Tíminn - 26.10.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.10.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMBVN, laiigardaginn 26. okt. 1946 196. blað Laugardagur 26. oUt. (------ /1 OíÍaVaHQi „Stóllinn rainn” Þeir eru furðulegt óráðs- hjal stjórnmálaleiðararnir í blaði forsætisráðherrans þessa dagana. Þó er það eitt, sem allt- af gengur eins og rauður þráður gegnum allt þeira ráð og óráð. Það er ráðherastóllinn. Mbl. lætur sér í léttu rúmi liggja afgreiðslu þjóðmálanna. Þó að fjárlögin séu með meira en 20 miljóna halla, án þess þó að gera ráð fyrir greiðslum til dýrtíðarvarna, truflar það ekki frið þess. Rólegt horfir það á eftir dýr- tlðarvísitölunni upp á fjórða hundraðið eins og krakki væri að leika sér að flugdreka. Æðrulaust lætur það eyða síð- ustu leifum erlends gjaldeyris. Það hrellir ekki Mbl., fremur en ef snjóskafl hverfur úr fjalli. En ráðherrastólarnir! Það var dálítið annað. Ólafur Thors hefir þunga drauma síðan Sósíalistar kom- ust að þeirri niðurstöðu, að hann væri ekki samstarfshæfur. Með kjassi og knéfalli reynir hann að blíðka þá og fá til félags- skapar aftur. Hefir þá ekkl Þór- oddur fengið 12 þús. 1 ferða- kostnað af opinberu fé? Hefir ekki Brynjólfur veitingarvaldið í mentamálunum? Hefir ekki Áki flugmálin? Og er ekki búið að bjóða mönnunum samstarf meðan lánstraustið endist? Hvaðaheimtufrekja og offors er þetta? Þurfa mennirnir þá að taka það svona óstinnt upp, þó að einstöku sinnum sé farið bak við þá, og þeim sagt skakkt til? Svo langt gengur þetta frið- leysi Ólafs, að hann er farinn að sjá alls konar ofsjónir, senni- lega bæði í svefni og vöku. Hann sér ýmis konar menn í kringum ráðherrastólana. Þar ber mest á þessum reimleikum. Þvl til sönnunar eru þessi orð úr leiðaranum í gær: „Sigfús i ráðherrastól." „Pramsókn er sögð áköf í ráðherrasætin." „Þá gerlr Sigfús sér vonir um að komast í ráðherrastól". Ólafur hefir það einhvern- veginn á tilfinningunl, að þessi sveimur við stólinn hans standi í sambandi við Pramsóknar- flokkinn. Það er eins og hann vlti, að þaðan sé að vænta á- kveðnastrar og einlægastrar andstöðu gegn braski, svindli, óreiðw og sukki. Og þar fer hann ekki fjarri sanni. Þvl er Mbl. látið hamast gegn þessum hættulegu mönn- um. Annan daginn er talað um það, hvað þá langi ósköp mikið í stólinn hans Ólafs. Hinn dag- inn eru þeir skammaðir fyrlr að vilja ekki koma 1 stjórn. Þá heitir það skortur á þegnskap og samstarfsvilja. Hvaða hugsun er i svona á- sökunum? Hvaða stefnu hafa þeir menn, sem svona skrifa? Hugsun þeirra er ráðherra- stóllinn. Stefna þeirra er stefnan á stólinn. Það er engin furða, þó að Ól- afur Thors og pólitískur lífvörð- ur hans hafi nú þunga drauma. Portíðin sækir að þeim. Þeir vita á sig pólitíska feigð. Og þeir vita lika hvaðan hættan stafar. En margur heflr tekið ör- lögum sinum með meiri karl- mennsku en þessir piltar. Enda þótt allt sé í óvissu um ríkis- stjórn i íramtíðinni, og jafnvel talsverðar likur til þess, að sú, Fögur borg óséð. Ríkisútvarpið birti nýlega við- tal við Harald Björnsson leikara, en hann er nýkominn úr utan- för. Lýsti Haraldur því m. a. hve glæsileg borg Leningrad væri, götur beinar og breiðar og byggingar fagrar. Haraldur kom á höfnina I Leningrad með Brúarfossi, en var neitað um landgönguleyfi. Sumir segja að hin óþekktu lönd hillinga og draumsjóna séu fegurst og mun það sannast á Haraldi. Hækkandi stjarna. Upprennandi stjórnmála- stjarna, — reikistjarna, — sem nú er stödd á austurhimni Sjálfstæðisflokksins lætur ljós sitt akína I Mbl. í fyrradag. Stjarnan segir, að menn megi ekki vera svo svartsýnir á for- ustumenn þjóðarinnar, að halda að það ástand verði látið skap- ast, að atvinnutækin séu ekki rekin. — Hún ætti að kynna sér haustvertíð bátanna. Stjarnan segir, að það eina sem borgi sig fyrir þjóðina, sé að reka atvinnuvegina meðan framleiðslan sé seljanleg, „hvernig, sem verðhlutfallið er milli afurða og vinnu.“ Það er nú svo. En hvernig skyldi vera hægt að ná fjár- magnina 1 atvinnureksturinn, ef hann er viss hallarekstur, jafnvel þó að hann gefi þjóð- arbúinu þær útflutningsvörur, sem það lifir á? Hvert bendir leiðarstjarnan. Það eru til menn, sem hafa sem nú er, sitji enn um sinn svo að mánuðum skipti, er viss- an um það að verða að fara frá völdunum, búín að lama. þessa menn. — Það eru fleiri þægilegir stólar en ráðherra- stólar. Það er t. d. forsetastóll. — Jafnvel þegar þeir ætla að reyna að tala um málefni slitn- ar hugsanaþráðurinn af og til og inn í umræðurnar blandast andvarp með ekka og kjökur- hljóði: Stóllinn minn! Hann er að horfa á stólinn minn! Það kveður við úr öllum átt- um að bændurnir séu áð flýja úr sveitunum og þyrpast til kaupstaðanna og mun það vera staðreynd, en ég á hálf bágt með að trúa því, að þetta sé annað en stundarfyrirbrigði, því miklll er munur á þvi hve hægra er og skemmtilegra að búa i margri sveitinni nú á dögum, en það var fyrir rúm- um aldarfjórðungi. Ræður þar mestu um hin breytta veðrátta. Því verður ekki á móti mælt að engu er líkara en einhver hraust vera hafi gómað hólmann og fært hann nokkur hundruð kíló- metra suður á bóginn, þar sem sólargeislarnir njóta sín betur, en lakast er ef rjúpurnar og hugsað þetta dálítið lengra en séð verður að höfundur Mbl. hafi gert. Þeir hugsa sér að þjóðfélagið taki við framieiðsl- unni þegar einstaklingana þrýt- ur. Riki og bæir gera úi skipin. Kringum bæina eru rek’r. rikis- bú eða bæjarbú, en að öðru leyti er landið svo látið eyðast. Hið opinbera hefir svo nóg ráð til að heimta inn skatta ýmsa til að borga hallann á rekstriuum. Af- urðaverðið er hátt, kaupgjaldið hátt, en atvinnurekandinn, sem er hið opinbera, heldur eftir hluta af launum manna upp í reksturshalla atvinnuveganna Þetta er hagfræði reikistjörn- unnar. Svona fyrirkomulag er sjálfsagt gott hjá öðru verra, en margir halda að hægt væri að hafa annað betra. Hver var gervikonan? Nokkurt umtal hefir verið milli manna um það, hver þeirra Morgunblaðsmanna hafi skrýðst pilsum Dísu í Yztuvík og orðið gervikona blaðsins, þegar Ólaf- ur Thors var verst haldinn og þurfti mest kvenlegrar huggun- ar, verndar og blí^u. Var það ívar Guðmundsson eða Jón Pálmason? Eða var Ólafur sjálf- um sér nógur? Fyligifé með hlutabréfum. Skrýtið blað er Vísir. Stundum • hefir hann gagn- rýnt stjórnina af nokkrum krafti, en þess á milli er hann henni þægur og auðsvelpur. Segja kunnugir að þetta fari eftir því, hvernig hlutabréf blaðsins gangi kaupum og söl- um, því að sannfæring ritstjórn- arinnar er fylgifé hlutabréf- anna. Hefir Jóhann elgnast bréf? Nýlega flytur Vísir lofgrein um Jóhann Jósefsson og for- mennsku hans í Nýbyggingar- ráði og sér þar hvorki blett né hrukku. Kannske Jóhann eigi hluta- bréf í Vísi einhvers staðar niðri í tunnu. Blaðið er þvi likast. Hvað er fimmmenningur? Það er maður, sem er óánægð- síldin hafa orðið eftir á gömlu stöðvunum. í öðru lagi er mik- ill munur á vegum og samgöngu- tækjum og í þriðja lagi er það síminn og útvarpið, sem eyðir einangruninni eða að minnsta kosti, dregur úr henni sárasta broddinn. Ég er því að vona að sveitabúskapurinn eigi nýtt blómaskeið fyrir höndum og það máske heldur fyrr en síðar. Til viðbótar því, sem að framan er talið af kostum sveitanna, koma svo hin stórvirku og hag- felldu landbúnaðarverkfæri, máske lika heyþurrkunarvélar og svo allt blessað rafmagnið. Þá skil ég ekki í öðru, en að fólkið þyrpist út á hinar gróður- miklu sléttur og skjólrlku dall af ur, nöldrar og suðar, en gerir sér þó allt að góðu, þegar á herðir. Maður segir til sín Ásmundur Sigurðsson alþm. hefir tekið sér penna í hönd í til- efni af smáklausum, sem voru í Tímanum síðasta laugardag, skrifaðar í tilefni af greinum hans í Þjóðviljanum. Lætur Ásmundur, sem hann myndi hafa þau orð fleiri og ræða mál- in nánar, ef hann vissi hver hefði skrifað þessar smágreinar. Vel má hann vita nafn mitt og er sjálfsagt að veröa við því, ef að það gæti orðið til að fá fram gagnlegar umræður um þjóðmál. Hins vegar vil ég svo benda Ásmundi á það, að þeir góðu hagfræðingar, Jónas Haralz og Torfi Ásgeirsson, töldu það enga allsherjar vörn gegn slæmri meðferð á fé, að bankarnir væru skyldaðir tii að lána til vissra mála. Þeir sögðu, að það eitt út af fyrir sig myndi auka alls konar launverzlun með vinnu, peninga o. fl. á svörtum márkaði. Það er engin allsherjar vörn gegn braski og bruðli að taka upp slík skyldulán. Meinið liggur í því, að menn hafa fengið að verja fé eins og þá lysti. Sumir hafa haft að- stöðu til að græða stórfé, eink- um á braski og mililiðastarf- semi, og síðan hafa þeir mátt gera af gróðanum það, sem þeim sýndist. Er þetta ekki rétt hjá mér Ásmundur? Eða eru hallir Kveldúlfanna t. d. byggðar fyrir lánsfé? Eru glertíkurnar yfirleitt keyptar í skuld? Það er ekki víst að Ásmundur telji sig þurfa að deila mikið við mig, þegar hann hugsar sig um. Hann þarf að losa sig und- an áhrifum Ólafs Thors og kryfja málin til mergjar. Hann sér þá, að hættan ligg- ur dýpra en svo, að henni verði afstýrt með skyldulánum. Það þarf að taka þessi mál gagn- mölinni og úr rykinu og skark- alanum í þorpum og borgum. Það var dálítið annað á mín- um fyrri búskaparárum, fyrir svo sem þremur áratugum. Þá tók nú stundum fyrir gamanið með sprettum. Þá var ekki nægi- legt að rétta hendina eftir sím- anum og segja eitt „halló!“ eða tvö við kaupmanninn, og það með að hann skyldi senda, á morgun eða hinn daginn, allar eftirtaldar nauðþurftir — vetr- arforðann — á einum eða tveim- ur bílum og taka sláturafurðir með til baka eða lifandi fé, ef svo vildi verkast, Segja svo bara bless og hringja af. Nei, þá þurfti meira til. Ég bý á Hóls- fjöllum og þaðan er langt til aðdrátta. Það var aldagömul venja og raunar fullkomin nauðsyn, að verzla, að mestu leyti við Vopnafjörð héðan úr sveitinni. Þangað er að vísu tveggja daga lestagangur og yfir einn allra versta og hættu- legasta fjallgarð landsins að fara — Haugsfjallgarð — en þá var engin verzlun hér um slóð- ir og lengra var að sækja til Húsavíkur og Akureyrar. Nei, til Vopnafjarðar varð að fara vor og haust og stundum oftar og nú er bezt að ég segi ungu kynslóðinni eina þessa kaup- Guðraundur Jónsson á Sveinseyri Kvæðið flutt í hófi, er sveitung- ar Guðmundar héldu honum 3. sept. s.l. Sé ég yíir sveit og fjörð sjö eru tugir ára runnir. ísland, fagra ættarjörð, ástarmild, en þó svo hörð » ennþá grænka grund og börð glóa tún við sólarunnir. Þú átt, ættjörð, ótal börn ítra menn og fagrar konur þau hafa verið þjóðarvörn þungra tíða, framagjörn, vökul líkt sem auðnarörn, eitt af þeim er dagsins sonur. Þú hefir, vinur, sitthvað séð sitthvað heyrt og reynt í ferðum. Þér hefir verið lánið léð lífsspekt meiri en vasaféð, en var ei eitt, sem ávallt réð öllum þínum hug og gerðum? Vera sannur vera frjáls vinur trúr, en hvergi hálfur. Þola aldrei helsi’ um háls; heimta hverjum rétt síns máls; sækja á miðin yzta áls, yrkja’ og bæta landið sjálfur. Þar hefir staðið þér við hlið þinn og vorra bræðra sómi. Konan, sem oss leggur lið, lífið mildar, eflir frið. Opnar leið um andans svið, örugg lýtur hinzta dómí. Þér ég færi þakkargjörð. Þú hefir bæði vel og lengi héraðsríkur haldið vörð, hlaðið upp í brotin skörð. Tryggð þín heit við Tálknafjörð tryggir öðrum brautargengi. Einar Sturlaugsson. gerðum og ákveðnum tökum. Við megum ekki þola oraskið og stórgróðann. Við Framsóknarmenn viljum breyta fjármálalífinu þannig, að minna fé og vinnuafl verði lagt 1 verzlunina. Við viljum minnka braskgróðann en gera atvínnuvegina arðvænlegri. Þá leitar fjármagnið þangað, sem það er bezt komið, 1 blóm- legt atvinnulíf. Þá verður ný- sköpunin veruleiki án allra skyldulána. Svo ekki fleiri orð að sinni, en ég er til viðtals, ef Ásmund- ur óskar. Halldór Kristjánsson. staðarferðasögu svo hún fái nasasjón af því, hvað við áttum við að stríða. Það var víst 30. sept 1917, að við Þorsteinn í Hólsseli lögðum af stað austur yfir Haug með fjárhóp til slátrunar. Veðrið var gott og þessar ca. 100 kindur röltu á undan okkur I hægðum sínum yfir fjallið og komumst við heilu og höldnu í Austara sæluhús, þar sem við tókum okk- ur gistingu og bældum féð á balanum kringum húsið. Næsta morgun hélzt veðurblíðan enn og var nú haldið niður í Vopna- fjörðinn, þeginn bezti beini að vanda í Ytrihlíð hjá þeim ágætu hjónum, Sigurjóni og Valgerði, og nú var . ekki nema herzlu- munurinn að komast á áfanga- stað — Vopnfjarðarkauptún. — Næsta dag var svo slátrun lokið að mestu, nokkrar kindur þó geymdar morgni og nú var að ganga frá slátrinu og binda það I klyfjar ásamt úttektinni. Var orðið áliðið dags er þessu var lokið og með herkjum náð að Vakursstöðum um kvöldið. Þetta voru ekki nema hér um bil ell- efu kílómetrar, en nú var komið illviðri — stórrigning með stormi og kulda. Við höfðum engin vatnsheld föt, svo að við urðum strax holdvotir og óþægilegt var Athugasemd í Tímanum miðvikudaginn 9. þ. m. eru birtar „skýringar“ Sigurjóns Péturssonar á Ála- fossi á márgumræddum heim- flutningi jarðneskra leifa Jón- asar Hallgrímssonar og eru þar m. a. höfð eftir sögumanni þessi orð: „Ég var búinn að skrifa sr. Sigurði Stefánssyni á Möðruvöll- um og tjá honum, að hann gœti átt mín von. Ég gerði það strax í ágústmánuði. (Letbr. mín). Af ofangreindu mætti hæg- lega ætla, að afskipti mín af þessu máli væri nokkur önnur en þau, er flestir hafa að vonum álitið hingað til. Hið sanna er að ég hafði ekki minnsta grun um ráðagerðir Sigurjóns á Ála- fossi í þessu efni. Hitt er rétt, að Sigurjón skrif- aði mér fáeinar línur, ekki í ágústmánuði, heldur um miðjan september (bréf hans ds. 12/9) og tjáir mér þar, að „hugsað sé, að bein Jónasar Hallgrímssonar verði jarðsungin i Bakkakirkju- garði“ og biður mig „sem prest við Bakkakirkju“ að útvega sér „riss“ af grafreitnum þar á staðnum. Engar frekari skýringar fylgdu þessari málaleitun, sem mér fannst í meira lagi kynleg af hendi manns, er ólíklegt mátti telja, að falið hefði verið að annast heimflutning eða greftr- un beina skáldsins. En nú með því, að margt skeður undarlegt og óvænt og fyrir þá sök, að í bréfinu var heitið nánari upp- lýsingum síðar, „skriflega eða í síma“, aflaði ég mér hjá við- komandi sóknarnefnd, lauslegs uppdráttar af grafreitnum, eins og um var beðið, og sendi Sig- urjóni. Frá honum sjálfum heyrði ég svo fyrst, er hann kvaddi hér dyra seint að kveldi laugardags 5. okt., sem flestum er kunnugt orðið. Greip ég þá þegar, er ég vissi með sannindum erindi hans, til þeirra ráða, sem mér var skylt og ég hafði tök á í svip, en það er önnur saga, og verður ekki hér rakin. Ég vildi aðeins með þessari örstuttu greinargerð, sem ég vænti góðfúslega, að rúm fái í blaði yðar, hnekkja þeirri furðulegu staðhæfing Sigurjóns Péturssonar að koma hans hingað hafi verið undir- búin eða á mínu vitorði. Meiri fjarstæðu getur ekki. Sig. Stefánsson að þurfa alltaf við og við af baki, til að laga á hestunum, því að reiðverið sótti fram á einum, á öðrum hallaðist og' klyf hrökk upp af klakki á þeim þriðja og allt eftir þessu — stympingar, átök og armæða, myrkur og missýningar, en að Vakursstöð- um náðum við samt og var okk- ur tekið þar tveim höndum. Slepptum við nú hestunum í haga en hagræddum flutningi og tókum siðan á okkur náðir í þeirri von, að betra yrði á rnorg- un, en það fór nú öðruvísi. Þeg- ar við vöknuðum var komin norðan stórhríð með miklu frosti og fannkyngi. Fyrsta verk okkar var að leita að hestunum og koma þeim í hús. Kom okkur nú að góðu liði að íslenzka gest- risnin er enn við lýði og í íull- um blóma. Við sátum þarna veðurteptir með marga hesta. Húsráðendur létu ekkert vanta á góðan beina, menn og skepnur voru vel haldnar, en geta má nærri hvernig okkur leið að öðru leyti. Bylurinn lamdi rúðurnar og skók bæinn, og nú var- það bara hugurinn, sem komst heim, meðan hamfarir náttúruaflanna voru að gera veginn okkar ófær- an og loka okkur hér inni. Það eina sem við gátum gert var að fara í vosklæðin og brjótast út Björn Sigvaldason, Víðihóli: Litið um dxl Áldraður bóndi austur á Hólsfjöllum lítur um öxl og gerir eins konar samanburð á aðstöðu fólks og lífsbaráttu í sveitum lands- ins nú og fyrir svo sem þrjátíu árum, þegar hann var í hópi þeirra ungu manna, sem tóku að bera hita og þunga dagsins. Margt hefir breytzt á þeim tíma og mega þeir, sem ungir eru gjarnan um það hugsa. Sú kynslóð sveitafólksins sem nú lítur um öxl að loknum starfsdegl eins og Björn Sigvaldason má vel segja eins og hinn dyggi þjónn forðum daga: „Guð hefir látið ferð mína heppnast.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.