Tíminn - 06.12.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.12.1946, Blaðsíða 2
2 TÍMKMV, föstudaginn 6. des. 1946 225. blað Halldór Kristjánsson: Ferðalag til fróðleiks og skemmtunar Föstudayur G. des. Hagfræðingaálitið Hvar fékk Vísir upplýsingar um álit hagfræðinganna? Hvers vegna vill Sjálfstæðis- flokkurinn ekki birta hagfræð- ingaálitið óbrjálað, en lætur blað sitt birta sumt úr því brenglað og villandi? Er þetta skipulagt til að draga stjórnmálin enn niður í eymd og sorp með svikum á svik of- an? Er þetta nýtt herbragð hjá Ólafi Thors? Á nú Vísir að vinna þau óþrifaverk, sem þykja undir virðingu Morgunsblaðsins? Þannig spyr nú maður mann, hvar vetna í Reykjavík. Tíminn veit ekki þau skil á þessum málum, að hann kunni hér úr að leysa. En skammt ger- ist nú milli þeirra, hneykslismál- anna á hæstu stöðum. Eins og áður hefir verið sagt, lögðu Pramsóknarmenn til í tólfmannánefndinni, að álit hagfræðinganna yrði birt, enda var nefnd þeirra mynduð til þess að gera athuganir á því ýmsu, sem þjóðina varðar mjög miklu að vita um. Þetta var fellt af stjórnarflokkunum, sem lögðu mikla áherzlu á, að halda yrði álitinu leyndu, og töldu það versta trúnaðarbrot, ef nokkuð yrði sagt frá því, a. m .k. á þessu stigi málsins. Fyr- ir þessu beygðu Framsóknar- menn sig, meðan starfað væri í tólfmannanefndinni, þar sem þeir treystu stjórnarflokkunum til að rjúfa ekki þau heit, er þeir sjálfir beittust fyrir. Efnd- irnar má nú sjá í flokksblaði forsætisráðherrans. Það er nú nokkurn veginn ljóst, af því sem fram er komið, að álit hagfræðinganna afhjúp- ar meginhlutann af kosninga- áróðri stjórnarflokkanna frá í vor. Básúnuhljómur sá hinn mikli, sem sigurvegararnir gjörðu í þeim leik, þolir því ekki þá lýsingu staðreynda, sem þar virðist vera. Það er því e. t. v. skiljanlegt, að forsætisráð- herrann vildi ekki láta þetta álit birtast, meðan blað hans var að birta tölur Odds Guð- jónssonar og sams konar vís- indi og leggja út af þeim. En hvorki gætti þjóðhollustu né heiðarleika í slíkri afstöðu, þó að skiljanleg gæti hún verið. Það er líka hægt að skilja það, að vinir braskara og fjár- plógsmanna, hafi gjarnan vilj- að bera þeim njósn, svo að þeir gætu búið sem tryggilegast um rángsfeng sinn. Það gat því verið sniðugt herbragð, að láta Vísi segja með sínu lagi frá nokkrum atriðum álitsins. — Sennilegt er, að jafnframt hafi hann tínt til og rangfært, það sem helzt hefir þótt von til, að vakið gæti óánægju almennings. Það er nú vonandi, að forsæt- isráðherra og menn hans vindi bráðan bug að upplýsingastarf- semi, er kveði niður allar grun- semdir og getsakir af þessu tagi. Nokkurra athygli vekur af- staða Alþýðublaðsins í þessu máli. Það segir að aldrei hafi verið ákveðið að leggja hag- fræðingaálitið til grundvallar fyrir stjórnarsamstarfi fram- vegis, og hér sé verið að hræða fólk að óþörfu. Er helzt svo að sjá, sem blaðið vilji sem minnst úr öllu gera, nema trúnaðar- broti Vísis, og láta svo, sem ekki bera að taka neitt mark á álit- inu. Er það mjög undarlegt, þar Þetta á ekki að vera ferða- saga, en það eru hugleiðingar, sem eru skrifaðar eftir lítið ferðalag til fróðleiks og skemmt- unar. Ég ákvað nýlega að verja einum sunnudegi til snöggrar ferðar austur yfir fjall. Ég ætl- aði mér að koma þar á merkilega staði, — ákveðna staði, sem ég hafði heyrt getið um og heyrt að hefðu merkilega sögu að segja um þróun þjóðlífsins. Ég ætlaði að sjá ávexti sterkra afla, sem eru að verki í þjóðlífi okkar. Ég vildi sjá með eigin augum, því að sjón er sögu rík- ari og sá veit gerzt er reynir. Ég vildi komast í persónulega snertingu við framvindu þjóð- lífsins og sjálfur sjá bæði já- kvæðar og neikvæðar nýsköp- unarframkvæmdir. Ég er ánægður með þessa ferð því að hún svaraði tilgangi sín- um. Ég kom til baka andlega endurnærður. í þessari ferð styrktist trú mín á framtíð þjóðarinnar, landbúnað hennar og sveitamenningu. En jafn- framt megnaðist líka óbeit mín og skömm á braskarastétt og sníkjumennsku. Ég sannfærðist bæði um heilbrigða og þjóðholla nýsköpun alþýðlegra sveita- manna, en jafnframt óhófslíf og eyðslusiði yfirstéttarfólks. Ég skildi betur eftir „en áður, vaxtarmáttinn í þjóðarstofnin- um, en líka þau bitsár, sem snikjumennskan veldur honum. Og nú ætla ég að segja lítils háttar frá þessari reynslu, því að hér er efni, sem alla varðar. Tvö hús. Austur við Þingvallavatn neðanvert stendur hús eitt mik- ið , hlaðið úr gulleitum og fram- andlegum tígulsteini á steypt- um kjallara. Innan við glugg- ana lýsir af dýrum tízkutækj- um, sem prýða og fegra heim- ili sumra manna og létta störfin. Þar glampar á ísskáp og þar eru stólar þægilegir. Allt er húsið hið vandaðasita og hvergi til sparað. Myndi það sóma sér hið bezta í sveit, þar sem 2 eða 3 fjölskyl'dur byggju saman víð rausn. Slíku er þó ekki til að dreifa þarna, enda landið í kring hrjóstrugt. Þetta hús er ekkl sveitabær og það er heldur ekki venjulegt íbúðarhús. Þetta er sumarbústaður, sem einn af for- stjórum Kvöldúlfs hefir byggt sér þarna á síðustu árum. Samtímsis því hefir annar þeirra Kvöldúlfsmanna, forsæt- isráðherrann sjálfur, byggt sér sumarhús, sem sízt mun minna, ofar við Þingvallavatn. Er það rausnarleg bygging með loft- svölum á gildum staurum um- hverfis sig á þrjá vegu. sem einn af þingmönnum flokks ins var í nefndinni, en skyld- leiki er með skrifum þessum og fyrrverandi stjórnarsamstarfi. Það er illt að þola, úr því sem nú er komið, að hagfræð- ingaálitið verði ekki birt, svo að menn sjái það sjálft. Nú er þar ekki neitt, sem þarf að fela þjóðarinnar vegna. Og þeir, sem ekki kynnu að þola, að þjóðin sjái sannleikann, ættu að þoka til hliðar sem fyrst. Menn eru tregir til að taka á sig byrðar að óþörfu, en ef nauð- syn krefur, mun allur þorri fólks bregðast vel við. Því verð- ur nú að láta sannleikann koma í ljós. Ég hefi ekki aðstöðu til að lýsa þessum húsum náið, þó að ég hafi séð þau utanfrá, en þau munu í flestu líkjast húsum sem byggð eru til munaðar, með tilgerð og íburði. En í tilefni af þeim koma ýmsar hugsanir í hugann. Fyrir hverra fé er þetta byggt? Ég gat þessara húsa í grein í Tímanum í vor og velti því þar fyrir mér hver hefði kostað byggingu þeirra. Ég spurði hvort peningastofnanir hefðu lagt til lánsfé í þetta, hvort eigendurnir hefðu byggt þetta skuldlaust fyrir afgangstekjur örfárra missera, þrátt fyrir skattajög- gjöf og, að því sem talið er, engan sérstakan sparnað á öðr- um sviðum, eða hvort þetta væri byggt fyrir fé, sem dregiö væri út úr rekstri Kvöldúlfs og talið með útgerðarkostnaði hans. Engin svör hafa komið fram við þessu,. Engirm hefir sagt neitt um það, hvernig þessi hús urðu til. Það er ekki einu sinni svo, að Mbl. hafi kallað mig sleí- bera vegna þessara skrifa, eins og þegar ég deildi á forseta- brennivínið, hvað þá, að send haíi verið kæra út af ummæl- unum, eins og stundum er gert, þegar mönnum svíður untían sannleika, sem þeir geta ekki breitt yfir. Þessi hús eru staðreynd. Og ég hefi sagnir af því, aö þau hafi verið byggð þarna, en séu ekki send í heilu lagi af himn- um ofan. En hvernig er þá til þeirra stofnað? Ég hef þá trú, að þessi hús séu byggð fyrir fé, sem dregið hefir verið út úr rekstri Kveld- úifs og stolið frá honum. Ég trúi því, að þau séu byggð með svikum og fjárdrætti. Og ég held að öll þjóðin trúi þessu með mér, án tillits til flokkaskiptingar, þó að mörgum sönnum „Sjálfstæð- ismanni“ finnist það bara fremd og prýði á mönnunum, að hafa komið húsunum upp á þann hátt. Þetta er móðgun við þjóðina. Ég hefi samúð með þvf að menn, sem búa í bæjum eins og Reykjavík, eigi sér eitthvert Rigningardag einn í sept- ember, þegar veðráttan hindr- aði útivinnu, brá tíðindamaður SLU blaðsins sér að Bakka til að hitta Mörtu Andersson, sem vann til verðlauna á mjalta- mótinu í ár og bar af öllu kven- fólki, sem tók þátt í þeirri keppni. Ég ætlaði mér að masa stutta stund við þessa miklu mjaltakonu. — Afi er úti í skemmu, segir lítill snáði, 4 til 5 ára, sem ég hitti á hlaðinu. Ég hugsa mér að Marta eigi hann og spyr hvort mamma sé heima. Hug- mynd mín er rétt og sá litli vís- ar mér rakleitt inn í stofu, þar sem Marta stagar í sokka. Innan skamms er ég seztur, og eftir að hafa skoðað verð- iaunagripinn, förum við að tala um keppnina og fleira í því athvarf til dvalar í orlofum sin- um og tómstundum. Ég hefi notið þess að koma í litla og snotra sumarbústaði, þar sem prýtt hefir verið í kring með græðandi umhyggju svo að gró- andi líf blasir við augum. Hygg ég að fátt sé hollara starfsfólki í borgum í tómstundum þess, en slík þjónusta við fegurð lands- ins og lífsins, Og sízt megum við á þeirri óöld áfengis og tó- baks, sem nú geysar, finna að því, þó að einstakir menn leggi andvirði nokkurra flaskna og talsverða tómstundavinnu í það, sem er til fegurðar og yndisbóta, þó að ekki gefi beinlínis af sér fjárhagslegar tekjur. Ég myndi ekki hafa fundið að því, þó að Kvöldúlfur hefði byggt eitt hentugt hús til dvalar fyrir starfsfólk sitt í fríum þess, þar sem æðri og lægri af landi og sjó hefðu getað látið fyrirber- ast nokkra daga. Hygg ég að starfsmenn af skrifstofum hefðu gott af að liggja þar við með sjómönnum og starfsfólki úr portinu og gæti það orðið öllum til góðs. En þessu fer alls fjarri. Hér eru byggð hús fyrir þá eina, sem búa þess á milli í rausnarlegum stórhýs|um, Það er gert á þeim tma, sem þúsund- ir manna hafast við í hrynjandi hreysum og fá ekki efni til að fcyggja yfir sig. Veit ég það vel, að þessi tvö hús hefðu lítt bætt úr þörf alþjóðar. En þau eru fulltrúar margra húsa, sem byggð hafa verið síðustu árin. Þessi hús sýna réttlætið í landinu. Þau sýna heilindi þjóðarleið- toganna. Meðan stjórnmálamaðurinn Thors talar um jafnrétti, er fjárplógsmaðurinn Thors að byggja sér einum dýra sumar- höll. Meðan stjórnmálamaðilrinn talar um að beina fjármagninu að atvinnulífinu er braskarinn að stela frá atvinnuvegunúm. Meðan stjórnmálamaðurinn hrópar um byrðar á breiðu bökin og að fé verði sótt í rottu- holurnar, er svindlarinn að leika sér að miljónunum og fela þær. sambandi. — Eru þessi kappmót SLU líkleg til þess að auka álit og vinsældir landbúnaðarstarf- anna? — Já. Það tel ég víst. Mörgum finnst að landbúnaðarstörfin séu erfið og leiðinleg, en það eitt, að þau eru unnin sem keppni breytir viðhorfi sumra. Það er þægileg tilfinning að vita sig geta gert þetta eða hitt verkið, eins vel og hver annar. Auðnist •cvo að viima verðlaun, hvetur það til að halda lengra, og reyna að verða beztur í sínum flokki, íélagi o. s. frv. Verðlaun, sam við vinnum, eru sérlega dýnnæt vegna þess, að þau eru endur- minning um starfið. Oft þegar ég sit hér heima og mjólka, hugsa ég um það, hve skemmti- legt og heillandi hafi verið á Stjórnmálamaðurinn Thors glepur þjóðina með leikarabrag og loddarahætti, svo að brask- arinn Thors fái frið til að sjúga merginn úr framleiðslugreinun- um sér til leiks og munaðar. Bjartari bær. Austur í Flóa, skammt fyrir neðan Selfoss, er gamalt höf- uðból, sem mikið er nú umtalað. Það er Stóra Sandvík. Þar býr maður, sem heitir Ari Páll Hann- esson og bræður hans þrír. í sumar skrifaði hrifinn sumar- gestur stuttorða lýsingu af heyskapnum þar, í Tímann, en sðan hefir vðar og ýtarlegar verið um hann rætt. Ég hafði þá hugmynd, að þarna væru að gerast merkilegir hlutir, og því fór ég og fékk að sjá. Ég skrifa hér ekki neina lýs- ingu á afrekunum í Sandvík. En skemmst er frá því að segja, að þar voru öll hey af fyrra slætti látin í hlöðu í sumar ný af ljánum. Þau voru súgþurrk- uð í hlöðunni. Loftið, sem blásið var í heyið, var hitað í 20 stig með kolakyndingu. Alls voru þurrkaðir h. u. b. 1500 hestar. Vinna við að slá heyhestinn, flytja hann heim og koma fyrir í hlöðu tók 2 klst. Eldsneyti til upphitunar varð 1 króna á hest og brennsluefni vélarinnar, sem blásarana knúði, varð líka 1 króna á heyhest. í Háin var verkuð sem vothey. Ég sá heyið í hlöðunni. Ég get ekki hugsað mér betri verk- á heyi og held þó, að ég sé vanur vandvirkni í þeim efn- um. Heyið var grænt, mjúkt og ilmandi frá gólfi og upp úr. Frægur sigur. Ari Páll sagði mér, að eftir óþurrkasumarið 1945, hefði hann hugsað sér, að annað hvort skyldi hann sigrazt á óþurrkun- um eða taka sér annað fyrir hendur. Hann hafði ekki lund- arlag til að taka því, að verða þræll ótíðarinnar og sjá hey sín grotna niður. En honum sýndist að kaldur blástur heys, með lofti, sem er mettað raka, væri þýðingarlaust verk. Og hann fann enga von í þeim skrifum, að heyið hans ætti að flytjast langa vegu til þurrkunar vlð jarðhita. Nú hefír Ari Píill unnlð sigur, sem er merkilegur og öðrum til lærdóms og örvunar. Hann sagði mér, að síðastliðið ár hefði verið gefinn aðkeyptur fóður- einum og öðrum kappmótum. — Hvaða starf er skemmti- legast? Eru það mjaltirnar? — Mér hefir alltaf þótt gam- an að mjólka, en anriars þykja mér öll sveitastörf skemmtileg. Fullkomnari verkfæri létta líka af okkur sumu því, sem óskemmtilegast er. Og mér finnst, að það sé svo fjölbreytt og mikilsvert, sem gera þarf á hverjum sveitabæ, að það verði aldrei einhæft eða vélrænt. — Hefir þig aldrei langað til að skipta á mjaltaskemlinum og t. d. skrifstofustól? Marta Andersson hlær, þegar ég spyr að þessu. — Það hefi ég aldrei liugsað um. Ég er ánægð með hlutskipti mitt eins og það er, og finnst að það væri mér mótlæti að sitja kyrr á stól. og gera sama verkið sí og æ. En auðvitað get ur það líka vanizt, og einhverjir verða að gera það, en ég vildi ekki skipta. — Er það svona ljújft að hugsa til þ£ss að stunda landbúnað alla ævina? — Já. Ef heilsan helzt, þá er ekkert í vegi. Mér finnst það misskilningur, áð sveitastörfin séu leiðinleg. Að hugsa sér verk- bætir fyrir 16 þúsund krónur í fjósinu . hans. En nú mjólka kýrnar sízt lakar en þá, af heyi einu saman. . i r » Fleira merkilegt. En það er fleira merkilegt að sjá í Sandvk. Þeir bræður stunda vikursteypu allt árið og selja bæði einangrunarplötur og holsteina í stórum stíl. Er sá iðnaður þeirra allur með myrid- arbrag. í ágúst í sumar fóru þeir að grafa fyrir íbúðarhúsi handa sér. Og nú er það orðið fokhelt, 10X20 metrar að flatarmáli, tvær hæðir á kjallara. Mér skilst að slíkt hús myndi kosta mikið fé í Reykjavík fullbúið, alls ekki minna en þrjá fjórðu úr miljón. Framkvæmdirnar í Sandvík og búskapurinn þar sýnir, hvað hægt er að gera í sveitum ís- lands, ef dugnaður og sam- heldni fylgir ráðdeild og hygg- indum. Það er hressandi að koma á slíka staði. Þar má sjá fram í tímann bjarma af hin- um nýja degi, sem er að renna upp yfir íslenzkan landbúnað og sveitamenningu. Um þá dags- brún mun ég ræða nánar síðar. Hér þarf stefnuhvörf. Nú vil ég biðja lesendur mína að hafa í huga þær staðreyndir, sem ég hefi nefnt og draga á- lyktanir af. Hvor er nú meiri og merkilegri nýsköpunarmaður Ólafur Thors eða Ari Páll Hann- esson? Ég veit að ég þarf ekki að sv.ara þessu sjálfur eða ræða nánar að sinni mismun þessara manna. En í ljósi þessara stað reynda sýnir það sig, að þjóð- inni er þörf að taka upp nýja stefnu og stjórn í fjármálum og haga skiptingu þjóðartekn- anna á annan veg en verið hefir. Þjóðin má ekki við þvi að hlaða lengur undir braskarana á kostnað hinna sönnu fram- leiðenda og nýsköpunarmanna í sveitum og við sjó. Sú vissa verður þvl sterkari, sem við kynnumst betur framkvæmdum eins og þeim, sem ég hefi hér lýst í stuttu máli. Við höfum engin efni á því, að láta loddarana glepja okkur sýn, lengur en orðið er. Alllr, sem meta mest þjóðarhagi verða nú að taka höndum saman til að styðja sannar framfarir eða segjum nýsköpun, en blnda enda á sníkjumennskuna. smiðjustúlkur, sem vinna sama verkið dag eftir dag. Ekki get ég skilið að það sé eftirsóknar- vert. Mörgum þykir gott að hafa litla ábyrgð, en þá höfum við heldur ekkert hlutverk til að lifa fyrir. — Hvað eigum við þá að segja um fásinni sveitalífsins og leið- indi, sem oft er talað um? — Það er helzt að spyrja ein- hvern annan um það. Ég veit ekki skil á því, fremur en grís veit grein á sunnudegi, segir Marta hlæjandi, meðan hún dúkar kaffiborðið. Ég skil ekki hvaða leiðindi átt er við. Vinn- an er skemmtileg, hressandi og fjölbreytt. Og það er óþarfi að hafa áhyggjur af tómstundun- um. Ungmennafélagið hefir námshringi og þar er margt hægt að læra. Alltaf má lesa bækur og svo er náttúran til að leita til og ótalmargt. Ekki get ég skilið, að það sé svo skemmti- legt að vera borgarbúi, bara vegna þessj, að húsln standa þétt saman og skemmtiefnin eru mörg. Það veitir í sjálfu sér enga lífsfyllingu. Nú segir tengdamóðir Mörtu, að kaffið sé til, og unga konan (FramhalcL á 4. síöu) Beztur arður er ánægð lund Marta Andersson heimsótt Meðal frændþjóða okkar eru háð kappmót í ýmis konar starfs- greinum eins og líka hefir verið gert hér á landi. (Kappsláttur, kappbeiting). Þessi grein segir frá heimsókn til konunnar, sem sigraði á mjaltakappmóti í Svíþjóð þetta ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.