Tíminn - 18.12.1946, Qupperneq 1

Tíminn - 18.12.1946, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN8SON ÚTGEPANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKTJRINN 81mar 23SS OK 4S7S PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. 30. árg. Reykjavík, miðvikudagmn 18. tles. 1946 RITSTJÖRASKRIPSTOPlLrR EDDtJl? 'SL LliaH'jgfltu » A Slnrnr 23SS og 4373 APGREIÐSLA, INNHETMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOPA • EDDUHtTSL Liiidargötu 0 A Síml 2323 233. blað Hvassafell kemur til Reykjavíkur g í fyrsta sinn Siglingar þess valda stranmhvörfum í aðflutn- ingum til landsiiiN. Hið nýja skip Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Hvassaféll, sem er stærsta skipiö í íslenzka flotanum, kom í fyrsta sinn hingað andaríkjamenn og Bretar bjóðast til að kaupa íslenzkar fiskafurðir fyrir hátt verð " Áður höfðu Rússar boðizt til að kaupa DANSKT SAMVl\mi»VOTTAIIÍJS til bæjarins á sunnudagskvöldið var. Hafa margir bæjarbúar notað tækifærið til að sjá skipið og finnst öllum það hið glæsi- legasta. ---------------t-------j Skattskylda útlendinga í gær var lagt fram í neðri deild frv. um skatt- og útsvars- greiðslu útlendinga. Frv. er flutt af fjárhagsnefnd, en er samið af fjármálaráðherra. Aðalbreyting frv. frá gildandi lögum er sú, að lágmarkstími fyrir skattskyldu er styttur úr 3 mánuðum í 1 mánuð. Jafn- framt er tekið upp það ákvæði, að maður, sem vinnur sér inn 10 þús. kr., sé skattskyldur, þótt hann hafi dvalið hér í skemmri tíma en mánuð. í greinargerð frv. segir um þessar breyt- ingar: „Tilefni til þessarar breyt- ingar er tvenns konar. Tilrauna hefir orðið vart til þess að kom- ast fram hjá tímaákvæðinu þannig, að útlendingar, sem hér hafa verið í vinnu, hafa forðað sér úr landi áður en þriggja mánaða tímabilið var útrunnið, en komið síðan aftur innan skamms og þá með nýju vegabréfi. Að hafa hendur í hári slíkra manna má telja ó- kleift nema með mjög kostnað- arsömu vegabréfaeftirliti.. Er því horfið að þeirri lausn að stytta skattskyldutímabilið í einn mánuð. Þá er og að myndast hér aðstreymi fólks utan úr löndum í ýmsum listgreinum, sem með hljómleikum, sýning- um og á ýmsan annan hátt og á vegum ýmissa aðila taka hér skjóttekinn gróða. 1 Þykir á- stæðulaust að undanþiggja fólk þetta skattgreiðslu, enda þótt tímatakmarkið nái ekki til þess, og er því lagt til, að tekjurnar séu skatt.lagðar, ef þær ná kr. 1000,0.00 hjá hverjum ein- stökum aðila.“ Maður finnst örendur í gær, laust eftir hádegi, fannst lík Ferdínands Eyfelds vélstjóra, Hjallavegi 30. Hafði hann farið að heiman á laugar- daginn var og ekki spurzt til hans síðan. Ferdínand fór að heiman rétt fyrir nón á laugardaginn. Síð- ari hluta dagsins kom hann til eins kunningja síns og sat hjá honum fram til kl. 8 um kvöldið. Hélt hann þá þaðan og kvaðst ætla heim til sín. í gær var hafin leit að Fer- dínand og fannst hann örend- ur á óbyggðu svæði norðvestan í Kleppsholtinu, sunnan Klepps- vegar. Engir áverkar voru á líkinu og verður enn ekkert fullyrt um dauðaorsökina. Mænuveikin Mænuveikitilfelli hafa orðið færri í vikunni sem leið en vik- unni áður, eða ekki nema 13 eða 14, sem vitað er um, en í fyrri viku voru tilfellin 18. Af þessu/n 13 eða 14 tilfellum i síðustu viku hafa orðið fáar lamanir og ekkert dauðsfall. Hvassafell kom hingað með timbur, en héðan mun það flytja gærur til Englands. Timbrið sótti Hvassafell til Finnlands og var búið að losa allmikinn hluta farmsins á Reyðarfirði, Akur- eyri og ísafirði, áður en það kom hingað. Alls flutti skipið 620 standarda af timbri frá Finn- landi og nokkur þús girðinga- staura. Allur farmurinn var til S.Í.S. Skipið fór frá Siglufirði 19. október til Gautaborgar og Stokkhólms með fullfermi af síld. Var nokkur hlutl farmsins á vegum Kooperativa Förbundet og fór í land á síldarupplags- plássi sænska sambandsins í Kvarnholmen við Stokkhólm. — Frá Stokkhólmi var siglt til smábæjarins Kaskö við Botnia- flóann, og þar lestað nokkuð af timbrinu, en afgangurinn var tekinn i Kotka, langt fyrir aust- an Helsinki, en það er mikil timburútflutningshöfn. — Þurfti skipið að sigla yfir rússneskt umráðasvæði á leiðinni frá Kaskö til Kotka, en Rússar hafa, sem kunnugt er, setulið á Pork- kalaskaganum og hafa eftirlit með siglingum við ströndina. Heimferðin gekk ágætlega og var skipið ekki nema fjóra sól- arhringa frá því að það sigldi fram hlá Kaupmannahöfn til Reyðarfjarðar. Tímamót í siglingum. Koma Hvassafells markar að þvi leyti tímamót í sögu ís- lenzku siglinganna um lengra skeið, að þ'að flytur vörur til aðalhafna úti á landi, en und- anfarið hafa vörurnar nær ein- göngu verið fluttar til Reykja- víkur. Þetta skapar nýtt at- hafnalíf úti um landið, enda segir „Dagur“ þannig frá komu Hvassafells til Reyðarfjarðar og Akureyrar: „Koma skipsins skapar at- vinnu og athafnir á höfnunum í kring um land. Fjöldi manna vann við losun í Reyðarfirði og löngu eftir að skipið er farið sjást merki um komu þess, því að þá yinna verkamenn við flokkun timbursins og sendingu þess til fleiri austfirzkra hafna. Sama sagan gerizt hér. Fjöldi manna vinnur nú við losun skipsins og flokkun og útsend- ing timburs, til hafna hér fyrir norðan, skapar mikla vinnu. Verkamennirnir og aðrir Norð- lendingar og Austfirðingar, sem nj~ta þessara siglinga á vegum Sís, sjá nú í nýju ljósi ábendingar íhaldsblaðsins „ís- lendings“ um að fjársöfnun Sís til þessarra og annarra þjóð- nauðsynlegra framkvæmda, sé „skemmdarstarfsemi“ gegn ný- sköpuninni og leiði til hruns! — Sjaldan hafa meiri öfugmæli birzt í íslenzku blaði en þau, sem íslendingur bar á borð fyrir lesendur sína um þessi mál fyrir skemmstu.“ ERLENDAR FRÉTTIR Brezka stjórnin hefir lagt fyr- ir þingið frv. um þjóðnýtingu samgöngutækja. Líklegt þykir, að miklar deilur verði um frv. Tyrkneska stjórnin hefir lagt auknar hömlur á starfsemi ýmsra vinstri flokka í landinu. Meöfylgjandi mynd er tekin í nýju samvinnuþvottahúsi í Askov í Dan- mörku. Danska útvarpið hafði svo mikið við þegar þetta þvottahús var opnað, að það helgaði því myndarlégan dagskrárlið. — Hér á landi hefir hugmyndin um samvinnuþvottahúsin ekki hlotið mikinn stuðning enn. Þetta þokast þó í áttina. Samvinnusamtökin. hafa málið víða í undirbún- ingi, og á nýloknu flokksþingi Framsóknarmanna var samþykkt svo- hljóðandi áiyktun varðandi samvinnuþvottahúsin: „Flokksþingið beinir þeirri áskorun til Alþingis, að setja lög um fjárstuðning ríkisins og hag- kvæm stofnlán til byggingar samvinnuþvottahúsa“. — Húsmæðurnar ættu að fylgjast vel með framvindu þessa máls og veita Framsóknar- flokknum öflugan stuðning í baráttunni fyrir samvinnuþvottahúsunum. „Ég man þá tíö” - Jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur Jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur aff þessu sinni verffur „Ég man þá tíff“, sem er gamanleikur eftir Eugene O’Neill. Hann er einn þekktasti leikritahöfundur, sem nú er uppi. Bogi Ólafsson hefir þýtt leik- ritið, sem á ensku heitir „Ah! Wilderness". Leikstjóri er Ind- riði Waage en leikendur Arn- dís Björnsdóttir, Valur Gíslason, Brynjólfur Jóhannesson, Þóra Borg Einarsson, R,obert Arn- finnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Inga Laxness, Jón Aðils, Valdi- mar Helgason, Guðjón R. Ein- arsson, Margrét Magnúsdóttir, Þorgrímur Sigurðsson, Haukur Óskarsson, Nína Sveinsdóttir og Halldór Guðjónsson, — Sigfús Halldórsson hefir málað leik- tjöldin. Leikurinn gerist í smá- borg í Bandaríkjunum árið 1906. Höfundur leikritsins, Eugene O.’Neill, er Bandaríkjamaður af írskum ættum. Hann er talinn einn af allra fremstu leikrita- höfundum heimsins, sem nú eru Fjárlögin verða ekki afgreidd fyrir jól Fjórir þingmenn í ífri deild, Gísli Jónsson, Sigurjón Á. Ól- afsson, Ásmundur Sigurðsson og Steingrímur Aðalsteinsson flytja frv. um bráðabirgðafjár- greiðslur á árinu 1947. Frumv. hljóðar svo: Þar til samþykkt hafa verið og staðfest fjárlög fyrir árið 1947, er ríkisstjórninni heimilt að greiða úr ríkissjóði til bráða- birgða, í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1946, öll venjuleg rekstrargjöld ríkisins og önnur jljöld, er talizt geta til venjulegra fastra greiðslna þess, þótt ákveðin séu eða heim- iluð til eins árs í senn. Heimild þesi gildir þó eigi lengur en til 1. marz 1947. uppi. Þrívegis hefir hann hlotið fremstu leikritaverðlaun Ame- ríku og árið 1936 hlaut hann Nobelsverðlaunin í bókmennt- um. O’Neill hefir samið mörg og stórbrotin leikrit, og eru sum þeirra svo löng að sýna verður þau á tveim kvöldum, miðað við venjulega leiksýningu. Af leik- ritum hans munu menn hér helzt kannast við „Anna Christ- ie“, en það hefir verið kvik- myndað (og það oftar en einu sinni) ogv sýnt hér. í því lék Greta Garbo'i sinni fyrstu tal- mynd. „Ah! Wilderness“, sem á ís- lenzku hefir verið nefnt „Ég man þá tíð“, er eini gamanleik- ur O’Neills, en öllu gamni fylg- ir nokkur alvara og svo er um þetta leikrit. Það var fyrst sýnt á The Guild Theater í New York árið 1933. Síðan hefir það verið leikið víða um heim, meðal ann- ars á. öllum höfuðleikhúsum Norðurlanda og hvarvetna hlot- ið miklar vinsældir. Frá 1933 hefir O’Neill ekki látiff nýtt leikrit koma fyrir almennings- sjónir, fyrr en í haust, þó vitað sé að hann hefir í mörg ár unn- ið að stórum leikritaflokki og eigi r/tt leikrit (annað) fullsam- ið. IJið nýja leikrit, sem kom frar\ í haust, heitir „The Ice- íman cometh“ fjg vakti það svo Imikla athygli og eftirvæntingu. að eins dæmi eru. Fyrirfram- sala á aðgöngumiðum (áður en sýningar hófust) nam yfir þrjú hundruð þúsund doliurum. „Ég man þá tíð —“ er fyrsta leikrit O’Neills, sem sýnt er hér á landi, en verður efalaust ekki hið síðasta, ef dæma skal eftir þeim vinsældum, sem þau hafa hlotið annars staðar, en talið er að ekkert leikritaskáld sé nú meira leikið og lesið, um heim allan, en Eugene O’Neill. fiskafurðir í stórum stíl Nýlega hafa borizt hingaff tilboff frá Bretum og Bandaríkja- mönnum um kaup á miklu fiskmagni fyrir talsvert hærra verð en í fyrra. Einkum mun þó óskaff eftir hrafffrystum fiski. Þaff skilyrffi mun fylgja tilboffi Breta, aff þeir fái mikiff af síldar- olíu, er framleidd verður á næsta ári, og munu þeir bjóðast til aff kaupa hana fyrir allmiklu hærra verff en fékkst fyrir hana á þessu ári. Ólafur Thors forsætisráð- herra skýrði frá þessu, þegar rætt var um ábyrgðarfrv. Áka Jakobssonar, í neðri deild síð- astliðinn mánudag. Eysteinn Jónsson hafði beint þeim fyr- irspurnum til rkisstjórnarinnar, hvað hún hefði gert til að afla markaða fyrir sjávarafurðirnar, og kom þetta fram í svari, Ól- afs við þeim. Ólafur upplýsti ennfremur, að hér hefði verið sendimaður frá Rússum i októbermánuði síðastliðnum og hefði hann flutt þau skilaboð, að Rússar væru fúsir til að kaupa allmikið af fiski fyrir gott verð, ef þeir fengju verulegan hluta af síld- arlýsisframleiðslunni. Sendi- maður þessi fór þó í burtu, án þess að hann hefði gert ákveðið verðtilboð, og virðist þetta mál hafa legið niðri síðan, en sendi- maður þessi fór héðan í októ- berlok. Samkvæmt frásögn Ólafs gerðist það svo næst í málum þessum, að þann 4. þ. m. hringdi sendiherra íslands í London hingað og skýrði frá því, að Bretar væru fúsir til að kaupa verulegt fiskmagn fyrir hærra verð en í fyrra, einkum þó hrað- frystan fisk. Um líkt leyti eða nokkru síðar bárust svipaðar fréttir frá Bandaríkjunum. Reuter-skeytið. Það eru vissulega gleðilegar fréttir, að vel skuli horfa með fisksöluna á næsta ári. Það mun þó hafa dregið nokkuð úr á- nægju ýmsra, að rétt áður en forsætisráðherra hafði flutt þessi tíðindi í þinginu, hafði verið lesin upp í Ríkisútvarpinu Reutersfrétt sú, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Af henni virðist næstum mega ráða,að ís- lendingar séu á eins konar upp- boði hjá stórveldunum, og Bretar og Bandaríkjamenn bjóði okkur góða fisksamninga nú, vegna þess að tilboð hafi komið frá Rússum. Svo virðist líka, sem tilboði Breta og Banda- ríkjapianna sé tekið með litlum fögnuði af þeim, er næst standa Rússum hér á landi. Á sama hátt virtist líka tilboff Rússa á sínum tíma vera litill ánægju- auki þein\, sem hneigjast að Bandaríkjunum. Öllum þjóðhollum íslending- um hlýtur að verða það mikið áhyggjuefni, ef afkoma at- vinniiveganna þarf 1 framtíð- inni að byggjast á þeirri sam- keppni stórveldanna, sem gefin er til kynna í Reuterskeytinu. Sú samkeppni getur verið fall- völt og því geta fylgt óþægi- legar kvaðir að taka hæsta til- boðinu. Eina rétta svarið er að koma atvinnuvegunum á þann grundvöll, að við séum vel sam- keppnishæfir á erlendum mörk- uðum og þurfum ekki að vera háðir neinum „yfirboðum“. — Þaff er tvímælalaust stærsta sjálfstæffismál þjóffarinnar í dag. Athyglisverð frétt frá Reuter á í héjdegisfréttum Ríkisút- varpsins í fyrradag var lesin eftirfarandi frásögn, sem vakið hefir mikla athygli: „Reutersfréttastofan sendi í gær svohljóffandi frétt írá fréttaritara sínum í New York: Meffal manna, sem nærri standa íslenzku sendinefndinni á þingi sameinuffu þjóffanna, er látinn í ljós ótti um, að áhrif Ráffstjórnarríkjanna á Islandi haldi áfram að vaxa, aðallega vegna þess, aff svo virðist, sem Bretar og Bandaríkjamenn láti sig engu varffa fjárhag íslands. íslenzkir fjármálasérfræffingar benda á þaff, aff á stríffsárunum hafi meginiff af fiskframleiffslu íslands, sem er undirstaffa þjóff- arbúskaparinsi, veriff seld Bandaríkjamönnum, er seldu hana aftur Bretum. f fyrra vildu hvorki Bretar né Banda- ríkjamenn kaupa íslenzka fisk- inn, en hins vegar gerffu Ráff- stjórnarríkin gott boff í alla fisk- framleiðsluna fyrir timbur og kol og vildu greiffa mismuninn í dollurum. íslenzku sérfræffing- arnir benda á þaff, aff hiff sama sé nú aftur fyrir höndum, þar sem Ráffstjórnarríkin hafi aftur boffizt til þess að kaupa alla fiskframleiffsluna, en Bretar bjóffi 25% lægra verff en Rúss- ar. Affstaffa fslendinga á fjár- málasviffinu er flóknari fyrir þá sök, aff öflugur kommúnista- flokkur er þar í landi, sem hefir fimmta hluta þingsins og heldur uppi öflugum áróffri meff því aff halda því fram, aff það séu hagsmunir fs- lendinga aff tengja verzlunar- viffskipti sín Ráffstjórnarríkjun- um í stað þess aff tengja þau Iýffræðislöndunum f vestri. Aff því er ábyrgir heimild- armenn hér telja, ýtir þaff undir og styrkir þennan áróffur, hve lítinn áhuga Bretar og Banda- ríkjamenn hafa sýnt íslenzkum viffskiptum frá því aff stríðinu lauk“. Nánar er rætt um þessa frétt í aðalgreininni á 1. slðu blaðsins í dag. Keppni í hraðskák Guðmundur Ágústsson varð hraðskákmeistari í annað sinn. Keppnin fór fram í fyrradag og var lokið á 1. tímanum um nóttina. Þátttakendur voru alls 54 og var fyrst keppt i 9 riðlum með 6 þátttakendum I hverjum. Úr hverjum riðli komust tveir efstu menn í milliriðla og 2 efstu menn úr hverjum milliriðli í úrslit.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.