Tíminn - 27.08.1946, Page 3
bm
VIV, þrigjwdaglim 27. ágúst 1927
3
154. blað
T
ÁTTRÆÐ:
ljósmóðir.
Og hún var þá glöðust, ef hún
gat veitt bót
og hjálpað, er þjakaði raunin.
Og hún var svo óvenju
handviss og fljót,
— og hugsáði aldrei um launin.
Hinn 9. ágúst s. 1. varð frú
Pálína Guðný Björnsdóttir,
ljósmóðir, á Syðri-Brekkum í
Skagafirði, áttræð.
Það er að vísu ekkert óvenju-
legt, að fólk verði áttrætt, en
hitt er óvenjulegt, að sjá átt-
rætt andlit slétt og hrukkulaust,
að sjá glettnisglampa æskunn-
ar í áttræðu auga, að mæta
ungri sál í áttræðum líkama.
En þannig kom Pálína Björns-
dóttir mér fyrir sjónir nú alveg
nýlega.
Pálína er fædd og uppalin á
Hofstöðum í Skagafirði, dóttir
hjónanna Björns Péturssonar,
er lengi bjó þar stórbúi, og fyrri
konu hans, Margrétar Pálsdótt-
ur frá Syðri-Brekkum í sömu
sveit. Er hún komin af kjarna-
ættum skagfirzkra og svarf-
dælskra bænda, enda hefir hún
sýnt það glöggt í verki.
Pálína nam ljósmóðurfræði
innan við tvítugt. Stuttu síðar,
árið 1886, giftist hún Jónasi
Jónssyni trésmið, sem nú er
látinn fyrir fáum árum. Þau
settu bú saman á Enni í Við-
víkursveit, heldur harðbýlisjörð,
en fluttu að Syðri-Brekkum í
Blönduhlíð 1895 og bjuggu þar
æ síðan. Þ.au eignuðust sex
mannvænleg börn, sem öll eru á
lífi. Þau eru: Pétur, hreppstjóri
á Sauðárkróki, Margrét, húsfrú
á Syðri-Brekkum, Björn, bóndi
sama stað, Sigurður, bóndi sama
stað, Hermann, fyrrv. forsætis-
ráðherra og Sigríður, bústýra
hjá Birni bróður sínum.
Heimili þessara hjóna var
því mannmargt og þar sem efn-
in voru lítil framan af, urðu
hjónin að leggja á sig mikla
vinnu. Auk heimilisstarfanna
unnu þau mikið utan heimilis.
Jónas vann að húsabyggingum,
■einkum eftir að börnin fóru að
stálpast. Hann var talinn með
beztu húsasmiðum og því mjög
eftirsóttur smiður. Pálína
sem stendur getum við flutt lif-
andi kvikfénað til meginlands-
ins með miklum hagnaði, því
að kvikfjárstofninn hefir rýrn-
að þar mjög af völdum stríðsins.
Þar sem verðið. sem við fáum
fyrir kvikfénaðinn, er svo hátt,
getum við keypt vörur á megin-
landinu fyrir tiltölulega lágt
verð frá okkar sjónarmiði. Þess
vegna höfum við hvarvetna á
írlandi gnægð af spænskum og
portúgölskum appelsínum og
sítrónum á boðstólum fyrir að-
eins 10 aura stykkið. Það er
svo fullt af þessum ávöxtum í
búðunum, að fólkið kærir sig
ekki um að kaupa þá, eftir að
írsku ávextirnir eru orðnir full-
þroskaðir, og skemmast þeir þá
unnvörpum. Jafnframt þessu
seljum við niðursoðnar sardínur
frá Portúgal á 80 aura til 1 kr.
dósina. Ég held, að ísland ætti
að geta fengið ódýrar appelsín-
ur og sítrónur frá Spáni og
Portúgal í skiptum fyrir salt-
fisk.
★
Ég‘ hefi heyrt, að íslendingar
fái á hverju vori kartöflur frá
Ítalíu í skiptum fyrir fisk. ír-
land er miklu nær þeim en
Ítalía og gæti auöveldlega lát-
ið kartöflur af mörkum, því af
þeim ræktum við afar mikið og
langt fram yfir þarfir lands-
manna. Við flytjum geysimikið
gegndi ljósmóðurstörfum í stóru
umdæmi, um rúmlega hálfrar
aldar skeið og leysti það prýði-
lega af hendi. En nærri má
geta, hversu erfitt það hefir
verið að fara frá barnmörgu
heimili, hvernig sem á stóð, og
hafa litla húshjálp heima. En
það stóð ekki á Pálínu. Það
var eins og hún væri alltaf við-
búin, hvenær sem kallað var,
og eins þótt kallað væri á hana
út fyrir umdæmið, en það var
alloft gert.
Þessi saga var sögð til marks
um afburða röskleik hennar og
dugnað: Maður nokkur, er sótti
Pálínu að næturlagi til sængur-
konu, hafði guðað á gluggann
og borið þar upp erindi sitt, en
jafnframt getið þess, að mikið
lægi við, að skjótt yrði við
brugðið. Hafi Pálína þá sagt
honum að taka reiðtýgi sín, þar
sem hún vísaði til og leggja þau
á hest, er værí í hesthúsi við
bæinp. Maðurinn gerði það sem
fyrir var lagt og kom að vörmu
spori með hestinn heim að bæj-
ardyrum, en það var jafn-
snemma ,að Pálína kom til dyra
og var þá albúin til ferðar.
En Pálína hjálpaði ekki ein-
göngu sængurkonum. í fjöl-
mörgum sjúkdómstilfellum
hjálpaði hún bæði mönnum og
málleysingjum og heppnaðist
mjög vel. Hún var ávallt reiðu-
búin að gera öðrum greiða,
hvernig sem á. stóð og hvenær,
sem til hennar var leitað. Og
margt gott en erfitt handtak
hefir hún tekið um dagana, ná-
grönnum 'sínum til hjálpar og
án þess að sjá þar til gjalda.
Á meðal margra kosta Pálínu
var einkum áberandi, hve hún
var kjarkmikil, glaðlynd og
greiðvikin. Kjarkur hennar
brást aldrei, á hverju sem gekk.
Kom það sér vel, því að oft
reyndi mikið á hann í erfiðum
vetrarferðum og svo við vanda-
söm störf hennar. Glaðlyndi
hennar var viðbrugðið. Hvar
sem Pálína fór, fylgdi henni
kátína og gamanyrði, og urðu
því allir glaðir í návist hennar.
(Framhald á 4. síðu).
af kartöflum til Englands ár
hvert. Veturnir á írlandi eru
ekki frostharðir. Kartöflur, sem
settar eru niður í nóvember, eru
orðnar hæfar til matar í marz,
en þá koma nýjar kartöflur aft-
ur á markaðinn i írlandi. Á
sumrin er slík gnægð alls kyns
ávaxta á írlandi, að mikill hluti
þeirra eyðileggst, áður en tími
vinnst til að borða þá, koma
þeim í geymslu eða flytja þá
út. Þetta stafar af því, að á-
vaxtatínslan hefir ekki verið
skipulögð til fullnustu. Bróm-
ber vaxa þar villt um allar jarð-
ir, og eyðileggst mikið af þeim
eða fer til ónýtis ár hvert, enda
þótt börn séu látin tína þau í
sultu. Ennfremur vaxa þar
hvarvetna villt kirsuberjatré, og
á afske^tum stöðum eyðileggj-
ast berin á þeim, vegna þess
að enginn er til þess að tína
þau. Eplatínslan hefir nú verið
skipulögð fullkomlega, og eru
árlega sendar margar smálestir
af eplum til Englands. Væri
einnig hægt að senda þau til
íslands í köldum geymslurúm-
um. írskir bændur rækta einnig
plóm.ur, perur, jarðarber hind-
ber, tómata, agúrkur og kirsu-
ber, allt undir beru lofti, svo
að þessir ávextir eru mjög ó-
dýrir. Tómatarnir kosta 1,50
pundið og kirsuberin 1 kr. pund-
(Framháld á 4. slöu).
HANS MARTIN:
SKIN OG SKÚRIR
En rétt í þessum svifum hringir síminn. Hettý og Loet hlaupa
báðar til ....
„Hettý — skipin byrja að sigla. Pabbi féllst á allt, sem við
lögðum til.“ Það er Janni, sem talar.
„Ó, hve það var gott. Loet er hérna hjá mér .... Loet — skipin
eiga að byrja aftur.“
*
„Nei — ég fer líka, Janni. Þú hlýtur að skilja það, að ég get
ekki setið hér aðgerðalaus í skrifstofunni á þessari hátíðlegu
stund. Ég stóð sjálfur á stjórnpallinum, þegar Maríönnu var
lagt — og ég vil einnig standa þar, þegar skipið verður aftur
tekið í notkun.“
„Jæja — það verður þá klukkan átta í fyrramálið. Ég ætlaði
bara að hlífa þér við að fara svona snemma á fætur.“
„Það er sumar og hlýtt í veðri — og Wijdeveldsútgerðin er að
hefja starfrækslu að nýju.“
*
„Hvaða bátur er þetta?“
„Lestu áletrunina á bógnum,“ segir Janni. Þar stendur svört-
um, skýrum stöfum: Wijdeveldsútgerðin. í stafni bátsins blaktir
gult flagg með rauðu W-i.
„Yfirbyggður vélbátur, Janni?“
„Já — þú varst einu sinni hér um bil búinn að fá lungnabólgu
í gamla, opna bátnum. Við höfðum bátaskipti — borguðum að
vísu dálítið á milli — en ekki svo ýkjamikið. — Komdu þér nú
bara þægilega .fyrir — hér eru breiðir leðurbekkir. Og hér er
upphitunartæki, sem kemur sjálfsagt í góðar þarfir, þegar vetr-
ar .... Nú leggjum við af stað.“
Vélin er sett í gang — báturinn rennur frá bryggjunni. Vatn-
ið sýður og leikur við borðstokkana.
„Það eru orðin meira en þrjú ár síðan ég var síðast þarna úti.
Ég mun hafa komið þangað síðast veturinn 1932. Vesalings
skipin mín ....“ Wijdeveld andvarpar.
Þeir horfa til skiptis út um kringlótta káetugluggana á bátn-
um. Sólin hellir geislum sínum yfir fljótið og bryggjurnar og
bátana, sem þarna eru á ferð. Það leynir sér ekki, að nú er að
færast nýtt líf í siglingar og skipagöngur.
„Sjást þau héðan?“ spyr Wijdeveld.
„Rétt bráðum, pabbi,“ svarar Janni.
Wijdeveld flýtir sér út úr skýlinu. Hann vill koma auga á
þau fyrstur manna. Hressandi golan leikur um andlit hans —
nú beygja þeir fyrir oddann — og þarna liggja þau — öll fjög-
ur ....
Hann hefir hlakkað til þess að sjá skipin sín aftur — en nú
hnykkir honum við. Gátu þau verið svona blökk og lífvana —
svona hræðilega leikin. Allir litir eru fölnaðir — skrokkarnir
gráskellóttir — reykháfarnir ryðbrunnir.
Wijdeveld er áþekkt innanbrjósts og hann hafi mætt gömlum
og tryggum vinum í hræðilegum nauðum. Hann hafði hlakkað
til þessarar stundar — ekki gert sér þetta í hugarlund ....
*
Wijdeveld og Sjoerd staijda á bryggjunni. Jakob biður við
bifreiðina.
Svo gellur skipsflautan — lándfestar eru leystar — svartur
reykjarmökkur veltur upp úr reykháfnum ....
Wijdeveld tekur ofan'hattinn — Sjoerd stendur berhöfðaður
við hlið hans. Skipstjórinn, sem stendur teinréttur uppi á
stjórnpallinum, ber hægri höndina upp að enninu. Viö hlið hans
stendur Janni — brosandi og yfirlætislaus.
Maríanna líður frá bryggjunni.
Wijdeveld veifar háttinum — veifar og veifar, þar til Maríanna
er komin svo langt 1 burtu, að hann greinir ekki lengur hvor er
Janni og hvor er skipstjórinn. Þá snýr hann sér að Sjoerd og
segir:
— Loks er Maríanna komin aftur á sjó.“
*
Það er kvöld í París. Occo hvilir i breiðu og mjúku rúmi í
þokkalegu gistihúsi. Hanna er enn inni í baðklefanum.
„Hanna — ég ætla að segja þér dálitið.“
„Ég er að koma .... “ Og andartaki síðar kemur hún inn — í
hvítum silkináttfötunum .... Hún hefir alltaf notað hvit silki-
náttföt síðan nóttina góðu í Aleppó.
„Komdu hérna upp í til min, Hanna.“
Hún stígur léttilega upp í rúmið og hjúfrar sig upp að hon-
um. Hann slekkur ljósið.
„Hefir þér nokkurn tíma dottið það í hug, Hanna, að ég væri
sníkjudýr, sem reyndi að framfleyta mér á þínum fjármunum,
af því að ég nennti ekki að vinna heiðarlega vinnu?“
„Vinur minn ....“
„Nei — ekki svona svör. Ertu viss um, að þér fljúgi þetta aldrei
í hug?“
„Nei — aldrei."
„Ég veit, að þú segir satt. Þá get ég kannske fallizt á þetta,
sem þú stakkst upp á í kvöld: að þú keyptir lítið hús á einhverj-
um fallegum stað í Suður-Frakklandi, þar sem við getum lifað
í ró og næði milli þess, sem við erum í ferðalögum. Ég veit, að
mér muni vinnast betur, ef við eigum slíkan griðastað. Og þá get
ég lagt blaðamennskuna á hilluna og helgað mig einvörðungu
skáldsagnagerð."
„Occo — Occo.“ Hún kyssir augu hans, kinnar, munn. Hún
vefur hann að sér — vefur sig um hann.
„Ég ætlaði að segja meira, Hanna. Hlustaðu á mig. Gætir þú
hugsað*þér að eiga barn með mér?“
SABROE
— vandaðar vélar
í vönduð frystihús —
Samband ísl. samvinnuf élaga
Tímaritið STÍGANDI
1. h. 4. árg. flytur m. a.: Hið örlagaþrungná já (dr. Matt-
hías Jónsson), — Aðstaðan við landbúnaðinn (Bjartmar
Guðm.) — Um bækur (e. ritstjórann Braga Sigurjónsson)
— Sögur og kvæði e. Guttorm J. Guttormsson) o. fl. —
Myndir eftir Jón Þorleifsson.
í 2. h. 4. árg., sem er nýlega komið út, er m. a.: Innanlands
og utan (Br. Sigurjónsson — Frá listsýningu Lithoprents
(14 myndasíður) — Smásögur, kvæði o. fl.
Tímaritið STÍGANDI fæst í bókaverzlunum. Fjögur hefti
koma út árlega, 5 arkir hvert, og kostar árg. kr. 24,00.
Enn fáanlegt frá byrjun hjá Jóni Sigurgeirssyni, póst-
hólf 76, Akureyri.
»»tnnnnn««m«nnmmmn«mmmmt»8t!n»n»n»»»:o»»::m«t»m»»n»»
Orðsendlng
til rafvirkja og rafveitna
frá rafmagiiseftirliti ríkisins.
Að gefnu tilefni aðvarast allir hlutaðeigendur um að
: nota ekki óskrúfaðar loftdósir — klemmdar — í huldar
: pípulagnir.
Fyrst um sinn mun þó verða leyft að nota óskrúfaðar. :
loftdósir af viðurkenndum gerðum i innsteyptar lagnir ;
— ekki timburloft — með óskrúfuðum amerískum pípum
Ef út af þessu verður brugðið, munu þeir, sem hlut eiga
að máli, verða látnir sæta ábyrgð fyrir.
Rafmagnseftirlit ríkisius.
20. ágúst 1946.
JAKOB GÍSLASOÁ.
Iftmtntmttnttttttnnttttttttttttttttttitttmntttttmnttmnttttttnttttmmttttttttttm:
1—-----------------------------------------------.~2
Skrífstofustúlka óskast
Rafmagnseftirlit ríkisins vantar skrifstofustúlku sem
fyrst.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Laun samkvæmt launalögum.
Eiginhandar umsóknir um aldur, nám og starfsferll,
sendist fyrir 1. sept. til rafmagnseftirlitsins.
RAFMAGASEFTIRLIT RÍKISIIVS,
Laugaveg 118.
mtmnnimntttitinnnmmnnmtmtanttmnmttintttntiitmnnmttnnnmmt
TÍMANN
vantar unglinga
til að bera út blaðið i •ftirtalin hverfi:
Lindargötu
Laufásveg
Afgreiösla Tímans
Simi 2323. Lindargötu 9A.