Tíminn - 21.01.1947, Blaðsíða 1
| RITSTJÓRI: ;
\ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON \
í ÚTGEFANDI: j
PRAMSÓKNARFLOKKURINN '
Símar 2353 og 4373
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
\
31. árg.
RITSTJÓRASKRIPSTOFUR:
EDDUHU3I. Lindargötu 9 A \
\ Símar 2353 og 4373 í1
í • ,
APGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIPSTQFA: \
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A
\ . Sími 2323
Reykjavík, þriðjudagiiin 21. janúar 1947
ERLENT YFIRLIT:
Getur nyja stjórnin í Frakklandi
ráöiö bót á f járhagsöngþveifinu?
Jafnaðarmaðurinn Ramadier myndar stjórn
Hinn nýi forseti Frakklands, Vincent Auriol, lét það vera fyrsta
embættisverk sitt að fela einum af þingmönnum jafnaðar-
mannaflokksins, Paul Ramadier, stjórnarmyndun. Áður hafði
Leon 151 um skorazt undan stjórnarmyndun, m. a. vegna heilsu'-
brests. Ramadier hefir unnið kappsamlega að stjórnarmyndun
sinni og hefir lagt megináherzlu á samstjórn vinstri flokkanna
þriggja, jafnaðarmanna, kaþólska framsóknarflokksins og komm-
únista. Allar líkur þykja benda til, að tilraun hans muni heppnast.
Þingkosningarnar í
Póllandi í fyrradag
Þhyjkosningarnar í Pól-
landi, sem fóru fram á sunnu-
daginn, urðú friðsamlegri en
við vax búizt, enda hafði ver-
ið boðið út 300 þús. manna
herliði til að halda uppi röð
og reglu. Samkvæmí þeim at-
kvæðatölum, sem hafa verið
birtar, hafa stjörnarflokk-
arnir unnið sigur, en Mikol-
ajczyk telur kosningarnar
hafa verið ólögmætar og
krefst þess, að hæsitiréttur
Póllands ógildi þay.
Allmargir fréttaritarar er-
lendra blaða fengu að fýlgjast
með kosningunum og munu eng-
ar hömlur hafa verið lagðar á
ferðir þeirra. Frásagnir 'þéirra
liggja enn ekki fyrir, nema að
litlu leyti. Af þeim virðist mega
marka, að kosningarnar hafi
ekki verið leynilegar, a. m. k. á
mörgum kjörstöðum. Kjósend-
um var leyfilegt að sýna kjör-
seðilinn, þegar þeir voru búnir
að kjósa, og gerðu stjórnarsinn-
ar það yfirleitt.
Þær tölur, sem hafa verið birt-
ar um úrslitin, virtust sýna ótví-
rætt, að stjórnarsinnar haf).
fengið meirihluta. Heildartölur
verða hins vegar ekki birtar
fyrr en 31. þ. rri,
Mikolajczyk 'hefir ákveðið að
kæra kosningarnar og krefjast
\>ess, að hæstiréttur ógildi þær.
Auk þess ofbeldis, sen* hann tel-
ur flokk sinn hafa verið béittan,
færlr hann það fram, að flokk-
urinn hafi hvorki fengið að hafa
fulltrúa á kjörstöðunum né við
talninguna, en kjörstjórnirn-
irnar séu eingöngu skipaðar
stjórnarsjnnum.
Seinustu dagana fyrir kosn-
inguna lögðu stjórnarsinnar
(Framhald á 4. síðu)
ERLENDAR FRETTIR
Grískt farþegaskip rakst síð-
astl. sunnudag á tuhdurdufl 15
mílur frá Aþenu og sökk að
skíammríi stundu liðinni. Með
skipinu voru 612 manns og var
aðeins 226 bjargað. Flestir far-
þegarnir voru konur og börn.
Tsaldaris, forsætisráðherra
Grikkja hefir beðist lausnar
vegna ágreinings, sem hefir risið
í stuðningsliði hans. Nokkrir
smáflokkar hægri manna, sem
studdu hann, hafa neitað hon-
um um stuðning og miðflokk-
arnir nejta að ræða um stjórn
undir forustu hans.
Nenni, utanríkisráðherra ítala
og foringi ítalskra jafnaðar-
manna, hefir fengið lausn frá
ráðherrastörfum. Er þetta vegna
klofnings í flokki hans. Flokk-
urinn klofnaði vegna samvinn-
unnar við kommúnista.
a' Frakkar hafa nú óvenjulega
mikla þörf fyrir sterka og sam-
stilta ríkisstjórn. Dýrtíö óx þar
með risaskrifum seinustu mán-
uði nýliðins árs. Á fyrsta hluta
ársins var fallizt á allverulegar
kauphækkanir og létu afleið-
ingarnar ekki bíða eftir sér. Frá
því í júlí og fram í október
hækkaði dýrtíðarvísitalan úr
577 stigum í 858 stig ög hefir
þó hækkað stórlega síðan. Hin
stóraukna dýrtíð hefir gert
kauphækkanir þær, sem verka-
menn fengu fyrr á árinu, alger-
lega ófullnægjandi og lágu þvi
fyrir um áramótin kröfur frá
samtökum þeirra um 30% kaup-
hækkun.
Horfurnar með ríkisbúskapinn
eru ekki heldur neitt glæsilegar.
Á þessu ári eru útgjöld ríkisins
áætluð 655 miljarðar franka, en
tekjurnar ekki nema *500 milj-
arðar. »Rekstrarhallinn er því
ekkert smáræði. Af ríkisútgjöld-
unum fara 100 miljarðar til
landbúnaðarins, einkum til nið-
urgreiðslu á útsöluverði, og hef-
ir komið til mála að fella þau
niður. Afleiðing þess yrði hins
vegar stórhækkað útsöluverð
landbúnaðarvara, er myndi gera
dýrtíðina óviðráðanlega.
Bráðabirgðastjórn Blums, sem
farið hefir með völd seinustu
fimm vikurnar hefir orðið tals-
vert ágengt í þessum málum.
Hún fékk verkamannasamtökin
til að fresta kaupkröfum sín-
um. Jafnframt fyrirskipaði hún
5% lækkun alls verðlags í
landinu og gekk sú ráðstöfun
í gildi 2. þ. m. Jafnframt var
ákveðið að verðlagið skyldi enn
lækka um 5% i byrjun marz-
mánaðar. Meðal almennings
hafa þessar ráðstafanir mælzt
allvel fyrir, en þó er talið, að
þær munu ekki koma að tilætl-
uðum notum, nema komið veröi
í veg fyrir „svörtu verzlunina,"
sem fer ört vaxandi, því að hörg-
ull er á mörgum vörum.
Takist ekki þeirri stjórn, sem
nú tekur við, að halda áfram
þessu starfi Blumstjórnarinnar,
virðist ekki annað en algert
fjármálaöngþveiti og fall frank-
ans framundan. Afleiðing þess
gæti orðið stóraukið fylgi
hægri flokkanna, sem hafa
verið og eru enn í stjórnarand-
stöðu, og telja ýmsir að óttinn
við það kunni að gera kommún-
ista gætnari en ella.
Það þykir augljóst, að Frakk-
ar muni ekki af eigin ramleik
geta rétt við aftur, nema þá á
löngum tíma. Stóraukin fjár-
hagsleg aðstoð Bandaríkja-
manna og Breta sé þeim því
nauðsynleg. Verði þeim neitað
um þessa aðstoð, muni það verða
vatn á myllu kommúnista.
Það kom á óvænt, að Auriol
skyldi fela Ramadier stjórnar-
myndun, þar sem hann hefir
ekki verið talinn til aðalleiötoga
jafnaðarmannaflokksins. En
Auriol mun hafa talíð hann lík-
legri til að sameina menn um
forustu sína en bæði formann
og ritara flokksins. Ramadier
nýtur góðs álits meðal komm-
únista, því að hann var einn
þeirra þingmanna, er beittu sér
Jafnvel steinarnir tala
»wy*Wí»j s
Þjóðminjasafn Dana stendur fyrir miklum fornleifagreftri við Slagelse á Jótlandi. Hefir þar fundizt margt mark-
verðra minja frá löngu Iiðnum tímum. Má raunar segja, að þarna gefi innsýn í tíndan heim og gleymdan.
Allt, sem þarna gerist, er kvikmyndað. — Á þessari mynd sjást myndatökumaðurinn Preben Frank lengst til
vinstri, dr. Glob, sem stjórnar rannsóknunum, í miðjunni, og aðstoðarmaður hans, Andersen.
Bátar lenda í hrakningum
í Faxaflóa
Altfait frá Akranesi velktist í heilan sólarhring
Á laugardaginn gerði hvassviðri mikið af suðaustri. Voru flest-
allir bátar frá verstöðvum við Faxafióa á sjó, er veðrið skall á.
Bátarnir komust þó allir heilu og höldnu að landi, flestir hjálp-
arlaust. Tveir báéar þurftu á aðstoð að balda vegna vélarbilunar.
Voru það Aldan frá Akranesi og Þorsteinn frá Dalvík.
Vél v.b. Öldunnar frá Akra-
nesi bilaði er báturinn var að
kbma úr róðri. Var hann stadd-
ur 30 mílur undan Akranesi, er
hann bað um aðstoð. Fór vél-
váturinn Aðalbjörg þá strax af
stað til hjálpar Öldunni og náði
henni loks, er hún hafði rekið
undan veðrinu alla leið upp
undir Skógarnes í Hnappadals-
sýslu. .
Tókst skipverjum á Aðal-
björgu að koma taugum yfir í
Öldiina. Var því næst haldið af
stað með hinn vélvana iDát í
eftirdragi, en sökum storms og
sjógangs sóttist ferðin seint.
Voru bátarnir að velkjast í fló-
Bátur sekkur við
b Akranes
Er bátar á Akranesi voru að
koma úr róðri á föstudaginn
var, strandaði v.b. Víkingur á
Sölvaskeri við Akranes og sökk
skömmu seinna.
Á bátnum voru fimm menn og
björguðust þeir allir heilu og
höldnu í land. Logn var, og gott
veður. Skipverjar yfirgáfu bát-
inn því ekki fyrr en þeim barst
hjálp úr landi. Um miðnætti
nóttina eftir féll báturinn út af
skerinu og sökk. Víkingur var
góður bátur, 29 lestir að stærð,
eign Haraldar Böðvarssonar,
kaupmanns og útgerðarmanns
á Akranesi.
Skipstjórinn á Víking var ný-
búinn að taka við bátnum, og
var þetta fyrsta vertíðin, sem
hann rær frá Akranesi. Hefir
ókunnleiki, því ef til vill valdið
einhverju um slysið.
anum í meira en sólarhring og
miðaði lítið áfram.
Á sunnudagskvöldið var vél-
skipiö Fanney sent þeim til að-
stoðar og fór hún* á móts við
bátana. Voru þeir þá komnir
það nærri landi, að sjór var far-
inn að smækka, til stórra muna,
svo að úr því þurftu
þeir ekki á hjálp að halda.
Komu allir þrír bátarnir heilu
og höldnu til Reykjavíkur um
kl. 3 i fyrrinótt. Urðu þeir að
í'ara til Reykjavíkur, því ó-
lendandi var á Akranesi vegna
sjógangs.
Fanney dregur Þorstein
til Reykjavíkur.
Á sunnudaginn um hádegi fór
vélskipið Fanney til Sandgerðis
til að aðstoða bát, sem var þar
með bilaða vél. Var það vélbát-
urinn Þorsteinn frá Dálvík. Var
ekki talið þorandi að láta bát-
inn liggja þar við bryggju með
bilaða vél vegna veðurofsans.
Kom Fanney með bátinn til
Reykjavíkur um kl. 8 á sunnu-
dagskvöldið. Skömmu seinna fór
Fanney aftur frá Reykjavík til
móts við Aðalbjörgu og Ölduna,
sem fyrr segir.
gegn því 1939, að kommúnista-
flokkurinn yrði bannaður. Hann
hefir einnig tiltrú kaþólska
framsóknarflokksins og var ráð-
herra í einni stjórn de Gaulle.
Hann er lögfræðingur að
menntun.
Slys í Borgarnesi
Fyrra sunnudag vildi það slys
til í Borgarnesi, að stúlka gekk
út af háum vegkanti og meidd-
ist mikið. Hún er dóttir Andrés-
ar GuSmundssonar bónda að
Saurum í Helgasveit.
Stúlkan var að fara heim til
sín um miðnættí, er slysið'vildi
til. Var búið að slökkva götu-
ljósin. Á leið hennar var krókur
á veginum, þar sem vegurinn er
upphlaðinn og meira en mann-
hæðar hár. Féll hún þar út af
veginum,-' og hraRaði niður í
grjótruðning. Meiddist hún mik-
Embættnm ráðstafað
. Gunnlaugi Kristmundssyni
sandgræðslustjóra hefir verið
veitt lausn frá störfum frá 1.
april næstkomandi. Hefir hann
gegnt starfi sandgræðslustjóra
frá því það embætti var stofnað
og unnið af atorku og samvizku-
semi að því að græða sár lands-
ins. v .
Runólfur Sveinsson skóla-
stjóri á Hvanneyri hefir verið
skipaður sandgræ'ðslustjóri í
stað Gunnlaugs og jafnframt
veitt lausn frá skólastjórastarf-
inu.
Við skólastiórastarfinu á
Hvanneyri tekur Guðmundur
Jónsson frá Torfalæk, sem lengi
hefir verið kennari við Hvann-
eyrarskólann.
13. bla«
Bát rekur á land
í Keflavík
Var dreginn á flot með
l»ifreiðum
í otviðrinu um helgina rak
bátinn Víði úr Garði á land í
Keflavik. Hafði hann slitnað frá
hafnargarðinum.
Hafnarskilyrði eru ekki góð í
Keflavík, eins og kunnugt er. Ef
f itthvað er að veðri geta bátarn-
ir ekki legið við stjóra úti á
höfninni, heldur verða þeir að
vera bundnir við bryggju.,
Víðir var bundinn við bryggj-
una, en slitnaði frá og tók að
reka upp. Skipverj.ar voru um
borð og settu vél bátsins í gang,
en kaðall flæktist í skrúfuna og
stöðvaði hana. Rak bátinn því
upp í fjöru, án þess að hægt væri
við því að gera.
Þejar í stað var hafizt handa
um björgun bátsins, og tókst
von bráðar að ná honum aftur á
flot, og reyndist hann lítið
skemmdur. »
Til að ná bátnum út voru
meðal annars notaðar bifreiðar,
sem voru á hafskipabryggjunni.
Víðir verður settur til viðgerð-
ar næstu daga.
Afli hefir verið rír í Keflavík,
það sem af er vertíð. — Bátar
hafa aflað 5—13 skippund i
róðri. ié
Maður deyr í bílslysi
Á laugardaginn vildi það slys
til, að opin brunabifreið, sem
var á leiðinni til Akureyrar rann
út af veginum við Laxá, skámmt
frá Blönduósi, með þeim afleið-
ingum að annar maðurinn, sem
í bifreiðinni var, beið bana. Hét
hann Jón Rósmundsson til heim
ilis í Hafnarfirði. Var hann 36
ára að aldri og lætur eftir sig
konu og tvö börn. Var hann að
fara með bifreiðina norður á
Akureyri. Hinn manninn, sem
i bifreiðinni var sakaði ekki.
Orsök slysins var sú, að slanga
á öðru framhjóli sprakk. .
Verða fjósmæður eina stéttin,
sem ekki fær launabætur?
Frv. iuii launakjör ljósmæðra lagt fyrir Al[».
Þegar nýju launalögin voru sett, var einni stéttinni, ljósmæðr-
unum, alveg gleymt. Reynt var að bæta úr þessu á seinasta þingi,
en áhuginn var ekki meiri en svo, að frv. dagaði uppi. Nú hefir
það verið lagt fram aftur, og hefir gengið gegnum aðra þing-
deildina.
Aðalefni frv. er á þessa leið:
Laun skipaðra ljósmæðra í
kaupstöðum skulu greidd mán-
aðarlega úr bæjarsjóði, og fer
um upphæð þeirra eftir því,
sem bæjarstjórn ákveður í sam-
ræmi við launakjör annarra
starfsmanna kaupstaðarins.
Laun skipaðjra ljósmæðra. í
umdæmum utan kaupstaða skal
greiða að einum þriðja hluta
úr sýslusjóði og að tveim þriðju
hlutum úr ríkissjóði.
Launin skal greiða á mann-
talsþingi, og miðast upphæð
þeirra við manntal umdæmis
við síðustu áramót þannig:
1. í þrémur umdæmum, "þar
sem fólkstal er 300 eða minna,
skulu árslaun vera 500 krónur.
ið, fékk snert af heilahristingi
og kjálkabrotnaði. Stúlkunni
leið vel eftir atvikum, er frétt-
arritari Tímans í Borgarnesi
átti tal við blaðið í gær.
2. I umdæmum, sem hafa
fleiri en 300 manna, skulu árs-
launin vera 500 að viðbættum
16 krónum fyrir hverja fulla
fimm tugi manna, sem fram
yfir eru 300.
3. í umdæmum, þar sem eru
tvær eða fleiri skipaðar ljós-
mæður, skal deila íbúatölu jafnt
á milli þeirra og því næst reikna
þeim laun á sama hátt og öðr-
um skipuðum ljósmæðrum, þó
aldrei yfir 1600 krónur í byrj-
unarlaun.
Launin skulu hækka eftir 5
ár um 85 kr. og eftir önnur 5
ár um 85 kr.
Ef tveimur eða fleiri ljósmóð-
urumdæmum er steypt saman í
eitt umdæmi fyrir það, að sýnt
þykir, áð umdæmin fást ekki
skipuð hvort í sínu lagi-, er ráð-
herra heimilt að ákveða ljós-
móður hins nýja umdæmis laun,
er nema mega allt að saman-
(Framhald á 4. siffu)