Tíminn - 13.08.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1946, Blaðsíða 3
144. blað TlMHVlV, þriðjudagiim 13. ágúat 1»4G * . .. J RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGEMARSDÓTTER ÞVOTTAHÚS Nýlega var mér bent á grein í dönsku blaði, sem fjallar um þvottahúsamálið, sem virðist vera ofarlega á baugi þar í landi. Lýsingarnar í greininni sam- svara að mörgu leyti íslenzkum staðháttum, svo að mér datt í hug að birta nokkra kafla úr henni í íslenzkri þýðingu hér í kvennasíðunni, lesendum henn- ar til fróðleiks. Höfundur grein- arinnar er húsmæðrakennslu- kona í Hróarskeldu, sem er sér- fræðingur í öllu, er viðvíkur þvottahúsmálum. Hún segir m. a.: „Oftast er mjög léleg loft- ræsting í þvottahúsunum. Þvottakonan 'stendur þar í svælu ög reyk, og er það allt annað en hollt heilsu hennar. Þessu fylgir oft mikill gólfkuldi. Gott er því að koma fyrir loft- ræstingaropum á veggnum, sem hægt er að minnka og stækka eftir vild. En þessi op þurfa að vera ofarlega, annars leikur dragsúgur um gólfið. Einnig þykir mér ágætt að hafa hurð- irnar á þvottahúsunum þannig útbúnar, að þær megi opna að ofan, þá streymir inn bæði ljós og loft, en engin hætta er á því að manni kólni á fótum. í mörgum gömlum þvotta- húsum, einkum þó til sveita, er frárennslinu mjög ábótavant og oft vantar það alveg. Vatninu er þá skvett út yfir þröskuldinn. Auðvitað á gólfið að vera stein- steypt, og stór grind þarf að vera yfir frárennslispípunni, svo að ekki þurfi að bíða eilífðar- tíma eftir því að vatnið renni burt. FlísSlagðir veggir eru ákjósanlegastir, en kalkaðir veggir eru einnig ágætir. — Á hverju ári verða konurnar, sem að heimilisstörfum vinna, að eyða feikna kröftum til þess að ausa vatni í þvottapottana, vegna þess að enginn vatnshani er yfir þvottapottinum, og úr þeirn aftur, vegna þess að ekk- ert op er á botni þeirra, þar sem hægt er að hleypa vatninu út. Úr þessu er þó auðvelt að bæta og sjálfsagt er, að koma slíkum útbúnaði fyrir um leið og þvottahúsið er byggt. Nýtízku þvottapottar eru allir með slíku opi í botninum. Annars er hægt að spara sér mikið erfiði við að ausa úr pottinum með því að nota gúmmíslöngu. Þá er annar endi slöngunnar lagður á botn pottsins og hún fyllt með vatni, og síðan er hinn látinn nema við gólfið. Ekki er nóg að hafa vatnshana yfir pottinum ein- göngu. Á veggnum þarf að vera annar hani, helzt tveir með heitu og köldu vatni, í fötuhæð frá gólfinu. Bezt er að löng gúmmíslanga sé áföst við hvern hana. Þá er auðvelt að fylla bala og fötur án fyrirhafnar. En vonandi er, að ekki líði á löngu, þar til rafmagnsþvotta- vélar verði fáanlegar hér á landi. Þær eru ágætar fyrir smá- þvotta, og séu þær notaðar á meðalstórum heimilum, þarf helzt að þvo þvott elnu sinni í viku, eins og gert er í Ameríku, en þar eru þvottavélar afar mik- ið notaðar og þykja sjálfsagðar og ómissan’di í nýtízku eldhúsi. Vélar, sem bæði þvo og þurrka þvottinn, eru svo dýrar, að varla er kleift venjulegum heimilum að eignast þær. En hér hafa fengizt vélar, sem knúnar eru með handafli og gera sama gagn og rafmagnsvélarnar, en eru miklu ódýrari, og þær eru hand hægar við heimaþvotta. Annars er ég þeirrar skoðun- ar, að samvinnuþvottahús séu það sem koma skal í þessum efnum. Svíar eru lengst komn ir á þessari braut og við hérna í Danmörku fengum hugmynd ina hjá þeim. Þar hafa nokkur (Framhalci á 4. síðu). HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR í morgun — og þér hafið alltaf sofið.Ég seldi bifreiðina og bensínið — og getið, hvað ég fékk fyrir. Tuttugu og fimm dollara — það hefði aðeins kona getað gert .... Viljið þér ekki drekka? Enski liðsforinginn, sem hjálpaði yður í vagninn, gaf mér vatn og ís og kex .... Þér viljið ef til vill kínín? Já, ég líka kínín.“ „Þakka yður fyrir — greifafrú, á ég líklega að segja.“ „Ég heiti nú bara Janna — í ítaliu kölluðu vinir mínir mig Giovanni. Og ættarnafn mitt er einfaldlega Ellsworth.“ „Þakka yður fyrir, Jóhanna. Viljið þér nú ekki sofa sjálf. Þér eruð dauðþreytt." „Þakka yður fyrir, Janna. Viljið þér nú ekki sofa sjálf. Þér hverjum degi, svo að ég hefi alls ekki veitt því athygli fyrr en nú .... Guði sé lof, að þér getið aftur talað. í morgun flaug mér í hug, hvort það ætti að koma í minn hlut að sjá um útför yðar.“ „Við förum í Barónsgistihúsið, þegar við komum til Aleppó — og þá eigið þér að sækja lækni handa mér. Hann heitir Poche — skrifið nafn hans hjá yður, svo að þér gleymið þvi ekki.“ „Vaknið, Occo — vlð erum komin til Aleppó .... Ég hefi ekkl kynnzt melrl svefnpurku en yður .... Nú ætla ég að senda eftir lækninum.“ „Nei — fyrst af öllu verða greinarnar mínar að komast í póst. Þær eru fyrír öllu.“ „Ég skal líka sjá um þa'ð. En getum við ekki komið við í ein- hverri verzlun á leiðlnni. Það er ekki sjón að sjá mig ....“ Þau setjast upp í hestvagn, og svo er ekið af stað. Aktygin eru slitin, klukkurnar á klafanum brenglaðar — en Occo finnst hann kominn heim. Hann þekkir þessar götur — hér þekkir hann fjölda fólks — hér mun hann fá góða hjúkrun .... Og hér skrifaði hann bókina sína. Hann bíður í vagninum meðan Hanna bregður sér inn í búð. öíðan halda þau áfram. Þegar kemur í gistihúsið, biður hún um tvö herbergi með til- heyrandi baðklefum — en hann er nærri því of þreyttur til þess að geta brosað við tilhugsunina um mjúkt rúm og bað. Honum finnst stiginn óskiljanlega hár — en loks kemst hann þó inn i herbergið sitt, og þar stendur hinn broshýri Ali, sem margsinnis hefir hjálpað honum. Og nú bera tvelr þjónar inn stóra koffortið, sem hann skyldi hér eftir, þegar hann fór til Koerdistan. „ M o s s i o e ,“ segir Ali og brosir út undir eyru, „laver mossioe ?“ „Oui, Ali .... de l’eau, du savon et pyama." „Tout de suite — tout de suite." Loksins getur hann smeygt sér úr svitablautum fötunum — það eru komnir rauðir dílar á magann á honum, í handholið og á olnbogana .... Rauðir hundar — óhreinindi — v.anhirða . . Ali er á þönum kringum hann, baðar hann og hjálpar honum i rúmið. En Occo er ekki fyrr lagstur út af en hurðinni er hrundið upp og Hanna kemur inn. „Ég er komin til þess að bjóða aðstoð mína,“ segir hún. Hann segir henni fyrir verkum, og hún raðar saman greinum og filmum, skrifar utan á. „Lestin fer klukkan fimm. Ég skal sjá um, að þetta komist allt með henni. — Van Aalsten — heitið þér það ekki?“ Ritvélin skröltir. Occo liggur brosandi á hvítum koddanum . . »<»»$$$$»$<l»»<»$$$$$$$<'$$$»$$$»«»$»$$»C'S$$»$<frg$3$$$$$»$$$$$$$$$$$$$$$$$$«S$g{ SABROE — vandaðar vélar í vönduð frystihús — Samband ísl. samvinnuf élaga TlMANN vantar unglinga til áð bera út blaðlð í eftlrtalin hverfi: Lindargötn KJartansgötu Þiiij^holtsstræti Laufásveg. Afgreiðsla Tímans Sími 2323. Lindargötu 9 A. Orðsending til iniiiieiniíumaimn Tímans. Innheimtumenn Timans eru vlnsamlega beðnlr að senda áskrlftargjöld blaðsins hið allra fyrsta. Gjalddagi var 1. júlí. ■. Verð blaðsins utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, er kr. 45,00. Innhelmta Tímans. llestur í óskiluin Móskjóttur hestur, mark fjöður aftan bæði og eitthvað meira óglöggt, er í óskilum á Orms- stöðum í Grímsnesi. Eigandi gefi sig fram sem fyrst. Sím- stöð: Minniborg. Dregill Mjög snotur gangadregill ný- kominn, breidd 91 cm. Verð kr. 21,20 meterinn. hlutanum. Stríðið og allt sem því viðkæmi, gilti mig einu, það eina, sem nokkra þýðingu hefði fyrir mig, var að fá að sjá barn- ið aftur. Ég lék á þýzka foringj- ann, og hann lofaði að hjálpa mér áleiðis, eftir að ég hafði heitið því hátíðlega að hitta hann í París að átta dögum liðnum. En hrædd er ég um, að sú bið hafi orðið árangurslaus. — Þegar hermaðurinn kemur, sem á að leysa þennan, sem nú er, af verðinum, sagði hann, skuluð þér þykjast vera dauð- þreytt og syfjuð. Þá spyr vörð- urinn auðvitað, hvað hann eigi að gera við yður, og þá mun ég segja, að bezt sé, að þér leggið yður í rúmið mitt, þangað til hermennirnir koma, sem eiga að fara með yður til yfirheyrslu, en þeir koma með morgunsárinu. Við fótagaflinn á rúminu er lítil hurð, sem veit út að fáförnum stíg hinum megin við aðalgöt- una. Þetta getur heppnast, ef þér verðið nógu snör í snúning- um. Ég var líka snör í snúningum. Ég opnaði dyrnar með hægö og hljóp á berum og blóðrisa fót- unum til næsta bóndabæjar. Þar reyndust frönsku bændurn- ir vel eins og endranær. Þarna var bundið um sárin á fótum mínum, mér var gefinn matur og reiðhjól, og brátt var ég aftur á leið til Parísar. En þar lenti ég aftur í greip- um Þjóðverjanna. Einn vina minna hafði Verið handtekinn, og hann hafði haft nafnið mitt á sér, skrifað á smámiða. Kvöld eitt var ég sótt í veitingahús nokkurt og flutt í frönsku lög- reglustöðina. í tvo sólarhringa sat ég á sama stólnum og var yfirheyrð, en sökum hugrekkis og hjálpsemi fransks lögreglu- fulltrúa, tókst mér að sleppa út gegnum salernið — og þaðan til bækistöðva minna í óhernumda hlutanum. En nú var ég orðin svo þekkt, að ófært var að láta mig gegna njósnarstörfum lengur innan um Þjóðverjana. Ég varð því að reyna að sameinast hersveitum de Gaulle í Englandi. Ég fór í gegnum Algier til frönsku Mar- okkó. Þaðan sigldi ég með inn- fæddum mönnum, dulbúin sem Arabi, í litlum báti til spönsku Marokkó. En í Tetuan var ég tekin höndum fáeina metra frá bústað brezka ræðismannsins og flutt í fangelsi. Ég gat þó smygl- að bréfi til ræðismannsins, og í því þóttist ég vera góðvinur hans, sem hann hefði þekkt lengi. Hann skildi hálfkveðna vísu og gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að fá mig lausa. Framh. á 4. s. Það er komið kvöld, þegar hann vaknar. Hlerarnir hafa verið dregnir frá öllum gluggunum, og inn til hans berst söngur og hljóðfærasláttur. Það er skuggsýnt, en þó sér hann, að stúlkan situr við glugg- ann. „Jæja, — þar vaknið þér. Læknirinn er búinn að koma. Malaría og ofþreyta, segir hann. Þér eigið að nota ameriska olíu og kínó- plasmín. Það er hvort tveggja hér. Og fyrst um sinn megið þér ekki neyta annars en tes og léttmetis. Greinarnar eru komnar í póstinn — bréfin frímerkt eins og vera ber .... Viljlð þér ekki, að ég sendi blöðunum yðar símskeyti, svo að ritstjórarnir viti, að greinarnar eru á leiðinni?“ „Jú — ég fel yður að gera það.“ „Alveg rétt. Þér fáið ekki ákjósanlegri einkaritara en mig. Viljið þér ekki sjá bréfin, sem biða yðar hér? Hverrar þjóðar eruð þér annars?“ „Hollendingur.“ „Já — þetta eru þá hoilenzk frimerki. Á ég að opna bréfin yður? Sjáið — hér er stór böggull.“ „Fáið mér hann — fyrst af öllu .... Það er kannske — kannske bókin mín .... “ „Hvað? Bókin yöar?“ hún er hrað'hent, er hún opnar böggulinn, í honum er bók, bundin í blátt léreft með stórum, gulum stöfum .... Hann tekur við bókinni tveim höndum. Þetta er hið eina, sem hann hefir afrekað um dagana. Hann sér í anda móður slna — hvernig hún hefir kvöld eftir kvöld setið við að hreinskrifa þessa bók — við skirifborðið i litla herberginu hans. Og nú er bókin hér. Hann opnar hana, flettir blöðunum af handahófi, les fáeinar setningar hér og þar .... Honum vöknar um augu, en strax og fyrstu tárin læðast niður kinnina kemur hvít hönd með rósóttan knipplingaklút og þerrar brár hans .... „Fyrirgefið, Hanna, hve barnalegur ég er. Þetta er fyrsta bókin mín,“ segir hann. „Hérna eru bréfin yðar — sum frá Hollandi — ef til vill frá móður yðar. Og hér er kvenhönú á þessu bréfi .... Það er frá Paris.“ Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víffa í bænum aff koma blaðinu meff skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tiimæli til þeirra, sem verffa fyrir vanskilum, að þreytast ekki á aff láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguff og jafnframt aff leiffbelna börnunum, sem bera út blaffiff, hvar bezt sé aff láta þaff. Þeir kaupendur.sem búa utan við aff- albæinn og fá blaðiff í pósti, gerffu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirffi biaffs- ins á afgreiðslunni. — Þó aff kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir flelri áskrifendur í bænum. Sími afgrelðslunnar er 2323. Timann vantar tllflnnanlega börn tll að bera blaðið út til kaupenda vlðs vegar um bæinn. Heitið er á stuðningsmenn blaðsins, að bregðast vel við og reyna ■að aðstoða eftir megni við að útvega Alllr, sem fylgjast vilja meff almennum málum, verffaff lesa TÍMANN. Sendum í póstkröfu. tLTÍMA, Slmi 6465. Bergstaðastr. 28. ♦♦♦♦ (6 PEDOX | er nauðsynlegt í fótabaðið, ef j þér þjáist af fótasvita, þreytu ? 1 fótum eða líkþornum. Eftir X fárra daga notkun* mun ár- í angurlnn koma í ljós. — Pæst • í lyfjabúðum og snyrtlvöru- ▼ verzlunum. fHEMIHJY | ♦ Bólusctiiingasprantur (20 kinda) sem stilla má einhendls, sérstaklega vandaðar . Kr. 18,00 Holnálar, ryðfríar .... — 1,50 Varagler .............. — 2,50 Sendum um land allt. SEYÖISFJARÐAR APÓTEK. FYLGIST MEÐ Þiff, sem 1 strjálbýlinu búlff, hvort heldur er viff sjó effa í j sveit: Minnist þess, að Tíminn ! er ykkar málgagn og málsvart

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.