Tíminn - 31.08.1946, Page 3

Tíminn - 31.08.1946, Page 3
158. blaS TÍMIM, laagardaglmi 31. ágúst 1946 3 Dánarmiimiug. HANS MARTIN: Guðlaug Kristín Halldórsdóttir SKIN OG SKURIR frá Efri-l»ver;t Annan þessa mánaðar var jörðuð hér í Reykjavík ungfrú Guðlaug Kristín Halldórsdóttir frá Efri-Þverá í Vesturhópi. Um 20 ár hafði hún átt við þungbær veikindi að stríða, en borið þau með meiri kjarki og rósemi en almennt er títt. Jafn- vel þegar sjúkdómurinn svarf fastast að henni, átti hún huggunarorð til, bæði við þján- ingarfélaga sína og þá vini og vandamenn, er komu að sjúkra- beði hennar. Von hennar og trú var sá styrkur, er sífellt lét hana eygja sólglit bak við svörtustu ský. Enda lýsir þetta erindi, er hún skrifaði heim, hugarástandi hennar betur, en okkur kunn- ingjum hennar annars mundi takast: Vonin örvar veikan þrótt. Varpast ljósi skuggar. Ævin mín er aldrei nótt. Alvaldur mig huggar. Guðlaug sál. var fædd að Efri-Þverá 21. júlí 1914, dóttir hjónanna þar, frú Pálínu Sæ- mundsdóttur ljósmóður og Hall- dórs Sigurðssonar. Hjá þeim ólst hún upp, og var hvers manns hugljúfi, sökum prúðrar framkomu og meðfæddra hæfi- leika. 16 ára gömul veiktist hún i lungum, og varð að flytjast að Vífilsstöðum. Þar varð hún að dvelja um 8 löng ár. Oft á þeim tíma hugði enginn henni líf, en að lokum sigraðist hún á sjúk- dómnum til fulls, þótt hún bæri hans ætíð menjar síðan. Má víst fullyrða, að nákvæmni hennar og samvizkusemi um að hlíta settum reglum hælisins, hafi ekki átt minnstan þátt í sigrin- um. Þegar hún fór af hælinu var hún að sjálfsögðu ekki það hraust að henni væri unnt að vinna hvað er var, en handlagni hennar og smekkvísi við handa- vinnu gerðu henni brautina gíreiða, enda vand&mönnum hennar einkar ljúft að veita henni þá aðstoð er hún þarfn- aðist. Dvaldist hún á sumrum heima hjá foreldrum sínum, en hér í bænum hjá systur sinni aðra tíma, og nú hin siðustu ár að öllu leyti. Guðlaug sál. var gædd góðri greind, las mikið þegar heilsan leyfði, og lærði af eigin ram- Guölaug Kristín Halldórsdóttir. leik útlend mál, svo að hún gat lesið sér til gagns og skemmt- unar bækur á þeim. Skólavistar naut hún engrar,’ nema lítils- háttar farkennslu í æsku. En allajafna mun hún hafa haft eitthvað góðra bóka sér við hönd, sérstaklega voru,ljóða- bækur henni hugþekkar, enda kunni hún mikið af beztu ljóð- um öndvegisskálda þjóðarinnar. Næmi og smekkvísi hennar var þar sem annars staðar öruggur vegvísir, enda sjálf vel skáld- mælt eins og hún átti kyn til. Hún var trúhneigð og las og hugsaði þau efni mikið, en ræddi þau sjaldan. Hið fagra, hreina og bjarta, var hennar framtíð- arland. Fátt mun nú til af því er Guðlaug sál. orti, aðeins einstök erindi er hún sendi frá sér i bréfum. Hún flíkaði þvl ekki, en trúlegt þætti mér að mörg- um þætti gaman að kynnast því, en þess er nú ekki lengur kostur. Eitt sýnishorn set ég hér, úr bréfi til bróður hennar: Brautin þín verði björt og heið, þess bið ég af einlægu hjarta. Sífellt um ævina lýsi þér leið, ljómandi vorsólin bjarta. Þetta litla og látlausa erindi felur í sér meiri innileik, en sum (Framhald á 4. síOu). hornspangagleraugun á hilluna. — Breytingin var mikil, hefði tæplega verið meiri, þó hér hefði verið um að ræða persónu í kvikmynd frá Hollywood. Tæpast mun þarft að taka það fram, að ráðherrann og skrifstofustjórinn höfðu fellt hugi saman, eða hefði það ekki einnig geta skeð í kvikmynd frá Hollywood? Um jólin voru þau gefin sam- an. Brúðkaupsför fóru þau til vatnsins Lugano. Síðasta verk Suzy Boral sem skrifstofustjóra var að undirrita vegabréf þeirra Bidault til þessarar farar. Heim aftur. Eftir heimkomuna fluttu þau fyrst í litlu, tveggja herbergja íbúðina yfir Quai d’Orsay. En nú búa þau í höllinni La Petit ^ Luxembourg, sem Marít af Medici gaf kardínálanum á sín- um tíma. Þau hafa ekki haft mikinn tíma aflögu síðan þau komu heim úr brúðkaupsförinni, enda er Bidault önnum kafnasti mað- ur Frakklands og Suzy er enn einkaritari hans í raun og sann- leika, þótt það heiti ekki svo opinberlega. Einu takmarki hefir Suzy auðnast að ná í hjónabandinu. Henni hefir tekizt að gera einn af ófáguðustu sonum Frakk- lands að fáguðum manni. Hún hefir kennt honum að borða eins og maður, — eins og Frakki. Og nú orðið má svo heita, að Bidault keppi við konu sína i góðum klæðaburði. Það er jafn- vel talið vafamál, hvort nokkur utanríkisráðherra í Evrópu hafi verið jafn vel klæddur, síðan Anthony Eden lét af störfum. Langur dagur. En eitt gengur Suzy erfiðlega. Það er að fá Bidault til að sofa nægilega mikið. Komið hefir það fyrir við mikilvæg funda- höld, að Bidault hefir sézt dotta yfir skjölum sínum. Hann hef- ir blátt áfram verið að gefast upp af svefnleysi. Suzy Bidault, hin orðhvata og hvasseyga kona méð horn- spangagleraugun, er alls ekki eins og Parísarkonan var og átti að vera. En hún er ágætur fultrúi hinnar nýju, frönsku konu, sem nú krefst þess, að fá að ráða nokkru um örlög lands síns. Það er ekki nema eðlilegt, að franskar konur séu upp með sér af henni. ^egjandi. Ég sé líka betra ráð. Ég fer einfaldlega heim, og svo komið þið til min í kvöld, og þá tölum við um ykkar athuganir og ráðagerðir." Sonur hans og tengdasonur mótmæla, en Wijdeveld stendur upp, tekur hatt sinn og kveður. Nú hefir ný kynslóð tekið við Wijdevoldsútgerðinni, og hann vill, að hún fái að ráða ráðum sínum óhindruð. Þeir sitja allir þrir í stofu Wijdevelds. Hann býður ungu mönnunum vindla, sem þeir þiggja, og kaffi, sem þeir hafna. „Hefir þú lesið tillögur okkar, pabbi?“ spyr Janni. „Þú ert of óþolinmóður, drengur minn. En ég skal ekki draga ykkur á þessu. Ég hefi litið yfir þetta — og ég er ykkur að flestu leyti sammála." Janni dregur andann léttar — Sjoerd kinkar kolli. „En þó er eitt, sem mér virðist helzt til ógætilegt. Þið gerið ráð fyrir, að láta smíða tvö ný skip. Mér hefði fundizt ráðlegra að bæta aðeins við einu skipi að þessu sinni — svona fimm þúsund smálesta skipi.“ „Það hefði mér eiginlega líka fundizt hyggilegast,“ segir Sjoerd. „En Janni hefir talið þér hughvarf," segir Wijdeveld. „Það munaði litlu, að honum tækist líka að telja mig á sitt mál. Hann er djarfur, og það þarf líka dirfsku til þess að reka stórt fyrir- tæki þannig, að það haldi áfram að vaxa. Og nú ætla ég ekki að leggjast gegn þessari aukningu skipastólsins, þótt hún sé meiri heldur en ég hefði þorað að hætta á. Svo að þið sjáið svart á hvítu, að mér er alvara, skrifa ég hér undir í ykkar viðurvist." Og um leið og Wijdeveld segir þe^ta, tekur hann pennann sinn og skrifar neðan á plaggið: „Hefi lesið þessar áætlanir. Samþykki þær að öllu leyti. Veiti hér með þeim, sem þær hafa undirritað, umboð tH þess að leita tilboða samkvæmt þeim og gera þar að lútandi bindandi samn- inga. Willem Wijdeveld." * Wijdeveld reikar um garðinn — Sómi trítlar á eftir honum. Hann nemur staðar fyrir framan húsið og virðir það fyrir sér. Þetta er hans hús — þetta er eina heímilið, sem hann hefir átt síðan á æskuárunum. Hér þekkir hann hvert tré, hvern grasblett, hvern stein. Og þó finnst honum hann uppgötva eitthvað nýtt á hverjum degi, þegar hann er á reiki í garðinum. Hér er hann nú flesta daga. Nú fyrst gefur hann sér tíma til þess að hvíla sig og njóta unaðssemda hins kyrrláta lífs. En þó leynist í huga hans ásökun. Er það rétt af honum að lifa svona í makindum og láta Janna og Sjoerd eina um stjórn útgerðar- ínnar? Ef til vill væri hyggilegast af honum að fara í ferðalag — leggja land undir fót — komast suður í sól og sumar? Kannske veitir honum ekki af að hvíla sig í nýju umhverfi? * „Hér er það, Hanna — hér býr mamma..........“ Hún virðir fyrir sér litla húsið og garðinn umhverfis það. Þannig hefir hún líka Imyndað sér æskuhelmili Occos. Nú er útidyrahurðinni hrundið upp, og Kóra, móðir Occos, birtist í dyrunum. Occo faðmar hana að sér. Litla stund þegja bæði og halla kinn að kinn. „Occo,“ hvíslar hún svo, „sárt hefi ég saknað þín, drengur minn. Það er sárt, að þú skulir koma of seint.“ „Já, mamma . .. . í fyrsta skipti í marga mánuði brugðum við okkur í stutt ferðalag með kunningjum okkar. Ég var nýbúinn að ljúka nýrri sögu og langaði til þess að lyfta mér dálítið upp. Þetta er sorgleg tilviljun. — Hönnu féll þetta mjög þungt.“ Og nú kemur Hanna og leggur hendurnar á axlir Kóru og kyssir hana á kinnina. „Hér er svo hræðilega tómlegt,“ segir Kóra, þegar þau eru komin inn. „Ég get ekki lýst því, hve fegin ég er, að þið eruð komin.“ „Má ég ekki fyrst af öllu svipast um í húsinu, mamma?“ spyr Occo. „Jú — auðvitað, drengur minn.“ „Komdu líka, Hanna. Annars kannastu sjálfsagt við hvern einasta krók og kima. Svo vandlega hefi ég lýst öllu fyrir þér.“ „Já — mér finnst eiginlega eins og ég hafi búið hér árum saman. Ég kannast við hvern einasta hlut.“ Þau leiðast upp stigann. Occo tekur hikandi um húninr. á hurðinni að herbergi föður síns. „Farðu bara inn,“ segir móðir hans. Allt er eins og það var áður fyrr. Enn er jafnvel talsverður tóbaksþefur I herberginu, og á borðinu stendur stór leirkrukka, hálf af tóbaki. „Það er ekki svo ýkjalangt síðan ég var að stríða honum með því, að hann fengi líklega ekki að hafa pípuna með sér inn í himnaríki," segir Kóra lágt. Stór tár læðast niður kinnarnar. Svo fara þau upp í kvistherbergið . .*.. Þar er lítið borð og járnrúm. Þau horfa þegjandi á það um stund. Svo fleygir Hanna sér í fangið á honum og faðmar hann að sér. * „Þú varst að tala um nýja bók, Occo,“ segir móðir hans. „Já — ég er með handritið, ef þig langar til þess að líta í það.“ „Þú veizt, að mig langar til þess — og aldrei meira en nú. Hvað heitir sagan?“ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN Höfum fyrjrligjíjainli hinar ájfætn SYLVIA skilvindur í eftlrtöldum stærðumt 65 lítra 100 — 135 — Samband ísf. samvinnuf élaga Glæsileg jörð til sölu ásamt bústofni. Vandaðar byggingar, 700 hb. tún véltækt. Mikil og góð garðlönd. 10 km. girðingar um tún, garða og haga. Góð markaðsskilyrði. Sanngjarnt verð. Fyrirspurnir skulu sendar í pósthólf 963, Reykjavík. Orðsending til iiwheimtumanna Tímanw. Innheimtumenn Tímans eru vinsamlega beðnir að senda áskriftargjöld blaðslns htö allra fyrsta. Gjalddagi var 1. Júli. ; Verð blaðsins utan Reykjavlkur og Hafnarfjarðar, er kr. 45,00. Innheimta Tímans. MATVÆLAGEYMSLAN H.F. 1 Pósthólf 658. 1 :í: Undirritaður óskar að taka á lelgu til eins árs : ;i; .... geymsluhólf. ;; Nafn: Heimili: Í 1 j TÍMANN j vantar unglinga til að bera út blaðið í eftirtaUn hverfi: Laugaveg Ljósvallagötu óðínsgötu Rauðarárstíg Afgreiösla Tímans Simi 2323. Lindargötu 9A. Stúlka óskast í eldhúsið á Kleppi. Lpplýsingar hjá ráðskonunni og í skrlf- stofu ríkisspítalanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.