Tíminn - 22.11.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.11.1946, Blaðsíða 4
Flokksþing Framsóknarmanna /íe/sf í Reykjavik 28. nóvember næstkomandi REYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 22. XÓV. 1946 215. blaff Ú l, œnum í dag: Sóun kemur upp kl. 9.18. Sólarlag kl. 15.24. Árdegisflóö kl. 4.25. Síðdegis- flóö kl. 16.40. í nótt: Næturakstur annast Litla bílastöðin, sími 1380. Næturlæknir er í lækna- varðstofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunni, sími 7911. Útvarpið í kvöld: Kl. 10.25 Þingfrettir. 19.40 Auglýs- ingar. 20.00 Préttir. 20.30 Útvarpssag- an: „í stórræðum vorhugans", eftir Jonas Lie, IV (séra Sigurður Einars- son). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 17 í F-dúr eftir Mozart. 21.15 Erindi: Skólar í Bandaríkjunum; síðara erindi (ungfrú Þorbjörg Árna- dóttir magister). 21.40 Tónlelkar: Norðurlandasöngmenn (plötur). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plöt- ur): Tónverk ef tir Stravinsky: a) Brúðkaupið. b) Sálmasymfónían. 23.00 Dagskrárlok. Skipafréttir: „Brúarfoss" kom til Reykjavíkur 17. nóv. frá Kaupmannahöfn. „Lagar- foss“ kom til Reykjavíkur 19. nóv. frá Gautaborg. „Selfoss" kom til Reykja- víkur 20. nóv. „Fjallfoss" fór frá Reykjavík í gærkvöld, vestur og norð- ur. „Reykjafoss" var í Stykkishólmi um hádegi í gær á norðurleið. „Sal- mon Knot“ kom til New York 11. nóv. frá Reykjavík. „True Knot“ kom til Reykjavíkur 20. nóv. frá Halifax. „Becket Hitch“ hleður í New York síðari hluta nóvember. „Anne“ kom til Fredriksværk 20. nóv. frá Leith. „Lublin" hlóð í Antwerpen um 20. nóv. „Horsa“ fór frá Leith í dag 21. nóv. til Hull. „Lech“ fór frá Reykja- vík 16. nóv. til Leith. Félag Vestur-íslendinga, Aðalfundur Félags Vestur-íslend- inga var haldinn í Oddfellowhúsinu miðvikudaginn 20. þ. m. Félagsmenn eru nú á annaS hundrað og hefir þeim fjölgað verulega á starfsárinu. Fjárhagur félagsins er góður. Stjórn félagsins var endurkosin: Hálfdán Eiríksson formaður, Þórarinn Gr. Víkingur ritari, Guðni Sigurðsson gjaldkeri. Varaformaður var einnig endurkosinn sr. Jakob Jónsson. Sr. Jakob Jónsson flutti á fundin- um ítarlegt og snjallt erindi um vestur-íslenzku skáldkonuna Guðrúnu Finnsdóttur. Heiðursgestur á fundinum var Birg- ir Halldórsson söngvari, sem er ný- kominn heim að vestan. Hjónaefni: Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Ungfrú Þórhalla Gunnarsdóttir frá Skógum í Axarfirði og Sigurður Jó- hannesson (Björnssonar frá Hofsstöð- um) bankaritari, Þingholtsstræti 31. Gjafavörur til Þýzkalands. Með Reykjafossi fóru héðan síðastl. mánudagskvöld, um 40 smál. af gjafa- vörum til Þýzkalands, er skipið flytur beint til Hamborgar. f>ar á meðal voru 1300 gjafabögglar frá einstakling- um til einstaklinga, sent með aðstoð Rauðakrossins, um 15 smál. af ýmsum vörum frá Þýzkalandssöfnuninni, og gjafir frá stofnunum og fleiri til þýzkra hjálparstofnana. Normannslaget, félag Norðmanna í Reykjavík hélt aðalfund sinn nýlega. í stjórn hlutu kosningu, Harald Faaberg skipamiðl- ari, formaður, Tomas Haarde verk- fræðingur, Gunnar Akselsson stór- kaupmaður, frú Ingrid Markan og Árni G. Eylands fulltrúi. Eimreiðin, 3. hefti 52. árg. er komin út. Efni þessa heftis er m. a. Hjálpin að heim- an. — Áhrif erlendra blaða, grein eftir Þorstein Stefánsson rithöfund (með mynd). Prédikun í helvíti, eftir Helga Konráðsson (með mynd). Kvæðið 17. Júní 1944, eftir Kristinn Arngrímsson. Fornritin og vísindamennirnir, eftir Eirík Kerúlf (með mynd). Gervihetjur, eftir Svein Sigurðsson. í greinar- flokkninn, Við þjóðveginn, eru grein- ár um Inntökubeiðni íslahds í UNO, Samningagerðirnar við vesturveldin, Dansk-íslenzka sambandsnefndin og störf hennar. Ennfremur grein um Leikllstlna eftir Lárus Sigurbjörnsson. Fráfærur og yfirseta, eftir Einar Frið- riksson (með mynd). Tvö skaut stjórn- Glnndroðmu á Alþingi . . . (Framhald af 1. slSu) un þjóðstjórnar. Sú aðferð hlaut alltaf að verða mjög seinvirk, þar sem engin aðili var þar til forustu, enda er það komið á daginn. En samt skammar aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins þing- ið fyrir seinagang — enda þótt seinagangurinn stafi að veru- legu leyti af því, að fylgt hefir verið tillögu frá Sjálfstæðis- flokknum um vinnuaðferð, sem flokkurinn bar fram eftir að hann hafði gefist upp við að fullnægja sjálfsögðustu skyldu sinni. Slík framkoma er þó raunar í samræmi við annan feril Sjálf- stæðisflokksins hin seinni ár. En hvers getur þjóðin vænst af flokki, sem þannig hagar sér? Afstaffa Framsóknarmanna. Um afstöðu Framsóknar- manna til stjórnarmyndunar er það að segja, að þeir hafa þar sérstöðu. Þeir eiga engan þátt í því, hvernig komið er. Þeir vör- uðu við þeirri stefnu, sem fylgt var, og neituðu að fylgja henni. Vitnisburður útgerðarmanna sýnir að hefði verið farið að ráðum Framsóknarflokksins haustið 1941, myndi hagur út- gerðarinnar nú vera með blóma. En þótt Framsóknarflokkurinn beri ekki ábyrgð á því ástandi, sem nú ríkir í þjóðfélaginu og öðrum beri á þann hátt ríkari skylda til að vinna að úrbót- um, mun flokkurinn síður en svo skorast undan að taka á sig á- byrgð af erfiðum stjórnarráð- stöfunum,' ef hann telur þær stefna í rétta átt. Flokkurinn mun því á þinginu sem annars staðar beita sér fyrir því, að reynt sé að ráða fram úr ríkj- Kaupfélög! Höfum fyrirllggjandf stunguskóflur Vinsamlegast sendið oss pantanir sem fyrst. Samband ísl. samvinnuf élaga (jamla Síc 30. sek. yfir Tokió Aðalhlutv. lelka: Spencer Tracy, Van Johnson, Sýnd kl. 6 og 9. Teiknimyndin MJALLHVÍT og dvergarnir sjö. Sýnd kl. 4. 1hjja Síó (VÍff Shúlnaötu) lAtlm drottin DÆMA. (Leave Her To Heaven) Gene Tierney Jeanne Crain. Cornel WUd Bönnuð yngri en 14 ára. . Sýnd kl 9._________ Karlar í kröggnm. Sprellfjörug skopmynd með kynjakörlunum Oisen og Johnson. Sýnd kl. 5 og 7. ■ i 4» ^tiéiní pál^fbnat JÚaflbœhuc op titítc&ic 1791-1797 7’jantarh'c Eitur og pipar (Arsenic and Old Lace) Bönnuð yngri en 16 ára. Sýning kl. 9. Eldilirandur. (Incendiary Blonde) Amerísk músikmynd í eðlileg- um litum. Betty Hutton, Arturo dr. Cordova. Sýning kl. 5 og 7. VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS andi erfiðleikum með róttæk- um og heiðarlegum aðgerðum. Hitt er svo eftir að sjá, hvort hinir flokkarnir hafa opnað augun fyrir því að nú sé þörf samstilltra og þjóðhollra vinnu- bragða. Frá bæjarstjórnarfundi: Rætt um strætisvagnana og hömlur á byggingu timburhúsa Mótmæli gcgn oliuportinu við Amtmannsstíg Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt fund í gær. Voru fulltrúar venju fremur skrafhreifir, þótt fátt merkra mála lægi fyrir fundin- um, enda um nóg aff tala, sem aflaga fer í bænum. Varff tals- vert þóf manna milli. Allur fyrri hluti fundarins snerist um tregðu þá, sem bygg- ingaryfirvöld bæjarins sýna þeim mönnum, sem vilja byggja timburhús á bæjarlóðinni, og ýmsar hömlur, er þau setja, en valda því, að byggingar verða iðulega dýrari en þörf er á. Spruttu þessar umræður út af því, að byggingarnefnd hafði neitað ákveðnum manni um leyfi til þess að reisa múrhúðað timburhús með steyptum kjall- ara og kjallaralofti inn í Hlíð- um. Samþykkti bæjarstjórnin að lokum fyrir sitt leyti, að mað- ur þessi mætti byggja húsið. Sænsku húsin komu nokkuð til umræðu í þessu sambandi, og var meðal annars rætt um þá tregðu og óvild, sem þau hefðu mætt hjá bæjaryfirvöld- unum, þrátt fyrir hið geigvæn- lega húsnæðisleysi, sem steðjar að almenningi. Guðlaugur Rós- inkranz, fulltrúi Framsóknar- manna, skýrði frá því, að bæj- aryfirvöldin í Stokkhólmi hefðu tekið þessi mál allt öðrum tök- um. Þar væru stór og mikil hverfi, þar sem eingöngu væru slík hús, sem bæjaryfirvöldin í Reykjavík gætu helzt ekki vitað á sínu yfirráðasvæði. í einu slíku smáhýsahverfi Stokk- hólmsborgar byggju hvorki meira né minna en 60 þúsundir manna. málanna, eftir Halldór Stefánsson (með mynd). Sagan Flótti, undir dul- nefninu Hákon stúdent. ísland 1945 stutt yfirlit um liðna árið. Einnig eru i heftinu ýmsar greinar um dulræn efni og ritsjá, þar sem getið er ýmsra nýútkominna bóka 0. s. írv. Þá var nokkuð rætt um strætisvagnana og þau sam- gönguvandræði, sem sum út- hverfin ættu við að búa. Allt það öngþveiti, sem einkennir rekstur strætisvagnanna, er annars almenningi of kunnugt til þess, að það þurfi að fara mörgum orðum þar um. Var tillögu um að ráða bót á vandræðum Fossvogsbúa í þessu efni vísað til bæjarráðs Þá kom fram á fundinum fyrirspurn um það, hvort olía eða bensín hefði verið geymt í olíupostinu" við Amtmannsstíg. Kvað borgarritari svo ekki myndi hafa verið, nema slattar á olíuflutningabílunum. Fólk, sem býr þarna í grennd hefir krafizt þess, að olíufélag- ið flytji þessa stöð sína á brott. Djörf skáldsaga um ástir og ástríður Út er komin hin heimskunna franska ástarsaga eftir Madame Colette. Saklaus léttúð Saklaus léttúff er óvenjuleg skáldsaga um blóffríkar ástir og brennandi ástríffur. SAKLAUS LÉTTÚÐ segir frá ungum elskendum, mis- heppnuðu samlífi þeirra, tilraunum þeirra til þess að fullnægja ástríðum sínum utan hjónabandsins og að lokum hamingju þeirra, er þau finna hvert annað. Frá- sögn bókarinnar er fögur og listræn, og þótt einstökum þáttum ástalífsins sé lýst af raunsærri bersögli, hvílir yfir allri skáldsögunni hlýr og rómantískur blær. Fólk sem er mjög feimið og teprulegt, er varað við að lesa bókina. I Saklaus léttúð mun vekja affdáun, hneyksli og deilur. Lesiff Saklausa léttúff og fellff yffar eigin dóm. Madame Collette er ef til vill kunnasti seinni tima ástar- sagnahöfundur Frakka. Það er staðreynd, að bækur Colette eru metsölubækur víða um heim, t. d. seldist síðasta bók hennar í 270.000 eintökum 1 Frakklandi. Hins vegar ber því ekki að neita, að miklar deilur hafa staðið um Colette, sökum djarfra ástarlifslýsinga hennar og bersögli í kynferðismálum. Telja ofsatrúarmenn og tepru- legir lesendur hana „klámrit- höfund", en fólk, sem metur dirfsku og hispursleysi 1 írá- sögnum um ástir sem annað, dáir hreinskilni hennar og þrótt, en allir lesa þeir samt bækur Colette, hvort sem þeir eru með henni eða móti. Ugluútgáfan Tólfmannanefndin fær nýjan frest Nefnd sú skipuð fulltrúum allra þingflokka, sem síðastliðn- ar fimm vikur hefir unnið að því að reyna að skapa grund- völl fyrir samstjórn allra flokk- anna, hefir tjáð forseta íslands, að hún hafi af alveg sérstökum ástæðum ekki getað lokið störf- um sínum fyrir 21. nóvember, eins og forseti hafði mælzt til. Forseti hefir tjáð nefndinni, að ef verulegur dráttur verði enn á því, að nefndin komist að ein- hverri niðurstöðu, telji hann ó- umflýjanlegt, að reyndar verði aðrar leiðir til myndunar nýrr- ar ríkisstjórnar. Bókasýning Helgafells (Framhald af 1. síöu) venjulegt íbúðarherbergi. Við veggina eru tveir Helgafells- skápar, fullir af Helgafellsbók- , um, en á veggjum hanga ýms málverk og teikningar, þar á meðal af Jakob Thorarensen, Halldóri Kiljan Laxness og Steini Steinarr. Á hverjum degi meðan sýn- ingin stendur, verður einhverj- um tveimur sýningargesta gefið sitt eintakið hvorum af við- hafnarútgáfunni af Njálssögu. Um leið og sýningin var opn- uð, voru látnar í bókabúðir þrjár nýjar bækur frá Helga- fellsútgáfunni. Er þar fyrst að telja Grettissögu í viðhafnar- útgáfu, skreytta teikningum eftir Þorvald Skúlason. Önnur bókin er síðara bindi skrautút- gáfunnar á verkum Jónasar Hallgrímssonar. Er í þessu bindi óbundið mál — sögur, greinar og bréf. Er efni bókar- innar bæði ætlað að vera útval þess, sem Jónas hefir skrifað af slíku, og sýnishorn þess. — Þrlðja bókin nefnist Síðustu blómin — teiknibók eftir ame- rískan mann, með ljóðatexta, Heimavistarhús. (Framhald af 1. síðu) deildum setuskáli. Bókasafn er í kjallara undir lesstofu og er sérstakur stigi þar á milli. í byggingunni verða íbúðir fyrir 3 kennara og hefir hver þeirra tvö herbergi. íbúð. umsjónarmanns er fimm herbergi og geymsla, og þrjú herbergi eru ætluð fyrir sjúklinga. Búnaður hvers nemendaher- bergis verður handlaug með heitu og köldu vatni, tveir rúmfataskápar, tveir legubekkir, borð, bókahilla og stólar. Af þessari lýsingu er ljóst, að heimavistarbygging þessi verð- ur ein glæsilegasta bygging, sem reist hefir verið hér á landi í þágu menntamálanna, sem bæt- ir stórlega menntunarskilyrði sveitaæskunnar, er sækja vill menntaskóla. þý.ddan af Magnúsi Ásgeirssyni. Þessi bó?í skal sýna tortíming- una, sem styrjaldimar hafa 1 för með sér, og sigur lífsins og mannsandans yfir öllum þeirra ógnum. Er hún hin skemmtileg- asta, þótt fáorð sé. STÚLKA HVERFUR Síðastliðinn sunnudag hvarf 25 ára gömul stúlka héðan úr bænum og hefir ekkert til henn- ar spurzt síðan. Er það Hrefna Sólveig Ingólfsdóttir Nýlendu- götu 19 B. Fór hún að heiman frá sér saint um kvöldið og fann móðir hennar bréf frá henni, en í því voru peningar, er hún hafði átt, en engin skýring á hvarfi hennar. Á umslaginu voru þrir krossar, auk utanáskriftarinnar. Hrefna hafði fengið berkla í bakið fyrir nokkrum árum og sjúkdómurinn lagzt þungt á hana. Hún hafði verið þunglynd upp frá því. Leitað hefir verið allmikið að Hrefnu með sjó fram og viðar, en án árangurs. Lögreglan biður þá, er kynnu að hafa orðið varir við ferðir henn- ar, að tilkynna það. — Þetta er önnur stúlkan, sem hverfur hér í bænum á skömmum tíma. Ný- lega hvarf hér dönsk stúlka, eins og áður hefir verið sagt frá. Vinniff ötullega tyrlr Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.