Tíminn - 28.08.1946, Síða 3

Tíminn - 28.08.1946, Síða 3
155. Mat? TÍMIM, miðvikadagimi 28. ágást 194G 3 Frá friðarráðstefnunni í París Þetta er Luxemborgarhöllin. Hér er það, sem stórveldin heyja togstreitu sína um þessar mundir. Á þessari mynd sjást fáeinir fulltrúanna á friðarráðstefnunni, þar á meðal einn fulltrúi Indverja. Hann hefir vakið mikla athygli — ekki fyrst og fremst fyrir afrek sín á þcssari samkundu, heldur höfuðbúnaðinn, sem talið er að muni hafa mikil áhrif á hattatízkuna í París næstu misseri. HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR Hans van Aalsten stendur í annað sinn í auðuna og yfirgefn- um herbergjum. Það bylur óþægilega í beru gólfinu undir fótum hans. Garðurinn er óræktarlegur — það leynir sér ekki, hversu lítill sómi honum hefir verið sýndur að undanförnu. Þetta litla hús má áreiðanlega muna sinn fífil fegri. Hingað er Hans nú að flytja. Hann hefir verið ráðinn fastur kennari við Alkmaar-skólann, og þá getur hann látið það eftir sér að búa í þessu litla húsi, þó að það sé spölkorn utan við bæinn. Já — hér ætlar hann að búa með Toos sinni. Þau ætla að giftast eftir tæpan mánuð, og þá á þetta hús að verða heimili þeirra. Brúðkaupsferðin verður að bíða betri tíma, 3Ví að skólaannríkið byrjar strax í september. Svona getur lífið stundum verið duttlungafullt: Toos van der Velde frá Gouda, sem rétti honum vatnsglasið og hjálpaði honum út úr skólastofunni daginn, sem Maríanna strauk frá honum, verður brúður hans. Toos — þessi prúða, hægláta stúlka, sem stundum gat borið fram spurningar, sem rugluðu hann alveg í ríminu. Hann hafði lengi átt bágt með að átta sig á því, að hann gæti elskað aðra konu en Maríönnu. En samt sem áður hafði undrið gerzt. Og hann var þrjátíu og þriggja ára gamall, en hún ekki nema tvítug. Það var mikill aldursmunur. En móðir hans hafði brosað, þegar hann sagði henni frá ástum þeirra. „Ég held, að Dað verði þér að kenna, ef Toos strýkur frá þér — þrátt fyrir aldursmuninn," sagði hún. . „Hvernig getur þú fengið af þér að segja annað eins og þetta við son þinn, þegar hann segir frá trúlofun sinni?“ „Ég drengur minn. Og ég ætlast til þess, að þú lofir mér því og efnir það, að pukrast ekki alla daga inni í skrifstofu yfir stíl- um og lestri og þess háttar, heldur fórnir konunni þinni ein- hverju af tíma þínum. Konum leiðast svoleiðis menn nú á tím- um, hvort sem þær heita Toos eða eitthvað annað.“ Og nú reikar Hans um auð herbergin. Skyldi þetta vera rétt, sem móðir hans sagði. Var það ekki bara tómleikinn í sál Marí- önnu sjálfrar, sem olli óró hennar? Ef þau hefðu eignazt börn — jæja, kannske fór það samt betur, að þau áttu engin börn. Marí- anna hefði tæplega orðið góð móðir — það var móðir hennar ekki heldur .... En Toos — hann er viss um, að hún verður góð og nærgætin móðir — og þessi sólríka stofa á að vera leikhter- bergi barnanna þeirra, hugsar hann. Höfum fyrlrllggjaudi hinar ágœtu SYLVIA skilvindur í eftirtöldum stærðum: 65 lítra 100 — 135 — Samband ísl. samvinnuf élaga Byggingameistarar Húseigendur Hurðir, gluggar, eldhúsinnréttíngar. Efni fyrírliggjandi. TRÉSMIÐJAN eik Máfahlíð við Hagamel. — Sími 1944. Dánarmmning: Jón Magnússon frá Gjjögri í Árneshreppi Þann 5. júlí sl. andaðist á Landsspítalanum í Reykj avík Jón Magnússon frá Gjögri í Ár- neshreppi. Jón veiktist skyndilega, var fluttur til Reykjavíkur og skor- inn þar upp, en lézt 2 dögum eftir uppskurðinn. Jón er fæddur á Gjögri þ. 11. des 1886 og varð því tæplega 60 ára gamall. Foreldrar Jóns voru Lilja Þorbergsdóttir, síðar kona Hjálmars Guðmundssonar á Gjögri, og Magnús Jónsson, hús- maður á Gjögri. Föður sinn missti Jón barn að aldri og fór þá í fóstur til Guðbjargar Jör- undsdóttur, sem þá bjó á Reykjanesi. Jón var kvæntur Bjarnveigu Friðriksdóttur .frá Kjörvogi, mestu myndar- og dugnaðar- konu. Bæði voru þau fátæk er þau fóru að búa saman. Hlóðst brátt á þau ómegð og eignuðust þau 12 börn, sem öll eru á lífi. Er það yngsta þeirra 7 ára. Varð því fullreynt á heimilisföðurinn að afla þess, sem þurfti handa sínu stóra heimili. Lengst af stundaði Jón sjómennsku. Var hann lengi háseti á mótorbát- um frá ísafirði og síðar á togara þar til hann heilsunnar vegna varð að láta af störfum. Hin síð- ari ár stundaði hann atvinnu á Djúpuvík. Jafnframt hafði hann nokkrar skepnur: 1 kú og tutt- ugu kindur, sem hann heyjaði fyrir á sumrin. Fór hann vel með þær og hirti með sérstakri alúð og snyrtimennsku. Tókst honum með þessum hætti að sjá sér og sínum giftusamlega farborða. Naut þar og að frábærs dugn- aðar og hagsýni konu sinnar. Jón var prúðmenni, vandaður í allri framkomu og ljúfmenni hið mesta. Var hann því vel lát- inn af öllum, sem honum kynnt- ust. Þrátt fyrir fátækt og mikla ómegð var heimili þeirra hjóna sérstakt að allri snyrtimennsku. Var það sérstök unun að koma á heimili Jóns og sjá hinn óvenju- fríða, hraustlega og prúða barnahóp, alltaf. hreinan og vel uppfærðan eins og á ríkisheimili væri. Bar slíkt húsbóndanum betra vitni en langar lofræður mundu gera. — Nú er hann horf- inn sjónum okkar, heimilissóm- inn. Sár harmur er kveðinn að konu hans og börnum, sem mörg eru í ómegð og þurfa enn um langt skeið að njóta hand- leiðslu og fyrirvinnu hans. — Það má segja að kynni mín af Jóni hafi verið fremur lítil, því ég átti þess ekkj kost að kynnast honum nema þegar ég kom á heimili hans. Og heimili hans var honum ærinn vett- vangur til starfs þann tíma, sem hann gat dvalið heima. Var hann því lítið út á við. Blandaði sér lítið í almenn mál, en hafði þó sínar skoðanir og lét ekki aðra telja sig af því, sem hann áleit vera mönnum og málefni. fyrir beztu. Nú þegar hann er horfinn, finn ég' sárt til þess, að þar sem hann var er nú autt sæti, sem enginn fær skipað. Innilega sakna ég hins prúða snyrti- mennis og þeirar hlýju og vel- vildar, sem ég kynntist í fari hans. Konu hans og börnum votta ég innilegustu samúð mína við hið skyndilega og ótímabæra fráfall hans. Bæ, 24. júní 1946. Guffmundur Valgeirsson. Tímann vantar tilfinnanlega börn til að bera blaðið út til kaupenda víðs vegar um bæini}. Heitið er á stuðningsmenn blaðsins, að bregðast vel við og reyna að aðstoða eftir megni við að útvega ATJANDI KAFLI. Þar sem bátarnir eru önnum kafnir við að taka upp duflin, hafa þau legið, skipin hans, þrjú þeirra síðan 1931 — fjögur löng ár. En nú er víkin auð — síðiasta skipið hefir þegar verið flutt brott. Og það var eins og segir í biblíunni — hið síðasta varð fyrst, hið fyrsta síðast. Wijdeveld horfir yfir skipaleguna — horfir á mennina í litlu bátunum, sem amstra við hárauð duflin. Og í huga sér minnist þann dag, er þessi rauðu dufl yrðu aftur fjarlægð dagur runninn upp — heitur og sólríkur ágústdagur á hann von á Maríönnu úr fyrstu ferðinni. Með henn líka heim. Það er mjög hyggilegt að fá ungum mönnum í ætt starf, sem þeir bera sjálfir fullu ábyrgð á. Þ ótrúlega fljótt — þá fyrst læra þeir að þekkja geti markanir. að máli, tengt margvísleg vináttubönd og lægt óánægju, sums staðar bólaði á. — Jú — hann sér ekki eftir því, þótt 1 fæli Janna þetta á hendur .... Eftir svo sem einn mánuð hefir hann hugsað sér að s Starfsstúlka óskast að Kleppsspítalabúinu. Upplýsingar í síma 5654, Reykjavík.. ingagerðum. sér í neðri rekkjunni. Lestin brunar áfram í náttmyrkrinu. „Hanna,“ segir hann lágt. „Já.“ Hún er á svipstundu komin niður á gólfið og lýtur yfir hann. „Hvað viltu, vinur minn?“ „Ekkert — ég vissi bara ekki, hvar ég var. Ég var hálf hræddur Fer ekki bráðum að daga? Og hvert erum við að fara? Ég get einhvern veginn ekki munað neitt, Hanna.“ „Við erum á leið til Cote d’Azur. Bráðum fer að birta, og innan lítillar stundar eru við á áfangastað. Þar er lítið hús, sem við ætlum að búa í — lítið, hvítt hús, Occo. Og þar batnar þér áreið- anlega fljótt.“ „En ég man ekki neitt, og ég get ekkert gert. Og svo verkjar mig svo hræðilega í hnakkann, Hanna.“ „Þú hefir unnið of mikið. Taugarnar eru bilaðar, og svo var þetta viðtal, sem þeir löguðu í hendi sér í New York — öll sú rekistefna, sem orðið hefir út af því.“ „Æ — nú man ég það. En við geymdum frumritið — við getum sannað, að það var allt annað, sem ég skrifa'^i.“ „Jú — við eigum frumritið, og þeir trúðu okkur líka í utan- ríkismálaráðuneytinu. En nú hafa þeir í New York líka leikið það bragð, að þú getur með góðri samvizku sagt skilið við þá. Þú ert frjáls maður, Occo, og við getum búið í litla húsinu okkar í ró og næði.“ Hún klappar honum á handarbakið. En hún sér, að hann ber hina höndina upp að hnakkanum. — Ó, að þessi nótt tæki nú bráðum enda .... Næturnar hafa verið verstar. Þetta hefir verið ttttttlltlttttTttt :: TiMANN 1 vantar un iglinga 3 Í til að bera út blaðið f eftirtahn hverfi: L ii í Langaveg 1 Lindargötu X ::: Afgreiðsla Tímans r ; Sími 2323. Lindargötu 9 A. Orðsending til iimlioimtumaima Tímans. Innheimtumenn Tímans eru vinsamlega beOnlr að senda áskriftargjöld blaðslns hlð allra fyrsta. Gjalddagi var 1. júlí. Verð blaðsins utan Reykjavlkur og Hafnarfjarðar, «r kr. 45,00. Inniieimta Tímans. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.