Tíminn - 26.10.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1946, Blaðsíða 3
196. blað TÍMIM, langardaglim 26, okt. 1946 3 Sextugur Guðmundur Jónsson, Útibæ í Suður-Þingeyjarsýslu, varð sex- tugur 12. þ. m. Hann er fæddur að Vík í Flateyjardal 12. októ- ber 1886, sonur hjónanna: Jón- asar Jónssonar frá Finnastöðum á Látraströnd, — lengi hrepp- stjóra í Flateyjarhreppi — og Emilíu Guðmundsdóttur frá Vík. Guðmundur Jónsson giftist 1912 Þuríði Elísu Pálsdóttur frá Brettingsstöðum á Flateyjar- dal. Þau eignuðust 17 börn. Eru 13 á lífi á aldrinum 13—34 ára, — myndarlegur hópur og mann- vænlegur. Konu sína missti Guðmundur fyrir þrem árum síðan. Guðmundur býr rausnarbúi í Flatey. Hann hefir verið úti- bússtjóri fyrir Kaupfélag Þing- eyinga þar síðan 1923. Mörgum opinberum störfum hefir hann gegnt fyrir sveit sína, t. d. verið sýslunefndarmaður hátt á þriðja tug ára. Er forstjóri Sparisjóðs Flateyjarhrepps. Þó að Guðmundi Jónssyni séu vegtyllur fjarri skapi, kemst hann ekki hjá því að vera sveit- arhöfðingi. Hann er gjörvulegur maður í sjón, drengskaparmað- ur, greindur vel og skemmtileg- ur í viðræðu. Karl Kristjánsson. i hús til hestanna, gefa þeim og brynna og svo gefa farangrinum hornauga, slátrinu, sem átti að vera komið heim í pottinn og frosnum klyfberaólum, sem stóðu upp úr skaflinum og skulfu fyrir átökum stormsiris. Á þriðja degi var farið að rofa til og þá lagt af stað, frostið var mikið, færðin ill og veður versn- andi. Var það þrekraun fyrir menn og skepnur að komast I Austara sæluhús um kvöldið. Þetta var slæmur dagur, hest- arnir brutust um í ófærðinni, klyfjarnar þeyttust af klökkun- um og sukku í fönnina, varð að grafa þær upp og bera að næsta barði, basla við að skeyta saman slitin móttök og gjarðir, tosa klyfjunum upp og eiga svo á hættu að eins færi í næstu dæld og ofan á þetta bættist að erfitt var að ráða sér í stórviðrinu. Samt náðum við loks Austara sæluhúsi, þar var, því miður eng- in sæluvist. Húsið var svo lítið, að sumir hestanna urðu að standa úti undir veggnum, en við að liggja blautir og hálf svangir á berum fjölum. Þegar rofaði til daginn eftir, var enn lagt af stað og komið að Austaribrekku eftir þriggja stunda strit, en nú var enginn kostur að koma flutningnum lengra nema lítil- ræði, sem mest lá á að kæmist heim. Hitt var grafið í fönn og nú var langur og strangur gang- ur yfir fjallið með hestana í umbrotafærð en að Víðihóli náðum við samt loks laust eftir háttatímann. Ekki var viðlit að sækja flutninginn fyr en hálf- um mánuði síðar. Þetta var síð- asta ferð Fjallamanna með slát- urfé til Vopnafjarðar. Brotið var blað í margra alda sögu, nýr kapítuli hófst. Sjötugur Sjötugsafmæli átti 27. sept. sl. Eirikur Kristjánsson bóndi í Dufansdal í Arnarfirði. Hann er fæddur á ísafirði, sonur Kristjáns skipasmiðs, sem síðast var lengi í Bíldudal, Kristjánssonar, Vigfússonar í Breiðdal, Eiríkssonar prests á Stað — og Kristínar Jónsdóttur frá Veðrará. Eiríkur ólst upp með foreldr- um sínum i Önundarfirði, en fluttist þaðan með þeim og hefir nú búið í Dufansdal í 30 ár, myndarbúi við mikla rausn. Kona hans er Sigríður Bjarna- dóttir frá Efra-Vaðli á Barða- strönd. Þau hjón eru barnlaus.en hafa alið upp 8 börn. Eiríkur pr maður gáfaður eins og hann á kyn til og fylgist vel með opinberum málum. Hann hefir gegnt mörgum trú- aðarstörfum fyrir sveit sína. Vinsamleg tiimæli Ég hefi ákveðið að fá færan mann til að rita rækilega ævi- sögu hins merkilega manns og brauryðjanda, sr. Odds V. Gisla- sonar í Grindavík. Því mælist ég til þess við alla þá, sem geta gefið gagnlegar upplýsingar — smáar eða stórar — um þennan gagnmerka mann, að láta mér þær sem fyrst í té. Getur þar verið um að ræða bréf frá hon- um eða til hans, handrit af ræð- um hans eða ritgerðum, eða prentað mál Teftir hann eða um hann. Einnig sögur af honum eða sagnir um hann, sjóferðir hans eða ferðalög utanlands eða innan. Mér væri kærast að fá þetta að láni, — eða a. m. k. lofa mér að vita af því og líta á það. — Því ég vildi helzt, að það, sem um sr. Odd yrði skrif- að, gæti orðið sem sönnust mynd af lífi hans og merkilegu starfi. Akranesi, 6. október 1946. Ól. B. Björnsson. SKIP/IUTCEWO Áætlunarferð tll Brelðafjarðar. Flutn- ing'i veitt móttaka á mánudag. Greifinn af Monte Christo * frægasta skemmtisaga heims, hartnær 1000 bls. með drjúgu letri, stórt brot. Verð kr. 35,00 — Send burðargjaldsfrítt. Axel Thorsteinsson Rauðarárstíg 36, Slmi 4558. ALICE T. HOBART: Yang og yin lifað alla ævi og alið börn sín, og hér mun hún deyja — þetta er allt hennar líf. Hún stalst til þess að virða ættmóðurina fyrir sér. Hún var einnig með þessi svörtu, hálfluktu agataugu, þar sem ekki vottaði einu sinni fyrir sjálfstæðu sálarlífi. Og það hreyfðist ekki einu sinni einn einasti dráttur í andliti hennar, þegar hún talaði. Þar vottaði hvorki fyrir leyndri þrá né niður- bældri ástríðu. Þessi kona hafði aldrei risið gegn sjónarmiðum þjóðar sinnar. Díönu varð allt í einu ljóst, hvers vegna Kínverjar eru taldir hagsýn þjóð: Þeir eru efnishyggjumenn, jafnvel í heim- ilislífi sínu. Allt, sem hún hafði séð og reynt síðan hún kom til Kína, sannaði henni það: bleik og feit andlit hinna gömlu kvenna, seigdrepandi tilbreytingarleysi heimilanna, hispurslausar sam- ræður barnanna um samskipti karls og konu. Sjálf var Díana skilgetið barn kristilegs lífsviðhorfs og gædd ríkri trú á manngildi konunnar. í hennar augum lá sæmd kon- unnar við, ef hún gat ekki hafið sig yfir kynhvötina. Henni hnykkti þess vegna við, er hann gaf innsýn i þessa þröngu, kyn- mögnuðu veröld, þar sem allar konur voru fyrst og fremst aldar upp til hvílubragða og barneigna. Trú hennar á hreinleika og meyjardyggð, sem hafði þróazt og styrkzt við margra ára dvöl í kvennaskálum trúboðsfélagsins, var ofboðið. Hún þráði mest af öllu að komast heim — heim til hins gleðivana starfs síns og ströngu lifnaðarhátta. Hún vildi vinna eins og kraftar hennar leyfðu og láta starfið verða sinn hreinsunareld gegn áleitni losta- fullra tilhneiginga. Hún lokaði snöggvast augunum, til þess að hún þyrfti ekki að horfa á Sen S Mó og ættmóðurina, og reyndi að þurrka vitundina um návist þeirra úr huga sér, og henni fannst hún vera horfin heim í fátæklega herbergið sitt — njóta verndar hinna hvítu vegga þess — sjá gljáborið gólfið, skápinn, sem hún geymdi í föt sín og nauðsynjar, járnrúmið með hvítu ábreið- unni, hurðina, sem bægði frá henni glaumi heimsins. Þetta stóð henni allt fyrir hugskotssjónum jafn skýrt og hún væri komin þangað. Peter? — Nei — hún gat ekki gifzt Peter. Hjónabandið var skylt öllum þeim ljótleika, sem hér blasti við augum hennar. Það krafðist undirgefni eðli sínu samkvæmt — þjónustu við valdboð líkamlegra fýsna. Hún gat ekki lifað sjálfstæðu lífi, ef hún giftist Peter. Hún var ekki fyrr komin inn í herbergið, sem henni hafði verið fengið til umráða, en hún dró pappír og penna upp úr ferðatösku sinni og settist við að skrifa bréf til Feters. Það var mjög stuttort nei við bónorði hans. Hún gat ekki gifzt honum — hvorki nú né síðar .... Um nóttina vaknaði Díana við hávært samtal. Raddirnar voru svo skerandi og heiftþrungnar, að hún varð að leggja við hlust- irnar góða stund, áður en hún áttaði sig á því, að þetta var fólk að tala saman. Aðrir höfðu sagt henni, að hinu tómláta, kínverska fólki hætti til þess að rjúka upp á nef sér. En sjálf hafði hún aldrei orðið þess vör. Voru það Sen S Mó og móðir hennar, sem deildu? Var þetta síðasta tilraun gömlu konunnar til þess að koma í veg fyrir brottför dóttur sinnar, sem ráðgerð hafði verið næsta morgun? Díana var hrædd — myrkrið var svo ömurlegt. Hún dró tjöldin eins vandlega fyrir og hún gat, en samt sem áður gat hún ekki hamlað gegn því, að hinar skræku, dýrslegu raddir bærust að eyrum hennar. Lengi nætur bárust skammirnar úr litla skálanum og endurómuðu milli hárra múranna. Morguninn eftir var Díana kvödd á fund ættmóðurinnar. í opnum gangi við húshliðina var dúkað borð, og við það sátu öll börn heimilisins með soðin hrísgrjón í skálum. Þau neyttu ævin- lega morgunverðar síns hér í augsýn ættmóðurinnar, sagði tengdadóttirin, sem send hafði verið eftir Díönu. „Útlenda konan kemur,“ sagði fóstra, sem stóð við borðendann hjá gömlu konunni. Hún sat undir litlu barni — holdugum, hálf- nöktum dreng. Það var aðeins um brjóstið og magann, sem sveipað var blómskreyttri dulu, sem bundin var um hann þannig, að hornin mynduðu kross. Þegar Díana nálgaðist, rétti hún barnið til fóstrunnar, sem beið með framréttar hendurnar, og sneri sér að gestinum. Hún var leidd inn i herbergi ættmóðurinnar 1 annað sinn, og. aftur hófst hin kurteislega togstreita um sætið, sem húsfreyja bauð gesti sínum. Og eins og fyrr lauk hennl með því, að Diana settist þar, sem hinir góðu siðir buðu. „Það er mikil skömm fyrir mitt hús, að svo tiginn gestur verður að hverfa á brott, án þess að njóta samfylgdar minnar óverðugu dóttur. Það hefir kviknað eldur í líkama hennar, og hún er ekki íerðafær." Hún hefir sigrað, hugsaði Díana. Gremjan sauð niðri i henni. Hún varð að minnsta kosti að gera tilraun til þess að koma Sen S Mó til hjálpar. )rÉg mun bíða hennar,“ svaraði hún stillilega. „Hún er þess verð að hljóta menntun og lifa sjálfstæðu lífi.“ Kínverska konan hvessti á hana augun. Svar Díönu, sem kom eins og reiðarslag eftir alla uppgerðarkurteisina, virtist ekki hafa haft nein áhrif á hana. „Ættarböndin verða ekki rofin,“ sagði hún. „Boðskapurinn um frelsið er ekki góður boðskapur. Yang og yin eru æðstu sannindi tilverunnar." Díana var þegar búin til andsvara. „í mínu landi ....“ byrjaði hún. „Átt þú börn?“ spurði ættmóðirin. er ógift.“ „Þá hefir mín óverðuga dóttir sagt satt. Ég gat ekki trúað því um konu á þínum aldri. Ég ætla að kalla á þernu.“ Hún klappaði saman lófunum og þerna kom þjótandi inn. „Látið tvo þjóna fylgja hinum virðulega gesti okkar,“ skipaði gamla konan. Diana hélt burt, fullviss þess, að Sen S Mó hefði glatað frelsi sínu fyrir fullt og allt. Ættarböndin höfðu reynzt of sterk. Sjálf var Díana sannfærð um, að hún hafði valið betri kostinn. Engin fórn var of þungbær og einstæðingsskapur aldrei oí sár, ef hrein- leiki líkama og sálar var I veði. Okkur vantar skrifstofustúlku Samband ísl. samvinnuf élaga Jólablabsaugtýsingar Auglýsendur, sem œtla að auglýsa í jjólablaði Tímuns, eru vinsamlega beðnir að senda auglýsingarnar sem allra fyrst. mnnnnnnnnninnnnnnnnnsnnnnunsnnnnnnmmmnnmmnnnmnnn: Námskeið fyrir sjómenn Slysavarnafélag íslands efnir til námskeiðs 1 Reykjavík fyrir sjómenn, vikuna 4. til 9. nóv. Fluttir verða fyrirlestrar um ýmislegt varðandi sjómennsku, hirðingu skipa og með ferð öryggis- tækja, svo sem: talstöðva, dýptarmæla og miðun- arstöðva. — Þátttakendur gefi sig fram við skrif- stofu félagsins, simi 4897. í Slysavarnafélag fslands. Kápubúðin, Laugaveg 35 Kápur, frakkar, svaggerar, i smekklegu úrvali, teknir upp í dag. Nýkomin kápuefni, svört, mislit, einnig svart og grátt astrakan og pluss. Pelsar ávalt fyrirliggjandi við allra hæfi. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Sigurður Guðmundsson Tilkynning frá Bunaðarbanka íslands Frá og með 1. nóv. n. k. greiðir Búnaðarbankinn, eins og hinir bankarnir, 2% ársvöxtu af sparisjóðs- innstæðum, er eigi nema hærri upphæðum en kr. 25.000.00, enda séu þær skráðar á nafn. i Að öðru leyti gilda sömu reglur og áður um vaxta- greiðslur af innlánsfé. Búnaðarbanki íslands GANGADREGLAR Breidd 91 cm. Verð kr. 21.20 meterinn. mtima Bergstaðastrætl 28.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.