Tíminn - 12.09.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.09.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu. Sími 6066 REYKJAVÍK FRAMSÓKNARMENN! Komið í skrifstofu Framsóknarftokksins 11. SEPT. 1946 165. blatS 99 Vlð viljmii a (Framhald af 1. síðu) Lúxusbyggingar bannaííar. — Hefir tekizt að koma iðn- aðinum í gang? — Ekki fullkomlega. Enn bag- ar eldsneytisskorturinn. Við fá- um aðeins takmarkaðan kola- skammt frá Englandi, svo að við verðum að miklu leyti að notast við innlent eldsneyti. Til upphitúnar íbúða verður að mestu leyti að notast við mó. Litlar íbúðir fá eitthvað 7—8 hl. af koksi í vetur og allra stærstu ibúðir 15, í mesta lagi 20. Okkur vantar fyrst og fremst kol, olíu, tré og járn. Bráðnauð- synlegt er að*byggja íbúðarhús sem fyrst. Allar lúxusbyggingar hafa verið bannaðar fyrst um sinn. 10 þúsund landráðamál. — Hefir tekizt að hafa hend- ur í hári allra landráðamann- anna, og hafa þéir þegar verið dæmdir? — Það hafa komið fyrir eitt- hvað 10.000 slík mál alls. 7000 er þegar lokið. Meöal þekktra landráðamanna, sem enn hafa ekki verið dæmdir, má nefna nazistaforingjann Fritz Clausen. Til allrar hamingju hefir hann ekki fundið upp kjarnorku- sprengjuna. Það var mikið lán fyrir okkur að eiga jafn heimsk- a,n nazistaforingja. Kúgunin, sem Þjóðverjar beittu okkur fyrstu árin, var stórhættuleg, því að á yfirborðinu leit allt allvel út. Ef Þjóðverjar hefðu haft gáfaðan nazista sér til að- stoðar, er ekki gott að segja, hvernig farið hefði. Við segjum stundum i gamni og alvöru: Hvers vegna frelsaðist Dan- mörk? — Það er Fritz Clausen að þakka, eiginlega ætti að reisa honum líkneski. — Verða helztu forkólfar Þjóðverja 1 Danmröku, eins og t. d. dr. Best og Pancke dæmdir í Danmörku? — Því er erfitt að svara. Dr. Best var áður í Frakklandi, og hefir svo margt á samvizkunni þaðan, að vafasamt er, hvort hann hefir unnið meira til saka þar eða í Danmörku. En hann verður áreiðanlega dæmdur. Stjórnmálaástandið í Dan- mörku. — Gera danskir stjórnmála- menn ráð fyrir, að stjórn Knud Kristensens sitji að völdum heilt kosningatímabil ? — Flestir líta á Vinstristjórn- ina sem bráðabirgðastjórn. Hún myndaðist sökum þess, að við töpuðum 18 þingsætum við síð- ustu kosningar, vegna sameig- inlegs áhlaups borgaraflokk- anna á okkur og undirróðurs- starfsemi kommúnista meðal verkalýðsins. Þótt við yrðum stærsti þingflokkurinn eftir kosningarnar, fannst okkur þingræðislega rangt að taka að okkur stjórnarmyndun, þar eð við höfðum tapað mest allra flokka. Okkur fannst borgara- flokkunum bera skylda til að mynda stjórn, og þeir tóku svo það ráð að láta Vinstriflokkinn gera það einan. Fyrir kosning- ar lofuðu Vinstrimenn lægri sköttum, færri takmörkunum og frjálsu farmtaki fyrir at- vinnulífið. Ábyrgðartilfinningin hefir nú neytt þá til að gera allt gagnstætt þessu. Þeir hafa ekki getað efnt kosningaloforð sín. — Hver er yðar skoðun á Knud Kristensen? — Ég gagnrýni bæði hann og stjórnina heima fyrir. Þegar ég cr kominn út fyrir landamærin, vil ég ekki halla á forsætisráð- herra þjóðar minnar. Vonar, að norræn samvinna eflist. — Lítið þér björtum augum á •norræna samvinnu í framtíð- inni? — Reynsla okkar í striðinu var ólík. Harmleikur Finnlands var stríðið við Rússa. Danmörk og Noregur voru hernumin af Þjóðverjum, ísland af Banda- mönnum, en Svíþjóð var hlut- iaus stríðið á enda. Á árunum 1940—42 sögðum við Danir margt um norræna samvinnu, ef til vill meira en stoð átti í FEDGARNiR Á BREIÐABÚLi II. (jatnla Bíc eftir norska skáldið Sven Moren. BÆRiNN OG BYGGÐIN Um gamla bœinn vírtíst enginn vita neitt. Hann var eins og gamalt andlit er felur sorg sína fyrir augum annarra. Og haustnóttin fer ekki með sögur. Hún er þögul og hljóð. Þetta er aiaitacD hlmli hlns mikla sag'na- foálks um fefogana á Breifoabóli, sem hófsí með sögunni Stórviði. Bœrinn ög byggðin segir frá átökunum miklu á milli bræðranna á Breiða- bóli, sem lýkur með því, að gróðabrallið og peningavaldið ber sigur úr být- um — um hríð. — Það er stérkt, stígandi í hinni örlagaþrungnu rás við- burðanna í sögum þessum öllum, er lýsa fjölbreyttu lífi í fásinninu, þar sem skógurinn mikli er líf mannanna og lán, æskuást þeirra og bani. Nú ríkir kyrrð og tóm yfir bœnum. Vetrarnóttin er nöpur og nistandi köld með ísiblátt blik frá skógi og stjörnum. AfSalútsala Norðra h.f., Pósthólf 101. veruleikanum. Hin norræna tjáning okkar var eins konar andstaða gegn Þjóðverjum og í raun og veru sú eina, sem hægt var að láta í ljós. En ég vona, að norrœn samvinna megi efl- ast og blómgast í framtíðinni. Ber lífið í Reykjavík amerískan keim? — Hvernig lízt yður á hið- nýja ísland? - - Ég hefl ekki dvalið hér nógu lengi til þess að geta svarað þeirri spurningu til hlýt- ar. En mér finnst lífið í Reykja- vik bera talsvert ameriskan keim. Það er byltingarandi í ís- lendingum, og það er sjálfsagt gott. Mér hefir verið tekið með á- kaflega mikilli vinsemd, og hefir það haft mikil áhrif á mig. Ég óska íslendingum alls góðs í framtíðinni og vona, að sambúð þeirra og Dana megi verða góð og öðrum þjóðum til fyrir- myndar. Sendisveinar Vantar ivo sendisveina nú þeg'ar. Samband ísl. samvinnuf élaga DREKAKYN Amerísk stórmynd eftír skáld- sögu Pearl S. Buck. Aðalhlutverkin leika: Catherine Hepburn Walter Huston Akiin Tamiroff Sýnd kl. 3, 6 og 9. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. fbjja Bíó (við SUúingiitu) ÖRLÖG (Destiny) Hugðnæm og vel leikln mynd. Aðalhlutverk: Gloria Jean og Allan Curtis. í þessari mynd leikur Gloria, sem er 18 ára gömul, sitt fyrsta „dramatiska" hlutverk, og tekst það af mikilli snilld. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 12 ára. TÍMINN kemur á hvert sveitaheimili og þúsundir kaupstaðaheimila.enda gefinn út f mjög stóru upplagi. Hann er þvi GÖTT AUGLÝ8- INGABLAÐ. Þeir, sem ekU hafa reynt það, ættu að spyrja hina, er reynt hafa. T 1 M I N N Lindargötu 9A, siml 2323 og 2353 yjarnartn'c Og dag'ar koma (And Now Tomorrow) Sýning kl. 9. EINN GEGN ÖLLUM. (To Have and Have Not). Eftir hinni frægu skáldsögu Ernests Hemingways. Humphrey Bogart, Lauren Bacali. Sning kl. 5 og 7. Vildi sýiia . . . (Framhald af 2. slðu) þær þjáningar, sem styrjöldin hefir af stað komið, án þess að reyna að gera eitthvað til að hjálpa? Hver getur horft á hungruð og saklaus börn á milli rústa stórborganna án þess maður skammist sín fyrir brjál- æði hinnar eldri kynslóðar? Því miður er það svo lítið, sem ég get hjálpað, en ég vona að þessar bækur gefi þó smávegis fjárupphæðir. Þetta var hugs- un mín með bókagjöfunum, og því næst sú, að ég vildi reyna að sýna, að íslendingur— þó hann hefði litlu úr að spila — lægi ekki á liði sínu í barátt- unni við- mannúðarleysið og þjáningar heimsins.a Eftirhreytiiisvert . . . (Framhald a) 1. síðu) Vænta starfsmenn Búnaðar- bankans, að hús þeirra verði | öll komin undir þak um áramót. Öðrujn til eftirbreytni. Þeir Jón Sigurðsson og Svav- ar Jóhannsson, sem tíðinda- maður Tímans átti tal við 1 gærkvöldi, hafa beðið blaðið að færa þakkir þeirra félaga öllum, sem hafa stutt þá 1 bygginga- málunum. Með öðrum hætti en þessum hefði fæstum þess- ara manna, sem nú sjá senn hús sín rísa af grunni þarna inni við „Vogana“, verið kleift að eign- ast þak yfir höfuðíð, losna sjálfir úr húsnæðisvandræðum og rýma fyrir öðrum, sem þurf- andi eru. ,.Ef til vill getur þessi aðferð okkar orðið eínhverjum öðrum, sem ekki hafa of mikil fjárráð, til eftirbreytni,“ segja þeir að lokum. Sunnndagsskap Mbl. (Framhald af 2. síðu) komulagið í kjötsölumálunum, og það væru kjötkaupmenn. Að endingu er rétt að benda Mbl. á, í fullu bróðerni, að hugsa um hið fornkveðna: Það fylgir því engin gæfa eða bless- un, að halda upp á sunnudaginn með lítið rökstuddum og enn minna hugsuðum, óvinsamleg- um ummælum um menn og málefni. B. NÝKOMIÐ: Drengjafataefni, Káputau, Teppi, margar teg., Ullargarn, Peysur og Lopi í góðu úrvali. Verksmiðjuútsalan GEFJUN - IÐUNN Hafnarstræti 4. Skóla- og skjalatöskur Verksmiðjuútsalan GEFJUN - IÐUNN Hafnarstræti 4. Höfum fengið: Kvenskó, Kvensandala, Karlmannaskó, Karfmannasan^ala, Rússastígvél, kvenna, gul og rauð. Vinnuskó, karla. Öklaskó, barna og unglinga. Drengjaskó, svarta og brúna. Barnaskó, Barnasandala. Verksmiðjuútsalan GEFJUN - IÐUNN Hafnarstræti 4. GUÐRUN Á. SIMONAR: SÖNGSKEMMTUN með aðstoð Fritz Weisshappel í Ganilu Bíó í dag kl. 19.15 Aögöngumiðar seldir í Bókáverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og Ritfangaverzlun ísafoldar, Bankastræti 8. iöliLYS ÞETTA EE\A SIW. Innileg þökk fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför GuÓrúuai* Hjjörnsdóttiir Mánaskál. Sigurður Jónsson og börn. SáS Vinnið ótullega fyrir Tímann. Samband ísl. sai nvinnufélaga .. NÍTT Síh IANÚMER 70 SJÖTÍU 1 c g c, 8 0 ; ÁTTATÍU \ÍJ /. 1 A ■*>—y » i y's.etyhjcivik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.