Tíminn - 09.11.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.11.1946, Blaðsíða 3
206. blað TfMEViy, langardagiim 9. nóv. 1946 3 [íiíiiíiiiíítiííiittiíítííiíiítíííííííttííí 1 ■ jj I 1 1 :: $: H $: ! :: H H Nýjar Norðra bækur Eftirtaldar bækur hafa komið út á þessu ári. Þær eiga það sammerkt með eldri bókum Norðra að vera vand- aðar að öllum frágangi, — úrval þess bezta, sem út er gefið, bókaprýði hvers heimilis, — og sjálfsögðustu tæki- færisgjafirnar. Árblik og aftanskin, eftir Tryggva Jónsson frá Húsafelli. Um þessa stórmerku og sérkennilegu æviþætti höfundarins segir Konráð Vilhjálmsson m. a. í formála bókarinnar: . Það mun allfágætt dæmi, sem æviþættir þessir skýra” frá, að íslenzkur mað- ur hafi lifað fast að því hálfa öld í fjarlægu landi, einangraður frá öllum löndum sínum, lent í slíkum tímanlegum og andlegum aflraunum og ævintýrum, kynnst ýmist hinum lægstu sviðum mannlífsins, eða notið hrifningar af æðstu listum og hugsjónum, en geymt þó ættjarðarást sína og æskuást allt í gegn og orðið þess að lokum auðið að flytjast aftur heim til ættlandsins og fá þar að síðustu uppfylling sinna dýrustu æskuvona... “ Hin harm þrungna og fáheyrða æviraun Tryggva frá Húsafelli mun öllum verða minnisstæð, er lesa um hina torsóttu leið hans frá árbliki til aftanskins. — 190 bls., ób. kr. 20,00. Bak við sknggann, 'eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundarins, en áður hafa birzt eftir hann nokkur ljóð í ýmsum blöðum og tímaritum, og vakið mikla athygli. Víða um land hefir þessarar bókar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Ættu Ijóðvinir ekki að missa af góðum feng, en tryggja sér eintak hjá næsta bóksala, þar sem upplag bókarinnar er takmarkað. — 77 bls., ób. kr. 12,00. Basl cr Jniskapur, eftir Sigrid Boo. Sagan segir frá fjölskyldu einni í Osló og „baslara-búskap“ hennar á þann hátt, að það væri dauður maður, sem ekki gæti hlegið sér til -heilsubótar, á hvaða aldri sem væri, enda sýnir hún lesandanum sjálfan sig í sæmilega góðum spéspegli, og það er alltaf góð skemmtun og nytsamleg. — 158 bls., ób. kr. 15,00. Beimi í leyniþjóimstunnl er bráðskemmtileg og spennandi saga, sem heldur öllum vel vakandi, jafnt ungum sem gömlum. Bókin er prýdd mörgum mynd- um af atburðum sögunnar. — 233 bls., ib. kr. 20,00. >♦ | Beverly Gray í 3. bekk. Beverly Gray-sögurnar eru orðnar eftirlætisbækur allra ungra stúlkna, og jafnvel drengja líka, enda eru sögur þessar þrungnar af glaðværð og ævintýrum, sem allir hafa yndi að lesa. — 215 bls., ib. kr. 20,00. Börn óveðursins. Margir lásu í æsku Börn óveðursins, og allir minnast hennar til elliára. Þetta er fyrst og fremst frábærilega góð barna- og unglinga- bók. Á hún allt það til að bera, sem ungt fólk sækist eftir: fjöl- breytni og hraða rás söguviðburðanna, spennandi ævintýri, æsku og ástir og farsæl og góð sögulok. Allir þeir, sem nú eru orðnir fullorðnir. en lásu hana ungir, munu nú vilja lesa hana aftur í hinni nýju þýðingu. — 138 bls., ib. kr. 14,00. Ég’ vitja þín, æska, eftir Ólínu Jónasdóttur. Hér rekur þessi stórmerka kona bernsku- og æskuminningar sínar. Bók þessi hefir vakið óhemju athygli, og fjöldi ritdóma merkra manna hefir birzt um hana. Brynjóljur Sveinsson, mennta- skólakennari, segir m. a. um þetta snilldarverk Ólínu: . Höf- undurinn er fátæk alþýðukona, er aldrei hefir í skóla komið og alla ævi unnið „hörðum höndum" við óblíð og örðug kjör. Mátt- ugar skapanornir spunnu ekki gull- eða silfursimu við vöggu henn- ar, en þær gáfu henni aðra gjöf, er sætt hefir margan íslend- inginn, annan en Egil Skallagrímsson, við kröpp kjör og þunga harma... Strengirnir á hörpunni hennar Ólínu eru fáir, en þeir eru ófalskir og svíkja engann. Þeir eru snúnir við skin vorbjartra nótta og í húmi langra vetrarkvölda af ljóðþyrstum hug íslenzkrar alþýðu frá upphafi íslands byggðar... “ íslendingur segir m. a. um bókina: ... Það er göfgandi fyrir sérhvern æskumann og konu að lesa æskuminningar og Ijóð Ölínu Jónasdóttur — og um- fram allt að reyna að skilja lífsskoðanir hennar. Ungu stúlkurnar hefðu gott af að taka sér hana til fyrirmyndar á mörgum svið- um... “ — 157 bls., ób. kr. 16,00, ib. kr. 25,00. Feðgarnir á Breiðabóli II.: Bærinn og byggðin, eftir Sven Moren. Þetta er annað bindi hins mikla sagnabálks um feðgana á Breiða- bóli, sem hófst með sögunni Stórviði. Þróttmikil og skemmtileg ættarsaga. — 204 bls., ób. kr. 14,00, ib. kr. 20,00. Hippokrates. faðir læknislistarinnar, eftir Vald. Steffensen lækni. Saga hins mikla, forngríska læknis og spekings, Hippokratesar, ey kallaður hefir verið „faðir læknislistarinnar", er bæði merki- leg og skemmtileg, og er þetta fyrsta og eina ritið um Hippokrates, er komið hefir út á íslenzka tungu. Bólf þessi ætti að finnast í hverju heimilisbókasafni. — 118 bls., ób. kr. 12.00. Horfnir góðbestar. eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Þetta er bókin, sem varð landskunn af upplestrum dr. Brodda Jóhannessonar í útvarpið, löngu áður en hún kom út. Síðan hefir hún hlotið óhemjuvinsældir og er nú nærri uppseld. Bók þessi er talin af dómbærum mönnum eitt snjallasta afrek íslenzkra bók- mennta. Hún lýsir af snilld frægum norðlenzkum hestamönnum og gæðingum, svaðilförum þeirra og afrekum. Karl Kristjánsson, skólastjóri, segir m. a. í ritdómi um bókina: „. ..Bókin er falleg og vel útgefin, — mikill skemmtilestur og bókaprýði. Hún er minn- ingarrit um horfna gæðinga, — eins og nafn hennar bendir til, — einkum gæðinga í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, af því að þar nær kunnugleiki höf. bezt til. . . . Lestur bókarinnar er ein stórkostleg reiðför, þar sem lesandinn hefir stöðugt hestaskipti. . . . Enginn hestur er eins á bökkum Blöndu eða í Hólmi Skaga- fjarðar, — og ekki heldur í þessari bók. Svo dásamleg er fjöl- breyttnin í hestahópnum, — og svo ágæt frásögn Ásgeirs Jóns- sonar..." — 407 bls. í stóru broti, ób. kr. 48.00, ib. kr. 63.00. Hugvitssamur drengur. Þetta er frásögn fyrir unglinga um líf og starf Gústafs Dalén. hins fræga sænska hugvitsmanns. Gústaf Dalén lést 9. desember 1937, rúmlega 68 ára gamall og var syrgður af öllum þjóðum heims, þjóðum, sem dáðust að þessum blinda ljósbera, sem kenndi okkur að taka andstreyminu með jafnaðargeði og hinum sárustu þraut- um með karlmennsku og auðmýkt. Hann var einn af mestu sonum Svíþjóðar, lifandi dæmi þess, hve ódrepandi elja, þolgæði og ósér- plægni fær miklu áorkað. — 85 bls., ib. kr. 12.00. Hvítir væiigir, eftir Evu Hjálmarsdóttur frá Stakkahlíð. Næstum óslitið frá 9 ára aldri hefir höfundurinn verið sjúk og langtímum bundin við rúmið. En á hvítum vængjum hugans hefir hún flogið inn í draumalönd sagna og ljóða, sem eru óvenjuleg að fegurð og innileik. Halldór Kristjánsson segir í ritdómi m. a.: „ . . . Meinleg örlög valda því, að Eva Hjálmarsdóttir tekur ekki það sæti, sem hún Var borin til meðal íslenzkra rithöfunda. En mér finnst bók hennar auðkennd af kvenlegum þokka og náttúru- legu og heilbrigðu sakleysi bernskunnar. Og hún er dæmi þess, hve ljóðgáfan og skáldhneigðin hefir orðið börnum þessa lands, og verður enn, hvítir vængir, sem lyfta þeim yfir skugga og mótlæti lífsins." Bókin Hvítir vœngir mun hverjum og einum kærkomin. Efni hennar bætir og fegrar alla, sem kynnast því. — 232 bls., ób. kr. 18.00, ib. kr. 28.00. Lýðveldislmgvekja um íslenzkt mál árið 1944, eftir H. H. er eðlissaga íslenzks máls síðast liðin þúsund ár í orðfáum aðal- dráttum og jafnframt stefnuskrá íslenzkrar tungu í þúsund árin næstu, þjóðræknum þegnum hins nýja lýðveldis til eftirtektar, íhugunar og áminningar. uppörvunar og eftirbreyttni. Forlátaút- gáfa. Verð kr. 50.00. Miðilliim Hafsteinn Björnsson, safnað hefir og skráð Elinborg Lárusdóttir. Þetta er merkileg bók og athyglisverð, hverja skoðun sem menn kunna að hafa á sálrænum málum. Þorsteinn Jónsson, rith., segir m. a. í ritdómi um bókina:,,... Þessi bók er frásögur um mörg dularfull fyrir- brigði, sem gerzt hafa í sambandi við miðilinn Hafstein Björnsson . . . Það er auðsætt, að frú Elínborg Lárusdóttir hefir lagt mikla vinnu og alúð í að fá allar frásagnir sem réttastar frá hendi þeirra, er bezt vita. Enda byggist gildi atburða sem þeirra, er hér f jallar um, algerlega á því, að rétt sé sagt frá, samkvæmt nákvæmri at- hugun sjónar- og heyrnarvotta. . . “ Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóri, skrifar einnig um bókina og segir m. a.: „ . . . Bók þessi mælir með sér sjálf hjá öllum þeim, sem finna með sér þörf til þess að kynnast þessum málum, og hún er til þess fallin að geta orðið mörgum manni styrkur og staðfesting þess, sem flestir vona: að eiga kost endurfunda við dána ástvini. Þegar allt kemur til alls, er ást manna hið eina, sem nokkru máli skiptir fyrir hvern einstakling, þégar hann leggur upp í hina síðustu miklu ferð. . . “ — 258 bls„ ób. kr. 28.00, ib. kr. 40.00. Reimleikmn á IleiðarJiæ, eftir Selmu Lagerlöf. Þessi látlausa rökkursaga er eins og dásamlegt víravirki með greiptum glitrandi perlum, er blika við manni, sem bros og tár á víxl. Hin vermlenzka frásagnarsnilld höfundarins birtist hér á hinn furðulegasta hátt í einni einkennilegustu draugasögu, sem hugsazt getur. — 154 bls., ób. kr. 15.00. Sallý litlalotta. Saga þessi segir á hrífandi hátt frá lífi Uiiglingsstúlkna í Pinn- landi, er þær gerðust sjálfboðaliðar („lottur") í styrjöld Pinna og Rússa. Sallý er auðvitað söguhetjan, og tekur þátt í fjölbreytt- um störfum, hún er matselja sendill o. m. fl„ en vinstúlkur henn- ar: Laila, Hulda og Pild, eru allar hrífandi stúlkur, sem íslenzk- um ungmeyjum verður unun að kynnast. — 196 bls.. ib. kr. 16.00. Stóri-Níels, eftir Albert Viksten, hefir komið út í meira en 100.000 eintökum í Svíþjóð og hlotið almennar vinsældir. Öðru fremur er þetta saga Stóra-Níelsar, stór- bóndans á Andavatni, Alfreðs, sonar hans og kaupakonunnar, Ingi- ríðar, en ívafið er ástir þeirra síðast nefndu. Hin afburðasnjalla lýsing höfundarins á þessum óspilltu unnendum, draumum þeirra og þrám, fangar hugann og yljar lesandanum inn að hjartarótum, og eftir að hafa kynnst Alfreð hljótum við að taka undir með skáldinu er það segir: „Hver dáð, sem maðurinn drýgir, er draumur um konuást." — 280 bls„ ób. kr. 25.00, ib. kr. 36.00. Sörli soiiiis* Toppu. Sögurnar Trygg ertu Toppa og Sörli Sonur Toppu eru hrífandi fallegar sögur, sem óefað verða uppáhald allra bókaunnenda, ungra sem gamalla. Sagan af Sörla er þrungin dásamlegu ofnæmi tilfinninganna — lifandi og ógleymanleg. Hér er það lífið sjálft, sem talar, í fegurð sinni og fjölbreyttni. — 393 bls„ ób. kr. 25.00, ib. kr. 36.00. Ofantaldar bækur fást hjá öllum bóksölum landsins. Einnig má panta þær gegn póstkröfu beint frá Aðalútsölu NORÐRA h.f. Pósthólf 101 — Reykjavík. Keðjur á Farmall dráttarvélar Samband ísl. samvinnuf élaga •♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Umsóknir um bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar Allir þeir Reykvíkingar, sem hafa í hyggju að sækja um bætur samkvæmt hin- um nýju lögum um almannatryggingar og telja sig eiga rétt til bóta frá og með 1. janúar 1947, eru hér með áminntir um að leggja fram umsóknir sínar hið allra fyrsta. Umsóknum er veitt móttaka í skrifstofu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og er þar einnig veitt aðstoð, ef þess er óskað, við að fylla út umsóknareyðu- blöðin. í ^yggNastofnun ríkisins. WW888888888IW 88888888888888888 Bókhald og bráfaskriftir Garðastræti 2. — Sími 7411. TÖKUM AÐ OKKUR: Bókhald. Bréfaskriftir á dönsku, ensku, frönsku og þýzku. Vélritun. Fjölritun. ENNFREMUR: Þýðingar á verzlunarbréfum úr ítölsku og spönsku. Jóhanna Guðmundsdóttir. María Thorsteinsson. . Löggiltur skjalaþýðandi í ensku). Meimingar- og minningarsjóður kvenna: heldur SKE TU N til ágóða fyrir starfsemi sína I Tjarnarbíó á sunnudag næstk. kl. 3 e. h. Efnisskrá: ERINDI. LANZKY-OTTO leikur Tunglskins sónötuna, eftir Beethoven. ÓLÖF NORDAL les upp kvæði eftir Tómas Guðmundsson. BJÖRN ÓLAFSSON, fiðluleikari, leikur Systur í Garðshorni, eftir Jón Nordal. SKÚLI HALLDÓRSSON leikur á píanó tvö frum- samin lög: Improntu og Álfadans. Aðgöngumiðar seldir á morgun í Hljóðfæraverzlun Sig- ríðar Helgadóttur og í Hljóðfærahúsinu. Varsjá orðið fyrir meiri gereyði- leggingu en nokkur þýzk borg. En borgir sigurvegaranna verða tafarlaust reistar að nýju. í Þýzkalandi hafa lífsskilyrðin ekki batnað, þó bráðum séu liðin þrjú misseri frá uppgjöf Þjóð- verja. Heilbrigðisástandið hefir versnað, í stað þess að batna. Maðurinn er dásamleg vera. Kjör fólksins í þeim hlutum Þýzkalands, sem ég fór um, eru aumari en svo, að þeim verði með orðum lýst. Ég blygðaðist mín fyrir að eiga að tala um Beveridge-tillögurnar, útrým- ingu skorts og samfélagshjálp. En mér til mikillar undrunar var boðskap mínum hlýtt af hinum mesta áhuga. Hversu mjög sem fólki var íþyngt af hörmungum sínum, hlustaði það á mig af athygli. Ég varð þess einnig var, að fólk þyrsti eftir enskum bókum og blöðum, og um það var eins oft talað og hungrið. í einum háskólabæn- um vissi ég ,að tímaritið „Econ- omist“ var lánað á svörtum markaði gegn 300 mörkum. Auðvitað eru það margir og raunar hér um bil allir hinir leiðandi menn, sem hafa miklar áhyggjur af málum Þýzkalands og framtið. Þessum mönnum var haldið niðri af nazistum, og sumir þeirra hafa setið I fangabúðum. Þeir hafa sjálfir orðið að þola þrengingar tíma- bils nazistastjórnarinnar, og þeim er ekkert ríkara í huga en að andleg og þjóðfélagsleg við- reisn geti átt sér stað. Flóttamennirnir. í ofanálag á annað hörmung- arástand í landinu bætist svo það, að miljónir flóttamanna hafa flykkzt inn á her- námssvæði Breta úr öðrum héruðum og löndum. Þetta er fólk af öðru þjóðerni, sem ekki þorir eða getur horfið heim aft- ur, svo sem Pólverjar, fólk úr Eystrasaltslöndunum, Júgóslav- ar og menn af fleiri þjóðernum, og þýzkt flóttafólk víðs vegar að úr Þýzkalandi og grannríkj- um þess. Þetta fólk býr að lang- mestu leyti í bráðabirgðaíbúð- um, sumum tiltölulega góðum, en víða þó fjórtán manns í sömu vistarveru eða herbergi. Sumt er í skúrum, sem hrúgað hefir ver- ið upp, og sefur á hálmi stráð- um gólfunum. í Holstein og Slésvík var það gert heyrinkunnugt í haust, að flóttafólkið, sem þar héldist við í gripahúsum, yrði að fara úr þeim áður en októbermánuður gengi í garð, svo að hægt væri að hýsa kýrnar. Öll þessi fiótta- mannamál eru mjög slungin öðr- um erfiðleikum, sem steðja að þýzku þjóðinni. Mikill meirihluti þessa fólks er slitinn úr öllum tengslum við venzlafólk og veit yfirleitt ekkert um það og þess afdrif. Hér er skárst að snúa við. í Potsdam sættust Banda- menn á það að þrengja kjör Þjóðverja, eyðileggja verksmiðj- ur og útrýma nazisma. Útrýming nazismans er eitt hinna hlægi- legu slagorða, eins og hún er framkvæmd. Hugsum okkur einhverja borg. Ákveðinn maður má ekki gegna þar tilteknu starfi, en það er ekkert við þvi að segja, að hann taki við öðru (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.