Tíminn - 13.08.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa FramsóknarfLokksins er Edduhúsinu. við Lindargötu. 4 FRAMSÓKNARMENN! Komið í skrifstofu Framsóknarflokksins 13. ÁGtJST 194i 144. blaft Þannig tefldu þeir á skákmóti Norðurlanda Skákþing Norðurlanda var háð að þessu sinni í Kaupmanna- höfn dagana 3.—11. þ. m. íslendingar -náðu þar mjög góðum ár- angri eins og kunnugt er af fréttum, og birtist hér ein af skák- um þeim, sem þeir unnu. Hún er tefld fyrsta dag mótsins á Svíans O. Kinnmark. Hörð Franskiir njjósnari seg'ir frá. (Framhald, af 3. síðuj í tíu daga naut ég næðis og hvíldar í Tangier, áður en ég lagði af stað til Englands með þremur þúsundum manna af ýmsu þjóðerni á skipi, sem ekki mátti flytja nema 500 manns að réttu lagi. í London gerðist ég þulur við franska útvarpið þar. — Seinna fylgdi frú Hopson de Gaulle til Algier. Rödd hennar var sú fyrsta, sem heyrðist í út- varpi frá frjálsu, frönsku lands- svæði, og hún varð fyrst til þess að tilkynna hið endurheimta frelsi Frakklands, þegar Jarís var laus úr höndum Þjóðverja, fór hún aftur þangað. En sama daginn og hún kom til Parísar veiktist hún hættu- lega af barnaveiki og varð að liggja í rúminu í tvo mánuði. Þegar hún komst á fætur aftur, kynntist hún núverandi eigin- manni sínum, Hopson, scm þá var majór í brezka hernum, o^ var í einni af víkingasveitunum, sem fyrstar gengu á land í Normandie. Hann gat ekki stað- ist hin indælu dökku augu ung- frú Denise fremur en þýzki for- inginn og franski lögreglufull- trúinn, en í þetta skipti þurfti ungfrúin ekki að beita leikara- hæfileikum sínum. • Nú situr franski njósnarinn fyrrverandi i frúarsæti sínu í Kaupmannahöfn í ró og spekt. Nýlega hefir hún verið sæmd heiðursmerki fyrir hetjulegt starf í þágu agttjarðar sinnar. KvennabáLkur (Framhald af 2. síOuJ hundruð fjölskyldur stofnað samvinnuþvottafélag og lagt til 100—200 kr. hver í stofnfé. Þvottahús þessara samvinnufé- laga eru búin nýtízku tækjum og flestar „þvottakonurnar“ eru karlmenn. Hvert þvottahús af- greiðir að meðaltali 1000 kg. af þvotti á dag. — Hver fjölskylda, sem að þvottahúsinu stendur, fær afgreidd 30 kg. af þvotti fyrir 10 kr. sænskar. Hér í Dan- mörku hafa þegar verið reist nokkur slík þvottahús til reynslu — enda ættu þau ekki að eiga síður framtíð fyrir sér hér en í Svíþjóð." SíldarafLinn (Framhald af 1. síðu). Sæva/dur, Ólafsfirði 1324 626 Sæva^, Neskaupstað 2922 469 Trausti, Gerðum 2115 231 Valbjörn, ísafirði 2267 547 Valur, Akranesi 1222 Valur, Dalvík 1068 Viktoría, Reykjavík 240 Vísir, Keflavík 4019 384 Vébjörn, ísafirði 4736 929 Von II, Vestm.eyjum 2094 121 Vonin, Neskaupstað 3354 122 Vöggur, Njarðvík 1445 696 Þorsteinn, Rvík 2796 935 Þorsteinn, Dalvík 1100 308 Þráinn, Neskaupstað 802 Skýrsla yfir afla þeirra báta-,, sem eru 2 um nót, verður birt á morgun. V estur-l sLendingar (Framhald af 1. tíOuJ. ánægð yfir því, sem þau þegar höfðu séð. Þau voru undrandi á þeim framförum, sem hér eru orðnar. í gær var gestunum boðið til Þingvalla, en annars voru þau ekki farin að ferðast neitt um landið, nema um nágrenni Reykjavíkur og til Hafnarfjarð- ar. milli Ásmundar Ásgeirssonar og skák og skemmtileg. Kaupmannah. 3 ág. 1946. KONUNGS-INDVERSK VÖRN. Hvítt: Ásmundur Ásgeirsson (ísland). Svart: O. Kinnmark (Svíþjóð). 1. d2—d4, Rg8—f6; 2. c2—c4, g7—g6; 3. Rbl—c3, Bf8—g7; 4. Rgl—f3, d7—d6; 5. e2—e4, Rb8—c6; Venjulegra er 5...... Rb8— d7, og þannig lék Baldur Möller á móti Danmerkur meistaran- um Björn Nielsen á sama móti daginn eftir. Sú vönji, sem svart velur hér, er af ýmsum talin mjög erfið fyrir svartan, eða beinlínis röng. Sömu menn halda því fram, að sterkari sóknarstaða náist á hvítt með því að leika g2—g3 og síðan Bfl —g2, sbr. einnig skákina Ernst Rojahn — Guðmundur Ágústs- son, sem tefld var sama dag á sama móti og væntanlega verð- ur birt innan skamms. Vinniií ötullefia fyrir Tímunn. 6. Bf 1—e2, 0—0; 7. 0—0, e7— e5; 8. d4Xe5, d6Xe5; 9. Bcl— e3, Hf8—e8; Eðlilegra var að leika drottn- ingarbiskupnum út á borðið. 10. DXD, RXD. Þrátt fyrir það þó 9. leikur svarts komi út sem hreint leiks- tap, ef svart drepur drottning- una með hróknum, virðist það betra. Hvítt nær nú frumkvæð- inu og heldur því, það sem eftir er skákarinnar.. 11. Rc3—b5, Rd8—e6; 12. Rf3 —g5, RXR; 13. BXR, Rangt væri 13. RXc7, vegna Rg5—e6; 14. RXHa8, Bc8—d7; 13...., He8—e7; 14. Hfl—dl, Bc8—e6^ 15. f2—f3, a7—a6; 16. Rb5—c3, h7—h6; 17. B g5—e3, c7—c6; 18. a2—a4, Rf6—h5; Riddarinn virðist ekki eiga mikið erindi til f4. Reynandi var He7—d7; og eftir 19. HXH, RX H; gæti svart leikið Bg7—f8; 19. Hdl—d2, Rh5—f4; 20. Be2 fl, He7—e8; 11. Hal—dl. Bg7 —f8; 12. Be3—b6, Bf8—b4; 23. h2—h3, h6—h5?; Þótt staða svarts sé ef til vill óverjandi, léttir hinn gerði leik- ur þó hvítum mjög verulega að vinna skákina. En við það bæt- ist, að Ásmundur leikur það sem eftir er af skákinni svo vel, að manni finnst, að aðrir hefðu ekki gert það betur. 24. h3—h4!, Hóttar að vinna mann. 24....., Be6—c8; Svart á ekkert betra. Hvítt hótaði g2—g3. Og nú hefst mjög skemmtileg og hörð innikróunar orrusta, sgm endar ekki fyrr én að svart gefst upp. 25. Hd2—d8, Kg8—f8; 26. H XHf, KXH; 27. Hdl—d8f, K e8—e7; 28. Hd8—h8, Rf4—e6; 29. g2—-g4, h5Xg4; 30. f3Xg4, Re6—f 8; 30......, Bb4—c5f; virðist ekki betra. 31. Rc3—a2!, Bb4—d6; 32. c4—c5, Bd6—b8; 33. Bb6—d8f, Ke7—e8; Ef 33.....KXB, þá 34. HX Rf og svart tapar peði. 34. Bd8—f 6, Bb8—a7; 35. b2—b4, Bc8Xg4; 36. a4—a5, K e8—d7; Betra virðist 36...., Ha8— c8; og síðan Ba7—b8; 37. Bf6Xe5, Ha8—e8; 38. B e5—d6, Rf8—e6; 39. HXH, KX H; 40. Kgl—f2, Ke8—d7; 41. e4 —e5 Til að hindra b7—b6. 41......Re6—g7; 42. Ra2— c3, Kd7—e6; Flýtir úrslitunum. 43. Bfl—c4f, Ke6—f5; 44. Bc4XfV, g6—g5; 45. pXP, KXp; 46. Kf2—e3, Bg4—e6; 47. BXB, RXB; 48. Re2, Rg7; 49. Ke3— e4, Kg5—g6; 50. Re2—d4, Kg6 —g5; 51. Bd6—f8, Rg7—e8; 52. Rd4—e6t, Kg5—g6; 53. Bf8— d6, og svart gafst upp. Skýringarnar eru eftir Kon- ráð Árnason. (jatnla Síó Wýja Síc „IIERRA- (The Master Race). Áhrifamikil amerísk kvik- mynd; sú fyrsta um lok styrj- arinnar í Evrópu. George Coulouris, Osa Massen, Stanley Ridges, Nancey Gates. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuö yngri en 16 ára. TÍMINN kemur á hvert sveitaheimili og þúsundir kaupstaðaheimila.enda gefinn út í mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AXJGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. T í M I N N Lindargötu 9A, sími 2323 og 2353 ------------- —...■,.^4 (vlð Skúiagötu) SILLIVAIVS. FJÖLSKYLDAN. (The Suliivans) Áhrifamikil stórmynd. Aðalhlutverk: Anne Baxter, Edward Ryan, Thomas Mitchell. Sýnd kl. 9. FRUMSKÓGARSTÚLKAN (Jungla Woman). Spennandi og dularfull mynd. Sýnd 5—7. .Bönnuð yngri en 16 ára. Jjarhatttíó i i j RFTLIKARLINN. (Fattiggubbens brud) Áhrifamikil finnsk mynd með dönskum texta eftir skáldsögu Jarl Hemmers. Bönnuð innan 16 ára. Sýning kl. 5—7—9. Við þökkum hjartanlega hinum mörgu félögum og ein- staklingum, nær og fjær, sem á svo margvíslegan hátt sýndu samúð og virðingu við andlát og útför Sigvalda S. Kaldalóns, tónskálds og læknis. Margrethe Kaldalóns, börn og tengdabörn. | EINAR KRISTJÁNSSON | óperusöngvari Ljóða og aríukvöld þriðjudaginn 13. ágúst og fimmtudaginn 15. ágúst, kl. 9. Við hljóðfærið: Dr. v. Urbautsdiitscli. Sóttir aðgöngumiðar frá sunnudeginum gilda þriðjudag. »()«■»<>< Tíu skóLar byggðir (Framhald af 1. síðu). hafa skólabíl, en að byggja heimavistarskóla.' í Austur-Skaftafellssýslu er víða mikill áhugi fyrir því að byggja skóla. Lokið er við að byggja leikfimishús og byrjað að byggja heimavistarhús skóla í Suðursveit. í Nesjahreppi er í ráði að byggja heimavistarskóla fyrir tvo eða þrjá hreppa. í Breiðdal er verið að byggja heimavistarskóla og í Norð- fjarðarhreppi er einnig verið að byggja heimavistarbarnaskóla. Á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal er fyrir nokkru hafin bygging heimavistarskóla. Verið er að byggja barnaskóla á Þórshöfn, en víðar í Þingeyj- arsýslum er mikill áhugi fyrir skólabyggingum, en efnisskort- ur og fagmanna veldur því að ekki er hafizt handa þar um skólabyggingar. í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði hefir verið hafizt handa um byggingu heimavistarskóla og verið er að byggja heiman- gönguskóla á Sauðárkróki og Blönduósi. Fyrir nokkru er lokið við við- bótarbyggingu og endurbótum á barnaskólanum í Bolungar- vík. Á Snæfellsnesi er verið að byggja leikfimishús við' skólann í Stykkishólmi og Grafarnesi í Eyrarsveit. Síldveiðihorfur - (Framhald af 2. slOu) að hefjast og eru nokkrir bátar byrjaðir með reknet, en aðrir eru að búast á veiðar. Það er trú manna, að síldveiði verði góð nú, eftir að óveðrinu er slotað, og er því ekki ólíklegt, að fréttir berist af síldveiði fyrir norðurlandi í dag. Ef síldveiði verður samt sem áður lítil eða engin þessa viku má búast við, að mörg skip hætti veiðum, bráðlega úr því. Nokkur munu þá fara á reknetaveiðar, en miklir erfiöleikar eru á að fá þau veiðarfæri, fyrir þá sem ekki eiga þau fyrir. Vinnið ötullega fyrir Timann. Útbreiðið Tlmann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.