Tíminn - 18.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1947, Blaðsíða 2
2 TfMIIVN, laugardagiiin 18. jamiar 1947 12. blað Laugardagur 18. ?«n. Bærinn og vínið Það spunnust nokkrar um- ræður út af því á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag, að í einni veizlu Reykjavíkurbæjar hefði verið drukkið vín fyrir 20 þúsundir króna. Hafði endurskoðandinn, Steinþór Guðmundsson, lagt fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn ályktar, að framvegis skuli ekki fara fram vlnveit,ingar í samkvæmum, sem haldin eru á vegum bæjar- ins, eða bæjarstofnana." Tillaga þessi fékk þær undir- tektir, sem vert er að gefa gaum. Jón Axel Pétursson svaraði því til, að þýðingarlítið væri að gera um þessi mál samþykktir, ef þær yrðu svipaðar samþykkt þeirri, er kommúnistar gengust fyrii- á síðasta Alþýðusambands- þingi, en samdægurs og hún var gerð fóru þeir með fullrúana í veizi|u hjá atvinnumálaráðherra, þar sem nóg vín var veitt, og einn félagsbróðir ráðherrans lýsti svo í ræðu í veizlunni, að veizlan væri hreinasta „Ákavíti“. Borgarstjórinn áleit erfitt að haga veizlum bæjarins á annan veg en tíðkaðist um almennar samkomur og þá einkum sam- komur ríkisins. Hann sagði, að í vofizlum Reykjavíkurbæjar neyttu menn víns sér til gleði, en ekki skammar. Og þó að reikningur einnar veizlu færi yfir 20 þúsund, stafaffi þaff ekki af því, aff óhóflega hefði veriff meff víniff fariff, heldur að bær- inn hefði þurft að greiða það með uppsprengdu verði. Þess er rétt að geta, að borg- arstjóri lét orð liggja að því, að væri það tekið upp í alvöru, með stuðningi í almenningsá- litinu, að taka fyrir vín í opin- berum veizlum, væri sjálfsagt að bærinn skærist þá ekki úr leik. En hitt virðist hann ekki geta hugsað sér, að Reykjavíkurbær hafi þar neina forgöngu um betri- siði. Bærinn á að elta almenn- ingsálitið en ekki leiða það. Síðan fékk Bjarni samþykkt, að borgarstjóra og bæjarráði væru falin öll ráð í þessum veitingamálum. Þeir aðilar, sem krafizt hafa þess, að áfengi hyrfi úr opin- berum veizlum, mega vel muna þennan fund. Víst er enginn glæsileiki yfir Alþýðusambands- þinginu, sem samþykkti tillögu um bann og renndi síðan niður áfengi fyrir 15 þúsund krónur á einni kvöldstund í veizlunni hjá Áka. En óskýr verður þá álykt- unargáfan, ef mönnum finnst að Reykjavíkurbær megi ekki hætta vínveitingum vegna þess. Það er smekksatriði hvenær menn drekka sér til skammar, og skal ekki stofnað til deilu við borgarstjórann um það að þessu sinni. En hinu skal honum heitíð, eins og öðrum, að eftir því verður tekið hvernig atkvæði falla um tillögu Skúla Guð- mundssonar á Alþingi að hætta vínveitingum í veizlum ríkisins. Ætlar borgarstjóri sér að greiða atkvæði gegn henni, og vitna síðan í það i bæjarstjórninni, að ríkið veiti vín? Allir þeir, sem svíður og sárn- ar áfengisbölið sjá það nú betur en áður, að tillaga Skúla skiptir mikiu máli. V]firvöld Reykja- víkurbæjar hafa sýnt það, að fordæmi ríkisins er mikils metið. Bæjarstjórnin hefir rökstutt til- lögu Skúla og gert það vel og kröftuglega. ðíhaðainqi SEXTUGUR Runólfur Björnsson á Kornsá Hvaff gerist í afurffasölumálunum? Ennþá ríkir fullkomin þögn og óvissa um söluhorfur og samn- inga á mörgum útflutningsaf- urðum íslendinga. Blöðin skýra næstum daglega frá verzlunar-- samningum annarra þjóða - en um okkar er þögn. Hvenær verður þeirri þögn af- létt? Og hvaða horfur eru nú um lýsissöluna? Óttalegur maffur. Ósköp er íhaldið hrætt við Hermann Jónasson. Ef hann ræðir við menn af hálfu flokks síns um möguleika á stjórnar- samstarfi, þá æpir Mbl. að nú sé Hermann að reyna að komast í stjórn. Ef það eru hins vegar aðrir menn, sem eru í samninga- nefnd fyrir flokkinn, þá óttast íhaldið að nú sé Hermann eitt- hvað að gera bak við þá. Þessi hræðsla braskaranna við Hermann Jónasson á sér sínar orsakir. Hins vegar er hún orðin að í'ráleitri taugaveiklun, og veldur því bæði hrekkjahneigð og óróleg samvizka þeirra manna, sem sitja yfir hlut al- mennings. Meinlaust gaman. Mbl er í vandræðum. Því þyk- ir nú hálfgerð skömm að því, sem það hefir sagt um nauðsyn þess, að stjórnmálamenn kynnu leikbrellur og hefðu eiginleika hrossaprangaranna. Er því lík- ast, sem hinum betri mönnum blaðsins finnist fátt um þær „dyggðir," enda má vera, að þeir hafi fundið andúð almennings á slíku innræti. Er nú Mbl. að reyna að snúa út úr fyrir sjálfu sér, og er það meinlaust gaman og ástæðu- laust að elta ólar við það. Affalatriffi og aukaatriffi. Mbl. heldur því nú fram í gær að afstöðu Tímans megi sérstak- lega marka af þessum orðum hans á miðvikudag: „En hitt er aukaatriði hvað menn hafa s'agt og álitið áður, og hvað menn kalla hægri og vinstri.“ Tíminn getur vel áréttað þessi orð, og býðst þar með enn til að vinna falslaust með mönnum Mbl., ef þeir vilja hætta að bera Ijúgvitni um þýðingarmestu þjóðmál eins og gjaldeyrismálin, og snúa sér að því að rétta við og lagfæra það, sem afvega hefir farið. ■ Það samstarf skyldi vera með fullum heilindum eias og Mbl. hefði aldrei lagt illt til hags- munamála og réttindamála bænda, aldrei skrökvað til að þóknast heildsölum og öðrum stórgróðamönnum, aldrei varið áfengisneyzlu o. s. frv. Það er aukaatriði hvað menn hafa áður álitið og sagt, ef þeir bera gæfu til að ganga heilir að góðu starfi. Manntegund, sem skylt er aff tortryggja. Hins vegar er ein sú mann- tegund, sem ekki er annað hægt en að tortryggja og skylt er að tortryggja til^þrautar. Það eru þeir ólánsmenn sem notað hafa trúnað annarra til að svíkja þá, og jafnan hafa níðst á því, sem þeim var trúað til. Það er vítavert og óafsakan- legt að trúa slíkum auðnuleys- ingjum og siðferðilegum aum- ingjum fyrir framkvæmd og lífi góðra mála. Algildar reglur. Þeir menn, sem fengið hafa umboð til að ráða stjórnmálun- um til lykta, eru ekki að fara með sitt eigið. Þeir verða því að sýna fulla varúð og leggja ekki hugsjónlr umbótamanna á vald illræmdra griðníðinga. Þeir, sem hafa ekki borið gæfu til að halda orð sín og gerða samninga í stjórnmálastarfinu, gerðu ef til vill réttast í því að hverfa til annarra starfa, en að öðrum kosti verða þeir að sætta sig við að setjast á lægstu skör og byrja nýtj- líf, svo að hrösun þeirra fyrnist vegna sannra yf- irbóta. Ónákvæmni Þjóffviljans. Tíminn hefir gott tækifæri til að sýna lesendum sínum ná- kvæmni og áreiðanleik Þjóð- viljans, en blaðið segir í gær, að Tíminn sé farinn að bera i bæti- fláka fyrir fjármálastjórn Pét- ui's Magnússonar. Það munu al- mennir lesendur Tímans ekki hafa fundið. Hitt hefir Tíminn nefnt, að honum finnst það dijuslulegt af ráðherrum Sósíalista að hafa setið í ríkisstjórn með Pétri og Ólafi, þrátt fyrir öll þeirra svik, sitja þar ennþá og hugsa sér að framlengja samningana. Því fordæmi mun Framsókn- arflokkurinn ekki fylgja. Ofbýffur engum? Hvað segja almennir gjald- þegnar um það, að forráðamenn bæjarins koma saman með vild- arvinum sínum og drekka á einu kvöldi áfengi á almennings- kostnað fyrir meira en 20 þús- und krónur? Verða þeir kannske Ijúfari að borga útsvör og önnur gjöld, eftir að þeir vita um þessa ráðs- mennsku? Hvað eru annars vínreikningar í opinberum veizlum á íslandi háir? Veit það nokkur maður? Mbl. svarar fyrir tvo. Það er einkennilegt við Mbl. nú um sinn, að þykjast alltaf eiga að verja Alþfl. jafnframt Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og þvi finnist að Alþfl. sé eins konar hjáleiga, sem liggur.undir höfuðból Ólafs Thors og Bjarna Ben. Má ég svara fyrir barnið, sagði kerlingin. En Mbl. þarf ekki að spyrja um leyfi. Brim Brimið þrumar, svarrar, syngur svellandi um sker og dranga, slítur rauða flúða fingur freyðandi við strönd og tanga. Brynjólfur Björnsson. frá Norðfirði. Hinn 19. jan. n. k. verður sex- tugur einn af kunnustu bænd- um í Húnaþingi, Runólfur Björnsson á Kornsá i Vatnsdal. Hann er fæddur að Grímstungu í sömu sveit 1887, sonur hinna þjóðkunnu merkishjóna, Bjórns Sigfússonar prests, Jónssonar Þorsteinssonar frá Reykiahlíð við Mývatn, og Ingunnar Jóns- dóttur af Melaætt í Hrútafirði. Föðuramma Runólfs var Sigríð- ur, Björnsdóttir Blöndals, sýslu- manns í Húnaþingi. Móður- amma hans hét Sigríður Jóns- dóttir frá Helgavatni í Vatnsdal, hins merkasta bónda. Þannig standa að Runólfi mjög merkar ættir. Árið 1899 fluttist Runólfur að Kornsá með foreldrum sínum og hefir síðan átt þar heima. Voru foreldrar hans eflnkar hlynnt menntun fólksins og munu ekki hafa latt þennan son sinn þess, að afla sér menntunar fyrir framtíðina. Var hann fyrst 1 Gagnfræðaskólanum í Flens- borg veturinn 1903—4, en 1905 —6 í bændaskólanum á Hólum og útskrifaðist þaðan um vorið. Veturinn 1906—7, er hann svo á kennaraskólanum, er þá var í Hafnarfirði og lauk þar góðu kennaraprófi. Næstu tvö árin stundar Runólfur kennslu og verzlunarstörf á Blönduósi, en þó heima á sumrin. Á árum þessum tók Runólfur mikinn þátt í félagslífi unga fólksins, og var ágætur glímu- maður, enda ramur að afli. Árið 1909 tók Runólfur við stjórn á umfangsmiklu búi föðuf síns að Kornsá, þar eð Björn var tekinn að eldast og allmjög hlaðinn opinberum störfum. Sjálfur fer hann að búa vorið 1914 og óslitið síðan. Það vor kvæntist hann Ölmu Jó- hannesdóttur Möller, kaup- manns á Blönduósi. Hún er góð kona, fríð sýnum, söngelsk og stundaði mikið hljóðfæraleik- á yngri árum og náði mikilli Jeikni í þeirri list. Þau hjón hafa eign- ast þrjár stúlkur og fjóra drengi. íbúð byggði Runólfur sér 1920, þá var dýrtíð í landi, og gekk þetta svo nærri efnum þeirra lijóna, að svo mátti heita, að þau færu öll í þessa byggingu. Þegar litið er yfir farinn veg, eru það einkum þrír þættir í skaphöfn Runólfs og hæfileik- um, er vekja mesta eftirtekt. Það er bóndinn og hinn trúi þegn í opinberu starfi. Það kom fljótt í ljós, að hann er hinn mesti búþegn, og hefir farnazt búskapurinn einkar vel. Jörðin Kornsá er höfuðból — sannur Vitazgjafi, en „svo veldur hver á heldur“ og víst má „svo svíða sem prýða.“ Snyrtimennska í öllum búskap er honum í blóð borin, enda föðurarfur hans. Björn faðir hans var og mikill umbótams^ur síns tíma en Run- ólfur átti einnig þann kost bóndans. Hann hefir ekki búið ýkja stóru búi, en það sem hann hefir orkað er allt traust og tryggt um lífsafkomu. Heima er hann hinn sistarfandi eljumað- ur. Menn komu brátt auga á það hversu Runólfur var tx-austur bóndi og trúr stétt sinni — hugs- andi um almenn mál, hafði far- sæla greind og góða alþýðu- menntun. Það varð því að von- um, að á hann hlæðust opinber störf, enda hefir hann haft á hendi um lengri eða skemmri tíma flest þau opinber störf, er til falla í hverri sveit. Hefir hann t. d. setið í hreppsnefnd í 27 ár, þar af 10 ár oddviti. Og' (Framhald á 4. siSu) Beveridge lávarður: Rússneska ráðgátan Hinn kunni brezki hagfræffingur, Beveridge lávarffur, hefir á síffastliffnu ári ferðazt um ýms lönd Evrópu og þar á meffal Rússland. Eftir heimkomuna skrifaffi hann nokkrar greinar um ferffalag sitt. Hér fer ein á eftir og er hún um Rússland. Hvaða hugmyndir gera Bret- ar sér um Rússland nútímans? Þessu líkar spurningar voru óft lagðar fyrir mig þegar ég dvaldi í hinum skandinavisku grannlöndum Rússa. Hér er því fyrst til að svara, að skoðanir vorar á rússnesku þjóð- lífi eru harla sundurleitár. Þó er eitt atriði í þessu sambandi, sem óefað má telja rikjandi skoðun í Bretlandi. Mér er óhætt að fullyrða, að brezka þjóðin ber í huga sér einlæga aðdáun fyrir Rússum, vegna þess mikilvæga skerfs, sem þeir lögðu fram til að leiða styrjöldina til lykta, jafnframt því, sem oss sárnar ásælnisframferði það, er þeiir sýna nú, þrátt fyrir einlægan vilja vorn að halda vináttu við þá, sem fyrri samherja. Vér skulum nú um sinn dvelja við þá þættina í fari Rússa, sem beztir eru, afrek þeirra á vett- vangi styrjaldarinnar. Zarstjórnar-Rússland var hernaðarlega molað niður af litlu broti þýzka hersins í fyrri heimsstyrjöldinni. Á undan- förnum styrjaldarárum áttu Rússar í höggi við meginherafla Þjóðverja, sem var mörgum sinnum sterkari en í fyrri styrj- öldinni, og Rússar komu ósigr- aðir úr þeim hildarleik. Vér munum nú flestir telja, að þessi aukna hernaðargeta Rússa eigi rætur að rekja til fullkomnari skipunar hagkerfa, og jafnframt bættra lífskjára alþjóðar. Hin skýrasta sönnun þess, að aukinn hernaðarstyrkur Rússa stafi af góðri forsjá við fram- kvæmd iðnaðarins, er það, hvernig þeir staðsettu iðnaðar- ver sín. í skipulagsleysi því, sem ríkti í Bretlandi á tímabilinu milli styrjaldanna, var fimm sjöttu þeirra iðnfyrirtækja, sem þá voru reist, þjappað saman á suð- austurhorni landsins, á þvi svæði, sem sízt skyldi, því að líeveritlge lávarður. þar var iðnaðurinn berskjald- aðastur fyrir árásum. Rilssar hins vegar dreifðu iðn- aði sínum mjög og völdu mikl- um hluta hans staði svo fjarri landamærum Þýzkalands, sem kostur var á. Af þessu leiddi það, að þótt Þjóðverjum tækist að brjóta undir sig stór svæði af Rússlandi, þá tókst þeim aldrei að lama hernaðarstyrk Rússa að mun, né að hindra að þeir gætu stöðugt haldið áfram fram- leiðslu sinni í þarfir hernaðar- ins. Rússar hafa með þessu sýnt öðrum þjóðum hvaða árangri má ná með hagfræðilegri skipu- lagingu, þar sem þeir hafa reist risavaxinn iðnað frá grunni á tveimur áratugum, og þetta hef- ir orðið þeim meginstyrkur, bæði á tímum friðar og styrj aldar. Þrátt fyrir þetta, teljum vér flestir, að stjórnarstefna Rússa hafi í verulegum atriðum geigað frá réttu marki, og er ég í tölu þeirra, þótt mér sé hins vegar ljós þörfin fyrir skipulegri fram- kvæmd atvinnu- og fjárhags- mála. Rússar hafa verið í í'arar- broddi þjóðanna um mótun hag- kerfa, og hafa með því lagt einn af þeim hornsteinum, sem þegn- leg hagsæld byggist á. Hins vegar virðast þeir að vera eigi minna en öld á eftir samtíð sinni um að skapa sér persónu- legt frelsi, og jafn mikils er þeim áfátt um siðgæði á vettvangi alþjóðasamvinnu. Oss Bretum er lífið einskis virði án ákveðins persónufrelsis, en um framkvæmd á þvi sviði eru Rússar vart lengra á veg komnir en vér vorum fyrir stjórnarbyltinguna frönsku. í þessu efni teljum vér að Rússar mættu margt af öðrum læra, en geti fátt kennt öðrum. Það er önnur hlið þessa máls, sem má teljast varða þá eina. Sætti þeir sig framvegis við rit- skoðun, eins flokks kerfi og annað af því tagi og finni eigi hjá sér hvöt til að leysa af sér þá fjötra, þá hafa þeir með þvl grafið sér og stjórnarkerfi sínu gröf og má það teljast varða þá eina. En það er önnur hlið á framkvæmd rússneskrar stjórn- arstefnu, sem mörgum þykir uggvænt, að leitt geti til alls- herjar eyðileggingar. Það er framferði þeirra á vettvangi al- þjóðamála. Flestum Breturn og ég hugsa einnig Bandaríkja- mönnum hefir nú skilizt það eftir reynslu tveggja styrjalda, að engin þjóð er þess umkomin að fara sínar eigin götur, án þess að hafa nokkurt samstarf við aðrar þjóðir. Velji einhver þjóð þann kostinn að hafna allri samvinnu við aðrar þjóðir, þá leiðir það óhjákvæmilega til þeirra árekstra, sem fyrr eða síðar draga til styrjaldar Vér erum þeirrar skoðunar, að valdið til að tryggja heims- friðinn sé í höndum stórþjóð- anna, og því beri þeim að taka höndum saman, til að byggja upp það réttarfar á vettvangi alþjóðamála, sem tryggi öllum þjóþuim, smáum sem stórum, fyllstu réttindi. Vér trúum á Atlantshafssáti ■ málann, sem Rússar undirrit- uðu. Vér fáum eigi séð hvernig Rússar geta samþýtt framferði sitt nú við það, að hafa 1 At- lantshafssáttmálanum lýst því yfir, að þeir skuldbindi sig til að beita aldrei ásælni, hvorki til landvinninga né annars. Þar telja þeir, að engar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.