Tíminn - 10.08.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarftokksins er í
Sdduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066
4
REYKJÆVÍK
FRÁMSÓKNARMENN/
Komið í skrifstofu
10. ÁGÍJST 194i
Framsóknarflokksins
143. ltla®
Sextugur:
Guðmundur Helgason
húsasmiðameistari
Guðmundur Helgason húsa-
smíðameistari, Laugaveg 69, á
sextugsafmæli á mánudaginn
kemur, 12. ágúst.
Guðmundur er fæddur að
Hofi í Dýrafirði og ólst upp þar
í heimbyggð sinni. Hann fór
ungur til trésmíðanáms hjá Ól-
afi Halldórssyni á ísafirði, en
hvarf síðan aftur heim í Dýra-
fjörð að námi loknu, kvæntist
Jakobínu Ásgeirsdóttur frá Mel-
stað í Arnarfirði og reisti bú að
Söndum í Dýrafirði. Þar bjuggu
þau hjón í fimmtán ár, en jafn-
framt búskapnum stundaði
Guðmundur líka smíðar. Einnig
fékkst hann um skeið við
íþróttakennslu, þvi að hann var
áhugasamur og góður íþrótta-
maður og um skeið glímukóngur
Vestfjarða.
Árið 1930 fluttust þau 'hjón á
Suðurland og hafa dvalið hér
síðan, lengst af í Reykjavík.
hefir Guðmundur síðan ein-
göngu stundað smíðar.
Guðmundir er hinn mesti
mætismaður, yfirlætislaus og
hægur jafnan, en þeim mun
traustari er á reynir.
Þau hjón eiga fjögur börn
uppkomi'n, tvær dætur og tvo
sonu.
Hermeitn lífsins
(Framhald af 3. síðu)
járntjaldi ófriðarins lyft, og
menn geta borið saman ráð sín.
En þá kemur það í ljós, að Ame-
ríkumenn hafa á sama tíma
fundiö nýtt vítamínefni, sem
nefnt hefir verið folic acid og
er gætt þessum sama eigin-
leika og efnið, sem þeir bræður
notuðu, að það kemur í veg fyr-
ir blóðleysi. Hér hafa sem sagt
fundizt tvö svipuð efni sitt hvor-
um megin Atlantshafsins, er
orðið geta, mannkyninu til bless-
unar. Ef til vill er hér meira að
segja um hið sama að ræða.
Verður nú .tilraunum haldið
áfram með bæði þessi lyf, unz
hægt er að hefja framleiðslu
þeirra í stórum stíl og nota þau
til þess að lækna sjúka.
Rafmagn
frá Sogi og Laxá
(Framhald af 3. síðu)
suður til Keflavíkur liggur þar
rétt hjá. Verður þá sett upp að-
alspennistöð við Vogana. Raf-
veitan til Keflavíkur og Njarð-
vikur var tekin í notkun í fyrra
og er framhald þeirrar linu til
Garðs og Sandgerðis nærri full-
gert. Báðir þessir kaupstaðir eru
nú að vinna að því að koma upp
innanbæjarkerfum.
Norðanlands er verið að
vinna að raforkuveitu frá Lax-
árstöðinni í Þingeyjarsýslu til
Húsavíkur, með hlutaðeigandi
aðalspennistöð þar. En á Húsa-
vík er nú verið að vinna að lagn-
ingu innanbæjarkerfis. Verður
þessi rafveita fullbúin og ætti
að geta tekið til starfa um ára-
mót, ef engar óviðráðanlegar
tafir verða, svo sem efnisskortur.
Á næstunni verður einnig haf-
izt handa um raforkuviitu frá
Akureyri út með Eyjafirði vest-
anverðum til Hjalteyrar, Dalvík-
ur og Hríseyjar. Er hafinn und-
irbúningur bæði í Hrísey og á
Dalvík, að lagningu innanbæj-
arkerfa. Verið er nú að gera
rannsóknir um framhaldsvirkj -
un í Laxá í Þingeyjarsýslu.
Einnig er gert ráð fyrir að á
þessu ári verði hafist handa um
lagningu raforkuveitu frá
Laxárstöðínni um Grenj aðar-
staðar- og Múlahverfi.
Bygging' síldarverk-
smiðjaima iivju
(Framhald af 2. slðu)
Skagastrandar 22. april 1945.
Atvinnumálaráðherra sagðist
myndu koma með, en kom ekki.
Tveir af stjórnendum SR voru
hins vegar með í þessu ferðalagi.
Þegar hér var komið, þótti
stjórn SR ekki mega dragast
lengur að gera tillögur um fyr-
irkomulag og staðsetningu
hinna nýju verksmiðja á Siglu-
firði og Skagaströnd, þótt ráð-
herrann yrði ekki viðstaddur,
er gengið yrði frá tillögunum.
Á fundum verksmiðjustjórn-
arinnar á Siglufirði í apríl-
lok 1945 voru samþykktar
með samhljóða atkvæðum til-‘
lögur um fyrirkomulag verk-
smiðjanna í höfuðdráttum og
um staðsetningu þeirra á lóðum
verksmiðjanna, en áður hafði
málið verið rætt itarlega af
verksmiðjustjórninni og ráðu-
nautum hennar, Magnúsi Vig-
fússyni byggingarmeistara og
Ásgeiri Bjarnasyni rafmagns-
fræðingi.
Hinn 3. og 4. maí 1945 fóru
fram viðræður í Reykjavík milli
stjórnar SR og atvinnumálaráð-
herra um þessar tillögur og
virtist ráðherranum lítast vel á
þær. Jafnframt tilkynnti ráð-
herrann verksmiðjustjórninni,
að hann hefði ákveðið að skipa
sérstaka bygginganefnd, til þess
að standa fyrir byggingu hinna
nýju verksmiðja.
Kom þessi tílkynning ráð-
herrans verksmiðjustjórninni
ekki á óvart. Ráðherrann hafði
hugsað sér þrjá menn í þessa
nefnd, þá Þórð Runólfsson,
Snorra Stefánsson og Trausta
Ólafsson. Eftir nokkrar umræð-
ur varð samkomulag um að
nefndin skyldi skipuð fjórum
mönnum.
Stjórn SR tilnefndi Magnús
Vigfússon byggingarmeistara og
Trausta Ólafsson, en ráðherr-
ann skipaði Þórð og Snorra án
tilnefningar. Skyldi nefndin
starfa í samráði við verksmiðju-
stjórnina.
Stjórn SR sendí bygginga-
nefndinni strax 5. maí 1945 til-
lögur sínar um staðsetningu
verksmiðjanna ásamt lauslegri
fyrirkomulagsteikningu og öðr-
um tillögum, sem fram höfðu
komið.
Eftir athugun á staðnum féllst
byggingarnefndin í höfuðdrátt-
um á tillögur stjórnar SR.
Stjórn SR telur að byggingar-
nefndin hafi ekki starfað í því
samráði við verksmiðjustjórn-
ina, sem hún taldi sig geta
vænzt. Skal það ekki nánar
rakið að sinni.
Ásakanir Þjóðviljans í garð
stjórnar SR í sambandi við
byggingu hinna nýju verk-
smiðja eru uppspuni frá rótum,
og að því er virðist vísvitandi,
því að ólíklegt er, að atvinnu-
málaráðherra hafi ekki veitt
málgagni sínu fræðslu um þessi
mál, en ráðherrann veit betur,
og hefir í fórum sínum skjöl,
sem sanna hið gagnstæða við
þau ósannindi, sem blaðið þrá-
stagast á.
Siglufirði, 5. ágúst 1946.
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
Sveinn Benediktsson.
Erl. Þorsteinsson.
Þormóður Eyjólfsson.
Jón L. Þórðarson.
Útbrelðið Tíniaim!
Vatnavextirnir
austanlands
Enn eru aff berast nýjar og
nýjar fréttir af tjóni því, sem
stórrigningarnar og vatna-
vextirnir ollu á Austurlandi
nú í vikunni. Eru þó sjálfsagt
ekki öll kurl tii grafar komin
í því efni.
Á Asknesi við sunnanverðan
Mjóafjörð varð fólkið að flýja
bæinn aðfaranótt miðvikudags-
ins. Brauzt á, sem rennur þar um
túnfótinn, úr farvegi sínum. Var
húsfreyja ein heima með börn
þessa nótt, því að húsbóndinn,
Hans Wíum, var staddur í Nes-
kaupstað. Bjó konan um sig í
tjaldi og hafðist þar við, unz
morgnaði.
í Norðfirði urðu tilfinnanleg-
er skemmdir. Hljóp mikill vöxt-
ur í Norðfjarðará og læki, sem
koma úr fjöllunum beggja meg-
in sveitarinnar. Flæddi vatnið
yfir engjar og bithaga og bar
með sér aur og möl og jafnvel
stórgrýti. Munu skemmdirnar
hafa orðið mestar á Skorrastað
og Neðri-Miðbæ, bæjum skammt
innan við fjarðarbotninn að
norðan. Eitthvað af heyi mun
hafa flotið burt.
Einnig urðu skemmdir á veg-
um á þessum slóðum, ög tvær
brýr á veginum til Neskaup-
staðar tók af. Var önnur þeirra
lítil trébrú, en hitt steinbrú, og
gróf vatnsflaumurinn undan
henni undirstöðuna, svo að hún
seig á hliðina.
í sjálfum Neskaupstað urðu
ekki neinar skemmdir.
Víða um Austurland urðu
skriðuföll, sem spilltu gróður-
lendi, og ýmsar skemmdir af
völdum vatnagangsins.
Luxeniborg'arhölliii
(Framhald af 3. $íðu)
byltinguna, hafði hann í hyggju
að setjast að í Luxemborgrhöll-
inni, og lét hann þá setja spjald
yfir dyrnar, sem á var letrað
Palais du Consulat — höll kon-
súlatsins, en hann flutti þang-
aö aldrei fyrir fullt og allt. Þar
voru oft haldnar veizlur á veg-
um stjórnarinnar, og í einni af
þessum veizlum er sagt, að Na-
poleon hafi orðið óstjórnlega
ástfanginn af systur Robespi-
erres.
Ástæðan til þess, að höllin var
nú valin sem aðsetursstaður
friðarráðstefnunnar, er sú, að í
henni er salur nokkur, sem er
sérlega vel fallinn samastaður
fyrir slíka ráðstefnu. Á viðreisn-
artímabili landsins var útbúinn
þarna þingsalur, og á dögum
þriðja lýðveldisins, árið 1879,
var öldungadeildinni fenginn
þessi salur til þess að halda
fundi sina í. Tilvera öldunga-
deildarinnar er þó mjög ó-
viss með því stjórnarfyrirkomu-
lagi, sem verða á í Frakklandi í
framtíðinni — en hinn skraut-
legi fundarsalur hennar er þó
viðbúinn því að taka á móti
fulltrúum friðarráðstefnunnar.
Og nóg er þarna af nefndarher-
bergjum og öðrum vistarverum,
sem kunna að vera nauðsynleg-
ar, og matsalur er þar við hend-
ina. Sá salur var þó lítið not-
aður af öldungadeildarþing-
mönnum, þegar þeir höfðu þarna
bækistöð sína. Þeir sóttu mest
Foyotveitingahúsið, sem var þar
á næstu grösum og var sann-
kallað matarmusteri. En það
veitingahús hvarf af sjónarsvið-
inu á kreppuárunum eftir fyrri
heimsstyrjöldina. En sleppum
því.
Eftir nokkurra ára Þyrnirós-
arsvefn hafa hlið Luxemborg-
arhallarinnar verið opnuð upp
á gátt, og ennþá einu sinni
finna menn vængjaþyt sögunn-
ar leika um gömlu höllina.
Fyrstu berjaferðirnar
Ferðaskrifstofan efnir til
fyrstu berjaferðanna á þessu
sumri nú um helgina, ef veður
leyfir. í dag verður farið upp í
Hvalfjörð og verður lagt af stað
kl. 1 eftir hádegi og komið aftur
kl 9 um kvöldið. Önnur berja-
ferð verður fairn upp í Hval-
fjörð á morgun. Verður þá lagt
af stað kl. 8,30 um morguninn
og komið aftur til bæjarins kl.
8 um kvöldið.
Flugvél nauðiendir
(Framhald af 1. síðu).
Þegar flugvélin hafði svifið
yfir bænum nokkuð á þriðja
tíma, var hún skyndilega orðin
benzínlaus og var þá stödd yfir
Kleppsvíkinni. Sýndu benzín-
mælarnir ranglega, að benzín
væri fyrir hendi. Varð flugmað-
ur vélarinnar þá skyndiiega að
hætta við þá ákvörðun sína að
lenda á flugvellinum, en í stað
þess að freista að nauðlenda
vélinni á sjónum, sem er mjög
hættulegt. Nauðlendingin tókst
þó mjög vel, þannig að enginn
af farþegunum meiddist neiU
verulega, en einhverjir fengu
taugaáfall.
Loftskeytamaður vélarinnar,
Rafn Sigurvinsson, meiddist þó
nokkuð við nauðlendinguna.
enda var hann við starf sitt al-
veg þangað til vélin lenti í
sjónum, svo að hann hafði ekki
aðstöðu til að skorða sig fyrir
nauðlendinguna.
Fólkinu var bjargað í land úr
vélinni á björgunarbátum.
(jcttnla Síó
sjAlfboða- LIDAR (Cry Havoc)
Áhrifamikll amerísk um hetjudáðir kvenna i öldinni. mynd styrj-
Margaret Sullivan,
Joan Blondell,
Ann Sotliern,
Ella Raines. . .
Skababótakröfur
(Framhald af 1. slðu).
2. Bætur, sem greiddar hafa verið
fyrir 19 skip, sem farizt hafa eða
skemmst af stríðsvöldum nema
samtals kr..17.212.491,26.
Kr. 13.928.138,57 hafa verið greidd-
ar í bætur fyrir farm, sem farlzt
hefir í íslenzkum skipum í þjón-
ustu íslendinga á stríðsárunum.
Eins og áður er sagt eru all-
ar kröfur miðaðar við greitt
tryggingarfé og taka nefndar-
menn fram, að þeim sé ljóst,
að í einstökum tilfellum mundu
dómstólar hafa dæmt hærri bæt-
ur, ef til þeirra kasta hefði kom-
ið, og að raunverulegt tjón við-
komenda og þjóðfélagsins í
heild er að sjálfsögðu miklu
meira en dánarbætur, ákveðnar
af dómstólum mundu segja til.
Ástæða þess að tryggingarbætur
eru lagðar til grundvallar er m.
a. sú, að aðrar þjóðir hafa haft
þann hátt í sínum kröfugerð-
Wýja Síc
(rW Shúlutjötu)
Sullivans-
f jölskyldaii
(The Sullivans)
Áhrifamikil stórmynd er mun
verða ógleymanleg öllum er séð
hafa.
Aðalhlutverk leika:
Anne Baxter.
Edv.ard ítyan •
Thomas Mitchell
Sýnd kl. 3, 6 og 9.
Sala hefst kl. 11, f. h.
TjarhatlNÓ
L j ósmy mlabrellui*
(Double Exposure)
Gamansöm amerísk mynd.
Chester Morris
Nansy Kelly
Sýning kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11, f. h.
——------
Vinnið ötuUeya fyrir
Thnann.
Útbreiðið Tímaim!
TVý bók, er kemiir öllum í gott skap:
Basl er búskapur
eftir SIGRID BOO,
í þýðingu Sigrúnar Guffjónsdóttur. — Sagan segir
frá fjölskyldu einni í Osló og „baslara-búskap“
hennar á þann hátt, að það væri dauður maður,
sem ekki gæti hlegið sér til heilsubótar, á hvaða
aldri sem væri.
Bók þessi hefir flogið út um allan Noreg, eins og
skrautvængjuð fiðrildi og vakið hlátur og græzku-
lausa gleði hvarvetna, enda sýnir hún lesanda sjálf-
an sig í sæmilega góðum spéspegli. Og það er alltaf
góð skemmtun og nytsamleg.
Takið bókina með í snmarleyfið
- þá getið þér hlegið, þótt 'aiin rigni.
*,
Framsóknarmenn
í Reykjavík!
Nú í svipinn er svo örffugt aff fá börn effa unglinga til aff bera
blaffið til kaupenda í bænum, aff til hreinna vandræffa horfir.
Tíminn vill því beina þeirri ósk til Framsóknarmanna, að þeir
geri nú allt sem unnt er til hjálpar í þessum efnum, svo aff hægt
sé að halda afgreiðslunni í viðunandi lagi.
Talið við Torfa Torfasou í síma 2323.
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN