Tíminn - 18.10.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.10.1946, Blaðsíða 3
190. blað TfMrVTV. föstadagiim 18. okt. 1940 3 ÁVARP frá prófastafundi Prófastar landsins, saman- komnir í Reykjavík, undir for- sæti biskups, hafa rætt sameig- inlega kristilegt og menningar- legt ástand þjóðarinnar og komið sér saman um eftirfar- andi ávarp: Vér telíum, að yfir þjóð vora gangi nú mjög varhugaverðir tímar í andlegu, siðferðilegu og menningarlegu tilliti. Vér íslendingar förum ekki varhluta af þeim afleiðingum styrjaldarinnar, sem hættuleg- astar munu reynast þjóðunum, stefnu- og sinnuleysi í andleg- um efnum, losi í siðum og rót- leysi og upplausn í menningar- legum störfum. Sú tröðkun á öllum menningar- og siðferðis- hugsjónum, sem alger styrjöld jafnan er, — hefir skilið eftir sín ægilegu spor með öllum þjóðum heims og einnig í þjóð- lífi voru. þetta kemur m. a. fram í virðingar- og kæruleysi fyrir hreinni siðferðilegri breytni, í sinnuleysi um trú og lífsstefnu og reikulu fálmi í flestri menn- ingarlegri viðleitni. Skemmtana- líf þjóðarinnar er sjúkt, siðferð- isvitundin slíó, meðferð á efna- legum verðmætum hirðulaus og allt andlegt líf mjög á reiki. — Vér teljum, að af þessu sé hinn mesti háski búinn fullveldi, frelsi og þroska þjóðarinnar. En undirstaða velfarnaðar henn- ar er fyrst og fremst andlega heilir og sterkir einstaklingar, — og það því fremur, sem þjóð- in er fámennari og smærri. — Vér getum ekki hervæðst fyrir framtíðarfrelsi og heill þjóðar vorrar nema á einn veg, að vér gerumst sjálf, allir einstakling- ar þjóðarinnar, meiri menn og betri. Og það er sannfæring vor allra, að þar sé sannur kristin- dómur áhrifámestur. Boðun hans og lífsskoðun er enn sá eini grundvöllur, sem frelsi og hamingja þjóða og einstaklinga verður á reist. Fyrir því beinum vér þeirri á- skorun til þjóðarinnar allrar, að „Ferðafélag íslands prédikar ekki á strætum og gatnamótum, að fólk eigi að láta sér þykja vænt um ísland, en það fer með það í ferðalög til fagurra staða og þekktra sögustaða. Þetta eru staðir, sem éru þess virði, að eftir þeim sé munað. Sjálfum finnst mér mest gaman að ferð- ast um öræfin, þar er sem mað- ur renni saman við náttúr- una, eins og örlítil agnarögn“. Þegar ég hafði séð myndir Hallgrímshópsins flaug mér í hug, hvort Ferðafélagið gæti ekki komið sér upp safni úrvals- mynda úr öllum landshlutum. Slíkt myndasafn væri ómetan- legur fengur þeim, sem gefa út landkynningarbækur eða skrifa sögu einstakra héraða. Þarna er enn eitt verkefni handa hinum ötula formanni Ferðafélagsins, Kristjáni Skag- fjörð. Kristján er að vísu far- inn að reskjast, en ferðahugur- inn er síungur og hið óeigin- gjarna starf hans í þágu Ferða- félagsins, verður seint ofmetið. Sólríkar minningar búa í hug- um fjölmargra, sem Ferðafélag- ið hefir farið með um land í ljóma. Mér finnst vel til fallið að enda þetta rabb með einni vísu eftir Hallgrím: Auðnan hljóða íss og báls árdagsglóðum hlýnar. Landið góða! Förum frjáls fjallaslóðir þínar. styðja og styrkja kristilegt starf, ekki aðeins í orði heldur og í verki. — Vér skorum á alla söfnuði landsins, áð samstilla einhuga krafta sína, til að vekja kristilegt líf og starf, — að sækja kirkjur sínar og styðía hverja viðleitni, sem verða má til aukins andlegs lífs. — Og umfram allt skorum vér á alla starfsmenn kirkju vorrar, að hefja nýja markvissa sókn í starfi sínu. Rækjum trúlega skyldu vora við þjóð vora og Drottin vorn, — og biðjum hann að opna oss nýjar og nýjar dyr, til að flytja boðskap hans og þjóna honum. Þjóð vor hefir gert oss kleift, að helga köllun- arstarfi voru alla krafta vora, — og hún á því kröfu á, að vér gerum það. ■■ ■ JiuiwimBMHicnuwM^'i-'Wtv-‘*9»«■—-»rw Leitum nýrra leiða, hefjum nýja viðleitni sem víðast, og biðjum Guð um samstarfsmenn með söfnuðum vorum, og minn- umst'þess nú, sem fyrr, að þess eins er af oss krafizt, að sér- hver reynist trúr. Reykjavík, 10. október 1946. Sigurgeir Sigurðsson Bjarni Jónsson Friðrik J. Rafnar Bergur Björnsson Einar Sturlaugsson Eiríkur Helgason Friðrik A. Friðriksson Guðbr. Björnsson Haraldur Jónasson Hálfdán Helgason Jakob Einarsson Jón Þorvarðarson Jósef Jónsson Pétur Oddsson Sigurjón Guðjónsson Sveinbjörn Högnason Þorsteinn Jóhannesson Islenzkir fimleikamenn (Fravihald af 2. slðu) manna var kominn hingað á undan þeim, því þeir höfðu dvalizt meðal Norðurlandaþjóð- anna áður en þeir komu hing- að, og sumir okkar manna, sem vanir eru framúrskarandi af- rekum á sviði fimleikanna, voru mjög spenntir fyrir komu þeirra. Við urðum ekki fyrir von- brigðum. Hin háttbundna ná- kvæmni þeirra í staðæfingum, mýkt þeira, leikni og viðbragðs- flýti, og hin geysimikla stökk- fimi vakti mjög mikla athygli. Þeir eru færir um að keppa við beztu menn vora á þessu sviði og vér hlökkum mjög til að hitta þá á Olympsku leikunum. Myndirnar, sem hér birtust, voru teknar á fyrstu sýningu þeirra í Tooting Bec. Hinar sýn- ingarnar í St. Brides Institute, Regent Polytechnil og í Edin- borg voru engu síðri. Flokknum var stjórnað af herra fimleikakennara Vigni Andréssyni, en hr. Bjarni Guð- mundsson var fararstjóri. Allir eru fimleikamennirnir á- hugamenn úr KR-félaginu í Reykjavík. AÖ sjálfsögðu voru fimleika- mennirnir gestir ýmsra félaga og einstaklinga, meðan á heim- sókninni stóð, en auk þess tók borgarstjórinn á móti þeim í Mansion House, þeir voru í boði hjá menntamálaráðuneytinu, formaður fimleikasambands á- hugamanna, Rothes lávarður, hafði boð fyrir þá, vegna sam- ALICE T. HOBART Yang og yin ið Timothy, son Bergershjónanna, á hné sér og mataði hann, jolinmóð og svipbrigðalaus. En hönd hennar titraði örlítið og ljóstaði því upp, hvernig henni var innan brjósts. Myrkrið var dottið á. Kínversku pílagrímarnir og trúboðarnir hvítu höfðu fyrir löngu yfirgefið musterið. Trén voru eins og svartir þursar á verði í brekkunum, og úr heitri öskunni undir Drífætinum í musterisgarðinum teygði reykjarlopinn sig hátt upp í geiminn. Hann steig beint upp í loftið, því að blæjalogn var. Algerð þögn ríkti í helgidómnum. Prestar 1 gráum kuflum gengu hljóðlega um musterisgangana, og í musterisgarðinum sat langferðaprestur í Búddhastellingu á steinstalli, sem var eftir- líking lótusblómsins. Hann sat grafkyrr niðursokkinn í trúar- legar hugleiðingar. Við fótstall Búddha sjálfs logandi ljósið, sem aldrei.slokknar, og það var hið eina, er nú rauf gráma musteris- ins. Öll ljós höfðu verið slökkt jafnskjótt og fólkið var á brott, og reykelsunum safnað saman. Allt, sem afgangs hafði orðið, var vandlega geymt til seinni tíma, er hægt var að selja það á ný. Burðarstólar Sen-fólksins hurfu hver af öðrum inn í trjá- gongin milli kamfórutrjánna. Framan við formusterið var numið staðar. Drengurinn Sen Ló Shí, hinn dýrmæti einkasonur ættarhöfð- ingjans, gekk inn í helgidóminn við hlið ömmu sinnar. Bæði hneigðu sig fyrir framan Búddha af álíka miklum hátíðleik. Faðir Ló Shí hafði að vísu sagt honum, að menntaðir menn tryðu ekki á guði. Konfúsíus sagði, að öll vizka byggi í brjósti hins menntaða manns, en guðamyndirnar væru handa kven- i'ólkinu og þeim menntunarsnauðu. En samt sem áður ættu menntamenn ekki að óvirða trú kvenna og hsaio ren, hinna smáu, þótt hún væri á lægra stigi. „Ég tel einnig rétt að heiðra Búddha,“ hafði faðir drengsins bætt við, „því að hann er þó guð, þrátt fyrir allt.“ Þar af leiðandi krupu feðgarnir á kné á bænasessuna eins og konurnar. í efri bænasalnum, sem var fast við einkabústað ábótans, voru fluttar fyrirbænir, afa drengsins til heilla. Sen-ættin hafði fórnað tíu þúsund dölum í þessu skyni, og þeir peningar voru bæði notaðir til þess að framfæra prestana og gera helgiathöfn- ina sem íburðarmesta og fegursta Sen Ló Shí, sem var mitt í hópi ættmenna slnna, vlrti fyrir sér með hátíðlegum svip skrautlegan búning prestanna, sem sátu hlið við hlið með krosslagða fætur og áttu að tákna hinn þríeina Búddha. En annars orkaði athöfnin lítið á hann fyrst í stað. En svo náði óttinn smám saman tökum á honum, einkum þegar farið var að syngja um hinar hungruðu og þyrstu sálir, sem hrekjast friðlausar um undirheimana. Uppréttir og útglenntir fingur prestanna túlkuðu þjáningar þessara útskúfuðu sálna á hrakningum- þeirra um helvíti. Það var eins og þessir bognu og skældu fingur tækju á sig mann- legt gervi — líkömnuðu bókstaflega hinar bundnu, hrjáðu og ör- væntingarfullu vesalinga. Þeir slöngvuðust fram og aftur eins og sleikjandi, nístandi eldslogar — þeir duttu niður eins og ískalt, kæfandi steypiregn — þeir löðuðu fram fyrir sjónir hins dáleidda fólks hinar ótrúlegustu myndir af kvölum og pyndingum. Hin- ir iðandi fingur urðu að mönnum, sem hlutu þau örlög að end- urfæðast í dýraham, dæmdar til eilífs sálnaflakks, eilífra þján- inga meðan hjól lífsins snýst. Sen-fólkið varð bleikara og bleikara. Svitadroparnir hnöpp- uðust á andlitum þess. Og svo — einmitt þegar þjáningarnar voru að verða óbærilegar — stöðvaðist hinn hræðilegi djöfla- dans þessara fingra, og hinn blíði faðmur náðarinnar opnaðist. Og nú stökktu þessar sömu hendur vatni úr bikar gyðju misk- unnseminnar yfir fólkið og færðu fólkinu hrísgrjón úr skál Sakya- múnis. Tími friðþægingarinnar var loks runninn upp, og svang- ir munnar hinna dauðu voru mettir. Þetta kvöld endurlifði Sen Ló Shí þjáningar og frelsun hinna látnu feðra sinna, og hann vissi nú, að allar þeirra vonir hvíldu á honum. Hann einn gat bjargað þeim frá hungri, þorsta og kvölum. Meðan þessi athöfn fór fram hafði lærdómsmaðurlnn Sen sökkt sér niður í hugleiðingar um heimspeki Búddhatrúar- manna: kenningarnar um sýndarheiminn, sem lífsþorsti og fýsnir hefðu skapað, og látlausa hrörnun hans. Lífið var ill blekking, sem trúaðir menn áttu að forðast. Lækning meinsemd anna var algleymi — afmáun þess vafurloga, sem táknaður er með heitinu maður. Úti fyrir musterishliðinu sváfu á fléttuðum dýnum, sjúkir betlarar, sem hjól karmalögmálsins hafði mulið undir sér. í borginni var loftið þungt og mollulegt. Peter Fraser vakn- aði. Hann sá ekki á úrið sitt, vissi, að komið var langt fram á nótt, því að hinn þúsundraddaði þys strætanna var loks þagn aður. Ekkert hljóð heyrðist, nema þung slög stimplanna, sem mótuðu peningana handa öndunum, og ömurlegt gelt hins frið vana hundastóðs, sem flæktist um borgina í skjóli myrkursins. Þessi tvö hljóð þögnuðu aldrei. Og úr órafjarlægð bárust rís- andi og hnígandi ómar hljómdimmrar musterisklukku. Af öllu, sem fyrir augu hans hafði borið þennan liðna dag, ,v. Sendisveinar Vantar tvo sendisveina nú þegar. Samband ísl. samvinnufélaga HAUSTMARKADUR bands síns og loks sýndi Sir Pat- rick Hannon þeim þinghúsið. Fimleikamennirnir sýndu hins vegar, að þeir hafa ekki gleymt þeim, sem barizt hafa og látið lífið fyrir frelsið í heiminum, með því að leggja krans á minnismerkið í Whitehall. Þeir komu hingað i vináttu- heimsókn vegna landa sinna. Þeir fóru héðan með mikllli virðing allra, sem elnhver kynni höfðu af þeim. Vér þökkum þér ísland, fyrir vinsemdartákn það, sem þessir fimleikamenn þínir færðu oss á svo fagran hátt. Hittumst aft ur heilir. viö ÚÐINSTORG ;Reykt folaldakjöt, síður, aðeins ............... kr. 7,50 pr. kg.i ÍHarðfiskur, barinn (5 kg. búnt) iDilkasvið — 7,00---------- 8,50 — •Nýtt kjöt af 3—6 vetra hrossum [Rófur. — Kartöflur. 4,50 Sendlð tuimur. - Safnlð vetrarforða. Sími 5664 - Sími 5664 GANGADREGLAR Breidd 91 cm. Verð kr. 21.20 meterinn. aitima Bergstaðastræti 28. Fundarboð Aðalfundur Framsóknarfélags kvenna verður haldinn ( , laugardaginn 19. okt. n. k. kl. 8y2 í Aðalstrætl 12. Fjölmennið. STJÓRNIN. <' ttmmmmtnmnntmntmnnmmnmnnnmnnnmnnnnnnnmnmmmnmmn LITLA BLOMABÚÐIN Bankastrætl 14, síml 4957. KEISARAKRÚNU- LAUKARNIR konmir aftur, og jóla-hyazintur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.