Tíminn - 23.11.1946, Page 3

Tíminn - 23.11.1946, Page 3
216. blað TÍMIM, langardagiim 23. nóv. 1946 3 Dánarmiiming: Ingólfur Jóhannesson Ingólfur Jóhannesson, fyrr- um bóndi á Litlu-Borg í Víði- dal, lézt 1. dag aprílmánaðar s.l. Hann var fæddur 23. ágúst 1874 á Ægissíðu á Vatnsnesi, og voru foreldrar hans hjónin Ragnhildur Pálsdóttir og Jó- hannes Benjamínsson. Shömmu áður en Ingólfur fæddist, dó Jóhannes faðir hans, og tveggja ára gamall fór drengurinn frá móður sinni. Var hann fyrst hjá ömmu sinni, til 9 ára aldurs, en síðan fram yfir fermingaraldur á Melstað, hjá séra Þorvaldi Bjarnarsyni. Sextán ára gamall fluttist hann að Bálkastöðum ytri við Hrútafjörð, til Jóhanns Zakaríassonar, er þar bjó lengi. Var Ingólfur þar í 3 ár, en fór síðan í Víðidal, fyrst að Auð- unnarstöðum og síðar að Litlu- Borg. Árið 1898 kvæntist Ingólfur Ingunni dóttur hjónanna Ólaf- ar Jóhannesdóttur og Jóhann- esar Jóhannessonar á Litlu- Borg. Ingunn var væn kona og vel gefin, en ekki heilsuhraust. Þau byrjuðu búskap á Deildar- hól í Víðidal, sem er lítið kot, nú í eyði. En árið 1901 fluttust Hann sá aldrei föður sinn, og umhyggju móðurinnar gat hann ekki notið lengur en tvö fyrstu ár ævinnar. Hann varð að vinna fyrir sér strax þegar hann hafði til þess aldur og þroska, og um Ingólfur Jóhannesson. menntun var ekki að tala, aðra en þá, sem börn fengu fyrir fermingu á uppvaxtarárum hans. En Ingólfur varð nýtasti maður. Hann ólst upp við sveitastörf og gerðist sjálfur bóndi á æskustöðvunum. Á síð- ari árum, meðan hann átti þau að Litlu-Borg og bjuggu þar heima á Hvammstanga, stund- í 14 ár. Ingólfur missti konu 1 aði hann daglaunavinnu, eink- sína vorið 1915. Brá hann þá j um vegavinnu að sumrinu, en búi og fluttist að Stóru-Borg | átti þó alltaf nokkuð af skepn- með einkadóttur sína, Ingi- j um. Hann var aldrei ríkur mað- björgu, er þá var á fermingar-!ur. en vel bjargálna og galt aldri. Voru þau þar næstu 6 hverjum sitt, skilvíslega. Það, árin. sem sérstaklega einkenndi Ing- Ingibjörg, dóttir Ingólfs, gift- ólf, var frábær samvizkusemi ist árið 1923, Gunnari Ágúst og trúmennska í öllum stórfum Halldórssyni. Hjá þeim átti Ing- °S heiðarleiki í viðskiptum. ólfur heimili ætíð síðan. Þau Hann mátti í engu vamm sitt ALICE T. HOBART: Yang og yiri þeirri fyrirlitningu, sem hafði steypzt yfir hann úr augum Sens. Hún hafði læst sig í sál hans. Hingað til hafði hann talið það sjálfsagt, að hin mikla þekking hans skipaði honum á æðri bekk en þessu gula fólki. En nú skildist honum, að til var önnur þekk- ing — önnur menning, sem dirfðist að hundsa hann og fyrirlíta og hafna öllum hinum vestrænu vísindum. í þessu kínverska húsi, þar sem sjúkdómum var mætt á svipaðan hátt og í Evrópu miðöldunum, hafði hann verið eins og maður af útskúfaðri og fótumtroðinni stétt. Peter tók eftir þetta að leggja í vana sinn að ræða lengi við Wú, kínverskukennarann. Á þann hátt vonaðist hann til að fá að vita, hvernig hann hefði aflað sér fyrirlitningar kínversku yfirstéttarinnar. Af frásögnum Wús fékk hann glögga hugmynd um höfðingja Sen-ættarinnar. Þessi smávaxni borgmeistari var einn af frægustu lærdómsmönnum borgarinnar. Sjálfur keisarinn hafði heiðrað hann fyrir málverk hans og ritskraut, og embætt- isstörf hans höfðu verið með slíkum ágætum, að honum hafði verið veitt hver sæmdin af annarri og jafnvel gefið leyfi til þess að bera kóralhnappinn. En Wú fræd,di hann ekki um það, hvers vegna hann hefði verið kvaddur að sjúkrabeði sonar þessa tigna manns. Hann gat þess ekki, að Sen S Mó var tengd þessari miklu ætt. Og enn síður gat hann sagt þessum vestræna lærisveini sínum, að þeir eiginleikar, sem höfðu kallað yfir hann fyrirlitn- ingu lærdómsmannsins, væru einmitt sömu eiginleikarnír og bjargað höfðu lífi hins dýrmæta einkasonar hans: hin ólgandi athafnaþrá hans, hinn harðskeyttti baráttuvilji hans. bjuggu fyrst í sveit, í 8 ár, en fluttust árið 1931 til Hvamms- tanga og áttu þar heima til árs- ins 1945 er þau fluttu sig að Sólmundarhöfða á Akranesi, þar sem þau búa nú. Hér hefir æviferli Ingólfs verið lýst, í stórum dráttum. vita. Hann var umhyggj usamur heimilisfaðir, tryggur í lund og traustur vinum sinum. Slíkra manna er gott að minnast. Ingólfur var til grafar borinn að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Sk. G. gjörður með mynd Tegnérs öðr- um megin, en erni hinum megin. Niðjatal Tegnérs hefir verið birt, og þykir furðulegt að mað- ur, sem fæddur er fyrir hundrað sextíu og fjórum árum skuli ekki hafa átt fleiri en fimmtíu og sex afkomendur. Af þeim þrjá- tíu og sex, sem nú lifa bera að- eins sex nafn hans — Tegnér. Þannig hefir allt verið rann- sakað, rifjað upp og dregið fram, sem snertir Tegnér, hinn mikla jöfur andans, hina sjúku sál, sem lifði síðustu ár ævi sinnar eins og ljós, sem blaktir á skari og slokknaði nóvembers- kvöldið fagra fyrir hundrað ár- um, þegar bragandi norðurljós- in lýstu honum heim, en haust- gullið laufið hrundi á gröf hans. Mesta innleggið í minningu Tegnérs, er hið stórbrotna verk Fredriks Bööks, sem mikið hefir verið skrifað um og lokið miklu lofsorði á. Síðari hlutinn, sem kom út á dánarafmælinu, lýsir ævi Tegnérs frá 1825—1846. í öllum þessum skrifum fjölda manna um Tegnér, eru miklar vangaveltur yfir geðveiki hans og ástaflækjum. Það er leitað orsaka, ályktanir dregnar af líkum, en enn virðist mér allt tilgátur fremur en vissa um or- sakir til hinna ömurlegu örlaga Tegnérs, snillingsins frá Lundi, sem skáldið Carl Gustaf Leopold ávarpaði svo, er hann þakkaði honum Friðþjófssögu: „Ljóð- listin varð hold og bjó í Lundi.“ Þessi orð þótti Esaías Tegnér vænt um, þótt hann Wns vegar þreyttist á hinni miklu Frið- þjófssögu frægð sinni. Er hann einhverju sinni dró dár að þess- ari frægð tók hann svo til orða um Þjóðverja, að þeir þyrftu alltaf að hafa eitthvað til að tilbiðja. Fyrst Göethe sem guð föður, síðan sig sem soninn og þar næst Fredriku Bremer sem heilagan anda. (Fredrika Brem- er var sænsk skáldkona og brautryðjandi í réttindamálum kvenna). Þrátt fyrir hinar frjálslyncju skoðanir Tegnérs á ástamálum, sem á sínum tíma hneyksluðu marga, var hann þó fyrst og fremst sál, sem leitaði að þeim innilega andlega samruna, og ástúð, sem við öll þráum. Þeirri þrá hefir Gestur Pálssön lýst svo fagurlega. Eftir að Tegnér varð biskup í Váxjö, átti hann um skeið ástafundi við frú Emili Selldén, sem hann næst unnustu sinni og eiginkonu orti flest ástaljóð til. Talið er að hann hafi skrifað henni sex til sjö hundruð bréf, en þau fórust í eldsvoða og þótti illur skaði, þvi að bréf Tegnérs þykja mikill fengur fyrir sænsk ar bókmenntir. Um þessar mundir flytur prófessir Anton Blanck I Uppsölum fyrirlestra- flokk um bréfritarann Tegnér. Emili Selldén var ung og fögur, hún var læknisfrú í Váxjö, er Tegnér var biskup þar. Allra augu hvíldu á þeim. Þau hlutu að skilja — en ástarhamingj a sú er hún veitti honum — „var hans stund í Baldurhaga,“ segir Ivar Harrie. „Men dyrköpt ár den heligaste gávan snart droppas gift i livets básta vin. Þórunn Magnúsdóttir. P Keðjur í Farmall dráttarvélar Samband ísl. samvinnufélaga ni. ETER var á leið upp hellustíginn, sem lá að húsi hans, þeg- ar Berger opnaði aðaldyrnar hjá sér og kallaði til hans: „Heyrðu Fraser! Líttu hérna inn. Ég ætla að sýna þér dá- lítið.“ Það var kalt og hráslagalegt í óupphitaðri stofu Bergens. Á miðju gólfi húkti farandsali yfir einhverju, sem bláu klæði var vafið utan um. Hann tók það gætilega úr umbúðunum. í Ijós kom reykelsisker úr bronsi. „Líttu á lagið á því,“ sagði Berger, hreykinn af þekkingu sinni á listmunum. „Og hérna — sjáðu rittáknin á hliðunum — sérðu hvílíkt listaverk þetta er?“ „Hvernig veizt þú nema maðurinn sé að pretta þig?“ spurði Peter. „Þetta getur verið eftirlíking, sem hann hefir grafið í jörð til þess að gera ellilega." „Ég veit, að þessi gripur er ósvikinn," sagði Berger yfirlætis- lega. „Ég hefi einmitt staðbezta þekkingu á kínversku bronsi. Þetta yrði mesti dýrgripurinn í öllu mínu safni!“ — Hann vó kerið í hendi sér og þuklaði á því. Fingurnir titruðu af áfergju. „En ég hefi ekki efni á því að kaupa það,“ bætti hann við, þeg- ar frú Berger rak höfuðið inn í gættina. Skelfingin skein út úr hinu litla fuglsandliti hennar. „Hvað segir þú um það, Jessie?“ spurði hann svo. „Finnst þér það ekki fallegt?“ „Jú — en börnin ....“ „Börnin! — Já, auðvitað — börnin .... Vitaskuld — þá töl- um við ekki meira um það.“ Berger minnti mest á skóladreng, sem sætt hefir ofanígjöf. Viku síðar var allt fólkið í trúboðsstöðinni saman komið á heimili Bergers til þess að ræða ýms vandamál varðandi starf- semina. Þegar setzt var að snæðingi við stóra, kringlótta borð- ið í matstofunni, rak Peter augun í reykelsiskerið. Það stóð á arinhillunni. Berger sá, hvert hann horfði og bjóst þegar til varnar. „Já — við urðum sammála um, að þessum peningum væri hyggilega varið,“ flýtti frú Berger sér að segja. „Við getum selt það fyrir þrefalt verð í Ámeríku.“ Séra Baker barði í borðið til þess að þagga niður í hinum. „Við vitum það öll, að við erum hér samankomin í dag til þess að taka ákvarðanir um, hvort Wang An Fú, skósmiðurinn hérna í götunni, er þess verður að vera tekinn í söfnuðinn. Við skul- um fyrst biðja Drottin að leiða okkur við hönd sér í þessu vanda- máli.“ Jafnskjótt og bæninni var lokið, hóf ungfrú Dyer upp hina valdsmannslegu raust sína: „Hefir Wang eyðilagt hjáguða- myndir sínar og töfluna, sem nöfn forfeðranna eru letruð á?“ „Ég held, að hann sé fús til þess,“ svaraði séra Baker. „Já — en hve fús? Er hann reiðubúinn til þess að gera það að nábúum sínum ásjáandi?“ hélt ungfrú Dyer áfram, jafn misk- unnarlaus og áður. „Þess getum við ekki krafizt af honum,“ flýtti Stella sér að segja. „Geri hann það, lita allir, sem við götuna búa, á hann sem útskúfaðan mann — hann á sér hvergi athvarf framar.“ Við þessi orð sló þögn á alla — hér hafði verið hreyft hættu- legu deilumáli. Til skamms tíma hafði það þótt sjálfsagt, að Kínverji, sem vildi ganga í kristinn söfnuð, yrði áður að eyði- leggja guðamyndir sínar og feðratöflu. En á seinni árum höfðu frj álslyndari og mildari trúboðar gert hatramar árásir á þessa siðvenju og talið hana allt of stranga og ómannúðlega. Aðrir snerust til varnar. Þeir sögðu, að shmaskiptin yrðu að vera mikl- um erfiðleikum háð, því að ella myndu kirkjurnar fyllast af fólki, sem ekki væri kristið nema að nafninu til. En Stella Perkins hafði undir eins skipað sér undir merki hinna frjálslyndari. En síðan hafði hún líka ætíð mætt tortryggni hjá hinum íhaldssamari starfssystkinum sínum — sérstaklega þó séra Baker og ungfrú Dyer, sem vöktu yfir hverju fótmáli hennar. „Stella!“ sagði séra Baker hátíðlega. „Þú ættir að vita það, að sá, sem dýrkar hjáguði, er ekki þess verður að bera kristið nafn.“ NýkomftS í bókabúðir og hljóðfæra- verzlanir: Sextíu og sex einsöngslög eftir Björgvin Guðinundsson, tónskáld. Bókin er 177 bls. Verð kr. 30,00. Sjötíu og sjö söngvar handa barna- og kvennakórum. Safnað hefir, raddsett og búið til prentunar Björgvin Guðmundsson, tónskáld. 83 bls. kr. 12.00. Norðri hefir nú sent frá sér skrautlega BÓKASKRÁ, 36 bls. í stóru broti, með fjölda mynda af bókum forlagsins og höfundum þeirra. í henni er stutt lýsing á hverri bók, auk ummæla blaða og merkra manna um þær. Er því bæði allmikill fróðleikur og augnayndi að blaða í skránni. Skrá þessi er kveðja Norðra til hinna fjölmörgu vina sinna og velunnara um land allt. Fæst hún ókeypis í öll- um bókaverzlunum, meðan upplagið endist. Ef þér ætlið að kaupa bækur, munið þér eflaust reyna að vanda til vals þeirra — náið því í bókaskrá Norðra í næstu bókabúð, lesið' hana og léttið með því vandann að velja bækur handa fjölskyldu yðar, vinum og kunningjum, því að þannig munuð þér kynnast kostum NORÐRA-bókanna — og haga vali yðar í samræmi við það. Getum tekið á móti takmörkuðu magni af pöntunum frá kaupfélögum, kaupmönnum, búnaðarfélögum og ein- staklingum til afgreiðslu í vetur. €» R l€ Sími 7450. Lindargötn 9. ,DICKIE‘ snúningsvél Ómissaudi verkfæri á hverju sveitaheiinili Vinnur á við 5—6 manns, létt í ídrætti fyrir 1 hest. — Fæst einnig fyrir dráttarvél. Tilkynning frá Menntamálaráði íslandi Umsóknir um vísinda- og fræðimannastyrk á árinu 1947 þurfa að vera komnar til skrifstofu Menntamálaráðs íslands fyrir 1. janúar næstkomandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.