Tíminn - 21.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.01.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! 4 Munlb að koma í flokksskrifstofuna REYKJAVÍK Skrifstofa Framsóknarfíokksins er Edduhúsinu við Lindargötu 21. JAIV. 1947 L Sími 6066 13. bla» Enn góð síldveiði á Kollafirði Eins og kunnugt er var ráð- gert, að eitthvað af Kollafjarð- arslld yrði flutt norður til Siglu- fjarðar til bræðslu. Af þessu hefir þó ekki orðið enn. En inn- an skamms mun varðskipið Erna leggja af stað norður með síld- arfarm. — Erna tekur 1100 mál. Tíð hefir verið umhleypinga- söm að undanförnu, svo að tor- veldað hefir síldMeiðarnar. í gær var veður hið biíðasta, og fóru tuttugu bátar á veiðar. Munu þeir hafa fengið góðan afla. Tónlistarsýning opnuð í kvöld Tónskáldafélag íslands opnar tónltjtarsýningu í kvöld kl. 8.15 fyrir boðsgesti. Formaður sýn- ingarnefndar Jón Leifs, og för- maður félagsins, dr. Páll ísólfs- son, tala, en menntamálaráð- herra opnar sýninguna með ræðu. Blásið verður í lúðrana frá eiröld. Kl. 10 les Lárus Pálsson „Gleðióðinn" eftir Schiller í þýðingu Matthíasar Jochums- sonar, en lokaþáttur 9. hljóm- kviðu Beethovens verður leikinn á eftir af plötum. Ríkisútvarpið hefir góðfús- lega látið sýningunni í té full- komnustu tæki til útvarps- hljómleika af plötum í salnum, og veröa þar tónleikar daglega framvegis. Á kvöldin koma íslenzkir lista- menn fram. Tvær bækur (Framhald af 2. siðu) ur höfundur verður alltaf að greina glögg skil á aðalpersón- um sínurn^, svo að lesandönn þekki þær og skilji. Höfundur- inn þarf að muna það, að hann er faðir og skapari persónanna, en ekki áhorfandi, sem lætur blekkjast eins og við hin. Gildi þessarar sögu er allmjög undir framhaldinu komið. Ef það efni, sem hér er skilizt við í miðjum klíðum, fær góða af- greiðslu í framhaldi sögunnar, getur hún 1 heild orðið merk'ls- rit, en komi ekkert framhald eða misheppnað, finnst mér fátt um. En sennilega eru það margir fleiri en ég, sem bíða framhaldsins með nokkurri eft- irvæntingu. H. Kr. Laun Ijósraæðra (Framhald af 1. síðu) lögðum launum hinna fyrri um- dæma. Á laun þessi greiðist dýrtíð- aruppbót af aðilum eftir þeim reglum, sem gilda um starfs- menn ríkisins. Skipaðri ljósmóður, sem falið er um stundarsakir að gegna nágrannaumdæmi, ber að greiða fyrir það hálf byrjunarlaun þess umdæmis Ríkissjóður leggur til áhöld í ljósmóðurumdæmið, og ákveð- ur landlæknir í samráði við að- alkennara Ljósmæðraskólans, hver þau skuli vera. Landlæknir skajl í samfáði við aðalkennára Ljósmæðra- skólans semja reglugerð, er ráð- herra staðfestii^ um skyidur ljósmæðra og gjöld fyrir ljós- móðurstörf þau, er þær inna af hendi. Ef sængurkona þiggur af sveit eða er svo fátæk, að hún getur ekki borgað, þá á ljós- móðir heimting á, að sveitar- sjóður greiði henni þóknunina fyrir yfirsetustarfið og nauðsyn- lega aðhjúkrun, og skal ekki telja þau gjöld sem veittan sveitarstyrk. d^œndur! Höfum f/rirliggjandi og útvegum allskonar varahluti í okkar góðkunnu landbúnaðarvélar, svo sem: Drjíttarvélar Plóga Herfi Sláttuvélar Rakstrarvélar Múgavélar Aburðardreifara Skilvindur Strokka og ýmsar fleiri vélar. ATHUGIÐ: Vegna örðugleika um útvegun varahluta er brýn nauðsyn að athuga vélarnar nú þegar og panta varahluti strax, en geyma það ekki til næsta sumars. Samband ísi samvinnufélaga íslenzkar stúlkur, giftar amer- ískum hermönnum, vilja komast heim aftur Sí.jórnarvöldiii ætfn að greiða fyrir þéim og’ veta þeim strax full borgararéttindi íslenzku stúlkurnar, sem gifzt hafa hermönnum á undanförn- um árum og flutt til þeirra í fjarlæg lönd, virðast hafa ærið mis- jafna sögu að segja af hjónabandsgæfu sinni. Margar una hag sínum^ágætlega — aðrar hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum í hinu nýja heimkynni og vilja framar öllu hverfa heim aftur. 362 stúlkur giftust útlendingum hérlendis. Eins og kunnugt er hafa fjöl- margar stúlkur gifzt útlending- um á undanförnum árum og flutzt úr landi. Engar tæmandi skýrslur munu vera til um það, hversu margar þessar stúlkur eru, en þær skipta áreiðanlega mörgum hundruðum. 362 stúlk- ur giftust útlendingum hér- lendis á árunum 1941—1945, þar af 86 Norðmönnum, 86 Englend- ingum og 144 Bandaríkjamönn- um. Þar að auki eru svo þær stúlkur, er farið hafa utan og giftzt þar. Sumar vilja komast heim aftur. Langflestar þessara stúlkna eru nú komnar til hinna nýju heimkynna, sumar fyrir löngu, og munu margar þeirra una hag sínum vel. Þó hefir Tíminn á- reiðanlegar fregnir af því,- að sumar þeirra hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Einkum munu vera talsverð brögð að því meðal þeirra stúlkna, sem gift- ust amerískum hermönnum, og til munu dæmi um það, að þær séu fast að því fangar tengda- foreldra sinna. Þessar stúlkur hafa eðlilega fullan hug á því að komast heim aftur, og. í sumum tilfellum mundu þær gjarna vilja flytja hingað með menn sína, ef þeir fengju hér landvistarleyfi og atvinnu. Aðstoð stjórnarvaldanna. Er þess að vænta, að íslenzk stjórnarvöld stuðli að því, að íslenzkar stúlkur, sem gifzt hafa útlendingum og þar með -misst borgararétt sinn hér, geti horfið heim, ef þær óska þess, og feng- ið aftur full réttindi hér. Ilinar tíðu útlendingagiftingar stríðs- áranna voru mikil blóðtaka fyr- ir íslenzku þjóðina. Hver endur- heimt stúlka væri ofurlitlar sárabætur. Kosningar i Póllandi (Framhald af 1. síðu) meginkapp á þanh áróður, að Mikolajczyk væri í sambandi við Breta og Bandaríkjamenn, er vildu taka aftur af Pólverjum þýzku héruðin, er þeir hafa fengið til endurgjalds fyrir pólsku héruðin, er Rússar tóku. Þessi áróður er talinn hafa bor- ið talsverðan árangur. Laiulliclgi íslauds (Framhald af 2. siðu) hægt að segja upp óhentugum og ranglátum samningi og leita lagfæringar. Hér má ennfremur á það líta, að fiskiveiðar eru nú stundaðr ar svo, að það er hin versta rányrkja og gengur á fiski- stofnana. Það er þvi hagsmuna- mál allra þjóða að friða að nokkru uppeldis- og hrygning- arstöðvar nytjafiska sinna. Þetta er mönnum að verða ljóst. Þvi er friðun Faxaflóa komin svo vel á veg, sem raun ber vitni. En það eru einmitt líkur til þess, að þetta gæti orð- ið til þess, að nokkur lagfæring fengist á landhelgismálum ís- lands. Þessi grein er ekki skrifuð til þess að spá neinu um það, hvað kunni að fást fram til lagfær- ingar á landhelginni. Hún er skrifuð til að vekja athygli á merkilegu riti um málið, og til að knýja menn til að hugsa um þessi efni, sem framtíð fslands á svo mikið undir. Matthías Þórðarson hefir unnið gott verk með því að skrifa þetta rit. Þar er saman kominn fróðleikur, sem hver sá ■er hugsar um íslenzk réttindi og framtíð íslenzkra atvinnu- vega, ætti að kynna sér. Svo mikiff getum viff fullyrt, aff núverandi landhelgisákvörff- un er ekki réttlát og illa til kom- in, og þaff er mikil nauffsyn ís- lendingum og sennilega öllum öðrum fyrir beztu, aff landhelgi íslands verði rýmkuff aff mun ÚTBREIÐIÐ TÍMANN (jatnla Síc TÖFRATÓMR. (Music for Millions). Skemmtileg og hrífándi mú- slkmynd, tekin af Metro Oold- wyn Mayer. June Ailyson, Margaret O’Brien. og píanósnillingurinn Jose Iturbi. Sýnd kl. 6 og 9. — Hækkað verð — Htjja Síi (við Shúlaqötu) TAIJGAÁFALL (,,Shock“) Sérkeiínileg og tilkomumikil mynd. • Aðalhlutverk: Vincent Price, Lynn Bari. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjatnatkíó Glötuð helgi. (The Lost Weeknd) Stórfengleg mynd frá Para- mount um baráttu drykkju- manns. Ray Milland, Jane Wyman. Bönnuð yngri en 14 ára. Sýning kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. ♦ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ég man jbd tíð — gamanleikur eftir EUGENE O’NEILL. Sviiii»*> n miðvikmlag kl. 20. Aðgöngumiðasala 1 Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pönt- unum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4. --—-------------— - jakkafOt á drengi frá 8—16 ára fyrir- liggjandi úr enskum efnum. Sendum í póstkröfu um allt land. Vesturg. 12. Simi 3570. Lgv. 18. Jarffarför mannsins míns, föffur okkar og tengdaföður, Aðalsteius Kristiussonar, fyrv. framkvæmdastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaglnn 23. þ. m. Athöfnin hefst meff húskveðju á heimill hans, Fjölnisvegi 11, kl. 1 e. h. Kirkjuathöfninni verður útvarpaff. Lára Pálmadóttir Halla Affalsteins Heiffa Affalsteins Karl Stefánsson. CIIEMIA- DESINFECTOR er vellyktandi, sótthreinsandi vökvi, nauðsynlegur ó hverju heimlli til sótthreinsunar á munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmslofti o. s. frv. — Fæst í lyfjabúðum og flestum verzlunum. rnznm HVAÐ ER MALTKO? Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skllum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tllmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnfratm að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- NáUpottar, Vatiisfötur, Vaskaföt, Skálar, Mál. NORA-MAGASfN. SKÁPAR í baffherbergi. NORA MAGASÍN albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeir borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.