Tíminn - 23.08.1946, Side 4

Tíminn - 23.08.1946, Side 4
Skrifstofa Frœnsóknarflokksins er í Edduh.úsinu við Lindargötu. Slmi 6066 REYKJAVÍK FRA M SÓKNA RMENN! Komið í skrifstofu 23. ÁGÚST 1946 Framsóknarflokksins 152. blall Mjallhvítur og mjúkur þvottur er yndf húsmóðurinnar. Lykillinn að leyndardóminnm er / GEYSIS ÞVOTTADUFT Hagsýnar húsmætinr hiðja uiu GEYSIB. Ensku hændurnir (Framhald af 1. síðu). stökum vögnum. Auk þess sem hann forðar uppblæstri, eykur hann uppskeruna. Fólki kennt að nota vélarnar. — Eru vélarnar, sem enskir bændur nota, yfirleitt smíðaðar í Englandi? — Margt þeirra er frá Amer- íku. En nú ætla Englendingar að taka framleiðslu slíkra tækja að mestu leyti í .sínar hendur. Verða þau mál tekin miklu fast- ari tökum en verið hefir. Meðal annars ætla þeir að fækka teg- undum véla og samræma þær, svo að nota megi sams konar varahluti í margar tegundir. í þessu efni hefir ríkt hin mesta ringulreið, eins og sjá má af því, að notaðar hafa verið 800 tegundir plóga í landinu. — Er fólkið þá undir það bú- ið að nota þessar nýju vélar? — Það á að stofna sérstaka skóla, þar sem fólki verður kennt að hirða, nota og gera við vinnu- vélar. Auk þess á að stofna' æðri skóla, þar sem megináherzlan verði lögð á landbúnaðarvéla- verkfræði, — þetta er nauðsyn- legt til þess, að hinar dýru vélar komi að fullum notum. Allsherjarrafveitur. — Setja menn ekki traust sitt mjög á aukna rafmagnsnotkun? — Eftir kosningarnar í fyrra mynduðu einkafélög, sem hafa með höndum rafmagnsfram- leiðslu, allsherjarfélagsskap, og er nú verið að gera áætlanir um að veita rafmagni um allar byggðir Englands og Wales. Þykir líklegt, að rikisstjórnin muni þjóðnýta þetta risafyrir- tæki. Svipaður félagsskapur er á döfinni í Skotlandi. Gert er ráð fyrir, að rafmagnið fáist að nokkru leyti frá vatnsaflsstöðv- um í Skotlandi, en að nokkru leyti frá kolastöðvum. — Þá munu vélar og tæki, sem ganga fyrir rafmagni, vita- skuld breiðast mjög út í sveit- um? — Það er gefið. Annars eru slík tæki þegar orðin mjög út- breidd. Ég get í þvi sambandi nefnt mjaltavélar. í Englandi er talið borga sig að nota mjalta- vélar, ef 10—12 kýr eru í fjósi. Hér á landi ætti það að borga sig, þótt um enn færri kýr sé að ræða, þar sem vinnukraftur er hér mun dýrari. Heyþurrkunartilraunir. —Geturðu ekki sagt mér frá einhverjum nýjungum á sviði búskaparins? — Það eru vitanlega uppi mörg nýmæli meðal ensku bændastéttarinnar. En mörg þeirra hafa ekki gildi fyrir okk- ur. Eitt af því, sem vert er fyrir okkur að fylgjast með, eru hey- þurrkunartilraunirnar. Um- fangsmiklar tilraunir standa nú yfir. Eru einkum um tvær að- ferðir að ræða — súgþurrkun- ina og hina svokölluðu sænsku aðferð. Er þá heitu lofti blásið gegnum heyið. Ég hitti að máli mann þann, sem fyrir þessum tilraunum stendur. Lét hann mjög vel af árangrinum, en kvað þó sænsku aðferðina þýð- ingarmeiri. Allsherjarskýrslur um tilraunirnar eru ekki enn fullgerðar. Vongott fólk. — Hvaða augum lítur ensk alþýða til framtíðarinnar? — Ég þori að staðhæfa, að hún er bjartsýn, þrátt fyrir allt, sem dunið hefir yfir landið og þjóðina. Enn sem komið er eiga Englendingar þó við kröppust kjör að búa allra þeirra þjóða, sem ég gisti á meðal í þessari utanför minni. Hvergi er jafn knappt um mat og fatnað, og ástandið hefir versnað síðan Þjóðverjar gáfust.upp, því að hernámssvæði Breta er fyrst og fremst iðnaðarhéruð með lítilli matvælaframleiðslu, svo að þeir hafa orðið að miðla fólkinu þar, auk margra annarra hungur- þjóða, af sínum skorna skammti. Það, sem bjargar er það, hve skipting matvæla er vel fram- kvæmd og undanbragðalaust í Bretlandi. Föðurlandið (Framhald af 3. síOu) staddir. Ég minnist tveggja, sem heilsuðu mér á eftir fyrirlestr- inum og sögðu: Mikið helvíti ýkirðu maður! Mér fannst ein- hvern veginn að þeir hefðu rétt fyrir sér, og í næsta sinn reyndi ég svo að draga úr aðdáun minni á íslandi. Það er stundum dá- lítið erfitt að sjá hlutina eins og. þeir eru, þegar maður sér föðurlandið í fjarðlæð gegnum stækkunargler heillandi drauma og vona. Og nú er ég kominn að spurn- ingunni, sem ég setti fram áð- an en beið með að svara —- spurningunni um það, hvort ættjörðin geti svo staðist prófið, þegar maður sér hana á ný eft- ir að hún um margra ára skeið hefir ekki aðeins verið manni föðurland, heldur og óskaland sálarinnar, með alla þá draum- ljúfu fegurð og allt það heill- andi seiðmagn, sem því fylgir? Ég skal viðurkenna, að ég var dálítið hræddur — hræddur við að hafa ýkt bæði fyrir. sjálfum mér og öðrum, og ég beið þess með óþreyju að sjá Vatnajökul rísa úr hafi. Það var móða yfir jöklinum, svo ég sá hann ekki greinilega, en þegar ég fyrir framan Reykjanesoddann sá frá skipsfjöl miðnætursólina yfir Snæfellsnesfjallgarðinum, , þaut ég niður í skipið og sótti tvo Dani, sem höfðu sagt mér, að það væri mér að kenna, að þeir væru á þessu ferðalagi. (Þeir höfðu einhverntíma heyrt mig tala Óðinsvé á Fjóni). Og þeg- ar þeir komu upp á þilfarið, stóðu þeir lengi þögulir, og síð- an heyrði ég þá aftur og aftur endurtaka: Hvor mægtigt!. Hvor ubeskriveligt! (Hve voldugt! Hve ósegjanlegt!) Þá skildi ég, að ég hafði ekkert ýkt, þvi að náttúr- an, bæði hér og annars staðar, er sá undraheimur, sem enginn getur málað í öllum sínum full- komleik. Skáld og listamenn menn hafa þreytt sig á því um aldir, en sjálf hin fegurstu mál- verk og ljóð eru eins og gegn- sæir veggir, þar sem ennþá feg- urra land liggur bakvið. Nei, ísland, ættjörðin mín, stóðst prófið, bæði sem föður- land og óskalandið fjarlæga. Ég varð þess fullviss, þessa heiðríku nótt yfir sofandi skipshöfn og auðum þiljum! Ég hafði séð þetta áður fyrir mörgum árum við hlið félaga minna á hafinu, en mér fannst á þessari stundu, að ég væri eins og viðkvæmur unglingur, sem tyllir sér varlega Frá skákfjinginu (Framhald af 1. slðu). Hh7—g7f, Kg8—h8; 54. Hg7— d7, Hc5—c2; Nú fellur eitt hvíta peðið enn. 55. Hd7Xd5, Hc2Xa2; 56. Hd5—b5, Kh8—h7; 57. Hb5X b6, Kh7Xh6; 58. Hb6Xf6t, Kh6 —g5; 59. Hf6—a6, Kg5Xf5; 60. Kf3—e3, Ha2—a3. Jafntefli. Lærdómsrík skák á margan hátt. E. Rojahn tefldi á fyrsta borði fyrir Norðmenn í Buenos Aires 1939. í keppninni um forseta- bikarinn, sem íslendingar unnu, var hann efstur af fyrsta borðs mönnum, vann 80% sinna skáka. Hvers vegna hann tefldi ekki í landsliðsflokknum, er ekki vitað. Skýringarnar eru eftir Konráð Árnason. Reykjavikurmótib (Framhald af 1. síðu). Víkings, og sigraði KR með fjór- um gegn þremur. Næsta leik vann Valur í við- ureign við Fram með fimm gegn tveimur. í þriðja leiknum vann Valur Víking með þremur gegn tveim- ur. í fjórða leiknum sigraði KR Fram með tveimur gegn einu. í lokaleiknum gerðu Valur og KR jafntefli — hvorir um sig skoruðu eitt mark. á sólheita steina af ótta við að troða sjaldgæfan gróður niður. Ég þorði tæplega að draga and- ann meðan hinir ókunnu ferða- menn virtu fyrir sér heillandi fegurð föðurlands míns. Framh. (jatnta Síc léttéðuga MARIETTA (Naughty Marietta) Söngmyndin skemmtilega, gerð eftir óperettu Victor Her- berts. Jeanette MacDonald, Nelson Eddy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ftýja Síó (við SUúlag&tu) SIJLLIVANS- FJÖLSKYLDAIV. (Xhe Sullivans) Sýnd kl. 9. IIús kvíðans („The House of Fear“) Óvenju spennandi og dularfull Sherlock Holmes leynilögreglu- mynd. Aðalhlutverkin leika: Basil Rathbone Nigel Bruce Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5 og 7. --------- TÍMINN kemur á hvert sveitaheimiii og þúsundir kaupstaðaheimila.enda gefinn út í mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝ8- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. T í M I N N Lindargötu 9A, sími 2323 og 2353 7jarnarbíc Maffiiiriim í Ilálfiminastræti (The Man In Half Moon Street) Dularfull og spennandi mynd. Niis Asther Helen Walker Sýning kl. 5, 7 og 9. ■■ ■ ■■ ii ■■ i — í — ... i — i 1 i ■■ i ■■ ii — i ■( (Tilkynning til kaupmanna og kaupfélaga Við getum nú afgreitt meö stuttum fyrirvara flestar tegundirt prjónafatnaðar. Sýnishorn liggja frammi. Gerið haustpantanir yðar sem fyrst. ULLARBÐJAN Sínii 6751. Hamarshúsimi. Geymið auglýsinguna yður til minnis. Skrifstofustúlkur TVokkrar stúlkur vantar til skrifstofu- starfa hijá Tr.yggiugarstofiiiiu ríkisins o}; Sjiikrasainlagi Reykjavlkur frá næstu mánaðamótum um óákveðiun tíma. Eigiuhandar umsóknir ásamt upplýs- ingum um aldur, nám og starfsferil send- ist fyrir 27. þ. m. til Sverris Þorbjörns- sonar, Tryggingastofnuninni. Reykjavík, 20. ágúst 1946. Tryggingarstofnun ríkisins Héraðsmót (Framhald af 3. síðu) Jóhannes Guðm. 13.04 m., U. M. F. Samhyggð. Oddur Sveinbjörnsson, 12.85 m., U. M. F. Hvöt. Stangarstökk: Guðni Halldórsson, 3.00 m., U. M. F. Selfoss. Matthías Guðm.son, 2,75 m., U. M. F. Selfoss. Friðrik Friðriksson, 2.75 m., U. M. F. Selfoss. FYLGIST MEÐ Þið, sem I strjálbýllnu búið, hvort heldur er við sjó eða 1 sveit: Minnist þess, að Tíminn er ykkar málgagn og málsvaii. Allir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verðað lesa TÍMANN. Vinniif ötullegu fyrir Tímunn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.