Tíminn - 12.09.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. S RITSTJÓRASKRIFSTOPUR: EDDUIi 'SI Undargfitu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA. INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKiIIPSTOP/ EDDUHÚSI, LL.dargötu 9 A Siml 2323 30. árg. Reykjavík, fimmtudag'iiut 12. sept. 1946 165. blað Við vitjum fyrir h.vern mun berjast gegn verbbótgu" // - „OG TRYGGJA NEYTENDUM VÖRUR FYRIR SANNGJARNT VERÐ" Viðtaf við llans Hedtoft, formaun Alþýðu- flokksins danska. Einn af dönsku samninganefndarmönnunum, sem nú eru ný- farnir héðan, var Hans Hedtoft, formaður danska jafnaðar- mannaflokksins. Tíðindamaður blaðsins hitti hann að máli skömmu áður en hann för, og birtast hér kaflar úr samtalinu. Vill ekki krefjast Suður- Slésvíkur. Eins og flestum mun kunn- ugt vilja um þessar mundir ýmsir Danir, og þó einkum Suð- ur-Slésvíkingar, sameina Suður- Slésvík Danmörku eða gera Slésvík að sjálfstæðu ríki. í þessum landshluta búa sem kunnugt er allmargir Danir. — Hver er yðar skoðun á þessu vandamáli? spurði tíð- indamaðurinn. — Jafnaöarmenn hafa og vilja í framtíðinni styrkja heið- arlega starfsemi minni hiutans ta e ' ~ ' ' & Hans Hedtoft, formaður danska Alþýjðuflokksins. sunnan landamæranna. En ég þori ekki að ðyggja ákveðnar kröfur á þeim hugblœ, sem nú ríkir. Ég vil ekki stuðla a'ð þvl, að danska ríkið fari að skipta sér af neinu, sem verður að teljast þýzk innanríkismál. Það er engan veginn óhugsanlegt, að Þjóðverjar, sem lifa við hin aumustu kjör, sem hægt er að hugsa sér, vilji í svipinn sleppa úr öngþveitinu með því að sam- einast Danmörku. En slíkt hugarfar getur breytzt, þegar Þýzkaland fær ríkisstjórn á ný og ástandið fer að batna. — Er nokkur danskur stjórn- málaflokkur eindregið fylgjandi sameiningu Suður-Slésvíkur og Danmerkur? — Svo langt- gengur enginn nema smáflokkurinn Dansk- Samling, en hann hefir aðeins þrjá þingmenn. 225 þúsundir þýzkra flóttamanna. — Er líklegt, að Danir losni við þýzka flóttafólkið bráðlega? — Allir Danir óska þess. Tala flóttafólksins er nú 225.000, að- allega gamlir menn, konur og börn, flestallt frá Austur- Þýzkalandi. Þetta fólk var flutt til Danmerkur síðustu vikur stríðsins og þvi komiö fyrir i skólum og öðrum opinberum byggingum. Við gerðum ráð fyrir að losna við flóttafólkið fljótlega að stríðinu loknu, en allar vonir um það hafa brugð- izt. Bandamenn höfðu nóg aö gera, hver á sínu hernámssvæði, og töldu sig ekki geta sinnt ósk- um okkar. Ýmsar samninga- umleitanir hafa farið fram, síð- ast í Moskvu, þegar Gustav Rasmussen, utanríkismálaráð- herra, fór þangað. Stalin mar- skálkur kvaðst vera fús til að taká við 100.000 flóttamönnum, ef Bandamenn tækju afganginn. Um þetta er verið -að semja nú, en sá hængur er á, að meira en tveir þriðju flóttafólksins eru frá rússneska hernámssvæðinu. Danskur landbúnaður á við erfiðleika að stríða. — Hver er yðar skoðun á fjárhagslegri endurreisn Dan- merkur? — Eins .og þér vitið er land- búnaður aðalatvinnuvegur okk- ar. Á stríðsárunum tóku Þjóð- verjar allar framleiðsluvörur okkar að kalla. Þýzki herinn í Danmörku notaði n'okkuð af matvælaframleiðslunni, og enn meira var sent til Þýzkalands. Þegar stríðinu lauk, keyptu Englendingar af okkur, en þeir borguðu of lágt verð. Nú hafa þeir hækkað tilboð sín, en danskir fagmenn á sviði land- búnaðarins telja verðið enn of lágt. Laun verkafólks, sem vinnur að landbúnaðarstörfum, hafa hækkað mjög, svo að það er lífsnauðsyn, að útflutningsverð- ið hækki. Vextir af fjármagni, sem bundið er í danska landbúnað- inum, voru 6—7%, en eru nú aðeins 2—3%. Danskir jafnað’armenn ,,vilja fyrir hvern mun berjast gegn verðbólgu“. — Eru líkur til að danska krónan verði lækkuð? — Nei. Um tíma vildu Vinstri- menn lækka krónuna. Bæði ég og aðrir stj órnarandstæðingar vorum á móti því. Við viljum fyrir hvern mun berjast gegn verðbólgu og tryggja neytend- um vörur fyrir sanngjarnt verð. Nú hafa bæði Kanadamenn og Svíar hækkað myntina, og skömmu síðar lýsti danska stjórnin því yfir, að okkar króna yrði ekki lækkuð. (Framhald á 4. síðu) Nýstárlegt tófudráp á Öxnadalsheiði Vegfarendur mætast. AÖ kvöldi hins 12. ágúst í sumar geröist óvenjulegur at- burður á þjóðveginum á Öxna- dalsheiöi. Friðfinnur Magnússon frá Kotum í Norðurárdal var þar á ferð í bifreið, ásamt tveimur piltum öðrum. Þegar þeir voru komnir austur yfir Grjótá, sáu þeir allt i einu hvíta tófu á miðjum veginum, og_rétt í sama mund aðra koma skokk- andi til henriar. Urðu báðar undir bifreiðlnnl. Friðfinnur skellti á þær sterk- ari bílljósunum og jók hraða bílsins.' Urðu tófurnar ringlaðar við þessa óvæntu birtu og gættu þess ekki að forða sér. Rann bifreiðin yfir þær, og lágu báð- ar dauðar á veginum, þegar pilt- arnir fóru að aðgæta, hvaða ár- angur skyndiárás þeirra hefði borið. Þó haföi hvorug þeirra í orðið undir hjólunum, þvi hvergi sá á þeim. Du^iir S. t. H. S. FLUGVÉL, - EF ER ME8 Samband isl. berklasjúklinga efnir til fjáröflunardags fyrsta sunnudaginn í október næst- komandi. Verða þá meðal ann- grs seld merki dagsins á göt- unum. Sú nýlunda verður tekin upp í sambandi við merkjasöluna, aö þau verða öll tölusett, þannig að um leið og menn styrkja gott málefni fá þeir happdrættismiða, sem gefur þeim heila flugvéi í aðra hönd, ef heppnin er með. S. í. B. S. efndi eins og kunnugt er til happdrættis i fyrra um flugvél, en svo vildi til að flugvélin kom á óseldan miða, þannig að sam- bandið hreppti hana sjálft. Ætlar það nú að efna til happ- drættis að nýju í sambandi við merkjasöludaginn. S. í. B. S. ráðgerir nú að byggja stórhýsi fyrir starfsemi vinnuheimilis síns í Reykjalundi. Verður nánar sagt frá bygging- arfyrirætlunum þessum síðar. Bygging þessi verður hin vand- aðasta og mun ekki af veita, að almenningur styrki vel þetta góða málefni. Þessi mynd var tekin inni við Hálogaland á laugardagskvöldi nú fyrir skömmu, þar sem bankamannahverfið rís senn upp. Vinstra megin sjást starfsmenn Búnaðarbankans, sem voru við vinnu þennan laugardag, standa við kjallara, sem verið var að steypa. Yzt til hægri er Garðar Þórhallsson, sem hefir yfirumsjón með fram- kvæmdum þarna inn frá af hálfu bankamannanna. — Hægra megin sjást fimm bankamenn við gröft. Vinnan cr sótt af kappl, og hakarnir reiddir óvægiiega til höggs. Þeir kunna sýnilega fleira en að færa bankabækur og telja peninga. EFTIRBREYTNISVERT ÚRRÆÐI TIL AÐ MINNKA BYGGINGARKOSTNAÐ Starfsmeiin Biiiiaffarbaitkans byggjja sér íbiiðarhús í sumarleyfum síiiuiit oj* tóm- stuitdum. Starfsmenn Búnaðarbanka íslands eru að gera eftirtektar- verða tilraun til þess að sigrast á hinum óheyrilega byggingar- kostnaði, sem nú er að sliga fjölda manna, er ráðizt hafa í hús- byggingar hin síðustu misseri. Þeir hafa myndað samtök um húsbyggingar, pantað tilbúin hús frá Svíþjóð, og vinna sjálfir í sumarleyfum, um helgar og á kvöldum að byggingunum. Vona þeir, að þeir geti á þann hátt komið sér upp góðum íbúðum með kostnaði, er þeim er fært að standa straum af. Bankamannahverfið við Hálogaland. Þeir, sem eiga leið um Suð- urlandsbraut, munu taka eftir því, að skammt frá Hálogalandi er nú verið að byrja á bygg- ingu nýs hverfis. Það er Bygg- ingarsamvinnufélag banka- manna, sem þarna er að reisa allmörg íbúðarhús. Starfsmenn hvers banka mynduðu þó sér- deild innan þess félags, og sjá deildirnar hver fyrir sig um sinar byggingarframkvæmdir, en heildarfélagið annast öflun lánsfjár samkvæmt bygginga- löggjöfinni. Vinna sjálfir að byggingunni Starfsmenn Búnaðarbankans hafa þann hátt á, að þeir hafa ráðið til sín meistara, er hafa yfirumsjón með verkinu, Geir Pálsson trésmíðam. og Ólaf Páls son múrarameistara. Auk þess tvo smiði en vinna sjálfir að byggingunum f tómstundum sínum að öllu leyti öðru, nema hvað sumir hafa dag og dag notið hjálpar venzlamanna og kunningja. Öll vinna er sameiginleg, unz byggingunum er lokið, en þá Svona hlupu jbeir síðasta spölinn Mynd þessi er frá Evrópumeistaramótinu í Osló í síðastliðnum mánuði. Sýnir hún lokasprettinn í 800 metra hlaupinu. Fyrstur er sænskl hlauparinn Gustafsson, næstur honum et Daninn Holst-Sörensen og þriðji er Frakkinn Hansenne. verður kostnaðinum shipt nið- ur á hlutaöeigendur. Það eru níu einbýlishús, sem þeir eru með í byggingu, hvert um 500 rúmmetrar, fjögur her- bergi og eldhús á hæð, en geymslur, þvottahús, þurrkher- bergi, miðstöðvarherbergi og vinnustofa í kjallara. Kjallar- arnir verða steyptir, en húsin sjálf fá bankamennirnir tilbú- in frá Svíþjóð. Langur vinnudagur f sumarleyfunum. Vinna við byggingarnar hófst um miðjan júlímánuð, en fram að þeim tíma hafði staðið á hæðarmælingum og öðrum undirbúningi, sem nauðsynlega þurfti að fara fram áður en vinna gat byrjað. Síðan hefir 'vérið unnið látlaust við bygg- ingarnar eftir því, sem banka- mennirnir hafa framast getað. í sumarleyfum sínum og um helgar hafa þeir iðulega unnið frá klukkan átta á morgnana til tíu á kvöldin. Hefir ekki bor- ið á öðru en að þeir hafi reynzt vel færir með hamra og sagir, haka og reku, ekki síður en við að afgreiða viðskiptamenn bankanna og afsegja fallna víxla. Stór herbifreið, sem þeir fé- lagar eiga, er notuð tiL efnis- aðdrátta, en jarðýta er til léttis við gröft og tilfærslu á lóðun- um. Eins og nú stendur, er búið að grafa fyrir öllum grunnunum, steypa sjö þeirra og ljúka að óllu leyti tveimur kjöllurum. Er verið að slá upp fyrir þeim þriðja. Húsin öll komin undir þak um áramót. Húsin sjálf eru væntanleg til landsins í þessum mánuði. Munu 22 sænsk timburhús eiga að koma með dönsku skipi, sem innflytjendurnir hafa tekið á leigu til þessarar ferðar. Með í þeirri ferð eru tveir, sænskir sérfræðingar, sem eiga að hafa með höndum yfirumsjón með uppsetningu húsanna. Eiga fimm eða sex menn að geta reist húsin á einni viku, þegar þau eru komin á ákvörðunarstað. . (Framhald á 4. síðu) Maður drukknar í R.víkurhöfn Það hörmulega slys vildi til í fyrrinótt kl. 3 y2, að danskur maður, Karl Otto Vestholt, drukknaði í höfninni hér. Vestholt heitinn var að fara um borð í danska skipiö Anne. í-fylgd með honum voru tveir norskir sjóliðar. Er Vestholt gekk eftir landgöngubrúnni varð honum fótaskortur og féll milli skips ogvhafnarbakka. Sjóliðarnir kölluðu á tvo lög- regluþjóna, sem voru þarna' í nánd, og tókst þeim von bráðar að ná manninum. Voru þegar hafnar lífgunartiiraunir, en urðu þvi miður árangurslausar. Karl Otto Vestholt hefir að undanförnu unnið hjá vél- smiðjunni Héðni. Næturhljóraleikar Hallbjargar Frú Hallbjörg Bjarnadóttir hélt fyrstu hljómleika sína að þessu sinni síðastl. mánudag í Nýja Bíó. Söng hún fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir áheyrenda. Á föstudagskvöidið kl. 11,30 ætlar frúin að halda aðra hljómleika, sem verða nætur- hljómleikar og verða þeir sein- ustu hljómleikar frúarinnar hér að þessu sinni. Vegna fjölda á- skorana ætlar frúin að sýna raddsvið sitt, m. a. með því að syngja sópran, allt og bassa á þessum hljómleikum. 1200 f jár slátrað | daglega - en bann- að að selja kjötið Um sama leyti og síld fyrir hundruð þúsundir króna er fleygt í sjóinn í verstöðvunum hér suðvestan lands, gerast norður á Akureyri aðrir atburð- ir, sem sýna eigi síður glöggt, hve djúpt er hægt að sökkva i vitleysuna við „stjórn“ þýðing- armikilla mála. Á Akureyri er nefnilega dag- lega slátrað um 1200 fjár, auk þess sem svo er slátrað annars staðar við Eyjafjörð. En stjórn- arvöldin banna sölu hins nýja kindakjöts. Þetta er stjórnvizka og um- hyggja fyrir borgurunum, sem vert er að færa í annála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.