Tíminn - 27.09.1946, Blaðsíða 2
i iosraaagiim
Ahorf andi:
Enn um orðuveitingar
Merkjasöludagur Menningar- og
minningarsjóðs kvenna
Föstudagur 27. sept.
Óöld
Morgunblaðið segir í forsiðu-
grein i gær, að nú hafi þjóðin
ekki ráð á því, að skipa sér
nema í tvær fylkingar. Allir
þjóðhollir menn verði að skipa
sér gegn kommúnistum.
Sjálfstæðismenn hafa nokkra
reynslu af því að vinna með
kommúnistum. Og mönnum er
sú reynsla kunn.
Það eru ekki allir búnir að
gleyma þvl, sem samfylking
Sjálfstæðismanna og kommún-
lsta gerði i Hafnarfirði og víðar
1937.
Og vandlætingasemi Mbl. fær
á sig hálfspaugilegan blæ, þeg-
ar menn hugsa til skrílsláta
Sjálfstæðismanna vorið 1931.
Nú eru þeir klökkir af um-
hyggju fyrir lýðræðislegum
vinnubrögðum. Gott eiga þeir,
sem sjá að sér!
Samstarfið við kommúnista
hefur ekki látið sig án vitnis-
burðar. Skipun í embætti ýmsra
skóla segir þar til sín. Það má
líka líta til bankanna, þó að
ekki sé komið í framkvæmd,
það sem almælt er að Ólafur
Thors hafi lofað, að gera Einar
Olgeirsson bankastjóra Lands-
bankans.
Árið 1942 gerði Ólafur Thors
dýrtíðarbandalag við kommún-
ista, og áhrif þess hafa varað
alla tíð síðan.
Og nú er hægt að bregða upp
nokkrum myndum af áhrifum
þeirrar stjórnvizku, sem Ólaíur
Thors hefir fylgt og Mbl. varið
undanfarið.
Öllum erlendum gjaldeyri ís-
lendinga er nú ráðstafað, nema
þvi litla, sem eftir er í Nýbygg-
ingarsjóði. Hins vegar hefir ekki
verið færður til Nýbyggingar-
sjóðs lögákveðinn hluti útflutn-
ingsverðmætisins, — 15%. Því
hefir verið ráðstafað til ann-
ars.
Það eru fyrirsjáanleg vand-
ræði i gjaldeyrismálunum.
Ríkissjóðnum hefir verið
haldið við með tolltekjum af
gengdarlausum innflutningi og
áíengisgróða. Þegar neyðin
minnkar þetta hvort tveggja
koma erfiðir dagar fyrir rikís-
sjóðinn. Og þeir eru skammt
undan.
Hér í Reykjavík stöðvast húsa-
byggingar i stórum stíl, af því
að lánsfé fæst ekki til þeirra,
— jafnvel þó að skýlaus laga-
ákvæði eigi að tryggja mönn-
um þau lán.
Peningar eru lánaðir á svört-
um markaði með svívirðilegustu
okurkjörum. Sumir neyðast til
að nota sér það, þegar lánsstofn-
anirnar eru þeim lokaðar, og
lagabókstafurinn gagnslaus.
Nýsköpunarbátarnir sænsku
eru margir ekki uppgerðir sam-
kvæmt íslenzkum lögum og
skuggar vanskila og vanefnda
grúfa hvarvetna yfir þeim.
Innlendu nýsköpunarbátarnir
standa þó sennilega ennþá ver.
Aðeins einn þeirra er seldur og
enginn biður um hina. Hins
vegar mun liggja í landinu mik-
ið afgangs efni, sem keypt var
inn til þeirra, en ekki þurfti
að nota, af því aðrir keyptu það
annars staðar frá. — Var þá
ekki verið að tala um áætlun-
arbúskap?
Framleiðslugreinir þjóðarinn-
ar eru allar í óvissu með af-
komu sína. Togararnir munu
skrölta meðan þeir eru að veiða
þann ufsa, sem samið er um
sölu á, en svo veit enginn lengra.
Fyrir skömmu birti ég grein-
arkorn í Tímanum um orðu-
veitingarnar, krossaregnið, sem
steypist yfir réttláta og rang-
láta í landi voru við þénanleg
tækifæri.
Síðan þá hefir mér gefizt
kostur á að skyggnast í forseta-
bréf og reglugerð lútandi að
krossafaraldrinum, sem nefnt
er „forsetabréf um starfsháttu
orðunefndar".
Af þessum plöggum sést, að
forsetinn, sem nefndur er í
þessu starfi ^.stórmeistari",
getur krossfest borgarana upp
á sitt eindæmi, og án þess fyrir
liggi um það tillaga frá orðu-
nefnd. Mælt er fyrir um, að
orðuveitingar skuli að jafnaði
fara fram 17. júní og á nýárs-
dag. Ekki skuli veittar fleiri en
sjö orður í hvert skipti, en alls
mega þeir vera allt að tuttugu,
sem djásnið öðlast ár hvert. —
Ræður þá forseti yfir allt að
sex krossum, íhlutunarlaust, á
eigið eindæmi.
Sést þá, hversu hér er djúpt
tekið í árinni, þegar fiskaðir eru
20 menn úr þjóðinni árlega í
þessu skyni — þeir metnir og
vegnir, og viðurkennd eða í-
mynduð störf þeirra. — Og
greinargerðin síðan látin gjalla
í útvarpinu.
Eftir sömu hlutföllum ættu
Danir til dæmis að úthluta hátt
á sjötta hundrað krossum,
Norðmenn litlu færri, Svíar
drjúgum meir — að ekki sé
minnzt á stóru ríkin.
Síðari árin hafa ýms félög og
stofnanir apað þetta eftir rík-
inu, og eru nú tekin að sæma
menn „medalíum“ einhvers kon-
ar. Ef mig minnir rétt sló eitt
stjórnmálafélagið í Reykjavík
(Vörður) tvær mannskepnur
sínar til nokkurs konar riddara
eða „medalíumanna." — Fleiri
félög hafa nú fengið þess konar
„útbrot.“
íþróttamenn, sem lifa á
keppninni eftir meti I vissum
tegundum íþrótta og fimleika,
þurfa hins vegar að hafa ein-
hvers konar menjagripi til út-
býtingar methöfum sínum. —
Þar þarf heldur ekki að deila
um úthlutunina. — Þar er fyr-
irfram ákveðið, að fremsti kepp-
andinn skuli öðlazt verðlauna-
gripinn. — Þar þarf því enga
greinargerð í hálfgildings af-
sökunartón til birtingar í blöð-
um og útvarpi.
Einhverjir kaupstaðanna eru
Það hefir ekkert verið ákveðið
um verðlagsmál landbúnaðar-
ins og horfur á að vísitölunni
verði hleypt um meira en 20
stig.
Og mennirnir, sem tekið hafa
að sér að leysa vándann hér
reita hverjir aðra og svívirða.
Forsætisráðherrann er barinn
og það er sparkað í varaformann
flokks hans, borgarstj órann í
Reykjavík, og jafnvel kvenfólk
hárreitir hann.
Þetta eru ávextir þess stjórn-
arsamstarfs, sem Mbl. hefir
blessað og barizt fyrir.
„Sjá hér hve illan enda“ —
Hverjir skyldu það vera, s'em
eru meinsmenn þjóðfélagsins?
Tíminn mun halda áfram að
skýra þjóðinni frá því, hvað
gerist í þessum málum og hvern-
ig þróunin heldur áfram. Hann
heitir á hvern hugsandi mann
að leggja sig fram um að kynna
sér ástandið og endurskoða af-
stöðu sína með einlægni og al-
vöru.
nú teknir að kjósa svonefnda
heiðursborgara, og getur það
orðið nokkuð vafasamur leikur.
— Mjög fáir bæir hafa enn sem
komið er, tekið upp þennan
hátt, og víst fremur varlega far-
ið í sakirnar hjá þeim.
Þá hafa og nokkur landsfélög
svo sem Búnaðarfélagið, Fiski-
félagið, og óefað fleiri, kosið
heiðursfélaga. Oftar hafa víst
verðleikamenn hlotið þann til-
ætlaða sóma, en stórar misfell-
ur hafa þó kunnugir menn séð á
sumum heiðursfélagakosning-
um þessara félaga. — Bótin er,
að hér hefir verið farið vægilega
að, tiltölulega fáir menn gerðir
að heiðursfélögum, og jafnan
liðið mörg ár á milli þeirra út-
nefninga. En jafnframt þykist
ríkið þurfa á 20 krossum að
halda til útbýtingar árlega.
Hér ber því allt að sama
brunni. — Ef orðudótið á ekki
að sökkva í svartakaf lítilsvirð-
ingar, verður vltanlega að tak-
marka hina árlegu krossatölu.
í því skyni að rökstyðja kross-
festingarnar, hefir orðunefndin
tekið upp þann hátt, að láta
greinargerð fylgja hverri út-
deilingu, og er sá sómi þulinn í
útvarpið.og prentaður I blöðun-
um.
Það er í senn skoplegt og hjá-
kátlegt.
Úr því að nefndin hefir leyfi
til að hengja krossa á menn, þá
þarf hún ekki að biðjast neinn-
ar velvirðingar á því tiltæki
frekar en stjórnarvöld, er þau
veita ákveðnum manni embætti,
— og raunar stundum af rang-
sleitni eins og kunnugt er.
Það er vitanlega hægt að tína
til hundruð af mönnum, sem
staðið hafa sómasamlega í stöðu
sinni, en allir slíkir menn eru
nytjamenn og sjálfum sér til
sóma. — Þeir eru líka einatt
miklu nýtari þjóðfélagsþegnar
en ýmsir krossaðir menn. —
þar fyrir er engan veginn sagt,
að þjóðfélagið eigi að hengja á
þá kross.
Orðum eða krossum ætti ekki
að útbýta nema sem eins konar
Eigi er vitað með vissu, hve-
nær Færeyjar byggðust, en það
var kringum 800. Landnáms-
mennirnir voru norskir. Fyrstu
árin eftir landnámið verða Fær-
eyjar að teljast fríríki. Æðsti
maður ríkisins var lögsögumað-
urinn eða lögmaðurinn. Þing
Færeyinga hét þá, eins og nú,
lögþing.
Árið 1035 urðu Færeyjar
norskt konunglegt lén, en fær-
eyskir höfðingjar höfðu þó áður
verið háðir Noregskonungum.
Færeyingar tóku kristna trú
árið 999 og urðu eyjarnar fyrst
eftir kristnitökuna sérstakt
biskupsdæmi, sem laut Niðarósi
í Noregi.
Öruggar heimildir eru til um
biskupsstól í Færeyjum frá því
á 11. öld og til siðbótarinnar.
Skömmu eftir siðbótina lagðist
biskupsstóllinn niður, og eyj-
arnar urðu prófastsdæmi, sem
verðlaunum fyrir framúrskar-
andi störf. — Mætti hugsa sér
tvenns konar reglur í þessu efni.
Annars vegar sem nokkurs kon-.
ar verðlaun fyrir ákveðin nytja-
verk eða helzt afrek í þjóðfélag-
ins þágu, þar sem fjárgreiðsla
kemur ekki til greina. Hins veg-
ar umbun fyrir óvenju vel rækt
störf fyrir þjóðfélagið, og lang-
an starfsdag, í embætti eða
öðru slíku, og þá að loknum
starfsdegi. Væri þá tilhlýðileg-
ast að nota einungis tvær teg-
undir krossa.
Fyrri tegundin yrði þá jafn-
an sjálfsögð handa erlendum
mönnur, er gerðu landinu stór-
greiða eða ykju sóma þess í
augum heimsins. Þar skyldi og
ekki binda sig við ákveðna tölu
til útbýtingar. Forseta og utan-
ríkismálanefnd er treystandi til
að fara þar hóflega í sakirnar.
Til innlendra manna ætti
einungis að útbýta tveimur
krossum; sínum af hvorri teg-
undinni. Þó skyldi ekki setja
fastar reglur um að tveimur
krossum skyldi ávallt útbýtt:
— Það væri á valdi forseta eða
þeirra, sem útbýtingarumráðin
hefðu.
Nú er krossum útbýtt út í blá-
inn, er óhætt að segja. — Sumir
menn á miðjum starfsaldri eru
„sæmdir krossi,“ eins og kallað
er. — Embættismenn, sem setið
hafa í hálaunuðum embættum,
ríkið hefir hlaðið undir alla
vega, og oft síðan öðlazt há
eftirlaun án þess að marka nein
spor í þjóðlífið, eru „stórkross-
aðir.“ Mætti nefna álitlegan
hóp af mönnum, bæði lífs og
liðnum, sem hafa verið þannig
stimplaðir.
Ef hér væri um nokkurs konar
minnispening eða því um líkt
að ræða, sem forseti ríkisins
gæfi upp á sitt eindæmi, —
varðaði þjóðina yfirleitt ekkert
um, hvernig útdeilingunni væri
varið.
Athugandi er og hvort ekki
skuli taka upp þann hátt, og
breyta þar með orðufyrirkomu-
laginu. En á meðan þetta er
laut Björgvin. Árið 1380 samein-
uðust Danmörk og Noregur und-
ir stjórn Margrétar drottningar
og manns hennar, og fylgdu þá
Færeyjar Noregi í því sambandi.
Samband Noregs og Dan-
merkur breytti í fyrsíu engu í
sambandi Færeyinga og Norð-
manna, en smám saman jukust
skiptí Færeylnga og Dana, og
verzlunin komzt í danskar
hendur.
Þegar erfða- og einveldis-
stjórn komst á í Danmörku, lét
Friðrik III. hylla sig á þingi í
Þórshöfn. Sú hylling fór fram
hinn 14. ágúst 1662. Bendir þetta
á, að samband Færeyinga og
Norðmanna hafi eigi verið álitið
náið, er hér var komið sögu.
Árið 1709 komust Færeyingar
undir Sjálandsstiftamt. Fær-
eysk mál lutu þó annarri skrif-
stofu rentukammersins, en það
fjallaði um norsk málefni. Þetta
„í sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna."
M. J.
Til er sjóður, er ber nafnið
Menningar- og minningarsjóður
kvenna.
Ekki er hann gamall. Skipu-
lagsskrá hans var staðfest af
forseta íslands, herra Sveini
Björnssyni, síðari hluta ársins
1945.
Hann er nú að upphæð kr.
83000.00, og þegar búið að veita
úr honum kr. 9000.00 til styrkt-
ar konum, er stunda framhalds-
nám.
Hugmyndina um stofnun hans
átti hinn ötuli brautryðjandi
kvenréttindanna á íslandi, frú
Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Vildi
hún, þegar 1915, að byrjað væri
á að safna fé í þeim tilgangi að
efla menntun íslenzkra kvenna.
En það varð úr, að konur sneru
sér.þó að öðru verkefni.
En alltaf mun frú Briet hafa
haft áhuga fyrir þessari sjóðs-
stofnun, og skömmu fyrir andlát
sitt gaf hún kr. 2000.00, sem
verða skyldi fyrsti vísir að hon-
um.
Sjóðurinn var svo stofnaður af
Kvenréttindafélagi íslands og
skipulagsskrá hans samin af
nefnd úr því félagi í samráði við
börn frú Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur.
í skipulagsskránni segir svo
m. a.:
„Tilgangur sjóðsins er að
vinna að menningarmálum
talin nokkurs konar opinber
ráðstöfun, þótt verandi ríkis-
stjórn komi þar sem betur fer
hvergi nærri, þá verður að
leggja áhérzlu á, að orðurnar
verði ekki gerðar að marklitlu
glingri, spottgjörnum mönnum
til aðhláturs, alvörugefnum til
undrunar og gremju.
Til þess að koma í veg fyrir
slíkt, og eyða öllum hégóma,
sem slæðist í kringum orðufarg-
anið, verður að takmarka
krossaveitingarnar í samræmi
við það, sem hér hel'ir verið
bent á.
samband færeyskra og norskra
mála hélzt til 1814, er Noregur
sameinaðist Svíþjóð. Emdanleg-
ur aðskilnaður færeyskra og
norskra mála verður því ekki
fyrr en 1814.
Árið 1816 var hið þúsund ára
gamla lögþing Færeyinga lagt
niður og þar með einnig lög-
mannsembættið. Síðan hefir
ámtmaðurinn verið æðsti mað-
ur í Færeyjum og eyjarnar eitt
amt danska ríkisins.
Eigi að síður höfðu Færeyjar
alltaf sérstöðu innan danska'
ríkisins. Dönsk lög giltu ekki í
Færeyjum, nema ef þess var
sérstaklega óskað.
Lengi vel réði amtmaðurinn
því, hvaða dönsk lög skyldu
öðlast gildi í Færeyjum. í raun
og veru var því embættis-
mannastjórn í Færeyjum, þar
eð amtmaðurinn varð eins kon-
ar varakonungur. Fyrri hluti 19.
aldar varð þannig það tímabil í
sögu Færeyja, sem færeyska
þjóðin hafði minnst afskipti af
málefnum sínum. Er sveita-
stjórnir komust á i Danmörku
á árunum 1838—41, urðu Fær-
eyjar útundan, þar voru engar
sveitastjórnir. Þegar stjórnar-
skrá Dana var samin árin 1848
—49, áttu Færeyingar engan
fulltrúa á ráðstefnunnl, sem
samdi stjórnarskrána.
kvenna: a) með því að styðja
konur til framhaldsmenntunar
við æðri menntastofnanir, hér-
lendis og erlendis með náms-
og ferðastyrkjum. Ef ástæður
þykja til, svo sem sérstakir
hæfileikar og efnaskortur, má
einnig styrkja stúlkur til byrj-
unarnáms, t. d. í menntaskóla.
b) með því að styðja konur
til framhaldsrannsókna að
loknu námi, og til náms og
ferðalaga til undirbúnings þjóð-
félagslegum störfum svo og til
sérnáms í ýmsum greinum og
annarra æðri mennta. c) með
því að veita konum styrk
til ritstarfa eða verðlauna rit-
gerðir, einkum um þjóðfélags-
mál, er varða áhugamál kvenna.
Þó skulu námsstyrkir sitja í
fyrirrúmi meðan sjóðurinn er
að vaxa.“
Sjóðnum hafa borizt margar
gjafir og áheit. Mest era það
minningargjafir. Til minningar
um þær mæðgur Bríetu og dótt-
ur hennar frk. Laufeyju Valdi-
marsdóttur bárust margar gjaf-
ir. Ennfremur um frú Kristínu
Vídalín Jacobsen, frú Sigrúnu
Blöndal skólastj. á Hallorms-
stað og margar fleiri merkar
konur.
í skipulagsskránni er tekið
fram, að árlega skuli safnað fyr-
ir sjóðinn með merkjasölu og
hefir Kvenréttindafélag ís-
lands valið til þess 27. sept., fæð-
ingardag frú Bríetar Bjarnhéð-
irisdóttur. Verða því seld merki
í dag til ágóða fyrir hann,
bæöi hér í Reykjavík og víðar
um land. Treystir Kv. r. f. í.
því, að bæjarbúar bregðist vel
og að sem flestir kaupi merkin,
með því leggja þeir lið þörfu
málefni, stuðla að því að ís-
lenzkar konur, sem til þess hafa
löngun og hæfileika geti aukið
menntun sína og þá orðið fær-
ari til starfa fyrir þjóðfélagið.
Nóg er að gera. Alls staðar
vantar menntaða menn, konur
og karla. — í okkar litla þjóð-
félagi má ekkert gott efni fara
forgörðum. Allir þurfa að
menntast og mannast elns og
Er stjórnarskráin gekk í gildi
hinn 5. júní 1849 og einveldinu
var lokið, lá næst fyrir að semja
kosningalög. Danir urðu ekki á
eitt sáttir um, á hvern hátt Fær-
eyingar skyldu fá fulltrúa i
danska ríkisdeginum. Gegn
Vilja margra góðra Dana, t. d.
stjórnmálamannanna J. A.
Hansens og Tschernings. og
skáldsins Grundtvigs, samþykkti
ríkisdagurinn árið 1850 kosn-
ingalög fyrir Færeyjar. Danska
stjórnarskráin var þannig, án
þess að Færeyingar væru að-
spurðir, látin ganga í gildi í
Færeyjum,
í Færeyjum mætti þetta engri
teljandi andstöðu. Færeyingar
vissu ekki, hvað var að gerast
í Ríkisdeginum og einokunar-
verzlunin danska hindraði allt
samband við umheiminn.
Fyrsti ríkjsþingmaður Færey-
inga hét Níels Winther. Hann
átti sæti í þjóðþinginu (tilsvar-
andi neðri deild Alþingis).
Winther barðist fyrir þvi, að
lögþingið, sem nú skyldi endur-
reist, fengi aðalvaldið í fær-
eyskum málum. Margir frjáls-
lyndir Danir studdu þessa til-
lögu, en hún náði samt ekki
fram að ganga. Lögþingið fékk
aðeins mjög takmarkað ráðgef-
andi vald og sjálfkjörinn for-
maðUr þesa varð amtmaðurinn,
(Framhald á 4. slðu)
(Framhald á 4. síðu)
Ólafur Guimarsson kennarf:
*
Þættir úr sögu Færeyinga
I. Stjórnmálasagan.
Um þessar mundir er mikið rætt um kosningaúrslitin í Fær-
eyjum, sem komu Dönum, en ekki fslendingum, mjög á óvart.
Mun marga fýsa að heyra frekar um þá þróun, sem hefir leitt
til úrslitanna.