafði látið glepjast af titlinum, sem hann skartaði með .... En það er sjálfsagt mín sök — ég hefði ekki átt að vera svona heimsk .... Jæja — nú skal ég þegja — ef þér segið mér bara, hvað þér heitið.“ „Occo.“ „Segið það aftur — afsakið, hve ég tók illa eftir.“ „Occo — O tvö c,o.“ „Nú — Occo.“ - Nú verður þögn, og enn sígur á hann mók. Litlu slðar hrekk- ur hann upp við það, að bifreiðin hefir numið staðar. Hann verð- ur þess var, að stúlkan er eitthvað að bjástra fyrir aftan hana. „Er eitthvað að?“ spyr hann. „Ég er bara að bæta á bensíni. Þessi dásamlega bifreið yðar gengur ekki, ef hana vantar bensin. Verið þér bara rólegur, Occo .... Hvað haldið þér, að sé langt til Nisibin?“ „Við verðum komin þangað eftir tvær klukkustundir, ef þér vill ist ekki.“ „Ég held, að við séum að minnsta kosti á réttri leið ennþá. Úlfaldabeinagriíidurnar eru eins og vegvísar með stuttu millibili." Enn er haldiij af stað. Occo dormar milli svefns og vöku — alls konar myndir svífa honum fyrir hugskotssjónum. Hann sér föð- ur sinn troða tóbaki í pípu sína heima í Wassenaar — hann sér móður sína sitja inni i litla herberginu hans — hann sér Mar sellu syngja .... hún er aðeins í silkinærfötum. Ósjálfrátt raul- ar hann: Sur la grande route .... „Nisibin,“ hrópar förunautur hans allt í einu. „Ég sé reyk frá eimvagni." „Það er lestin, sem við förum með .... Skiljum bifreiðina eftir hér — ég þoli ekki lengra ferðalag i svona farartæki. Mín vegna megið þér líka selja hana — fyrir svo sem tíu dollara og verð- mæti bensínsins.“ „Gott og vel — ég skal annast það .... Hér er járnbrautar stöðin.“ Hún hjálpar honum út úr vagninum — hleður síðan farangri hans, skjalatösku, ritvél, kíki, ljósmyndatæki og ferðatösku við fætur hans .... „Er það eitthvað fleira?" spyr hún. „Tveir farseðlar ‘— fyrsta farrými. Lestin fer eftir eina klukkustund. Þér verðið að koma í tæka tið.“ „Ég er staðráðin í því að verða yður sanj:ferða til Aleppó — svo að þér þurfið ekki að óttast þaö, að ég komi of seint.“ Maður í enskum einkennisbúningi kemur á vettvang, tekur undir handlegg honum og leiðir hann að hvítum járnbrautar- vagni. „Þér skuluð leggjast út af,“ er sagt á ensku vingjarnlegri röddu „Farangurinn yðar er kominn hingaö. Má ekki bjóða yður kalt sódavatn?“ Og svo finnur hann, að svalandi vökvi seytlar niður hálsinn á honum .... Nótt, vindur — heitur vindur. Skrölt og skröngl. „Líður yður betur núna?“ spyr hún. „Mér líður illa. Hvar erum við?“ „Veit það ekki — lestin hefir brunaö áfram stanzlaust síðan ALFA-LAVAL MJALTAVÉLAR Þessar vel þekktu mjalíavélar getnm við nú útvegað með stuttum fyrirvara. Samband ísl. samvinnuf élaga r:»»mn»»:;;:»:»»«»»i»im»»m»n»:»»»tmm»»n»m»t»»»m»:»»tu»» Orðsending til innheimtumanna Tímans. Innheimtumenn Tímans eru vlnsamlega beðnlr að senda áskriftargjöld blaðsins hið allra fyrsta. Gjalddagi var 1. júlí. Verð blaðsins utan Reykjavikur og Hafnarfjarðar, er kr. 45,00. Innheimta Timans. Dregill Mjög' snotur gangadregill ný- komlnn, breldd 91 cm. Verð kr. 21,20 meterlnn. Sendum í póstkröfu. Cltíma, Simi 6465. Bergstaðastr. 28. Silkisokkar, Netsokkar, Raðmullnrsokkar otf hosur. H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1038. E.s. Lublin fer frá Reykjavlk um 17. ágúst til Huli og hleöur þar síðast í ágúst. E.s. .Reykjafoss’ fermir í Antwerpen mánaðamót. um næstu Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft velður mlklum lelðindum, hve erfltt er vfða í bænum að koma blaðinu meff skllum til kaupendanna. Þaff eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verffa fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa veriö löguð og jafnframt aff leiðbeina börnunum, sem bera út blaðlð, hvar bezt sé að láta það. Þelr kaupendur,sem búa utan viff-aff- albæinn og fá blaffið i pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirffi blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó aff kaupendafjöidi Tímans I Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnlr fleiri áskrifendur I bænum. Sími afgrelðslunnar er 2323. „LAGARFOSS” fer héðan um miöja næstu vlku til Kaupmannahafnar með í viðkomu í Leith. Skipiö fermir í Kaupmannahöfn og Gauta- borg um næstu mánaðamót. Hi. Eimskipafélag * Islands 1» N.s, Dronning Alexandrine Næstu tvær ferfflr skipalns verða sem hér segir: Frá Kaupmannahöfn 14. og 31. ágúst. ág. (8 PEDOX •r nauðsynlegt 1 fótabaOlö, ef þðr þJAist af fótaavlta, þraytu 1 fótum eóa likþornum. Bftir fárra daga notkun mun ár- angurmn koma i 1J6*. — F'íait i lyfjabúðum og snyrtivöru- verzlunum. fHEMMX t tbroiðið Tírnanu! Flutningur tilkynntat tll skrífstofu félagsins 1 Kaup- mannahöfn. SklpiiafgreHlilfl Jes Zimseu (Erlendur Pétursson) FYLGIST MEÐ Þið, sem i strj&lbýlinu búið, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit: Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og m&lsvart

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.