Tíminn - 18.10.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1946, Blaðsíða 2
2 TtMUVX, iöstndagiim 18. okt. 1946 190. blað Föstudagur 18. oht. ÞEIR BRUGÐUST ÞJÓÐINNI ALLIR Löngum er það háttur lítilla manna að kenna hverjir öðrum um, þegar illa fer. Mjög sannast þetta nú á mörgum stjórnar- sinnum. Klögumálin ganga á víxl og hver sakar annan um svik og klæki. Og deilan er um það, hverjir hafi brugðizt stiórnarstefnunni. Því að ennþá virðast þeir ætla að halda því fram, að stefnan hafi verið góð og það sé bara fyrir svik vondra manna, að ekki er allt í- bezta lagi. Það er ömurlegt að heyra sví- virðingar þær, sem þeir bera nú hver á annan, mennirnir, sem i vor gengu til kosninga, sem svarnir fóstbræður með gagnkvæmum stuðningi og skip- uðu sér í mikinn samkór til að blekkja þjóðina og draga á tál- ar. Samskiptum þeirra Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar svipar helzt til þess, sem þeim Ribbentrop sáluga og Mólótoff fór á milli, þó að lokaþátturinn sé ennþá eftir hér og því ekki séð sögulokin. — En helzt er nú að heyra á Þjóðviljanum, sem hann vilji hafa réttarhöld að rússneskum hætti af þessu til- efni og óspart talar hann um skemmdarstarfsemi, fjandskap við þjóðina, menn sem vilji hrun o. s. frv. Tíminn -hefir jafnan spáð illa fyrir ríkisstjórninni og séð að hverju fór. Málpípur hennar hafa hlegið að varnaðarorðum hans, skopast að öllum þeim úr_ ræðum, sem flestar siðaðar þjóð- ir hafa gert til að halda fjár- málakerfi sínu í heiðarlegum skorðum og hvatt menn til að lifa í glaumi líðandi stund- ar við ábyrgðarlaust andvara- leysi. Tíminn heldur ekki að þetta hafi verið gert til þess, að gera þjóðinni bölvun, þótt það verði óhjákvæmilega til þess. Hitt mun sönnu nær, að stjórn- arliðar hafi freistast til þess að segja og gera það, sem þeim virtist líklegt til vinsælda í bili, þrátt fyrir það, að þeir sæju sjálfir, að því hlytu að fylgja ill eftirköst. Sumir hinna stærri spámanna stjórnarliðsins hafa beinlínis og blákalt gert ráð fyrir öngþveiti síðar meir, eins og Ásgeir Ásgeirsson t. d. Slíkir hafa því ekki skammsýni og fákænsku sér til málsbóta. Skýr- ingin á framkomu þeirra er lítilmennska þeirra og vesal- dómur og sú tilhneiging að fljóta sofandi með straumnum, þó að þeir viti hann bera sig að feigðarósi. Þeir eru engir menn til að segja þjóðinni sannleik- ann, þó að þeir sjái hann og tæpi á honum þegar þeim finnst að nógu fáir heyri til. En mikið er auðnuleysi slíkra manna, ef þeim eru fengin forystustörf og framkvæmda- stjórn þjóðfélagsins. Og illa er því fólki farið, sem gerizt svo gæfulaust að velja sér slík vesalmenni að fulltrúum og framvörðum. Ríkisstjórnin hefir brugðizt þeirri skyldu að vara við þeirri hættu, sem hún vissi að var framundan. Hún freistaðist til að afla sér kjörfylgis með því að telja þJóðinni trú um, að eyðslutímar og óhófslíf, sem stofnað var til með því að eyða erlendum gjaldeyri þjóðarinnar gálauslega á skömmum tíma. Frá því eru nú þessir ólánsmenn Innflutningur á lyfjavörum Athugasemd frá Viðskiptaráði íslenzkir fim.ieikam.enn heimsækja Bretland Apótekarafélag íslands hefir á nýafstöðnum aðalfundi sín- um samjjykkt áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að gefa út nú þegar frílista yfir nauðsyn- leg lyf, hjúkrunargögn og um- búðir. Er í greinargerð fyrir samþykktinni deilt á Viðskipta- ráð fyrir drátt á leyfisveiting- um fyrir vörur þessar og enn- fremur að það hafi synjað um- sóknum í þessu skyni. — í til- efni af þessu vill Viðskiptaráð taka þetta fram: 1. Frá því að Viðskiptaráð var stofnað og fram á haust 1945 var innflutningur á lyfjum og hjúkrunargögnum nálega frjáls. Á þessu tímabili má segja að ekki hafi verið synjað um leyfi fyrir þessar vörur, ef sam- tímis lágu fyrir upplýsingar um að þær fengjust afgreiddar innan hæfilegs tíma. Síðari hluta árs 1945 hafði dollaraeign landsmanna minnk- að all verulega, svo að sýnt var, að ekki varð hjá því komizt að draga úr innflutningi vara, sem greiða þurfti í dollurum. 2. Viðskiptaráði er vel ljóst, hve mikilvægt það er, að ekki sé heftur innflutningur á nauð- synlegum lyfjum, enda telur Viðskiptaráð, að það hafi ekki verið gert fram yfir það sem brýn þörf var á. Þannig hefir Viðskiptaráð 1) framlengt öll lyfja- og hjúkrunargagnaleyfi frá fyrra árl, 2) gert tvær heildarúthlutanir á lyfjum og að reyna að leiða athygli fólks- ins, með því að skammast inn- byröis og brigzla hver öðrum um svik. Þeir mættu spara sér þessar ræður um það, hverjir hafi brugðizt stjórnarstefnunni. Þeir hafa allir brugðizt þjóð- inni. Það var stjórnarstefnan. Hún var svik við þjóðina. hjúkrunargögnum frá Banda- ríkjunum það sem af er þessu ári, og 3) veitt reglulegum inn- flytjendum lyfja óhindraðan innflutning á lyfjum frá öllum þeim löndum sem taka greiðslu í sterlingsgjaldeyri. 3. Til sönnunar því, að Við- skiptaráð hafi sýnt fullan skilning á innflutningsþörf landsmanna í þessum efnum, fer hér á eftir skýrsla, er sýnir leyfisveitingar í þeim þremur flokkum (lyfjavörum, hjúkrun- argögnum og læknatækjum), sem hér koma til greina. Skýrsl- an nær yfir þrjú ár og er mið- uð við 30. sept. hvert ár. ekkert kemur lyfjaþörf lands- manna við“. í tilefni af þessu vill Viðskiptaráð taka fram, að skipting dollaraleyfanna milli innflytjenda hefir verið gerð í hlutfalli við leyfisveitingar til þessara sömu aðila árin 1944 og 1945. Virðist þetta ekki ósann- gjarnt og ekki heldur óhagstætt fyrir apótekarana, þegar þess er gætt, að innflutningur lyfja þessi tvö ár var nálega frjáls og óhindraður eins og áður segir. Um það í hvað lyfjaleyfin hafi farið, vill Viðskiptaráð segja þetta: Það skal játað, að Við- skiptaráð hefir ekki góða að- Lyfjavörur, hjúkrunargögn og lækningatæki: Ný og framl. leyfi frá 1/1,—30/9. ’44 Ný og framl. leyfi frá 1/1.—30/9. ’45 Ný og framl. leyfi frá 1/1,—30/9. ’46 í framhaldi af skýrslu þessari má á það benda, að í greinar- gerð Apótekarafélagsins segir orðrétt: „Einnig hefir það kom- ið í ljós, að heildarfjármagn það, sem Viðskiptaráð hefir veitt til lyfjakaupa árið 1945, hefir að dómi félagsins verið nægilegt til þess að fullnægja lyfjaþörf landsins". — Við- skiptaráð lætur í þessu sam- bandi nægja að vekja athygli á, að í ár er búið að veita leyfi fyrir rúmlega 1 milj. króna hærri upphæð en gert hafði verið á sama tíma 1944. Þetta bendir því ekki til, að illa hafi verið séð fyrir lyfjaþörf lands- manna.að því er til kasta Við- skiptaráðs kemur. 4. Á öðrum stað í greinar- gerð Apótekarafélagsins segir ennfremur: „En þá vaknar sú spurning í hvað leyfin hafi far- ið, sem Viðskiptaráð þannig hefir veitt. Oss er kunnugt um að mikið af þessum leyfum hefir farið til annarra manna en apótekaranna, og hafa verið misnotuð til innflutnings, sem í doll. 1 pundum Samt. .. Kr. 2.982.450 156.127 3.138.577 .. — 2.525.868 1.056.106 3.581.974 .. — 2.196.107 2.400.389 4.596.496 stöðu til að dæma um þýðingu einstakra lyfja. Verður það í því efni að treysta á kunnáttu og heilindi þeirra, sem leyfin fá. Það er því miður ekki hægt að neita, að stundum hefir Við- skiptaráð orðið fyrir vonbrigð- um í þessu efni. T. d. skal á það bent, að í maí s. 1. sótti einn af stjórnarmeðlimum Apótekarafé- lagsins um leyfi á ormalyfi fyrir sauðfé fyrir allháa upphæð frá Ameríku. Umsókn þessari var synjað en jafnframt bent á, að Rannsóknarstofa Háskólans og Tilraunastöðin á Keldum teldu lyf þetta fáanlegt eftir þörfum frá Bretlandi. Þrátt fyrir þetta hefir Viðskiptaráð nú fengið vitneskju um, að framangreind- ur aðili hefir flutt umrætt ormalyf inn frá Ameríku fyrir nálega kr. 40.000,00 og notað til þess lyfjaleyfi sem m. a. gildir fyrir penicillin, sulfonamidlyf o. fl. Reykjavk, 16. október 1946. ✓ Viðskiptaráff. Á síffastl. sumri fór úrvals fimleikaflokkur karla úr K. R. í fim- leikaför undir stjórn Vignis Aandréssonar til Bergen, Oslo, Stokk- hólms, Gautaborgar, Kaupmannahafnar, Lundúna og Edinborg- ar. Fararstjóri var Bjarni Guðmundsson blaffafulltrúi. Stóff ferff- in yfir allan júnímánuff og fram í júlí. Vakti flokkurinn hvar- vetna hina mestu athygli og var framkoma hans landinu til hins mesta sóma. Var getið lofsamlega um hæfni þessara efni- legu íþróttamanna, þar sem þeir sýndu. Fer hér á eftir í íslenzkri þýffingu grein, er birtist um fimleikaflokkinn í brezka íþrótta- blaffinu „AU Amateur Athletics", sem er þekkt iþróttablaff í Suffur-Englandi. Sexmenningarnir á „kistunni.“ _ íslenzki fimleikaflokkurinn, sem hér var í heimsókn í lok júnímánaðar, var sendur hing- að af íslenzku þjóðinni í vin- áttuheimsókn. Erlend stjórnar- völd hafa þá venju að senda slíka flokka, en aldrei hefir vin- veitt þjóð sent jafn ágætan hóp fulltrúa, eins og þessir menn frá litlu eyjunni í norðurhöfum eru. Orðstír þeirra sem íþrótta- (FramhalcL á 3. síöu) Ólafnr Guniiarssoii, kennari: Ferðafélag Islands Ferffafélag íslands mun nú vera fjölmennasta félag lands- ins. Vinsældir þess fara stöffugt vaxandi, enda hafa fogrgöngu- menn þess gert sér far um aff vanda til ferðalaga eigi síður en hinna eiginlegu árbóka félagsins. í sumar gafst tíðindamanni blaðsins kostur á að ferðast með hóp manna frá Ferðafélag- inu um hluta Norður- og Aust- urlands. Frarstjóri þess hóps var Hallgrímur Jónasson kenn- ari. Þessi hópur var í 12 daga ferð um Norður- og Austurland. Var eins og allar góðar vættir hefðu tekið höndum saman til þess að gera ferðalagið ánægju- legt. Veðurguðinn sá um sólríka daga og skyggni svo dásamlegt, að vart munu mannleg augu hafa notið betra útsýnis yfir skrúðgrænt land og dimmblátt haf. Um miðnæturskeið var litauðgin slík, að því fá engin orð lýst. Hópur þessi var í tveimur stór- um bílum. Voru þar fulltrúar ýmsra héraða, atvinnugreina, aldursflokka og jafnvel þjóða, þvi nokkrir Danir voru með í förinni. Bílstjórarnir voru ágætir fulltrúar sinnar stéttar, öruggir og glaðlyndir. Hallgrímur Jónasson varð að vera í bílunum til skiptis og var hans því stöðugt saknað af helmingi ferðafólksins. Fáum mönnum mun betur lagið að gera fólki ferðalag á- nægjulegt en Hallgrími. Hann er vel að sér í sögu lands og þjóðar, kann feiknin öll af ætt- jarðarljóðum, er sjálfur hag- mæltur vel og kastar oft fram smellnum tækifærisvísum, er svo ber undir. Hann er svo kunnugur fegurstu stöðum landsins, að engin hætta er á, að hann láti ferðafólkið nema staðar, nema þar sem útsýni er fagurt. Meðan ég var í för með Hall- grímshópnum gafst mér kostur á að heyra Hallgrím segja raunasögu útlagans fræga, Grettis Ásmundssonar, meðan við stóðum við Grettisbæli í Axarfirði, elzta mannabústað á íslandi, sem enn stendur lítt haggaður, þó orðinn sé 921 árs. Hallgrímur lýsti lífsbaráttu Grettis með því skáldlega inn- sæi, að fáum mun gleymast er á heyrðu, frásögnin var sam- bland af þekkingu sögumanns- ins og tilfiningahita skáldsins. Loks hafði hann yfir nokkur erindi úr hinu ódauðlega kvæði Einars Benediktssonar um Gretti. Þetta var hið fyrsta, sem ég heyrði Hallgrím segja i ferð- inni, en ég átti eftir að heyra margt hugnæmt og hnyttið. Þegar við komum niður á Jök- uldal, sáum við konu eina við veginn alllangt fyrir innan byggð. Einn ferðalangurinn, sem lengi hafði dvalið á Austur- landi, einkum á Völlum, brá við skjótt, fór út úr bílnum og gaf sig á tal við konuna. Þegar við vorum komin af stað aftur laumaði Hallgrímur fram þess- ari vísu: Þær mega kVíða þinni mynd þarna niður á Völlum. Fyrst þú hrasar svona’ í synd suður á reginfjöllum. íslendingar hafa löngum þótt ljóðelskir og marga hagyrðinga hefir þjóðin átt. Vísnagerð Hallgríms smitaði einhverja förunauta hans meira eða minna, ekki lærði ég nöfn allra, sem brugðu sér á bak skálda- fáknum og eigi kann ég held- ur nema lítið eitt af ljóðum þeirra. Þessi vísa festist mér þó í minni: Oft í bílum una má og auka vinakynni. Syngja bæði um sorg og þrá og sælu i framtíðinni. Daginn, sem við fórum til Austurlands höfðum við jafnan Herðubreið fyrir augum, var um tíma nokkur móða yfir fjall- inu en henni létti er á leið dag- inn. Þá kvað Hallgrímur: Léttir drunga, lifnar þá ljóð á tungu minnl. Éljaþungi flýði frá frerabungu þinni. Er komið var að gistinga- stöðum varð Hallgrímur að raða fólki niður og taka fullt tillit til þarfa og óska hvers eins. Sumir vildu sofa hjá konum sín- um, aðrir óskuðu eftir mjúku hvílurúmi, sumir vildu helzt sofa í tjöldum. Öll þessi vanda- mál leysti Hallgrímur með mestu prýði. En þegar eril dags- ins var lokið hlustaði Hallgrím- ur á strengi náttúrunnar og kvað þá stundum vísur, sem hann gæddi samferðafólkinu á næsta morgun. Ein varð til á Egils- stöðum: Lagarmóða, geislaglans glóir á flóði þínu. Töfraóður Austurlands ymur í blóði mínu. í glampandi sól héldum við yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarð- ar. Örlítill halli er á veginum niður á Seyðisfjörð og kenndu sumir meðlimir hins veika kyns lofthræðslu, þar sem beygjur voru á veginum. Það gat verið freistandi fyrir illa innrætta förunauta að stríða þeim, sem létu óttatilfinningar í ljós, en Hallgrímur hélt verndarhendi sinni yfir þeim, sem hræðslan greip, og sefaði ótta þeirra með viturlegu tali um hvað kynni að bíða þeirra, sem ekki leyfðu konunum að vera hræddum í friði. Sama dag komum við til Hall- ormsstaðar. Hallormsstaðaskógur er ekki eins hávaxinn og skógar þeir, sem prýða mörg önnur lönd, en hann hefir einn unaðslegan kost. Grasið, sem vex milli trjánna, er svo mjúkt, að skóg- argestirnir geta hvar sem er sezt og notið ilmsins, án þess að þurfa að óttast brenninetlur eða annað illgresi, sem er al- gengt í skógum erlendis. í þessu umhverfi kvað Hall- grímur: . Við mér hló þar silfursvalt, sýndi skóga þétta. Fljótið glóir yfir allt eins og gróin slétta. Á Hallormsstað kvaddi ég Hallgrímshópinn og sá hann ekki aftur fyrr en um miðj- an september. Þá hafði hin svokallaða myndanefnd boðað til fundar í Oddfellow, og var hlutverk fundarins að athuga h'vað myndatæknin hefði geymt úr ferðalaginu. Myndafjöldi var þarna mikill og sumar einstaklega fallegar. Hallgrímur setti myndafund- inn með fallegri ræðu. Hann sagði m. a.:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.