Tíminn - 06.12.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: ERAMSÓKNARPLOKKURINN Simar 2SSS og 4371 PRENTSMIÐJAN EDDA bJ. 30. árg. Reykjavík, föstudagmn 6. des. 1946 RITST J ÓRASKRHTSTOFUR: EDDTJB 'SI. Líndrirgðtu * A Simar 2353 og 4S7J AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSENGASKRIFSTOFA- EDDUHÚSI, Lindargötu BA Siml 2323 225. blað Áíyktanir f[okksjDÍngsin.s í menntanrLátum I. Skólamál. Annarleg sjónarmið mega ekki lengur hindra markaðsöflnn fyrir sjávarútveginn A. Áttunda flokksþing Framsóknarflokksins telur, að fræðslu- og uppeidismál séu meginþátturinn í því að efla menningu og þroska þjóðarinnar. Leggur flokksþingið áherzlu á: a) Að sem allra flestir fái aðstöðu til að njóta sem beztrar skólamenntunar umfram lögskipaða barnafræðslu, er miðuð sé við hæfni þeirra og þarfir þjóðfélagsins. b) Að fjárhagsleg aðstaða manna til skólanáms verði gerð jafnari en nú er, hvar sem þeir búa í landinu. c) Að framleiðslan til lands og sjávar og aðrar nauðsynlegar starfsgreinar þjóðfélagsins eigi jafnan kost nægilega margra sér- menntaðra manna. B. Um framkvæmdir til að ná þessu marki leggur flokksþingið megináherzlu á þessi atriði: 1) Að hraðað verði sem mest byggingu skólahúsa og fjárfram- lög ríkisins aukin í því skyni. 2) Að héraðs- og gagnfræðaskólar verði efldir að húsakosti, tækjum og kennslukröftum, svo að þeir geti sem fyrst fullnægt þörfum unga fólksins fyrir gagnfræðanám í bóklegum og verk- legum greinum í hverju fræðsluhéraði. 3) Að reistur verði menntaskóli í sveit. 4) Að komið verði upp nauðsynlegum húsakosti fyrir Mennta- skólann í Reykjavík ásamt heimavist fyrir nemendur. 5) Hraðað sé byggingu bændaskóla Suðurlands og lögð sem mest áherzla á verklegt nám í bændaskólum í samræmi við aukna vélanotkun við landbúnaðarstörf og breytta' búnaðarháttu. 6) Þar sem reynslan sýnir, að húsmæðrafræðslan í landinu er ófullnægjandi, telur flokksþingið nauðsynlegt að tryggja bæði almennari og gagngerðari fræðslu húsmæðra. 7) Komið sé upp iðnfræðslu í sveitum, sem miðað sé við þarfir þeirra. Afnumdar verði þær hömlur, sem nú eru á iðnaðarnáminu. 8) Flokksþinginu er ljóst að starfsemi skólanna byggist á dug- andi og vel menntaðri kennarastétt, og lýsir fylgi sínu við þá stefnu að auka menntun kennara. 9) Að nemendur utan af landi, sem sækja skóla í bæjum, geti átt kost á húsnæði og fæði fyrir sannvirði. 10) Flokksþingið endurtekur fyrri yfirlýsingu um það, að heim- ilið eigi að vera hyrningarsteinn uppeldis- og þjóðmenningar og leggur áherzlu á, að skólarnir móti starf sitt í samræmi við þetta, efli þjóðlega menningu og virðingu fyrir tungu þjóðarinnar, sögu og minjum. II. Önnur menningarmál. 1) Flokksþingið lýsir ánægju sinni yfir vaxandi lþróttastarfsemi í landinu og telur hana hina mikilsverðustu fyrir manndóm og þroska þjóðarinnar, og beri því að efla íþróttasjóð og íþrótta- kennaraskóla. 2) Það er staðreynd, að skilyrði til heilbrigðs félagslífs æsku- lýðsins víða í landinu eru alls ófullnægjandi. Þess vegna telur flokksþingið nauðsynlegt, að ríkið styrki byggingu félagsheimila og veiti félagsskap æskumanna stuðning á annan hátt. 3) Flokksþingið lýsir yfir stuðningi við þjóðlega og frjálslynda klrkju. Víðtækt þjófnaðarmál í Gullbringusýslu Allmiklu liefir verið stolið af Kefiavíkur- flugvellinum. ERLENDÁR FRÉTTIR TiIIögum Rússa um afvopn- unarmálin hefir verið vísað til undirnefndar í stjórnmálanefnd sameinuðu þjóðanna. Grikkir hafa kært Jugoslava, Albani og Búlgari fyrir banda- lagi sameinuðu þjóðanna. Telja þeir þessar þjóðir standa að baki uppreistinni í Norður-Grikk- landi. Franska þingið hefir kjörið jafnaðarmanninn Gouin for- seta sinn. Það hefir hafnað Thorez, foringj a kommúnista, sem forsætisráðherraefni, með 259 gegn 310 atkv. Thorez fékk atkvæði kommúnista og jafnað- armanna. Námumannafélagið, sem stendur fyrir kolaverkfallinu, hefir verið dæmt í 3.5 milj. doll- ara sekt fyrir ólöglegt verkfall. (Framhald á 4. slðu) Undanfarið hefir gengið sterk- ur orðrómur um, að miklir þjófnaðir hafi verið framdir á Keflavíkurflugvellinum. Sýslu- maðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir í tilefni af því sent blöðunum frásögn, þar sem segir á þessa leið: „Þegar íslenzka ríkisstjórnin tók við flugvellinum og eignum setuliðsins á Reykjanesi sam- kvæmt flugvallarsamningum við Bandarikin, kom í ljós, að tals- verðum verðmætum hafði verið stolið á þessu svæði, meðan eign- irnar voru ennþá í vörzlu setu- liðsins og einnig um þær mund- ir, sem afhending þeirra til ís- lendinga fór fram. Var þá þeg- ar í stað gerð gangskör að því að rannsaka mál þetta og stemma stigu fyrir áframhald- andi þjófnaði. Var þess vegna gerð húsleit hjá allmörgum mönnum á Suðurnesjum, sem grunur lék á, að hefðu í vörzl- um sínum stolna muni með þeim árangri að í einum hreppi (Framhald á 4. síöu) NÝR SIGUR I LI GTÆKMXWR ^Reipdráttur stjórnarflokkaima veldur jiví, að sáralíttð er nú aðhafzt I jiessum málum. Útvegsmenn hafa lýst yfir því, að þeir muni ekki gera skip sín út á komandi vetrarvertíð, að óbreyttum aðstæðum. Þetta er áreiðanlega ekki gert að ófyrirsynju, heldur er hitt furðulegra, að útgerðarmenn skuli ekki hafa gripið fyrr til slíkra ráðstaf- ana, eins grálega og þeir hafa verið leiknir af dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Af hálfu þeirra flokka, sem að stjórninni standa, virðist þó þessi yfiriýsing ekki tekin alvarlega, enda munu þeir treysta því, að þeir geti enn með blíðmælum og for- tölum fengið útvegsmenn til að dansa með þeim Óla-skans- dansinn, þótt þeim verði það þvert um geð. Hversu mikið á- hugaleysi stjórnarflokkanna er fyrir viðreisn útgerðarinnar, má gleggst marka á því, að markaðsöflunin fyrir sjávarafurðir Iiggur nú í eins konar dauðadái í stað þess, að við ættum að hafa um þessar mundir starfandi sendinr^ndir í þessum erinda- gerðum í Bretlandi, Rússlandi, Bandaríkjunum og víðar, ef vel ætti að vera. Þessi tegund af Helikopter flugvélum hefir þann sérstaka eiginleika, að hún getur bæði lent á sjó og landi. Það er því hægt að komast með henni hvert sem er, þar sem þessi flugvélategund getur tekið sig upp og sest lóðrétt. Talið er líklegt, að þessi flugvél komi til með að verða vísindamönnum að miklu gagni, þar sem með henni er hægt að komast á staði, sem ekki er með öðru móti hægt að ná til. Lofsamlegir dómar um Karla- kór Reykjavíkur Kórinn heldur heimlelðis 17. ji. m. Samkvæmt skeyti, er nýlega hefir borizt frá Karlakór Reykja- víkur, munu söngmennirnir halda heimleiðis frá New York 17. þ. m. í tveimur Skymaster-flugvélum. Kórinn hefir sungið undan- farið á ýmsum stöðum við mikinn orðstír og fara hér á eftir nokkur blaðaummæli, er birtust í síðastl. viku um söng kórsins: : 10 Detroit Free Press: Þrjátlu og Leiðrétting hagfræð- inganefndarinnar „í tilefni af grein Vísis í dag um álit hagfræðinganefndar- innar svokölluðu viljum við undirritaðir, sem áttum sæti í þessari nefnd, taka lætta fram: Frásögnin er í ýmsum atrið- um mjög villandi og í sumum beinlínis röng, og er fjarri því, að hún veiti rétta heildarmynd af efni álitsins. Sökum þess, að það hefir fram til þessa verið í höndum aðeins fárra manna, sem öllum hefir verið talið skylt að fara með það sem algert trúnaðarmál, getum við á þessu stigi málsins ekki rætt einstök atriði greinarinnar opinberlega og sýnt fram á, í hvaða atriðum frásögnin er villandi og röng. En til þess mun væntanlega gefast tækifæri síðar. Reykjavík, 4. des. 1946. Gylfi Þ. Gíslason. Jónas H. Haralz. Klemens Tryggvason. Ólafur Björnsson.“ sex söngvarar komu frá íslandi til að fylla hljómleikasalinn með hlýjum röddum og ágæti listar sinnar. Það er undarlegt, að svo litlíð land skulii geta framleitt svo fágaða list, tón- smíðar og flutning. Cincinnati Enquirer: — Vel þjálfaður kór og dásamleg hljómfögur lög. Youngstown Vindicator: — Raddir kórsins voru í mjög góðu jafnvægi. Flutningurinn var með ágætum og öll meðferð óað- finnanleg. Pittsburg Post Gazette: Þótt undarlegt megi virðast kom í Ijós, aö söngur íslendinganna á laugardagskvöldið var meðal beztu kórsöngva ársins. Dayton Journal: Við, sem höf- um hugsað okkur ísland sem kuldalegan jökul, er þiðnar of- urlítið um miðsumars leytið, komumst að því á samsöngnum í gærkvöld, að þetta land er nógu vistlegt til þess að menn- ing hefir þróast hjá þjóðinni sem það byggir. Söngmennirnir gera ráð fyrir, eins og áður segir, að leggja af stað heimleiðis frá New York hinn 17. þessa mánaðar í tveim- ur Skymaster flugvélum. Tjón aí völdum ofviðrisins Síðdegis í fyrradag gerði mik- ið hvassviðri með úrkomu suð- vestanlands. Verst mun veðrið hafa verið í Reykjavík og í kringum Faxaflóa, og mátti heita, að óstætt væri um tíma. Um miðnætti í fyrrinótt tók veðrið að lægja. Kl. 5 í gær- morgunn hafði rignt 20 mm. seinustu 12 klst. í Reykjavík. Skemmdir munu hafa orðið víða af völdum þessa veðurs á suðvesturlandi. Einkum hafa skemmdir orðið á símalínum, sem slitnað hafa niður, og er nú símasambandslaust með öllu við Búðardal og vestur um fjörðu til Patreksfjarðar og Bíldudals, en línur þangað liggja um Búð- ardal. Þá hafa einnig orðið aðrar minniháttar skemmdir á öðrum símalínum. Vegna úrkom- unnar rann víða mikið af ofaní- burði úr vegum, og gerir það umferð erfiðari. (Framhald á 4. slSu) Óverjandi vanræksla. Eins og málum er komið, er öflug markaðsöflun eitt höfuð- mál sjávarútvegsins. Það þarf með þrautseigju og víðfeðmu starfi að gera sér ljóst, hvar hina beztu markaði er að finna og láta síðan ekkert ógert til að tryggja sér þá. Meðan óvissan ríkir um þessi mál, er líka stór- um óhægra um aðgerðir í dýr- tíðarmálunum, þvi að vitanlega hljóta þær að fara mjög eftir markaðshorfum og verðlags- horfum á útflutningsvörunum. Þetta mikilvæga verkefni hefir ríkisstjórnin svo til alger- lega vanrækt. Ekkert hefir verið gert til að semja við Breta um ísfisksöluna, en á sama tíma semja Færeyingar við þá um ísfisksölu, sem er mjög mikil á þeirra mælikvarða. Eftirgrennsl- un Rússa um fiskviðskipti við íslendinga hefir verið tekið með hangandi hendi, svo að ekki sé meira sagt. Við Banda- ríkin hefir ekki verið reynt að gera neina samninga, svo að kunnugt sé. Markaðsleit í lönd- um Mið-Evrópu hefir verið jafn- vel svo lítill sómi sýndur, að er- indrekum, sem ætluðu að fara þangað (til Póllands), hefir ver- ið neitað um vegabréf! Nær ekkert mun hafa verið reynt til að selja fisk til Spánar, enda þótt það væri eitt helzta mark- aðsland okkar fyrir striðið. Pólitískur reipdráttur um utanríkisviðskiptin. Það væri rangt að segja, að þessi óheyrilega vanræksla af hálfu stjórnarinnar stafaði ein- göngu af áhugaleysi fyrir vel- farnaði útvegsins. Hér liggja að miklu leyti pólitískar ástæður til grundvallar. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins vilja hafa sem minnst viðskipti við Rúss- land og þjóðirnar, sem fylgja þeim að málum. Þeir halda, að það geti haft pólitísk áhrif hér innanlands, sósíalistum i vil. Á sama hátt vilja sósíalistar hafa Firam dauðsföll af völdum mænuveik- innar í Reykjavík Mænuveikin er enn ekki í rénun hér í bænum. Kunnugt er nú orðið um 40 tilfelli frá því fyrst tók að bera á veikinni hér, en það var síðast í október. Veikin hefir lagzt misjafnlega þungt á fólk. Fimm manns hafa látist af völdum veikinnar, fjór- ir fullorðnir og eitt barn. sem allra minnst viðskipti við Engilsaxa og aðrar þjóðir, sem ekki lúta Rússum, því að þeir álíta það pólitískt óhagstætt fyrir sig. Framangreindu viðhorfi Sjálf- stæðisflokksins er vel lýst í eft- irfarandi ummælum, er Þjóð- viljinn hefir eftir Áka Jakobs- syni 3. þ. m.: „Utanríkisráðherra, Ólafur Thors, hefir sýnt óheyrilegt áhugaleysi fyrir því að koma á viðskiptasamningum við Sóvétríkin, og það frá upphafi. Þau skref, sem hann hefir stigið í þessu máli einkennast öll af tregðu og óvilja að semja við Sóvétríkin, og hann hefir ekki fengizt til að'gera þær ráðstafanir, er gerðar hafa verið, nema eftir deilur innan ríkisstjórnarinnar“. Hér er áreiðanlega rétt frá sagt. Það er lika mjög líklegt, að þessi tregða hafi spillt fyrir viðskiptum austur á bóginn, m. a. komið í veg fyrir allmikla hestasölu til Póllands. En sú tregða, sem kemur fram hjá Ólafi Thors, þegar fjallað er um viðsklpti við Rússa og nábúa þeirra, kemur jaínvel enn greinilegar fram hjá sósíal- istum, þegar fjallað er um við- skipti við Engilsaxa og aðrar þjóðir, sem ekki fylgja Rússum. Það gerðist t. d. á þingi í haust, þegar borin var upp tillaga um markaðsleit í Bandaríkj unum, að allir þingmenn sósialista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, nema einn, sem greiddi atkvæði á móti. Ástæðan til þess, að ekki hefir verið reynt að selja fisk til Spánar, er aðallega sú, að Alrþýðusambandið lagði hann á Spánarviðskipti. Sjónarmiðiff, sem verffur aff ráða. Það má vera hverjum einum (Framhald á 4. síðu) Lélegur ræðari í grær var frumvarplð um breytingu á búnaðarmálasjóðs- Iögunum til 1. umræðu í neðri deild. Við umræðurnar reis Jón Pálmason upp með miklu of- forsi og heimtaði, að i'rv. væri fellt, þegar við 1. umræðu. Pét- ur Ottesen svaraði Jóni og sagði,- að þessi krafa hans bæri vott um mikilmennskubrjálæði. Pét- ur taldi hins vegar, að Jón hefði ekki af miklu að státa. Það hefði oftast verið svo í land- búnaðarnefnd n. d., að Jón Pálmason og kommúnistinn hefðu róið tveir saman og hefði kommúnistinn jafnan reynzt betri ræðari og snúið á Jón, þótt hann væri breiðari um bakið og herðarnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.