Tíminn - 20.08.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1946, Blaðsíða 3
149. blað 3 Attræður: Guðlaugur Sigurðsson fyrr bómli að Búðarhólslijálcigu í Austur- Landeyium. Miðvikudaginn 14. þ. m. varð Guðlaugur Sigurðsson fyrr bóndi að Búðarhólshjáleigu í A.-Landeyjum áttatíu ára. Guð- laugur er fæddur að Litlu-Hild- isey í A.-Landeyjum 14. ágúst 1866 og dvaldist þar til 5 ára aldurs, en þá fluttu foreldrar hans með hann að Efra-Hvoli í Hvolhreppi, en aftur fluttist hann að Litlu-Hildisey 12 ára og hefir síðan dvalizt í A.-Landeyj- um. Árið 1894 reisti hann bú ásamt heitkonu sinni, Ingveldi Guðmundsdóttur, að Oddakoti og bjuggu þau þar nokkur ár, en alls bjuggu þau 38 ár á ýms- um jörðum, lengst í Búðarhóls- hjáleigu 22 ár. Þau hjón byrj- uðu, sem þá var algengt með lítil efni, en dugnaði þeirra var viðbrugðið, enda búnaðist þeim vel, og öll síðari árin, var þeirra heimili með þeim beztu hér í sveit. Þau eignuðust 5 börn og eru 2 á lífi Ágúst bóndi í Búð- arhNlshjál^igu, kvæntur Guð- mundu Ólafsdóttur og Sigur- björg, gift Guðna Guðnasyni, búsett á Stokkseyri. Þá ólu þau og upp 2 drengi. Árið 1932 létu þau hjón af búskap og fengu í hendur Ágústi syni sínum og hafa þau dvalizt hjá hon- um síðan. Þá Guðlaugur lét af búskap hafði hann keypt ábýlisjörð sína og húsað að nýju öll hús jarðarinnar ásamt stór- felldum jarðabótum. Guðlaugur hefir jafnan verið lífsglaður, þrekmikill drengskaparmaður, sem fyrst og fremst hefir gert. kröfur til sjálfs sín, greiðvikinn og góður heim að sækja. Enn er hann vel ern, þótt árin séu mörg og langur vinnudagur, og geng- ur til verka, sem ungur væri. Vinir hans senda honum hlýj- ar kveðjur á þessum tímamótum ævi hans. Vinur. Erlent yfirlit (Framhald af 2. síOu) innanlandsmálum, eins og við mátti búast, hefir stefna henn- ar í utanríkismálum hlotið nær einróma lof. Bevin er tvímæla- laust langvinsælasti ráðherrann í stjórninni. Hann hefir haldið á málum Breta með drenglund, einurð og festu, sem hlotið hefur alþjóðaviðurkenningu. — Fyrir stjórn Attlees væri það mikið áfall, ef Bevin. yrði að draga sig í hlé, vegna heilsu- brests. Ef til þess kæmi, eru þeir Dalton fjármálaráðherra. og Alexander flotamálaráðherra taldir líklegastir til að verða eftirmenn hans. EINAR KRISTJANSSON óperusöugvari Ljóöa og aríukvöld miðvikudaginn 21. ágúst kl. 7.15 í GAMLA BÍÓ. Við hljóðfærið: Dr. v. IJrbaiitschitscb. Aðgöngumiðar seldir í ritfangaverzlun ísafoldar, Banka- stræti, sími- 3048, og hjá Eymundsson, sími 3135. Pantanir sækist fyrir hádegi á miðvikudag. nmnwnn»»mnmnt»nm»»wnun»nimnninnnHi»nnm»»»nnwmgmnnni TMkynning • Afgreiðum aftur vörusendingar til Þýzkalands, Ungverjalands og Austurríkis, LÚLLÁBÚÐ Hverfisgötu 61. — Simi 2064. FYLGIST MEÐ Þlð, sem í strjálbýllnu búlB, hvort heldur er vlB sjó eBa 1 sveit: Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvari. Allir, sem fylgjast vllja meB almennum málum, verSað lesa TÍMANN. Tímann vantar tilfinnanlega börn til að bera blaðlð út til kaupenda viðs vegar um bæinn. Heltið er á stuðningsmenn blaðsins, að bregðast vel við og reyna að aðstoða eftir megni við að útvega SHIP/IUTCERD „Fagranes” til Bolungarvíkur og ísafjarðar Vörumóttaka á fimmtudag'. TÍAIIVA. þrigjudaginu 30. águst 1946 HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Bókhald — umboðslaun, vinnulaun, alls konar útgjöld og kostn- aðarliðir. Reikningar, vöruskrár, innheimtubréf. Eftirlit með vinnu ^eirra, sem sauma heima — finna að, laga það, sem illa er gert .... Hettý er orðin dauðþreytt. Klukkan er orðin hálfníu, þegar Hettý leggur af stað heimleiðis. Það hefir verið erfitt þennan dag — kvenfólk er örðugt viðfangs. Það er einkennilegt starfssvið, sem hún hefir valið sér. En fyrirtækið skilar arði, viðskiptavin- unum fjölgar sífellt, tekjurnar aukast. Eftir eitt ár verður hagn- aðurinn áreiðanlega fimm hundruð gyllini á mánuði. í Eftir eitt ár? Skyldi hún ekki gefast upp áður? Hana sárverkjar í fæturnar og bakið .... • Hvernig skyldi Sjoerd annars kunna við sig, þegar hann kemur heim? Og skyldi faðir hennar nú taka hann í þjónustu sína? Hún óskar þess heitt og innilega .... * Roosendaal .... tollskoðun. Tollvörðurinn lítur yfir farangur hans, spyr ýmsra spurninga — lætur það gott heita. Lestin fyllist af fólki, sem er að koma heim frá Indíum — teknu fólki og undarlega búnu. Börnin eru hávær og óþekk — tvær indónesískar barnfóstrur eiga í miklu stríði við hópa þessara óþekku barna .... Sjoerd finnst hann vera útlendingur — ekki eiga hér heima. Fötin, sem hann er í, eru of þröng — þau eru líka sjö ára gömul. Hann hefir ekki þurft á slíkum fötum að halda fyrr en nú. Honum finnst hann vera í spennitreyju — lokaður inni og ekki geta sprengt af sér haminn .... Moerdijk — Dordrecht .... Lítil og smekkleg hús, skrautlegir garðar, rigning .... Nú nálgast lestin Haag, þar sem móðir hans og Marta bíða komu hans .... Nú er Marta orðin tuttugu og fimm ára — móðir hans hefir oft getið þess í bréfum sínum, hve hún sé fáskiptin síðan hún lenti í ástarævintýrinu með þessum Hugo. Hún er líka að miklu leyti hætt að kenna, en í stað þess fer hún langar gönguferðir til Meyendell og út með ströndinni .... Rotterdam. Þarna sér hann þá fyrstu, sem biða eftir langferða- fólkinu. Margt af samferðafólki hans fer hér úr lestinni. „Sæll, Sjoerd.“ Það er Wijdeveld, sem ávarpar hann — ellilegur, gráhærður, magur. „Komdu sæll, Wijdeveld. En hvað mér þykir vænt um að sjá þig. Það er skemmtileg tilviljun, að fundum okkar skuli bera hér saman." „Það er ekki nein tilviljun. Ég kom hingað á móti þér, og ég vil gjarna fá að verða þér samferða til Haag .... Það er naumast, að það er kominn á þig höfðingjabragur. En helzt til fölur. Þú ættir að jafna þig, nú þegar þú kemur i kaldara loftslag . . Ertu í þessum klefa? .... Já — þú skrifaðir mér, Sjoerd . ...“ „Já — ég skrifaði þér . ...“ „Eins og þú veizt, þá er ekki síður hart í ári hér en austur í Indíum — en ég held samt, að ég hafi fundið stöðu handa þér.“ „Er það mögulegt, Wijdeveld?" „Ég hefi rætt um þetta við Janna. Þú getur fengið framtíðar stöðu í útgerðarfyrirtæki okkar, ef þú sættir þig við lág laun fyrst í stað.“ „Það er betra heldur en ég þorði að vona.“ „Þú skalt samt ekki gera þér of bjartar vonir. Sem stendur eru öll okkar skip aðgerðalaus — svo að við erum ekki mikils megnugir. En koma dagar — ég trúi á framtíðina. Ég kann ekki að spá í kaffikorg og legg það ekki heldur fyrir mig — en senn hlýtur að batna í ári. En ég ætla ekki að tala meira um það núna. Nú vilt þú sjálfsagt flýta þér heim með móður þinni og systur.“ „Ég kem þá í kvöld og tala betur við þig, ef þú mátt vera að því.“ „Þú ætlar ekki að láta það dragast .... Jæja — gott og vel — komdu í kvöld.“ * Sjoerd kemur auga á þær í mannþrönginni á brautarpöllun um .... Hann lætur berast með straumnum að skýlinu, þar sem litið er yfir farseðlana. Loks kemst hann út úr þrönginni, og allt einu stendur hann andspænis mæðgunum. Hann faðmar hina gömlu, grönnu konu að sér — augu hans fyllast tárum, kökkur situr í hálsinum á honum. Ekkert þeirra mælir orð frá vörum. Svo þrýstir hann Mörtu að sér .... Loks er náð í burðarmann. Hann rogast með koffort og töskur upp þrepin. Móðirin leiðir son sinn. Síðan er útveguð leigu- bifreið . ,, , „Við þurfum ekki að aka i bifreiðinni nema á torgið — þaðan getum við farið með strætisvagninum,“ segir gamla konan. „Nei — mamma, Við ökum i bifreiðinni alla leið heim. Ég kem ekki nema einu sinni heim frá Austur-Indíum,“ Þetta eru fyrstu orðin, sem falla þeirra á milli. Hér er auð- heyrilega spart á haldið, —< Marta mælir ekki orð frá vörum hún er opineyg, föl og annars hugar. En um varir hennar leikur dauft bros. Það rignir. Göturnar eru votar, en það er heitt i veðri, svo að eiminn leggur upp af þeim. Hann starir fullur eftirvæntingar út um gluggann. Hér eru komnar nýjar búðir — almenningsgarður- inn hefir verið lagfærður dálítið — Hjartarskógurinn er alveg eins og hann var. Allt ber í rauninni nákvæmlega sama svipinn og fyrir sjö árum — sjö ár breyta ekki miklu. Hann gæti haldið að hann hefði verið hér á ferð í gær .... Hér hefir gatan verið bikuð og breikkuð — nú beygir bifreiðin inn á þvergötu — enn er ekiö meðfram skrautlegum garði .... hér er allt óbreytt. -— Og þarna sér hann hið stóra hús Wijde- velds — autt. Flatirnar eru þaktar óræktargrasi, runnarnir hafa ekki verið klipptir langa-lengi. Hann tekur sárt að sjá þessa vanhirðu .... En þarna birtist húsið þeirra — hér — hér er heimilið hans .... SABROE — vandaðar vélar í vönduð frystihús — Samband ísl. samvinnuf élaga Vélsmiðjan BJARG Höfðatúni 8, biður heiðraða viðskiptivini sína að veita því athygli, að símanúmer hennar verður framvegis sjötíu og einn átta fjörir 7 18 4. Vinsamlegast klippið auglýsinguna úr og festið hana í símabókina yður til minnis. tm»»mnm»»nnmmninn:nnnnmnnmnnnnnmitt:mnnnnmmnn:mmnn Skurðasprengiefni Eigum væntanlegt til landsins skurðasprengiefni ásamt hvellhettum og þræði. Þeir, sem hafa í hyggju að tryggja sér birgðir af þessu sprengiefni til notkunar í haust, eru á- minntir að gera pantanir sínar símleiðis sem fyrst. Minni pantanir en 10 pund koma ekki til greina. IIEILDVERZLlim IIEKLA II/F Sími 1275. — Reykjavík. TIVOLI Fyrst um sinn vprður Tivoli aðeins opið á kvöldin frá kl. hálf-átta til hálf-tólf, nema laugardaga og sunnudaga, þá er opnað kl. tvö síðdegis. Orðsendíng 411 iuiiheimtuuiaiiiia Tímans. Innheimtumenn Tímans eru vlnsamlega beðnir að senda áskriftargjöld blaðsins hið allra fyrsta. Gjalddagi var 1. júlí. Verð blaðsins utan Reykjavlkur og Hafnarfjarðar, er . kr. 45,00. Iunlieimta Tfimans. TlMANN vantar unglinga til að bera út blaðið í eftirtalin hverfi: Liudargötu Vesturgötu Þlus'holtsstrwti Afgreiðsla Sími 2323. Lindargötu 9 A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.