Tíminn - 12.09.1946, Síða 2

Tíminn - 12.09.1946, Síða 2
2 TlMIIVIV, fimmtiidagiim 12. scpt. 1946 165. blað Norðurlandabréf bara resa“. ' Holger er látinn ferðast til lands, sem nefnist Censtralisia, en þar er búið að framkvæma þá stefnu jafnað- armanna að gera ríkið álmátt- ugt. Mörgu er spáð um kosn- ingaúrslitin. Sérstök stofnun, sem annast skoðanakönnun í Svíþjóð, telur sig hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að jafnað- armenn muni tapa, en komm- únistar og íhaldsmenn vinna á. Danir vilja ekki smjörlíki. Á stríðsárunum féll niður framleiðsla á smjörlíki í Dan- mörku, þar sem nauðsynleg hrá- efni fengust ekki. Nú er smjör- líkisframleiðsla hafin þar aft- ur og hafa dönsku stjórnar- völdin gert ráð fyrir, að það myndi draga verulega úr smjör- sölunni. Sú hefir þó ekki orðið reyndin og hefir sáralítið selst af smjörlíkinu síðan það kom í búðirnar. Talið er líklegt, að stjórnin grípi nú til þess ráðs að minnka smjörskammtinn um þriðjung og láta smjörlíki í staðinn. Stjórnin getur ekki full- nægt samningum við önnur ríki um smjörsölu, nema verulega dragi úr smjörneyzlunni inn- anlands. Brezk-norskur leiðangur til Suðurheimskautsins. í ráði er, að brezk-norskur rannsóknarleiðangur fari til Suðurheimskautslandanna á næsta ári og dvelji þar árlangt. Gizkað er á, að það sé einn til- gangur fararinnar að finna stórt íslaust land, sem talið er að Þjóðverjar hafi fundið þar skömmu fyrir styrjöldina. Sagt er, að Bretar láti nú leita á hernámssvæði sínu í Þýzkalandi eftir Þjóðverjum, sem tóku þátt í þessum leiðangrum. Dregur úr ferðalögum til Svíþjóðar. Allt frá stríðslokum og fram á síðastl. vor, sóttust Danir mjög eftir því að fara yfir til Svíþjóðar. Einkum fóru þeir þangað til að kaupa þar ýmsar vörur, sem ekki fengust í .Dan- mörku. Á síðastl. vori var talið. að á móti hverjum 80 Dönum, sem færu til Svíþjóðar, kæmu ekki nema 20 Svíar til Dan- merkur. Nú er þetta orðið breytt. TaliÖ er, að nú fari 60—70 Sví- ar til Danmerkur á móti hverj- um 30—40 Dönum, sem fara til Svíþjóðar. Orsakir þessa eru m. a. taldar þær, að ástandið hafi stórbatnað í Danmörku og vöru- skortur orðinn miklu minni, auk þess sem gengishækkunin í Sví- þjóð hafi gert viðskiptin þar stórum óhag^tæðari; Vel sóttur skemmtistaður. Hinn frægi skemmtistaður í Kaupmannahöfn, Tívoli, hefir aldrei verið eins vel sóttur og í sumar. Þann 25. ágúst var búið að selja að selja að honum 3 milj. aðgöngumiða frá þvi, að hann var opnaöur í vor. Krófur danskra andatrúar- manna. Dönskum stjórnarvöldum hef- ir nýlega borizt áskorun frá um 4000 dönskum andatrúarmönn- um (spiritistum), þar sem þeir krefjast þess, að andatrúar- menn verði viðurkenndir sem sérstakur trúarflokkur. Jafn- framt krefjast þeir, að fluttir verði fræðandi fyrirlestrar um andatrú í danska ríkisútvarpið. Sunnudagsskap Morgunblaðsins Viðtal við Bjarna Gíslason: Vildi sýna, að íslendingurinn lægi ekki á liði sínu Fimmtudagur 12. sept. Ráðsmennska verð- lagsnefndar land- búnaðarafurða Endurskipun búnaðarráðs og fundur þess hér í Reykjavík á dögunum hefir dregið athygli manna að ráðsmennsku verð- lagsnefndar landbúnaðarafurða, sem búnaðarráð kaus síðastl. sumar og nú aftur í haust óbreytta. Auk þess nálgast nú sá tími, að 1 ljós kemur til fulls, hversu nefnd þessari hefir tek- izt að leysa af hendi þau verk- efni, sem henni voru fengin. Það þótti tíðindum sæta, þeg- ar það spurðist, að einstakir búnaðarráðsmenn úr hópi tryggra fylgismanna stjórnra- innar höfðu haldið uppi all- harðri gagnrýni á hendur verð- lagsnefndinni fyrir mistök hennar og skyssur. En nefndinni hefir sýnilega komið þessi gagn- rýni illa — og er það ekki nema að vonum. Tillögur og ályktanir, sem búnaðarráð lagði fram og í sér fólu áminningar og viðvar- anir til verðlagsnefndarinnar, hafa að minnsta kosti ekki fengið inni i greinargerð þeirri, sem send var blöðunum til birt- ingar. Hér er ekki rúm til þess að rekja öll vandræðaspor verð- lagsnefndarinnar. En rétt er að geta nokkurra veigamikilla at- riða, sem sína allljóslega, hvern- ig þessi stofnun hefir staðið í ístaðinu. Nefndin verðlagði kjötið þannig í fyrrahaust, að um tíu af hundraði vantaði til, að bændur gætu fengið fullt sex- mannanefndarverð fyrir þessa framleiðsluvöru sína. Jafnvel hið stjórnskipaða búnaðarráð hefir mótmælt þessari verðlagn- ingu og krafizt þess, að svo verði til hagað í haust, að bændur fái fullt sexmannanefndarverð eins og þeim ber. Verðjöfnunargjaldið var á- kveðið svo lágt í fyrra, að það hrekkur hvergi nærri til þess að greiða þá verðuppbót, sem inna ber af höndum, enda þótt upp sé étinn hálfrar miijónar verðjöfnunarsjóður, sem verð- lagsnefndin tók við af kjötverð- lagsnefndinni. Formaður verð- lagsnefndarinnar lét svo um mælt á einum fundi búnaðar- ráðs, að nefndin hefði haft sér- staka ástæðu til þess að ákveða verðjöfnunargjaldið lágt og éta sjóðinn upp í skyndi, þvi að hún hefði verið smeyk um að ríkis- stjórnin leggði að öðrum kosti hald á hann. Þessi „afsökun" sýnir að minnsta kosti traust verðlagsnefndarmannannna á ríkisstjórninni og álit þeirra á bændavináttu hennar — og þá væntanlega sérstaklega land- búnaðarráðherrans. En eins og sýnt var fram á í grein Páls Zóphóníassonar í blaðinu í gær, vantar um þrjár miljónir króna upp á, að verðjöfnunarsjóður þessa árs geti staðið við skuld- bindingar sínar, þegar öll kurl eru komin til grafar, enda þótt þessi hálfa miljón, sem til var frá fyrri tíma, væri uppurin. En einhver allra versta skyssa verðlagsnefndarinnar er þó sú ákvörðun hennar að flytja um- framkjötið frá síðasta hausti ekki út fyrr en nú síðsumars og þá aðeins nokkuð af því. Það hlaut að vera ljóst hverjum manni, sem eitthvert skyn bar á kjötverzlun, að engar líkur Málaferlin gegn nazistum i Noregi. í Noregi er unnið kappsamlega að því að ljúka málaferlunum gegn nazistunum og öðrum þeim, sem unnu fyrir Þjóðverja þar í landi. Mál hafa verið höfð- uð gegn 17 þús. manns og hefir dómur verið kveðinn upp í tæp- um 8000 þeirra. Mál 37 þús. manna verða afgreidd með sér- stakri réttarsætt og hafa 11 þús. þeirra fengið afgreiðslu. Afbrot þessi eru ekki stærri en svo að þeir sleppa með sektir og frelsisskerðingu. Auk þessa hafa svo 13 þús. manns sloppið með áminningu, þar sem þeir höfðu yfirleitt ekki unnið ann- an til saka en að vera skráðir meðlimir í nazistaflokknum. Alls hafa því málaferlin náð til 67 þús. manns, en fléiri eiga sennilega eftir að koma í leit- irnar. í nazistaflokknum voru alls um 60 þús. manns. Flestir þeirra, sem eiga mál sín óút- kljáð, eru hafðir í haldi og eru þeir geymdir í fangabúðum þeim, sem Þjóðverjar byggðu í landinu. Um 20 þús. nazistar munu nú vera í hinum frægu Grinifangabúðum, sem eru rétt hjá Osló. Búið er að kveða upp 8 dauðadóma, en alls mun verða krafizt um 140. Það mun taka alllangan tíma enn að ljúka öllum þessum mál- um. Talsvert eru skiptar skoð- anir um, hve langt eigi að ganga í refsiaðgerðunum. Sum- um þykja þær of vægar, en aðrir telja réttara, að tekið sé vægilega á þeim. í mörgum til- fellum komi refsingin óbeint niður á óverðugum,sem sé börn- um og aðstandendum hinna seku og það geti skilið eftir sár, sem tæki langan tíma að græða. Þetta síðarnefnda sjónarmið virðist einkenna meira fram- kvæmdina á þessum málum í Noregi en nokkurs staðar annars staðar, þar sem svipað hefir verið ástatt. Kosningabaráttan í Svíþjóð. Um miðjan september fara fram bæjar- og héraðsstjórna- kosningar í Svíþjóð og jafn- framt fer fram kosning til efri deildar þingsins í nokkrum landshlutum. Kosningabaráttan er með allra harðasta móti. Talið er að um 340 þús. manns taki virkan þátt í áróðursstarf- semi flokkanna eða 150 þús. fyrir jafnaðarmenn, 50 þús. fyrir íhaldsflokkinn,50 þús. fyrir bændaflokkinn, 50 þús. fyrir kommúnistaflokkinn og 40 þús. fyrir frjálslynda flokkinn.Flokk- arnir hafa látið gera allmargar áróðurskvikmyndir og eru kvik- myndir nú notaðar miklu meira í kosningabaráttunni en áður eru til dæmi í Svíþjóð. Einna ‘mesta athygli hefir vakið kvik- mynd frjálslynda flokksins,sem nefnist „Holger Nilssons under- voru til þess, að allt kjötið seld- ist á innlendum markaði. En eigi að síður fékkst verðlags- nefndin ekki til þess að leyfa S. í. S. að flytja út kjöt fyrr en það var orðið hér um bil árs- gamalt, fallinn á það miklll áþarfur geymslukostnaður, flutningskostnaður milli hafna og gæði þess mjög tekin að rýrna, svo að jafnvel er hætta á, að það geti spillt áliti ís- lenzks työts erlendis. Þetta er ráðsmennska, sem segir sex, enda hefir hún vakið sára gremju bænda, sem orðið hafa að bera hallann af fráleitum ákvörðunum þessarar stjórn- skipuðu verðlagsnefndar. Fyrir nokkrum árum sigldi ungur og ómenntaður sjómaður af landi burt. Hann hafði þegar frá bernsku þráð að menntast, en kjör hans voru þannig, að hann gat því ekki til vegar komið, enda lifði hann æskuárin hér heima á verstu kreppuár- um. Þessi maður var Bjarni M. Gíslason, rithöfundur, sem nú er orðinn frægur maður í Dan- mörku og víða um lönd. Bjarni missti foreldra sína þegar hann var barn í vöggu, var sjómaður eftir fermingaraldur, orti ljóð og gaf út ljóðabókina „Ég ýti úr vör“ árið 1933, en sigldi síð- an til Danmerkur með það fyrir 'augum að berjast áfram í fram- andi. landi. Erlendis hefir Bjarni unnið mikið að því að kynna ættjörð sína. Árið 1937 gaf hann útbók um ísland, „Glimt fra Nord“ kallar hann hana, en hún varð svo vinsæl, að hún kom út í nýrri útgáfu árið 1938. Var búið að þýða hana á þýzku þegar stríðið skall á, og átti hún að heita „Leuchtendes Island“ (ís- land norðurljósanna) á þýzk- unni og koma út hjá „Hoff- mann und Chamfe Verlag“ í Hamborg. En stríðið hindraði útgáfu hennar, einkum þó vegna þess, að þýzka ritskoðunin vildi breyta vissum köflum í bókinni, en Bjarni neitaði að gefa leyfi til þess. En nú hefir Bjarni tilkynnt þýzka útgáfu- félaginu það, að ef þýzka hand- ritið finnist í vörzlum þess óski hann að það verði gefið út til ágóða fyrir þýzk börn. Önnur bók eftir Bjarna um ísland kemur út i Danmörku í haust, og verður hún seld til ágóða fyrir börn í Finnlandi. Er það safn ritgerða, valið úr þeim greinum, sem Bjarni hefir skrif- að til varnar fyrir íslenzk mál, þegar Danir. fóru að ýfast við okkur út af sjálfstæðismálinu og auk þess einarðlegar rit- gerðir, sem styðja kröfur ís- lands um að fá handritunum af fornsögunum okkar skilað aftur. En Bjarni hefir ekki aðeins skrifað um ísland í blöð og bæk- ur, heldur og ferðast víða um Norðurlönd og haldið fyrirlestra um ættjörð sína. í yfir 600 þorp- um og bæjum hefir,Bjarni haft f j ölmennan tilheyrendaskara, stundum mörg þúsund manns í einu. í kjallaragrein um Bjarna í dönsku þlaði, sem við höfum nýlega séð, er sagt að hann sé miklu kunnari meðal bændaal- þýðunnar dönsku, en Gunnar Gunnarsson, sem þó hefir mesta frægð hlotið af íslendingum í Danmörku. „Það er varla það þorp til, þar sem maður heyrir ekki Bjarna getið“, segir í blað- inu,“ og leitist maöur fyrir um, hvað danskir bændur þekkja til íslands, svara þeir oft: „Jú ég hefi hlustað á hann Gíslason, og fallegar voru myndirnar, sem hann sýndi okkur; ég hefi á- kveðið að skreppa einhvern- tíma til íslands — og svo er í gamla daga var hlakkað til sunnudagsins í sveitinni. Það var hvíldardagur. Þá voru menn í sunnudagsskapi. Þá var létt yfir mönnum og margir gerðu sér glaðan dag. Einstöku undantekningar voru hér frá. Einstakir nöldurseggir, sem sáu fjandann uppmálað- an á næstu vegamótum, voru næstum eins skapillir og Morgunblaðið hinn bj arta sunnudagsmorgun, þann 8. sept. 1946. Góðsamir menn, er minnast gamansamra sunnudaga frá fyrri árum, hugleiða hvort höf. Mbl. hafi síðustu dagana borð- að heldur mikið af gömlu, frosnu kjöti, — sem er ekki lengur hæft til útflutnings. Þetta hafi valdið óhægri líðan, og þaðan stafi geðvonzkan. Víst er um, að skapið er alls ekki gott, — alls ekki sunnudags- skap. Það er nokkurt ergelsi til Gunnlaugs Péturssonar og lof- gerðarrolla um Pétur okkar. Að slepptum öllum elskulegheitun- um til Tímans og vitlausu mannanna og illgjörnu, sem hann skrifa. En það er mikil gæfa, að við eigum Pétur með lyklana og þessa andlegu jöfra, sem skrifa Mbl., þar sem engin fjóla vex. En menn eru- misjafnlega gæfusamir, og máske er hér stiklað á ofurlítið tæpu vaði í leit að alsælu hamingjunnar, þegar Mbl. fer einmitt í byrjun sept. 1946, að slá um sig og Pét- ur með ráðdeild og vizku í kjöt- sölumálum þjóðarinnar. Ef Mbl. væri hlutverki sínu trútt sem stærsta blað höfuð- staðarins, ætti það að skrifa um hvers vegna hinir nær 50 þús. þetta vitleysa, sem fólk segir að íslendingar almennt búi í torf- kofum, það voru skárri fram- kvæmdirnar, sem hann sagði okkur frá!“ Þannig eru áhrifin af land- kynningu Bjarna, en þar fýrir utan fæst hann við ritstörf, og hefir skrifað 6 bækur, þar á meðal skáldsögu í tveimur bind- um. Heitir hún á dönskunni „De gyldne Tavl“, og er nú verið að þýða hana á mörg mál, einnig á íslenzku. Tíminn hefir náð tali af Bjarna, og spurt hann um kynni hans af Dönum. „Eins og um allar þjóðir er hægt að segja margt til lofs og lasts um Dani“, segir Bjarni. „En þó mörgum íslendingum ef til vill líki stundum miður við þá, eru þeir í rauninni einkenni- lega frjálslynd þjóð. Við verð- um að muna, að t. d. Fjölnis- menn, sem lögðu grundvöllinn að stjórnarfrelsi íslands, fengu alla sína menntun í Danmörku, og á vissan hátt höfðu höfuð- setur baráttu sinnar í Kaup- mannahöfn, mitt á meðal Dana sjálfra. Hið sama skeður enn í dag, því aö hvaða mót eru það, sem ég aðallega hefi talað á um ísland í Danmörku? Það er meðal annars á dönskum þjóð- minningardögum, þegar fólk kemur saman úr öllum áttum til að treysta gömul vináttu- bönd, til að minnast síns og átt- haganna, tungunnar og gam- als þjóðararfs. Til þannig móta bjóða þeir íslendingi, sem ekk- ert gerir annað enn skamma þá fyrir vanþekkingu þeirra á mál- efnum fslands. Og ég hefi víða orðið þess var, að dönsk alþýða metur meira þann íslending, sem ber einkamál þjóðar sinn- ar einarðlega fram, en hinn, Reykvíkingar eiga enn ekki kost á að fá nýtt kindakjöt að borða á þessu sumri og munu ekki ekki eiga þess kost fyrr en haustslátrun byrjar. En veröa þess í stað að notast við ársgam- alt kjöt, sém a. m. k. er alls ekkert sælgæti. Mbl. er sjálfsagt ánægt með þetta fyrir hönd höfuðstaðar- búa, enda er þetta óhjákvæmi- leg afleiðing af því, sem Mbl. kallar viturlega stjórn þessara mála á umliðnu ári. En aðrir, og þar á meðal þessir vondu Tímamenn, vildu strax í fyrra- vetur láta flytja út um 1000 smál. kindakjöts. En þeir voru bornir ráðum. • Aðrir menn höfðu völdin og höfðu góðviljaða og framsýnav ráðunauta, eins og t. d. Mbl. Þeir vildu ráða og fengu að ráða. Árangurinn er auðsær.. Fyrst í sumar voru iluttar út um 350 smál. af kindakjöti, og nú í byrjun sept. eru enn til í land- inu rúmlega 500 smál. Þessi ráðsmennska veldur því, að Reykvíkingar fá ekki að bragöa nýtt kjöt og bændur ekki að hafa not af sumarslátrun- inni. Þetta þætti vont ráðslag hjá Tímamönnum. Það þætti vond- ur reikningur, að misreikna sig um eitt þúsund smálestir, ef aðrir ættu í hlut en Mbl., verð- lagsráð eða Pétur. En hverjir eru ánægðir með svona ráðslag? Eru húsmæður Reykjavíkur það? Eru bændur það? Er nolckur neytandi eða framleiðandi það? Er Pétur það? Spaugsamur náungi hefir sagt, að aðeins ein stétt i þjóð- félaginu væri ánægð með íyrír- (Framhald á 4. síöu) sem reynir að koma sér í mjúk- inn hjá henni með fleðumæl- um. Þeir segja sem svo, að sá maður er gerir það síðast nefnda, geti alveg eins orðiö leiguliði annarra, og þessháttar leiguliða hafði danska þjóðin sjálf því miður of marga á stríðsárunum. En einmitt þetta einstaka — ég held í meirihluta heimsins — að maður getur staðið mitt á meðal Dana sjálfra og áfellt þá fyrir framkomu þeirra-gagnvart gömlum hluta danska ríkisins, vitnar um djúptæka frelsiskennd, og það hefir hjá mér rótfest mikla virðingu fyrir dönsku þjóðinni. Ég trúi því alls ekki fyrr en ég tek á þvi, að Danir fyrr eða síðar sýni okkur ekki fullkom- inn skilning í handritamálinu.“ Bjarni gengur fram og aftur um gólfið meðan hann segir þetta, og hann bætir því við, að kali Dana í garð okkar sé mikið á yfirborðinu og muni hverfa vonum fyr. Hann heldur, að það sé mikið blaðamanna- ýkjur, sem hafi komið þessari úlfúð á stað, og þegar hann nefnir blöðin, getum við ekki látið hjá líða að minnast á annað mál, sem töluvert hefir verið rætt í erlendum blöðum: Útgáfu erlendra bóka á íslandi, án leyfis höfunda! „Já,“ segir Bjarni og brosir út í annað munnvikið, „ég skrifaði örlítið um það mál í Morgunblaðið, og þó ísland verði að ganga í Bernarsam- bandið, þá er það ekki þannig að skilja, að ég álíti hin er- lendu skrif um málið algjör- lega sanngjörn. Það er nú ekki sérlega prúðmannlegt af erlend- um rithöfundum, þótt þeir verði óánægðir með einstaka íslenzka bókaútgefendur, að fara að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.