Tíminn - 11.12.1946, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARIN88ON
ÍJTGEPANDI:
FRAMSÓKNARPTiOKKDRINN
Slmar 3383 og <373
PRENT8MIÐJAN EDDA hJ
R.ITS7 J' R.ASKRIFSTí >«,!)<
EDEV'Jl 81. j i/öt.u «• a
Slms r" 2353 at <37í
AFGREIÐSIA.. INNHÍ.TMTA
OG AUGLÝHLNGASK.aF8TOP
EDDUHtJSL IJi dargðtt. W A
aiaol 3323
30. árg.
Reykjavík, miðvikudagixiii 11. des. 1940
228. blað
Brezk-íslenzka
félagið 60 ára
í dag
Félagið hefir unnið
mikið og merkilegt
starf
Hinn 11. desember þ. á. eru
25 ár síðan félagið Anglia var
stofnað. Fyrsti fundur þess
var haldinn þann dag árið,
1921 í Ingólfshvoli, og höfðu
tii hans boðað þeir Helgi H.
Eiríksson, skólastjóri, Ólafur
Þorsteinsson, verkfræðingur j
og Snæbjörn Jónsson, bók-
sali.
Tilgangur félagsins var þegar
ákveðinn sá, að stuðla að gagn- !
kvæmri kynningu þjóðarinnar
Félagið hefir jafnan starfað
samkvæmt þessari upprunalegu
stefnuskrá, haldið sér eingöngu
við hin menningarlegu kynni og
útbreytt gagnkvæma þekkingu á
íslenzku og brezku þjóðinni, en
algerlega ópólitiskt félag. Það
hefir gengist fyrir því, að komið
varð á kennslu í ensku við Há-
skóla íslands, safnað fé til að
koma UPP tveim herbergjum á
stúdentagarðinum, sem enskir
stúdentar við nám hér við há-
skólann hafa forgangsrétt að,
komið upp bókasafni fyrir fé-
lagsmenn og beitt sér fyrir
mörgum fleiri málum til að auka
kynningu og útbreiða gagn-
kvæman skilning og vináttu
milli íslendinga og hins ensku-
mælandi heims.
í Angliunefndinni, sem und-
irbjó að koma á kennsJu í ensku
við háskólann, voru þeir dr.
Guðmundur Finnbogason, próf.
Ólafur Lárusson og Snæbjörn
Jónsson. Síðan bættust í nefndr
ina þeir Klemens Jónsson ráð-
herra og Haraldur .Nielsson
prófessor.
Fyrsta fyrirlestur i félagínu
hélt hr. K. T. Sen M.A. 21. jan.
1922, er dvaldi þá um tíma á
Breiðabólstað á Álftanesi hjá
tengdaforeldrum sinum.
Skoskur fræðimaður og rit-
höfundur, Alexander MacGilI
safnaði um 300 bindum bóka
og gaf félaginu, og varð sú bóka
gjöf undirstaðan að núverandi
bókasafni féla,gsins. Fyrstu bóka
verðir félagsins voru þeir Ás
mundur Gestsson gjaldkeri og
HalJgr. mag. Hallgrímssim.
Á styrjaldarárunum vann
Angilia mikið starf með því að
eyða misskilningi og breiða út
þekkingu á íslenzkum málum
meðal hersins, og höfðu bæði
brezkir og bandarískir hermenn
aðgang að fundum félagsins
meðan þeir dvöldust hér.
í vetur mun félagið halda
fundi mánaðarlega þar sem fyr-
irlestrar verða haldnir og ýms
önnur skemmtiatriði. Félagið
mun halda upp á 25 ára starf-
semi sína með skemmtifundi í
Oddfellowhúsinu þann 12 þ.m.
kl. 8.45. Fyrirlestur heldur
Sveinn Sigurðsson ritstjóri, sem
hann kallar „þáttur úr sögu
ensk-íslenzkra samskipta.“ Enn
fremur mun herra Birgir Hall-
dórsson, syngja með aðstoð Dr.
Urbantschitsch, og Miss Wassell
og Mr. Burgess fara með stutt-
an leikþátt. Að lokum verður
dansað til kl. 2 f. h.
Athyglisverð viðurkenning sósíalista:
Eftir tveggja ára stjórn þeirra fer enginn bát-
ur á flot að óbreyttum fjárhagsaðstæðum
FRÁ KAPPAKSTFRSMÓTI I DANMÖRKF
Minningarathöfn
Minningarathöfn um þá, sem
fórust með Borgey 5. f. m. fer
fram i Dómkirkjunni í dag kl.
4.40 síðdegis. Athöfninni verður
útvarpað.
3Sjávarntvegsmálaráðherra þelrra lætur því
flytja frv. nm rikisábyrgð á stórfelldri
hækkun fiskverðsins
•
í gær var lagt fram í neðri deild Alþingis frv. um ráðstafanir
vegna framlciðslu og útflutnings á afurðum bátaútvegsins. Frv.
er flutt af minnihluta fjárhagsnefndar (Einari Olgeirssyni) fyrir
hönd Sjávarútvegsmálaráðherra, þar sem mcirihluti nefndarinnar
vildi ekki flytja það að svo stöddu. Aðalefni frv. er að ríkið ábyrg-
ist hraöfrystihúsunum á næsta ári 133 aura verði fyri hvert enskt
pund (verðið hefir verið 98 aurar í ár) og ábyrgist jafnframt sölu
á 30 þús. smál. af fullsöltuðum og fullstöðnum stórfiski fyrir kr.
2.25 hvert kg., auk tilsvarandi ábyrgðar á öðrum saltfiski. Ábyrgð-
ir þessar eiga að tryggja að verð á nýjum fiski geti hækkað úr 50
uurum í 65 aura hvert kg.
Mynd þessi er tekin á fyrsta kappakstursmóti, sem haldiö hefir verið í Danmörku, siðan stríðinu lauk.
Var það nýlega haldið og sést hér er nokkrir þátttakendurnir leggja upp í aksturinn.
Bygging blindra-
heimilis undirbúin
Rliudraviiiafél. á 313
■
þás. kr. í byggingar-
sjóði
Aðalfundur Blindravina-
félags islands var haldinn 4.
þ. m. Var þar skýrt frá
starfsemi félagsins á síð-
astliönu ári, en tilgangur fé-
lagsins er að leitast við á
sem flestan hátt að hlynna
að blindum mönnum, ungum
og gömlum hér á landi og
vinna að útbreiðslu þekking-
ar á augnsjúkdómum.
Starfsemi félagsins þetta ár
var sú sama og að undanförnu.
Níu blindir menn unnu á vinnu-
stofu félagsins, þar af þrjár
konur. Auk þess var tveim blind
Um iagt til efni til heimavinnu
og tveim, sem búsettir eru úti
á landi liðsint um efniskaup. —
Laun þessa blinda fólks, sem
vinnur á vegum vinnustofunn-
ar, námu þetta ár kr. 29.956.00
og er það að meðaltali mun
hærri upphæð en s.l. ár.
Félagið hefir að undanförnu
séð um úthlutun viðtækja til
fátækra, blindra manna og ann-
ast nokkra blindrakennslu.
í húsi félagsins við Ingólfs-
stræti búa níu blindir og starfa
sex þeirra hjá félaginu.
Aðalmarkmið félagsins er að
koma upp fullkomnu dvalar- og
starfsheimili fyrir blinda og er
í þeim tilgangi starfandi bygg-
ingarnefnd og fjársöfnunar-
nefnd — Blindraheimilissjóður-
inn nemur nú, með því sem er
1 vörzlu söfnunarnefndar, kr.
313.369.00.
Á fundinum var svohljóðandi
tillaga samþykkt: „Aðalfundur
Blindravinafélags íslands hald-
inn 4. des. 1946, beinir eindregn-
um tilmælum tll byggingar-
nefndar félagsins og þeirra op-
inberra aðilja, sem leitað hefir
verið til um stað fyrir blindra-
(Framhald á 4. slöu)
tekur við rekstri
náttúrugripasafnsins
Tveir fræðimeiiii ráftnir forstöftiuiieiin þess
Það hefir orðið að ráði milli hins íslenzka náttúrufræðifélags
og menntam.ráðuneytisins, að náttúrugripasafnið skuli nú afhent
ríkinu, svo sem ávallt hefir verið fyrirhugað. Afhendingin fer þó
ekki formlega fram fyrr en aöalfundur náttúrufræðifélagsins
hefir fjallað um málið.
Segir svo uin þetta i frétta-
tilkynningu frá menntamála-
ráðuneytinu:
Náttúrugripasafnið hefir verið
frá öndverðu í umsjá Hins Is-
lezka náttúrufræðifélags. Átti
dr. Bjarni Sæmundsson drýgst-
an þátt í því með eljusemi og
hagsýni að auka safnið og afla
því vinsælda og umhyggju al-
mennings. Jafnan hefir safnið
notið nokkurs styrks úr ríkis-
sjóði og í vaxandi mæli hin
siðari ár. Er safnið nú svo stórt,
að ókleift má kalla, að gæzla
þess fari fram sem aukavinna
þeirra, er föstum störfum gegna.
Hefir því orðið að ráði milli
Hins islenzka náttúrufræðifé-
lags og menntamálaráðuneytis-
ins, að safnið skuli nú afhent
VÍSITALAN
Hagstofa og Kauplagsnefnd
hafa reiknað vísitölu fram-
færslukostnaðar fyrir desember
mánuð. Reyndist hún vera 306
stig. Hefir hún þvi hækkað um
þrjú stig síðan í jióvember, en
þá var hún 303 stig.
Hækkunin stafar aðallega af
því, að brauðið hefir hækkað í
verði, ennfremur sykurog fatn-
aður.
ríkinu, svo sem ávalt hefir verið
fyrirhugað.
Ráðuneytið hefir þegar ráðið
við safnið tvo starfsmenn, þá
dr. Sigurð Þórarinsson og dr.
Finn Guðmundsson, sem haft
hefir umsjón með safninu síðan
Bjarna Sæmundsson lelð. Sam-
tímis láta þeir af störfum hjá
Atvinnudeild HáskóJans og
Rannsóknarráði ríkisins.
Skipulagsbreyting þessi færir
safninu aukna starfskrafta, en
er einnig fjárhagslega hagkvæm
fyrir ríkissjóð. Hinir nýju starfs-
menn safnsins eru ráðnir fyrir
sömu laun og þeir nú taka úr
ríkissjóði. — Báðir skulu þeir
annast kennslu í náttúrufræði
við háskólann, ef tekin verður
upp kennsla 1 þeirri grein. Sig-
urði Þórarinssyni er m. a. ætlað
að koma skipan á samskipti ís-
lenzkra og erlendra fræðimanna
á sviði náttúruvísinda og veita
jarðfræðilega aðstoð og leið-
beiningar um opinberar fram-
kvæmdir, þar sem slíks er þörf.
Auka-sykurskammtur
Viðskiptamálaráðuneytið hef-
ir ákveðið að úthluta auka-
skammti af sykri til jólanna.
Stofnauki nr. 14 af núgild-
andi matvælaseðli gengur í dag,
sem innkaupsheimild fyrir 1/2
kg. af sykri. Stofnaukinn er í
gildi til næstu áramóta.
Framsóknarvist
Skemmtun Framsóknarfélag-
anna í Reykjavík verður í
Breiðfirðingabúð n. k. föstu-
dagskvöld og hefst kl. 8.30. Til
skemmtunar verður: Spiluð
Fra'msóknarvist. Sigurður Óla-
son syngur einsöng og stutt
ræða. Pöntunum á aðgöngu-
miðum er veitt móttaka í síma
2323. Er æskilegt að framsókn-
arfólk dragi ekki að tryggja sér
miða. Þar sem mikil eftirspurn
hefir verið eftir aðgöngumið-
unum, má búazt við, að þeir
verði fljótlega uppseldir. Mið-
arnir eru seldir í afgreiðslu
Tímans.
Auglýsingastarfsemi
sósíalista.
Frv. þetta var fyrst lagt fyrir
fjárhagsnefnd -oieðri deildar á
fundi hennar í fyrradag. Meiri-
hluti nefndarinnar, þ. e. full-
trúar Sjálfstæðiðfl., Framsókn-
arflokksins og Alþýðuflokksins,
vildu ekki taka frv. til flutnings
fyrr en búið væri að ræða við
fjármálaráðherra og fyrir lægi,
að ekki finndust önnur úrræði í
sambandi við væntanlega
stjórnarmyndun. Hins vegar
voru allir nefndarm. sammála
um að gera þyrfti ráðstafanir til
að tryggja bátaútveginum arð-
vænlegan rekstur.
Fulltrúi sósíalista taldi sig
ekki geta átt samleið með sam-
nefndarmönnum sínum um
frestun á flutningi frv. meðan
leitað væri álits fjármálaráð-
herra og umrædd athugun ætti
sér stað. Má vel sjá á þessu, að
sósíalistar hugsa sér að nota
þetta mál til auglýsingastarf-
semí fyrir sig og þykjast ætla að
sýna með skyndiflutningi frv.,
að þeir séu mestir vinir og vel-
unnarar bátaútvegsins.
Stjórnin hefir siglt báta-
útveginum í strand.
Menn þurfa þó ekki annað en
að lesa greinargerð frv. til að
komast að raun um, að sósíal-
istar hafa sízt af öllum af miklu
að státa í þessum málum. Þeir
hafa haft forustu í sjávarút-
vegsmálum tvö undanfarin ár.
Eftir þessa stjórn þeirra er svo
komið, samkvæmt greinargerð
frv., að óhjákvæmilegt er að
gera framangreindar neyðar-
ráðstafanir „til þess að hægt sé
að fá menn á bátana, ráða fólk
í hraðfrystihúsin og gera aðrar
ráðstafanir, scm nauðsynlegar
eru til þess að geta hafið fisk- j
veiðar í vertíðarbyrjun.
Ef gerðar hefðu verið ráð-
stafanir til þess, þegar sósíal-
istar tóku stjórn sjávarútvegs-
málanna, að stöðva dýrtíðina
eins og Framsóknarmenn beittu
sér fyrir og vinna jafnframt að
því, að draga úr hvers konar
miililiðaokri, sem sýgur merg úr
útgeijðinni, hefði áreiðanlega
ekki þurft að grípa nú til þeirra
neyðarráðstafana að taka á-
hættusömustu ríkisábyrgð á
hækkun fiskverðsins. Útgerðin
hefði þó getað borið sig með því
útflutningsverði, sem nú er. í
stað þess að fara þessa leið, hafá
sósíalistar unnið ötullega að
aukningu dýrtíðarinnar, sem
þyngt hefir byrðar útvegsins að
sama skapi, og ekki aðhafst hið
minnsta til að létta milliliða-
okrinu af útgerðinni. Þess vegna
er nú svo komið, að útgerðin er
nú stöðvuð, eins og segir í grein-
argerðinni, nema að gripið verðl
til óvenjulegra ráðstafana.
Rætt um ölæöi
þingmanna ,
AUmiklar og harðar umræður
urðu um drykkjuskap þing-
manna á fundi sameinaös þings
í gær, þegar tillagan um hér-
aðabönn var til umræðu.
Hannibal Valdimarsson var
framsögumaöur að tillögunni og
komst hann svo að orði, að Al-
þingi ætti sinn þátt í drykkju-
skapnum, því að það væri þjóð-
inni mjög slæm fyrirmynd f
þessum efnum.
Jóhann Jósefsson, er mun enn
reiður Hannibal fyrir að segja
frá „faktúrunni“ í tunnunni,
reis þá upp með miklurn þjósti
og kvað það firrur einar, að
þingmenn væru siæm fyrirmynd
í þessum efnum.
Hannibal svaraði aftur og
studdi mál sltt m. a. með því,
að hann hefði séð þingmenn
flytja ræðu á þingfundi undir
áhrifum áfengis.
Jón Pálmason lýsti því þá yfir
sem forseti sameinaðs þings, að
það væri hrein ósannindi, að
þingmenn hefðu mætt á þlng-
fundi undir áhrifum áfengis, og ■
Þorsteinn Þorsteinsson gaf sam-
hljóða yfirlýsingu sem forsetl
efri deildar.
Þegar hér var komiö, skarst
Páll Zóphóníasson í leikinn og
sagðist ekkl geta orða bundist
yfir þeim viðbjóði, að þingfor-
setar gæfu vísvitandl rangar
yfirlýsingar. Hann minnti síðan
Þorstein Þorsteinnson á, að
hann hefði horft á það í eifri
deild, að þingmaður hefði orðið
að greiða atkvæði fyrir dauða-
drukkinn flokksbróður sinn. Þá
minnti hann Jón Pálmason á,
að hann hefði horft á ofurölva
þingmann, sem hefði sofnað í
sæti sínu á þingfundi.
Eftir þessa frásögn muldraði
Jón Pálmason nokkur afsökun-
arorð og kvað yfirlýsingu sína
hafa aðeins átt að ná til yfir-
standandi þings. Þorsteinn Þor-
steinsson hafði hins vegar
laumast út úr salnum meðan
Páll talaði.
Ræða Páls hafði að öðru Jeyti
þau áhrif, að þeir, sem höfðu
varið ölæði þingmanna tóku
ekki tii máls aftur.
Ábyrgðarleiðin er ekki
framtíðarlausn.
Það liggur í augum uppi, að
það er engin framtíðarlausn
fyrir útveginn, þótt tekin verði
ábyrgð á fiskverðinu í eitt ár og
ríkinu kannske bökuð með því
tugmilj. kr. útgjöld. Til þess að
tryggja útgerðinni arðbæran
rekstur til frambúðar. Þarf að
gera aðrar og róttækari ráð-
stafanir og þá fyrst og fremst
að létta af henni milliliðaokrinu.
Framsóknarflokkurinn hefir
ekki farið dult með þá stefnu
sína, að hann vill koma kaup-
gjaldi og verðlagi í landinu í
það horf, að útgerðinni verði
tryggður arðbær rekstrargrun-
völlur og sjómönnum fullkom-
lega jafngóð kjör og öðrum
(Framhald á 4. slöu)