Tíminn - 29.10.1946, Side 3

Tíminn - 29.10.1946, Side 3
197. blað M, þrlgjndaginn 29, okt. 1946 Gnllbrúðkanp: Þuríður Helgadóttir og Kristjánsson Föstudaglnn 27. sept. birti „Fálkinn“ mynd af þeim hjón- um: Þuríði Helgadóttur og Kristjáni Kristjánssyni í Borg- arnesi, og getur þess um leið, að þau eigi gullbrúðkaup 1. okt. Þetta er að vísu nóg fyrlr okkur, sem þekkjum þessi sæmd- arhjón, en — við erum aðeins lítill hluti af þjóðinni. Þessi merku hjón eru áreiðanlega þess virði, að fleiri .fái að vita eitthvað um þau. Þau eru bæði fædd og alin upp í þessu héraði, — komin af góðu alþýðufólki. Þegar þau giftu sig, voru þau fátæk af fjármunum, svo að forráðamenn heimasveitar Kristjáns töldu það of mikla áhættu að leyfa þeim búsetu þar. Því miður voru þetta ekki einsdæmi á þeim árum, og fengu þau oftar að kenna á því. Eftir nokkurra ára dvöl á ýmsum stöðum, fengu þau til á- búðar Grlsatungu í Stafholts- tungum, sem er erfið fjalla- jörð, og bjuggu þau þar í 12 ár, en svo fluttu þau í Borgarnes vorið 1915 og hafa dvalizt hér síðan. Þetta virðist ekki vera sögu- legur æviferill og aðstaða þeirra í lífinu, ekki líkleg til þess, að þau hafi getað skilað miklum verðmætum í framtíðarsjóð þjóðarinnar. Og þó er það svo. Þessi hjón hafa skilað meiru og betur unnu dagsverki en flest önnur. Þau hafa eignazt 12 börn, sem öll náðu fullorð- insaldri. Einn sonur þeirra, Da- víð að nafni, fórst við England fyrir nokkrum árum — afbragðs drengur, eins og bræður hans. Hann skildi eftir unnustu og ungan son. — Hin systkinin 11 — 6 dætur og 5 synir — eru á lífi, og voru þau öll stödd á heimili foreldra sinna gullbrúð- kaupsdaginn, ásamt nokkrum tengdabörnum brúðhjónanna. Það mun vera fágætt tæki- færi að eiga kost á að virða fyrir sér svona stóran og glæsi- legan systkinahóp, því þetta er allt úrvalsfólk að atgervi og mannkostum. Um það eru allir sammála, sem þekkja þau. Barnabörn gömlu hjónanna eru 21 á lífi og eitt þeirra á barn. Ég gat þess, að þau hefðu verið fátæk, þegar þau giftu sig, og ég hygg, að flestir lifs- reyndir menn muni skilja það af því, sem þegar er sagt, að þeim hafi ekkl safnazt mikill auður. En þau áttu annað: Afburða starfsþrek, fágæta prúð- mennsku, æðruleysi og lífsham- ingju, sem voru þeirra auðævi. Með öðrum orðum: Guð bless- aði þau og heimili þeirra. Þau hafa aldrei kastað kald- yrði hvert að öðru, og aldrei eignazt neinn óvildarmann. Gúllbrúðkaupsdaginn hefði húsið þeirra þurft að vera miklu stærra, til þes að rúma gestina. Þeim barst mikill fjöldi heilla- skeyta og blóma. — Hvert sem litið var í húsinu voru blóm — alls staðar blóm. Þetta var vel fallið. Sigurjón Kristjánsson, frá Krumshólum. „Hvassafell” Við komu „Hvassafells,“ hins nýja skips Sambands ísl. sam- vinnufélaga, til Akureyrar 27. f. m. barst forstjóra S. í. S., Vil- hjálmi Þór, eftirfarandi ljóð i símskeyti: íslands árguðir lýsi alla tíð Hvassafelli. Hossi hamingja og blessi happaskeið á sæbreiðum. Mölvist bylgjur, þó bölvi bólgin hrönn i rokólgu. íslands árguðir lýsi alla tíð Hvassafelli. Sveinn Bjarman. ALICE T. HOBART: Y ang og yin En þegar sumri tók að halla', fór hún að sakna Peters. Hún stundaði tennis af óeðlilegri áfergju, og um hádegisbilið fór hún jafnan í póstafgreiðsluna í von um, að hún sæi Peter bregða þar íyrir. En hann sást aldrel. Var hann tekinn til starfa í sjúkra- húsinu? Óljósar grunsemdir um að hún væri sjálfri sér ónóg breyttust í eirðarleysi og nagandi þrá. „Þetta líður hjá,“ sagði hún við sjálfa sig. „Þetta líður hjá, þegar ég byrja starfið fyrir alvöru.“ Síðan hún heimsótti fólk Sen S Mó hafði fræðslustarfið meðal hinna kínversku kvenna orðið að eins konar krossferð 1 vitund hennar. En stundum var trú hennar á sigur í þeirri krossferð ærið lítil. Hún reyndi árang- urslaust að hleypa í sig hita og baráttuvilja með því að hugsa um örlög Sen S Mó. Hún hafði sjálfsagt tekið sinn sess í húsi hins iátna húsbónda síns. Það hlaut að vera illt hlutskipti — og hálfu verra en áður eftir misheppnaða uppreisnartilraun. Einn morguninn bárust til hennar óvænt lífsmerki inn um opinn gluggann: Hún heyrði þungar stunur, eins og burðarkarlar væru að láta burðarstól síga til jarðar, og síðan létt fótatak. Það var engu líkara en smástíg kona með reyrða fætur kæmi upp dyraþrepin. Díana gægðist út. Hún var sem þrumulostin og gat varla trúað því, sem hún sá: Sen E Mó var komin þarna ljóslif- andi! Díana hljóp niður stigann «g tyllti ekki tánum nema á þriðja livert þrep. Hér hafði hún fengið þá uppörvun, sem hún þarfn- aðist. Fyrstji orðin, sem komu af vörum Sen S Mó, voru eins og eldlegt fyrirheit: „Ég er komin aftur til þess að bergja á brunni hinnar nýju vizku.“ En það fékk Díana aldrei að vita, hvernig Sen S Mó hafði komizt brott úr húsi ættmóðurinnar. Stundum reyndi hún að beina samræðum þeirra að heimsókninni í ættarbústaðinn — ef til vill gat hún á þann hátt fengið að vita eitthvað um átökin milli hinna tveggja kvenna og atburði síðustu næturinnar, sem hún gisti þar. En hún fékk ekki neitt upp úr henni. Það var aðeins ein lítil setning, sem Díana gat hent reiður á: „Nú erum við systur,“ hafði Sen S Mó sagt, þegar hún kom — það gat'þýtt, að hún hefði sagt skilið við fólk sitt fyrir fullt og allt. En Sen S Mó kunni ekki við sig í sumarbústöðunum. Hún hvarf heim í skólann, og kveljandi einstæðingsskapurinn lagðist aftur eins og farg á Díönu. Hún fór einförum, og kaus jafnan þær leiðír, sem fáförulastar voru. Síðasta daginn reikaði hún út á svalirnar, þar sem farangur hennar beið heimflutnings. Heimförin hafði verið ákveðin um sólarupprás morguninn eftir. Flest sumarhúsin stóðu nú auð og yfirgefin og hlerum skotið fyrir gluggana. Diana var mædd og kvíðafull. Hún laumaðist brott — laumaðist ósjálfrátt niður stíginn að bambuslundinum, þar sem hún hafði svo oft setið hjá Peter. Sólin náði ekki lengur að skína þar, því að sumri var tekið að halla, og hún var gengin undir bak við fjöllin. Það var þegar tekið að rökkva undir laufhvelfingunni milli grænna og sléttra stofnanna. Samt sem áður kom Díana strax auga á Peter — ef til vill hafði hún vonazt til að finna hann þarna. Hann stóð upp við eitt tréð. Þau stóðu stundarkorn hvort andspænis öðru. Hvorugt mælti orð frá vörum. Svo gekk Peter að henni og dró hana að. sér. Og líkami Díönu lét að vilja handa hans, þungur og auðsveipur. Allar þær varnir, sem hún hafði svo vandlega skipulagt, urðu á svipstundu að engu. Líkaminn heimtaði ófrávíkjanlega sitt. Henni fannst sem hún sykki niður i kolsvart hyldýpi. Það var síðasti dagur brúðkaupsferðarinnar. Húsbáturinn, sem þau Díana og Peter voru á, seig ofur-hægt upp skipaskurð- ssssss$ssss3sass$sss$$ggs$$3$$»w$$s$$$$$$$$s?$t$sss$s$$$$s$$$$s$$$$$s$s$$»ss$3 tilboði dönsku stjórnarinnar. Þar með yrði atkvæðaseðillinn að vísu ógildur, en ekki væri hægt að reikna slíka seðla danska tilboðinu til inntekta eða telja það samþykkt?, þótt það fengi flest atkvæði, ef sam- anlögð tala þeirra, sem segðu nei við því, og hinna, sem kysu skilnað, yrði hærri. Þessi mismunandi sjónarmið ollu þó ekki neinni ósætt meðal sj álf stæðismanna, og birtust greinar, þar sem þessi tvö við- horf voru túlkuð, hlið við hlið í Dagblaðinu, aðalmálgagni Fólkaflokksins. Er nær dró at- kvæðagreiðslunni urðu skilnað- armenn algerlega ofan á. Ein samtök enn, sem mjög gætti í Færeyjum í sumar, var Færeyingafélagið svonefnda. — Það krafðist afdráttarlaust skilnaðar. Voru að þess frum- kvæði haldnir margir og fjöl- mennir fundir víðs vegar um eyjarnar til þess að stappa stál- inu í menn og brýna fyrir þeim skyldur sínar við sjálfa sig, þjóð sína og framtíðina. Aðal- foringi þessa nýja félagsskap- ar var Erlendur Patursson, þjóð- megunarfræðingur, yngsti son- ur Jóannesar kóngsbónda, og er hann mörgum íslendingum kunnur frá þvi að hann stund- aði hér menntaskólanám. Var félagið stofnað I maí í vor, að frumkvæði hans og Hanusar við Högadalsá. Sverri Patursson rit- höfundur, bróðir Jóannesar, er einnig í þessum félagsskap. En hann hefir lengi verið mjög eindreginn skilnaðarmaður. Afstaða flokksbrots Louis Zachariassens, Gamla sjálvstýr- is svonefnds, var ógleggri. Zachariassen er íoringi þeirra manna, sem fyrir nokkrum ár- um klufu Sjálvstýrisflokkinn, og á styrjaldarárunum gerði hann bandalag við jafnaðar- menn og Sambandsmenn og sat með fulltrúum þeirra í lands- nefnd, er fór með völdin, ásamt Hilbert, amtmanni Dana á eyj- unum. Við síðustu kosningar náði hvorki hann né neinn manna hans kosningu, en alls fékk flokkurinn þá rösklega 10% greiddra atkvæða. Seinustu misseri hefir verið tvísýnt, hvaða stöðu þessir menn myndu í sjálfstæðismálunum. Tilboð Dana voru þeir óánægðir með. Um skeið hvöttu þeir menn til þess að sitja heima og taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. En rétt áður en atkvæðagreiðslan fór fram munu þeir hafa séð sig um hönd, að minnsta kosti sumir, og ráðlögðu mönnum að greiða atkvæði með skilnaði. Voru þá allar likur til, að þeir myndu taka höndum saman við sína gömlu félaga í Fólkaflokkn- um eftir margra ára erjur. Var því almennt fagnað af frjáls- huga mönnum I eyjunum. En nú hefir annað orðið upp á ten- ingnum. — Blað þessara manna er Tingakrossur, hið gamla mál- gagn Sjálvstýrisflokksins. Fæðingarhríðin. Barátta stjórnmálamannanna náði eðlilega hámarki sinu síð- ustu dagana fyrir atkvæða- greiðsluna. Mun þá og hafa far- ið að koma í ljós, að skilnaðar- mennirnir voru sterkari en sam- bandsmenn uggðu. Þó munu sambandsmenn yfirleitt hafa talið sér sigurinn vísan. Á föstudaginn áður en at- kvæðagreiðslan fór fram gengu sjálfstæðismennirnir í flokkum um götur Þórshafnar, þar sem þeir eru í miklum meirihluta, og festu upp áskoranir og hvatningar til fólksins. Spjöld og áskoranir, sem sambands- menn reyndu að festa upp, voru á sömu stundu rifnar niður af unglingum, sem ekki var minni móður í en hinum fullorðnu. Voru þessi sambandsplaköt fót- um troðin á götunum, áður en hinn mikli dagur rann upp, eða flugsuðust í golunni við girð- ingar og staura. 14. september rennur upp. Atkvæðagreiðslan fór hvar- vetna vel og skipulega fram þótt mikið kapp væri í mönnum. Víða gat að líta hinn unga fær- eyska fána, þjóðartákn hinna harðgerðu úthafsbúa, er nú hafði loks verið gefinn kostur á að útkljá það sjálfir, sam- kvæmt loforði dönsku stjórnar- innar fyrir kosningarnar, hvort þeir vildu heldur vera hluti danska ríkisins eða fullvalda þjóð. Veður var hið indælasta, og sólin skein í heiði, „eins og hún vildi hjálpa til að ylja þá, sem voru helzt til kaldir — í þjóðernislegu tilliti", sagði Dag- blaðið. Fyrir hádegi höfðu 500 menn greitt atkvæði I Þórshöfn, og var mikið miðað við það, sem þar gerist í venjulegum kosningum. Framhald. Þakkir Sveitungum mínum og nár grönnum í Gaulverjarbæjar hreppi, sem hafa bætt mér skaða þann er ég varð fyrir þegar hlaða mín brann og hey- fengur að mestu, þann 22. ágúst með því að koma hlöðunni í samt lag og fylla hana af heyi, færi ég hér með hjartanlegar þakkir og bið þeim allrar blessunar. Jaðarkoti, 17. október 1946. Halldóra Halldórsdóttir. SABROE — vandaðar vélar í vönduð frystihús — Samband ísl. samvinnuf élaga Jörðin KVÍSLARHÚLL í Tjörneshreppi, er til sölu og laus til ábúðar nú þegar. Á jörðinni er nýtt íbúðarhús, fjárhús, fjós, hlaða, áburðar- hús, safnþró, smíðahús og vélageymsla, allt úr stein- steypu. Raflýsing, Tún allt véltækt. Bithagi afgirtur. Trjá- reki. Silungsveiði. — Nánari upplýsingar gefa Karl Kristjánsson, oddviti, Húsavík, og Málflutningsskrifstofa Kristjáns Guðlaugssonar og Jóns N. Sigurðssonar, Reykjavík. — Sími 3400. heldur AÐALFUND sinn fimmtudaginn 31. þ. m. kl. 8,30 síðd. að Breiðfirðingabúð. Lögð verða fram endurskoðuð lög félagsins til sam- þykktar. Annars venjuleg aðalfundarstörf. Skorað á alla félagsmenn og aðra þá, sem gerast vilja félagar á fundinum, að mæta. Skemmtifundur hefst að loknum aðalfundarstörfum, fyrir félagsmenn og gesti þeira. Stjórn Húnvetmngafélagsins. Auglýsing um malar- og sandflutning Að gefnu tilefni skal hér með vakin á því athygli, að samkvæmt 38. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur skulu ökutæki, er flytja möl, sand, mold og þess háttar hér um lögsagnarumdæmið, vera svo gerð, að ekki hrynji úr þeim þar sem farið er um. Brot gegn þessu varða sektum. Lögreglustjórlnn í Reykjavík, 27. okt. 1946. Miðstöðvarofnar komnir. Á. EINARSSON & FUNK Jólablaðsauglýsingar Auglýsendur, sem œtla að auglýsa í jólablaði Tímans, eru vinsamlega beðnir að senda auglýsingarnar sem allra fgrst. UTBREIÐIÐ TIMANN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.