Tíminn - 11.10.1946, Síða 2

Tíminn - 11.10.1946, Síða 2
2 TÍMIMV, föstmlaginn 11. okt. 1946 185. blað Kristján Benediktsson: Almannatryggingar Kristján Benedsktsson, bóndi í Einholti, hefir sent Tímanum þessa grein um Tryggingarlögin. Hann bendir hér á hve mikill nefskattur iðgjöldin eru og í öðru lagi að miklar byrðjar eru lagðar á sveitafólk vegna skrifstofukostnaðar í Reykjavík, þar sem hver maður verður nú að greiða tugi króna árlega vegna skrifstofukostnaðar sjúkratrygginganna einungis. Föstudagur 11. oUt. Ég gerði það ekki! Það er alkunnugt fyrirbrigði, að kjarklitlir en óvandaðir pörupiltar, sem hafa gert eitt- hvað af sér og óttast réttmæta þykkju og eðlilegar ávítur reyna að koma sekt sinni og skömm á aðra. „Ég gerði það ekki,“ segja þeir. Þetta sannast nú á stjórnar- blöðunum. Nú treysta þau sér ekki lengur til að þræta fyrir að stefnl til stórvandræða, en mun- ur nokkur er á því, hvernig þau bregðast við, þó að úrræðaleys- ið sé svipað hjá þeim öllum. Mbl. og Alþbl. eru ósköp vælu- leg og segja: „Ég gerði það ekki. Það fór sjálft.“ En Þjóðviljinn er forhertur og segir: „Þetta er allt að kenna skömminni hon- um Jóni Árnasyni í Landsbank- anum. Ef hann bara vildi lána eins og við segjum honum, þá færi allt vel. Þá fengju allir ó- dýrar og vandaðar íbúðir. Þá gætu útvegsmennirnir gert út með hagnaði og allir haldið á- fram að græða.“ Þetta er samandreginn kjarni þess, sem Þjóðviljinn hefir sagt ura innanríkismal undanfarna daga, en vitanlega fer rnest af rúmi hans undir fréttir frá Moskvu. Það er bersýnilegt að Sósíalistaflokkurinn virðist á- kveðinn í því að hylja misgjörð sína undir kápu Jóns Árnason- ar. Nú er í fyrsta lagi svo að Jón Árnason ætti ekki a? vera ein- ráður í Landsbankanum, og miklir aumingjar mættu það vera, sem þar eiga til að gæta með honum, ef hann kuðlaði þeim öllum skilmálalaust í vasa sinn. Svona gaspur er næsta gagnslítið. Væri hér um sekt að ræða, þá bitnaði hún engan veg- inn á Jóni Árnasyni einum heldur þeim öðrum sem fara með stjórn Landsbankans og þeim sem hafa fengið þessum mönnum valdið. En hvenær hef- ir Þjóðviljinn skýrt frá því að hans menn hafi gert ágreining í Landsbankaráði eða Lands- bankanefnd? Það er auðvitað bæði rétt og skylt að gagnrýna stjórn Lands- bankans eins og aðrar nefndir og stofnanir, en gera ætti það með rökum fremur en hrópi. Og gæta verður þess, að jafnframt því, sem Landsbankinn á að beina fjármagni þjóðarinnar á þær brautir, sem almannaheill krefst, ber hann ábyrgð á spari- fé því, sem honum er trúað fyrir að varðveita og ávaxta. Ef bankastjórn freistast t. d. til þess, að veita ofmikið fé í ó- þarfa verzlun fremur en nauð- synlegan atvinnurekstur, vegna þess, að hinn þjóðholli atvinnu- rekstur er áhættusamur tap- rekstur en glingurverzlunin arð- viss og ábatasöm, þá er það lög- gjafarvaldsins sök, að hafa ekki gert við því í tíma. Stjórn Landsbankans hefir ekki í hendi sér að sigra verð- bólgludrauginn. Hún gæti að sönnu lánað sparifé þjóðarinn- ar í byggingar, sem enginn get- ur borgað, skip, sem aldrei renta sig, og atvinnurekstur, sem aug- ljós hætta er á að stöðvist. Þannig mætti lengja gálga- frest gálausrar þjóðar um nokkra mánujði, en hættunni væri á engan hátt bægt frá bæjardyrunum. Og það er fram- hald þeirrar stefnu, sem Ólafur og Brynjólfur hafa markað. Fyrst að eyða hinum almenna Almannatryggingarlöggj öf in er nú þegar að ganga í gildi, eða um næstkomandi áramót að mestu leyti. Er því að sjálf- sögðu rétt að almenningur fari að gjöra sér ljóst, hvað hér er að gjörast og hvernig trygging- arnar muni verka í framkvæmd. Að sjálfsögðu fagna allir al- manna tryggingum og því ör- yggi sem þær eiga að veita þegnum þjóðfélaganna, en þá er að gjöra sér grein fyrir á hvern hátt okkar tryggingar- löggjöf verkar í því efni. Ég mun taka hér fátt eitt til at- hugunar: 1. í bréfi tryggingarstofnun- arinnar til sýslumanna lands- ins um einstök atriði laganna og áhrif þeirra 1 heild á hag sveitarfélaganna segir svo í þriðja lið: „Gjört er ráð fyrir að bóta- greiðslur samkvæmt II. kafla laganna, leiði til þess, að fá- tækraframfærsla vegna elli, ör- orku, fyrirvinnuskorts og ó- megðar falli að mestu leyti nið- ur o. s. frv.“ Þessu get ég verið samþykkur svo langt sem það nær, en fá ekki sveitarfélögin annað fólk til framfærslu, sem bjargast mundi án sveitarhjálpar, ef ekki þyrfti að greiða eins hátt tryggingargjald og lög þessi gjöra ráð fyrir? Við skulum taka dæmi er ég þekki og ég veit að fleiri þekkja ekki svo fá, að foreldrar, sem eru að koma upp stórum barna- hóp þurfa að greiða sln vegna á öðru verðlagssvæði á ári kr. 138,00 Þau hafa þrjú börn á aldrinum frá 16 til 20 ára, og við gjörum ráð fyrir að tvö séu piltar — 216,00 og ein stúlka .......— 84,00 og leyfist okkur ekki að áætia, að þessi sömu hjón hafl að minnsta kosti eltt foreldri á aldrinum 60 til 67 ára ............ — 108,00 Samtals sem heimilið þarf að greiða .... kr. 546,00 og með vísitölu 290 verður upphæðin kr. 1583,40 Þetta er ekki lítil upphæð til árlegfar greiðslu og gjörir stórt skarð í tekjur bóndans og er gróða, og það er búið. Næst er að eyða sparifénu, hvar sem í það næst. Svo er að selja skip og önnur framleiðslutæki úr landi, til að lengja gálgafrest ábyrgð- arleysisins um nokkra mánuði. Það er svona stjórnarstefna, sem kennd er við Sardanapul, Lúðvík 16. og slíka menn. Þar hafa stjórnmálaleiðtogar ís- lendinga, Ólafur Thors, Ásgeir Ásgeirsson, Brynjólfur Bjarna- son o. fl. fundið sér fyrirmyndir við sitt hæfi. Það, sem nú verður að gera, er að skapa íslenzkum atvinnuveg- um þann grundvöll, sem þeir geta staðið og starfið á. Við það s'arf mun Jón Árnason áreið- anlega reynast liðtækari maður en blaðurtungur Þjóðviljans, meðan þær temja sér einkum ábyrgðarleysi. ekki ver farið en heima setið, ef þetta, sem á að verða ör- yggi fyrir lífsafkomu fólksins verður til þess að gjöra hér um talaðan bónda og marga slíka hjálparþurfandi vegna þessarar greiðslu og mér er alveg sama hvort það mundi kallast fram- færslustyrkur eða ekki. Sjálfs- bjargarhvöt fjölda manna er það sterk, að sómatilfinning þeirra er særð með því að þurfa að leita til sveitar sinnar til að inna þessa greiðslu af höndum. Ef einhver vildi rengja að svona mikil upphæð til trygg- inganna geti lent á einu litlu heimili þá get ég til viðbótar sagt ykkur að heimili mitt er svo skipað fólki nú og hefir oft áður verið, að því bæri að greiða samkvæmt tryggingar- lögunum miðað við vísitölu 290 á þriðja þúsund krónur á ári, og geta kunnugir borið um hve mikill hluti tekna heimilisins hyrfi á þann hátt, og svo kemur upphæð sú, er heimilin þurfa að bera vegna trygginganna í gegn um útsvör i sveitarsjóð, og ef ýmsir skefast úr leik með að greiða útsvör vegna persónu- gjaldsins til tryggingarinnar, þá getur orðið nokkuð þungur bagginn á þeim, sem upp úr standa og mikið má það heita, ef þeirra bak ekki bognar eða brestur. Ég bið afsökunar ef ég skildi mála þetta of svart, og ég mundi þakksamlega taka upplýsingum, sem sýndu mér rök fyrir því að þetta yrði í framkvæmd eitthvað hagkvæm- ara en ég hefi gjört mér í hugar- lund, því ég ann tryggingunum í sjálfu sér. Það sem ég finn trygging- unum mest til foráttu er þetta: í fyrsta lagi, hefði mátt í byrjun, hafa bæturnar lægri, sem greiddar eru til þeirra Framh. Um tónlistina er það að segja, að iðkun hennar og kynning hefir verið bundin mjög mikl- um erfiðleikum, og er sízt und- arlegt, þó að skilningur á henni sé takmarkaður og dómar um hana oft hæpnir og lítið mennt- andi. En með útvarpinu hefir skapazt sérstök aðstaða til efl- íngar tónlistarmenningu lands- manna, en engan dóm skal ég á það leggja, hversu það hefir tekizt og hverjar horfur séu þar um í framtíðinni. Ég er lítt fróður um tónlist og tónlistar- mál, en dylst það þó hins vegar ekki, að margt af því, sem í tónum er boðið þjóðinni í út- varpinu, er á borð við hina væmnu og launklæmnu ástar- reyfara, sem sum blöðin hafa stundum boðið lesendum sínum sem neðanmálssögur, og ýmsir bókaútgefendur sótzt eftir að gefa út. Vísa Arnar skálds Arn- arsonar: Aumingja kötturinn úti, hefir mér stundum dottið í hug, þegar ég hefi heyrt þessa tóna í útvarpinu. Er óskaplegur og að mér finnst ósanngjarn tryggðu, það var alltaf hægt að hækka þær upphæðir, ef vel gekk. f öðru lagi og þar legg ég aðaláherzluna á, að persónu- iðgjaldið á ekki að vera svona hátt, ríkið á að bera meira, með því móti er hægra að ná til að láta breiðu bökin bera meira, en þá sem aðeins berjast í bökkum með lífsafkomu, það er miklu nær samhjálparvilja hinna íslenzku þegna, að láta hinn almenna sjóð, ríkissjóðinn, bera aðalþunga trygginganna, og þá einnig sveitarfélögin sinn bróðurpart, heldur en þrautpína þegnana með persónugjaldi, nefskatti, sem lagður er á fólkið án tillits þess hvort hlutaðeig- andi hefir erfiða aðstöðu eða ekki. Nú er Alþing þegar að setjast á rökstóla. Mér sýnist að þær breytingar, sem það ætti nú þegar að gjöra á tryggingarlög- gjöfinni séu þessar: 1. Það ætti að lækka yfirleitt persónugjald hinna tryggðu, en færa meira yfir á ríkissjóðinn. 2. Það ætti algjörlega að sleppa unglingum frá 16—18 ára við persónugjald meðan unglingarnir eiga ekkert til, það gjald kemur að sjálf- sögðu á foreldrana. 3. Það ætti einnig að sleppa við persónu- gjald fólki frá 60—67 ára. Þetta fólk, sem venjulega er slitið mjög, jafnvel þótt það hafi sæmilega heilsu. Þetta fólk, sem hefir í flestum tilfellum slitið kröftum sínum við að ala upp fólk, byggja varanlegar bygging- ar og bæta jarðirnar, sem allt er gjört fyrir framtíðina. Þetta er tryggingarsjóður fyrir framtíð- ina, en verður ekki gripið til, til persónugjalds fyrir umrædda einstaklinga til tryggingarstofn- unar ríkisins. Þetta fólk á aldr- inum 60—67 ára er oft gjald- eyrislítið og er á þessum árum að hreiðra um sig í horninu hjá vandamönnum, og kemur því tryggingargjaldið óbeint á vandamennina, hvort þeir eru veikir eða sterkir efnalega. Fólkinu á aldrinum 60—67 ára munur gerður á því, hvort kattarkvikindi túlkíar okkur í tónum sína frumstæðu þrá fyrir utan gluggann okkar — með öllu ókeypis — eða hvort við fáum að heyra slíka tóna leikna á hljóðfæri, þeir látnir okkur í té gegn ákveðnu gjaldi á ábyrgð hins íslennka menn- ingarríkis — og jafnvel lofræð- ur látnar fylgja. Þykir mér sýnt, að ekki muni vandhæfni að finna auðskilin lög — og það jafnvel danslög — þó að ekki sé seilzt mjög áberandi inn á hvatasvið og tónstiga okkar mjög kæru og þörfu húsdýra. Mér virðist þarna um ekki ósvip- uð mistök að ræða hjá okkur í viðleitni okkar til að fylgjast með umheiminum, eins og þegar ýmsar íslenzkar meyjar lentu út á þá refilstigu í hinni annars ágætu fegrunarlist, að auðskýrt mun vera, hversvegna hermenn, kunnugir vissum götum og hverfum erlendra stórborga, ihafa gerzt svo djarfir að víkja kunnuglega að þeim á götu, þó að þeir hafi þær ekki áður aug- um litið. Vörumerki er vöru- á að sleppa við persónugjald til trygginganna. Þótt það ákvæði haldist, að það ekki fái greidd ellilaun fyrr en eftir 67 ára ald- ur. Sama er að segja um ungl- ingana frá 16—18 ára. Þeir eiga einnig að vera í nokkurs konar millibilsástandi þessi tvö ár, í milli þess að greiddar sé þeirra vegna fjölskyldubætur og þess að greiða persónugjald. Þetta sem ég hefi skrifað hér er miðað við annað verðlagssvæði og við sveitir, þar sem ég er kunnugur. Aðrir geta út frá því skoðað málið frá sínum bæjar- dyrum. 2. atriði sem ég vildi gjöra hér að umtalsefni er atriði í 11 gr. almannatryggingarlaganna, þar sem rætt er um hlutverk trygg- inganefnda, þar sem gjört er ráð fyrir að tryggingarnefndir „bendi á atriði er mættu verða til sparnaðar í rekstri trygg- inganna". Ég er í engum vafa um að tryggingarnefndir í sveit- um landsins munu gjöra allt, sem í þeirra valdi stendur, til að gjöra rekstur trygginganna sem ódýrastan. En við komum þarna að dálítið viðkvæmu at- riði, sem er spurningin sú, hvað mikið af því fé sem greitt er frá einstaklingum, sveitarfélögum og ríki til almannatrygginganna, fer til þess að halda við skrif- stofubákni í Reykjavík vegna trygginganna. Við sem í sveit- um landsins búum og vinnum að jafnaði 10—12 stundir á sól- arhring, hvað þurfum við mörg að greiða persónugjald. til að launa skrifstofufólk í Reykjavík vegna trygginganna, skrifstofu- fólki sem hefir 4. stunda vinnu- dag. Er þar gætt hins ýtrasta sparnaðar? Erum við ekki þarna enn sem áður að flytja stórfé til Reykjavíkur af öllu landinu á þann blett sem dýrtíðin er mest og safna þangað fólki til at- vinnu um eitt skrifstofubáknið enn, til að dreifa þessu sama fé út um land aftur, hve mikið af þessu fé mun síast burt á þenn- an hátt í aðra farvegi en þann eina, sem þetta er greitt til, al- mannatryggingarinnar. Það er gott að almennnigur geri sér ljóst um þessi atriði, og ég vil mega mælast til þess við hina mætu menn sem mælast til sparnaðar af tryggingarnefnd- um að þeir gjöri sér og almenn- ingi ljóst hve dýr muni verða merki, eins á íslandi og annars staðar, hugsa þeir — og þykjast vonsviknir og illa leiknir, þegar I þeir komast að raun um, að þeir hafa 'verið gabbaðir. Ann- ars er það orðið fullséð, að ekki skortir íslendinga tónlistargáf- ur — og ótrúlega margir góðir söngmenn eru hér til, enda stór- hugur ríkjandi i söngmálum og tónmennt. Myndlistin hefir þegar náð hér á íslandi ótrúlegum þroska, svo ung sem hún má þó teljast. Á myndlistarsviðinu eigum við ekki einn eða tvo — heldur milli tíu og tuttugu — núlifandi menn, sem mundu teljast hlut- gengir hjá hvaða menningar- þjóð sem væri — og einstaka vera viðurkenndir meistarar, ef þeir hefðu notið þeirrar kynn- ingaraðstöðu, er skapazt hefir í hóp efnaðra listvina og list- elskra blaðamanna hjá miljóna- þjóðunum í menningarlöndum Evrópu, sem á þessu sviði eru ennþá á undan hinum nýja heimi, þó að Ameríka — eða nánar til tekið Bandaríkin — hafi um hríð haft forystuna í bókmenntum heimsins. En dómar um myndlist hafa yfir- leitt — með sárafáum undan- tekningum — verið hinir fárán- legustu — vart nokkur list, sem hér hefir átt við annað eins að búa. Hér á landi er sem sé varla Saltfiskframleiðendur vilja stofna alþjóða- skrifstofu Dagana 23.—26. september var haldin í Bergen ráðstefna helstu þjóða, er framleiða saltfisk. Af hálfu íslands sátu ráðstefnu þessa þeir Stefán Þorvarðsson, sendiherra, og Kristján Einars- son, forstjóri. Að ráðstefnunni lokinni var gefin út eftirfarandi tilkynning: „Á fundi saltfiskframleiðenda, sem haldinn var í Bergen 23.— 26. september 1946 í framhaldi af umræðum, sem fram fóru í London 1939 voru mættir full- trúar frá Canada, Danmörku, Færeyjum, Frakklandi, íslandi, Nýfundalandi, Noregi og Stóra- Bretlandi, bæði fulltrúar fisk- framleiðenda og ríkisstjórna, svo og fulltrúi frá matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna. Tillögur þær, sem samþykktar voru á Lundúna- fundinum 1939, voru staðfestar og ákveðið að leggja drög að stofnun alþjóða skrifstofu salt- fiskframleiðenda svo fljótt sem auðið er. Var samþykkt að skrif- stofan skyldi eiga aðsetur í London og hafa með höndum söfnun hagfræðilegra upplýs- inga varðandi framleiðslu, birgðir, innflutning og útflutn- ing saltfisks, og einnig yrði henni falið að dreifa almennum og sérstökum upplýsingum varð- andi saltfiskframleiðslu meðal útflytjenda hinna ýmsu landa. Fundurinn styður áskorun 2. þings matvæla- og landbúnað- arstofnunar sameinuðu þjóð- anna, sem haldin var nýlega í Kaupmannahöfn, um að fram- leiða eins mikið og hægt er af fiskiafurðum, stuðla að aukinni neyzlu þeirra og örari drelf- ingu“. rekstur tryggingarstofnunarinn- ar og á hvern hátt það yrði hagkvæmast og ódýrast rekið. Vilja ekki fjórðungsþingin eða fjórðungssamböndin láta þetta eitthvað til sín taka. Væri ekki hagkvæmara að reyna að beina straumi peninganna og starfi fólksins í sambandi við trygg- ingarnar, á fleiri staði í landinu en þann eina sem dýrastur er. 25. sept. 1946. Kristján Benediktsson .. Vinniff ötullega fyrir Tímann. nokkur maður, utan hóps mynd- listarmannanna sjálfra, sem hafi kynnt sér að nokkru ráði þau tæknilegu grundvallarlög- mál, sem öll myndlist lýtur, og þeir litlu fleiri, sem hafa séð mikið af list og það verðmætt, að þeim hafi gefizt kostur á að fá þar nokkuð samfellt yfirlit, er geti skapað verulegan list- þroska. Allur þorrinn af þeim, sem hér hafa látið ljós sitt skína yfir myndlistinni, hefir rétt að- eins skotizt inn í myndasöfn á Norðurlöndum eða í Bretlandi, en annars ekki séð nein mynd- listarverðmæti önnur en þau, er orðið hafa til hér á landi síð- ustu fjörutíu árin, og vegna skorts á sýningasölum og mál- verkasafni hafa þeir oftast séð þessi listaverk á strjálingi, sem ekkert yfirlit gefur. Um málara þá, sem um íslenzka list hafa skrifað, er aftur á móti það að segja, að þeir hafa virzt of stefnubundnir og ekki nógu víð- sýnir, verið haldnir svipaðri veilu og t. d. hinir bókmennta- legu spámenn stjórnmálaflokka, sem frekar ættu að heita trú- arflokkar. Verður og ærið oft, að aumasti klíkuskapur komi til greina í myndlistardómun- um — og manni gæti dottið í hug að kjörorðið væri stundum: Því fávíslegra, því frægilegra. Framh. Gubmundur Gíslason Hagalín: Nokkur orð um listir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.