Tíminn - 27.09.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.09.1946, Blaðsíða 3
175. blað TÍMEVIV, föstudagtnn 27. tcpt. 1946 3 Frá skákþingi í sumar var háð í Kaup- mannahöfn, eins og sjálfsagt mörgum mun kunnugt, hið svo- nefnda skákþing Norðurlanda. Þátttakendur voru á annað hundrað, allt Norðurlandabúar. Keppt var í þremur flokkum. Tilgangur þessa móts er fyrst og fremst sá að kynna norræna skákmenn og efla skákíþrótt- ina, jafnframt því að styrkja þau samvinnu- og vináttubönd, sem lönd þess hafa bundizt. Af hálfu íslands tefldu í landsliðsflokki þeir Ásmundur Ásgeirsson, sem nú er „Skák- meistari íslands", og Baldur Möller fyrrverandi íslands- meistari. í meistaraflokki A tefldi Guðmundur Ágústsson og 1 meistaraflokki B, Guðm. S. ('JnArvu'mHconv) no1 f T flnfrM ÍV* Pétursson, sem allir hafa unnið titilinn „Skákmeistari Reykja- víkur“. Þátttaka íslenzku skák- mannanna var undirbúin og skipulögð að tilhlutun Skák- sambands íslands, sem einnig kostaði förina að miklu leyti. Fararstjóri var Viglundur Möll- er, núverandi formaður Tafl- félags Reykjavíkur. í landsliðsflokki voru tefldar 10 umferð^ eftir „Monrads- kerfi“. Úrslit þeirrar keppni urðu þau, að sigurvegari og þar með „Skákmeistari Norður- landa“ várð: Vinn- ingar: Osmo Kaila, Finnl. 7J/2 2,- 3. Baldur Möller, ísl. 6y2 2,- 3. E. Jonson, Svíþj. 6V2 4,- 7. Olaf Barda, Norevi 6 4,- 7. Poul Hage, Danm. 6 4.- 7. Z. Nielsson, Svíþj. 6 4,- 7. Stonn Herseth, Nor. 6 8. Aage Vestöl, Noregi 5V2 9. Björn Nielss., Danm. 5 10. Ilmari Solin, Finnl. 4 11.-16. Ásm. Ásg.son, ísland 3y2 11.-16. H. Carlsson, Svíþj. 3y2 11.-16. Jul. Nielsen, Danm. 3y2 11.-16. O. Kinnmrak, Svíþ. 3y2 ll.-16.iM. A. Kupferstich, Danmark 3y2 11.-16. Aatos Frel, Finnl. 3y2 í meistaraflokki A. sigraði Guðmundur Ágústsson (hlaut 8 vininga af 11 mögulegum) og í meistaraflokki B. varð Guðm. S. Guðmundsson hlutskapastur, hlaut 8% vinning af 11 mögu- legum. f I. fl. C. hlaut Áki Pét- ursson 6y2 vinning af 11 mögu- legum, og varð nr. 4—7. Þessi afburða frammistaðá hefir án ails efa orðið mörgum gleðiefni, ekki sízt vegna þess, að þar með er hin glæsilega sigurför þeirra íslei>zku skák- manna, sem fóru til Buenos Aires 1939 og unnu „Forsetabik- arinn“ í þeirri keppni, staðfest. Jafnframt því, sem ekki verður annað séð en skákíþróttinni fleygi fram hröðum skrefum hér á landi, bæði hvað snertir ein- staka skákmeistara og almenn- ing. Skák sú, er hér birtist, var tefld af Guðmundi Ágústssyni á Norræna skákmótinu). Sýnir hún glöggt við rólega yfirvegun bæði öryggi og markvissan stíl, sem hvorutveggja er ómissandi fyrir góða skákmenn og sigur- sæla. Kóngs-indverskvörn. Hvítt: Egil Madsen (Danmörk). Svart: Guðm. Ágústsson (ísland). 1. c2—c4, Rg8—f6; 2. Rgl— f3, g7—g6; 3. Rbl—c3, Bf8—g7; 4. e2—e4, d7—d6; 5. d2—d4, Norðurlanda 0—0; 6. h2—h3, Rb8—c6; 7. Bcl—e3, e7—e5! Nú eða aldrei. Hvítt á í stöð- ugri þriggja kosta völ: a) Láta stöðuna halda sér óbreytta og halda útspilinu áfram. T. "d. með 8. Be2, b) Drepa á e5 og opna d-línuna til væntanlegrar á- rásar, eða c) Að leika framhjá og tefla lokað tafl. Verður tæp- lega sagt með vissu hver þess- ara leiða er heppilegust, fer það mest eftir mönnunum sjálfum, hvaða stöðu þeir velja sér helzt og er þejgs vegna algert smekks- atriði. 8. d4—d5, Rc6—b8; 9. Bfl— d3, Rb8—d7. 10. Ddl—d2, b7— b6; 11. 0—0—0 Gætilegra er 0—0, en hvítt teflir sjáanlega upp á vinning. 11.... Rd7—c5; 12. Bd3— c2, a7—a5; 13. b2—b3, Bc8—d7; 14. Be3—g5, Dd8—e8! Hótar a5—a4 við fyrsta tæki- færi. 15. a2—a4, Rf6—h5; 16. Bg5— h6, f7—f5; 17. Bh6Xg7, Kg8— Xg7; 18. Kcl—b2. Hvítur er heldur að róast og farinn að tefla gætilega. 18. e4 Xf5, gæti verið hættulegt eftir g6Xf5, sem gefur svörtu sterkt miðborð með góðum árásar- möguleikum. 18....f5Xe4. Til greina kemur einig f5—f4, sem lokar miðborðinu og gefur svörtu gott svigrúm til að hefja sókn á g-línunni. 19. Rc3Xe4, Rc5Xe4; 20. Bc2 Xe4, De8—f7. Svart hefir nú fengið mjög hagkvæmt tafl, einkum með til- liti til peðastöðunnar drottn- ingarmegin og ósamlitan bisk- up við þau, sem er 1 algerri mótsetningu við stöðu hvits. 21. Hhl—fl, Df7—f4; 22. Dd2 Xf4, Hf8Xf4; 23. Rf3—d2, Ha8 f8; 24. f2—f3, Rh5—g3. Svart hefir nú búið þannig um sig, að hvítt getur afarlítið og er svo gott sem patt. 25. Hfl—el, Bd7—f5. Það er mjög vafasamt hvort svart á að farga þessum ágæta biskup, að svo komnu, réttara er senniléga að hefja minnihluta- sókn með peðunum kóngsmegin, sem myndi í mörgum tilfellum gefa frípeð á e-línunni í enda- taflinu. 26. Kb2—c3! Hvítur notar tækifærið og vinnur leik, þar sem hann má sjálfur ekki drepa á f5, en hins vegar hlýtur svart að drepa á e4, því annars væri lelkurinn B—f5 tilgangslaus. 26....Bf5Xe4; 27. Rd2Xe4, Rg3Xe4. Til greina kom einig R—f5. 28. HelXe4, Hf4Xe4; 29. Í3X e4, Kg7—h6? Veikur leikur, sem gefur hvítu vonarneista, sem annars var útilokaður, eftir 29..Hf8— f4, sem þvingar 30. Kc3—d3, (Ef 30. Hel £á H—f2). 30...Kg7 —f6 næst svo eftir atvikum —g5, —h4, —g3 og hvítt tapar peðunum kóngsmegin og skák- inni þar með. En nú fær hvitt mótspil. 30. b5—b4!, Hf8—f2. Til greina kom H—f4 og a5X b4, sem hvorutveggja er tví- eggjað. 31. b4Xa5, b6Xa5; 32. Hdl— d2, HÍ2XÖ2; 33. Kc3Xd2, Kh6 —g5; 34. g2—g3, h7—h5; 35. Kd2—e3, h5—h4; 36. g5—g4 Jafntefli. Óll Valdimarsosn. Vinnið ötullega ff/rir Tinmnn. ALICE T. HOBART: Yang og yin og magur — ræðumaðurinn, enskur biskup, var einnig hár og grannur, en hvítur fyrir hærum, enda miklu eldri. Það varð dauðaþögn í salnum, þegar hann stóð upp. Jafnvel Peter fylltist iotningu, og ósjálfrátt líkti hann þessum Norðurálfumanni í hug- anum saman við kínverska höfðingjann, sem hann hafði séð fyrr um daginn. Andlit biskupsins bar ljóst vitni um markvissa águn, en hinir skörpu, karlmannlegu drættir þess höfðu samt sem áður ekki máðst. Hugur Peters leitaði aftur til Díönu. Hann skotraði augunum um salinn og fann hana. Hún sat með prjóna sína. Ósjálfrátt varð honum litið til Stellu Perkins — hendur hennar hvíldu lireyfingarlausar í keltu hennar — undarlega fallegar hendur, prátt fyrir rautt hörund og bólgna hnúa, hugsaði Peter. Allt I einu kipptust þær til og læstust hvor utan um aðra, eins og hann hefði stungið þær með augnaráði sínu. Biskupinn las úr ritningunni á kínversku — framburður hans var allt annað en gallalaus, þótt fjörutíu ár væru liðin síðan hann byrjaði að læra málið. En einmitt þetta framandi og torlærða tungumál kom fólkinu til að hlusta betur en ella, glæddi nýjan skilning á sigri kristindómsins yfir sjálfselskunni, yfir hinum lamandi ótta við kvöl og dauða, sem lá í leynum í sál hvers manns. Þessi bjöguðu orð voru þess umkomin að uppfylla þrá mannanna eftir leiðsögn og kærleika. Díana Moreland hætti við að brynja sig gegn þeirri gremju, sem þau Fraser læknir kunnu að hafa vakið. Frú Berger losnaðl stutta stund við ótta sinn við að verða þunguð — læknirinn hafði sagt, að hún væri of lasburða til þess að ala fleiri börn. Frú Baker gleymdi snöggvast áhyggjum sínum út af velferð barnanna, sem hún átti í Ameríku, og séra Baker gleymdi vanþóknun sinni á ungu kynslóðinni í trúboðsfélaginu og þeirri valdaaðstöðu, sem henni hafði þegar tekizt að tryggja sér. Reiði Peters í garð alls liins hvíta safnaðar rauk út í veður og vind, og hendur Stellu linuðu takið. Hér stóð ekki lengur maður gegn manni. Hver og einn hafði gleymt sjálfum sér og orðið hluti af stríðandi her, sem tekizt hafði á. hendur það verkefni að gefa hinum villuráfandi miljónum, sem byggðu Kínaveldi, hlutdeild í guðs heilaga orði. Og trúar- ákafinn þeirra var svo mikill, að þeir sáu ekki slóð þeirra herskara, sem gert höfðu áhlaup á hin andlegu virki Kínverja á undan þeim: Múhameðstrúarmanna og Búddhatrúarmanna, sem barlzt höfðu af ekki minni trúarvissu og sigurvilja. Til hvers höfðu þeir barizt i ættlandi Konfúsíusar. Það var torkennilegur gróður, sem vaxið hafði upp af því sæði, sem þeir höfðu sáð. Þegar biskupinn hafði lokið máli sínu, varð ókyrrð í salnum. Konurnar læddust út, ein og. ein. Peter teygði frá sér dofna fæt- urna — hann var hálfringlaður eftir að hafa hlýtt svo lengi á þetta einkennilega mál, sem hann skildi ekki nema að nokkru leyti. Lol^s var samkomunni slitið og vængjahurðinni milli sam- komusalarins og matsalarins hrundið upp. Peter sá, að stórt borð hafði verið dúkað, og bak við gljáandi tekatla sátu hvítar konur og helltu í bollana. Föt með smurðu brauði og kökum voru borin manna á milli.- Þetta var hér um bil eins og á amerísku heimili. Það var þægileg kennd, sem læsti sig um Peter: hér var hann meðal síns kynþáttar, fjarri hinum þúsund sjúkdómum Kína. „Þér hallmælið Kínverjum fyrir ópíumkrárnar. En það voru sjálfir Englendingar,. sem kenndu þeim að nota eitrið,“ heyrði hann, að Buchanan læknir sagði rétt fyrir aftan hann. „Þér gleymið því, að Kínverjar könnuðust mætavel við ópium áður,“ svaráði hávaxinn Englendingur. „Þeir höfðu þekkt það langa-lengi, þegar við fórum að reka ópíumverzlun. Auk þess eiga Bandaríkjamenn sinn þátt í útbreiðslu ópíumnautnarinnar." Það komu rauðir dílar í hinar fölu kinnar Buchanans. „Gott og vel — segjum þá við, fyrst þér viljið það heldur. Með öðrum orðum: Kínverjar þekktu ópíum áður en við skipulögðum ópíum verzlunina og gerðúm eitrið að neyzluvöru almennings. En það var ekki fyrr en við höfðum kúgað Kínverja til þess að leyfa innflutning ópiums, að ræktunin heima fyrlr færðist í aukana. Nú verða Kínverjar að verjast ásókn ópíumsins á tveimur víg- stöðvum." Orðaskiptin hörðnuðu, mennirnir urðu háværari. „Gætið ykkar! Þetta getur heyrzt fram 1 eldhúsið," sagði einhver í aðvörunartón. Það var orðið áliðið, þegar gestirnir kvöddu. Þokubrælan hafði breytzt í hellirigningu, sem dundi ruggandl á burðar stólunum. Konurnar létu allar bera sig, en karlmennimir gengu, nema enski biskupinn og Buchanan læknir. Steinstéttirnar glumdu hátt undir járnuðum skónum, þegar þeir skálmuðu á eftir burðarstólunum. Borgarbúar sváfu bak við byrgða glugga, og Peter, sem gekk síðastur allra, minnti þetta ferðalag helzt á kvöldgöngu um óralanga, myrka sjúkrahúsganga. Göturnar voru svo þröng. ar og hið sofandi fólk svo nálægt. Við og við heyrðust börn gráta og skrækróma, óttaslegnar konur þagga niður i þeim. Hersingin beygði inn í auðmannahverfið, og þá hvarflaði hugur Peters undir eins til Kínverjanna tveggja, sem hann hafði séð í burðarstólnum bláa, þegar hann var að leggja af stað í gönguferðina. Einhvers staðar bak við .þessa múra lifðu þeir einangruðu lífi, sem hann myndi aldrei eiga kost á að kynnast Drengurinn, Ló Shih, svaf í yzta skálanum í hinum mikla bú- stað Sen-ættarinnar. Hann vaknaði við háa og nöturlega hófa skelli úti á götunni. Útlendu djöflarnir, hugsaði hann og minnt- ist með hryllingi andans hræðilega, sem hann hafði séð um daginn. Augun höfðu verið ljósleit og kringlótt, hárið eldrautt — þetta var andi, sem sat um að hefna sín á þeim, er lifðu, vegna þess, að enginn skeytti um hann. Móðir hans og amma og þjón- ustufólkið hafði oft sagt honum frá þess háttar öndum og þeim illvirkjum, sem þeir unnu í heiminum. Ló Shih kjökraði og barði á brjóst sér með krepptum hnefunum — hvar var fóstra hans, sem verndaði hann alltaf og hlýjaði honum með stórum Vlð þökkum öllum, sem auðsýndu samúð við andlát og jarðarför móður minnar og ömmu, Guðríðar Jósafatsdóttur, sem andaðist 8. s. 1. mánaðar að Stóra-Hraunl í Kol- beinsstaðahreppi. Jósefína og Kristmundur Breiðfjðrð. mnmmm»mmumnn:nmiiiim»mnnnn:n»mnnn;ntt»nnnnnnn»:míimu Menningar- og minningarsjóður kvenna. SKEMMTUN tíl ágóða fyrir sjóðinn, verður haldin í Tjarnarbló sunnu- daginn 29. þ. mán. kl. 1.30 e. h. Skemmtiatriði: Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúl ílytur erlndi með skuggamyndum frá París. Píanóleikur. Upplestur: Frú Ólöf Nordal les upp úr kvæðum Tómasar Guðmundssonar. Einleikur á píanó. Aðgöngumiðar verða seldir eftir kl. 2 ó föstudaginn í Hlj óðf ærahúsinu, Bankastræti 7, og Hljóðfæraverzlun Sigriðar Helgadóttur, Lækjargötu 2. Styrkið gott málefni. Tryggið yður aðgöngumiða í tíma. ntntnnntnnnnnnnnmmnnmntnmnnmnnnmmnmnnnnnnnmnnnnn Tollstörf Nokkra unga menn vantar til tollgæzlustarfa og annarrar tollafgreiðslu. Þeir, sem vildu koma til greina til þessarra starfa, sendi eiginhandar um- sóknir til tollstjóraskrifstofunnar í Hafnarstræti 5 í síðasta lagi 5. okt. n. k. Umsóknunum skulu fylgja fæðingarvottorð, heilbrigðisvottorð, ljósmynd og meðmæli. Aðeins þeir, sem eru yngri en 25 ára og hafa fulln- aðarpróf frá verzlunarskóla eða hafa fengið aðra jafngóða menntun, koma til greina. Fyrirspurnum ekki svarað i síma. 1 Stúlkur Nokkrar stúlkur óskast í þvottahús. Húsnæði og fæði á sama stað. Upplýsingar i Hótel Winston á flugvellinum í Reykjavik. Ilótelstjóriim. Kaupendur og inn- heimtumenn Tímans Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Vinsamlegasts dragftð okki lengnr að sonda greiðslur. j Árgangurinn kostar kr. 45.00 utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. INNHEIMTA TÍMANS VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREBÐSLU TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.