Tíminn - 21.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1947, Blaðsíða 3
13. blað TtflHINftí, þriðjjadaginn 21. jjanuar 1947 3 D AlVARMlNNliNG: Guttormur Brynjólfsson bóndi, Ási í Fellum. Fá sorgartíðindi munu hafa snortið menn dýpra en þau, er gerðust í Ási á Fljótsdalshéraði síðari hluta dags 8. nóvember s.l., er bóndinn þar Guttormur Brynjólfsson og 3 smástúlkur, 2 dætur hans og ein bróðurdótt- ir biðu bana á hinn hörmuleg- asta hátt rétt við túnfótinn. •— Við íslendingar erum því eigi óvanir að mannfrek slys gerist með þjóð okkar. Hinar tryiltu hamfarir er oft hlaupa í nátt- úruöflin hér, láta stundum skammt stórra höggva á milli í hinn fámenna hóp þjóðarinnar. Og þó slík slys skilji ætíð eftir djúp sár og sorgir, þá verður okkur þó léttara þann harm að bera vegna þess, að í slíkum ógnum náttúruaflanna má á- vallt búast við að slys beri að höndum. En þegar þau sorgartíðindi berast úr friðsælli sveit á kyrr- um og blíðum haustdegi, að bóndi sem er að smala hjörð sinni heim úr haga, og 3 litlar stúlkur, sem hlaupa fagnandi í móti honum, er þær sjá hann kominn heim undir túnið, finn- ist öll æðaslagi síðar dáin af slysförum fáa faðma frá bæn- um, þá er þar um að ræða slys, sem allt í senn er svo átakan- legt, óvænt og óskiljanlegt, að sá harmur, er því fylgir, hlýtur að nísta dýpra og -sárar en flest annað. — Við Guttormur Brynjólfsson vorum skólabræður i Alþýðu- skólanum á Eiðum einn vetur. Síðan eru liðin mörg og löng ár. Og þó fundum okkar hafi sjald- an borið saman á þeim árum, hefir Guttormur samt alltaf ver- ið mér minnisstæður frá skóla- samverunni. Guttormur Brynjólfsson -var einn hinn ljúfasti og prúðasti maður, er ég hefi verið með. Hann var ætíð glaður og hlýr í viðmóti við hvern sem var, og hvenær sem var. — Hann stund- aði nám sitt af sannri kost- gæfni og samviskusemi. Og öll hans framkoma einkenndist af þeirri drenglund og prúð- mennsku, er fegurst skart má telja á hverjum manni. — Þess vegna gerði hann aldrei „has- ar“, eða lenti „í brösum" viö skólafélaga sína, eins og það er stundum ‘kallað á máli skóla- pilta. Og þess vegna eignaðist hann traust og vináttu okkar allra, bæði kennara sinna og skólasystkina. Þannig var Guttormur sem ungur piltur í skóla, og þannig veit ég að fiann hefir alltaf ver- ið. Eftir að Guttormur hafði lokið námi í Eiðaskóla hóf hann búskap á föðurleyfð sinni, Ási í Fellum, og kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðríði Ólafsdóttur frá Skeggjastöðum í sömu sveit. Ég hefi aldrei komið að Ási og þekki því ekki búskap eða heim- ilislíf Guttorms af eigin sjón. En ég veit samt að þar hefir ríkt farsæld og friður. Ég veit, að af hinni sömu skyldurækni og samviskusemi, sem hann stundaði nám sitt á Eiðum, hefir hann innt af iiönd- um öll sin heimilis- og lífsstörf. Og ég veit einnig, að sú prúða ljúfmennska er svo mjög ein- kenndi hann í skóla, hefir ekki síður mótað framkomu hans á heimilinu í samlífinu við eigin- konu, börn og aðra ástvini og heimamenn. Þess vegna mundi fráfall hans alltaf hafa verið sárt harm- að af ástvinum og kunningjum, og það eins þó það hefði að- borið með öðrum og miður á- takanlegri hætti. Kvöldið sem Guttormur Brynjólfsson og litlu stúlkurnar þrjár fórust, var eitt hið feg- ursta haustkvöld er sést getur hér á Austurlandi. Það var stafalogn og hlýindi, og í blá- tærri heiðríkju skein fullur máninn og varpaði birtu og ljóma yfir fjörðu og fjöll. Að- eins á vesturloftinu lágu gull- roðin ský er boðuðu mildi og frið komandi nætur. Mér finnst táknrænt fyrir líf og lyndiseinkunnir þessa skóla- bróður míns, að þannig skyldi hans hinzta ja'rðvistarkvöld verða. Og ég veit, að í glitskrúði gullroðinna skýja hefir hann ásamt sínum iitlu dætrum og frænku, svifið það kvöld upp til æðri heima, — upp til Guðs hins eilífa friðar. Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum. Þá er nú klæðnaður þessarar persónu, sem heitir, Horfnir góðhestar, er hann að yfirbragði og innræti samboðinn? Svo maður haldi líkingunni. Þetta er dýrðardúkur, vel sniðinn og saumaður, dún- mjúkt og niðsterkt íslenzkt mál. Ég tek engin dæmi þessa. Það gæti gert ritgerð mína skjótt-1 ari en ég kæri mig um að hún verði. En mig langar til að ^ smeygja hér inn setningu úr Mannasiðum Jón Jakobssonar: „Fögur hönd ljókkar við lit- prýði hringa“. Mér finnst bók Ásgeirs heldur mikið skreytt á sumum stöðum og þótt ég þori ekki að láta endurprenta innan 1 um minn stíl það, sem mér finnst hæfilegt sýnishorn af { snilld hans, finn ég ekki, áð honum hafi tekizt svo upp sem hann er maður til, þegar hann fer að gera Hlíðar-Skjóna upp orðin í kappreiðinni móti Blakk. Skyldi annars Ásgeir eða nokkur annar geta fundið til á svipaðan hátt og sigraður fjör- hestur? Mér detta í hug afdankaðir pólitíkusar, en það er þó allri heimsku fjarstæðara. Þá skortir allan hreinleik og drengskap í leik þótt nóg sé illvígnin, svo ekki er þangað að leita. Ég hefi nú að nokkru lokið því, sem mig langaði sárast til að segja. Eftir er þó enn það, sem ræð- ur því að ég reyni að láta orð mín koma fyrir fleiri manna sjónir en Ásgeirs eins. Vita nú ekki aðrir um hesta á borð við þá, sem Ásgeir lýsir, eða leiðréttingu við eitthvað af því sem hann flytur? Vaknar nú enginn upp með yngri hendur en uppgjafa bónd- inn frá Gottorp til þess að blað- festa afrek klársins hans pabba síns eða hans afa gamla? Nú er þó sýnt að hrossaskraf getur orðið bókmál og eggja mætti ALICE T. HOBART: Yang og yin kviður og hinar hröðu, lipru hendur hans. Hann hafði engu tapaö f fyrra öryggi sínu. - . | Tiðindin bárust um borgina, og þau bárust um héraðið. Maður- inn Ting hafði verið ristur á hol og saumaður saman aftur, og hann var orðinn albata. Vinur hans hafði sjálfur horft á þetta. Þessar fréttir bárust alla leið inn fyrir múra auðmannabústað- anna, og þau uxu sífellt og urðu mikilfenglegri. Fyrst var útlendi læknirinn talinn töframaður, seinna varð hann helgur maður.1 Loks -varð hann að sjálfum guði læknislistarinnar. Einn og einn hugdjarfur maður, sem kvaldist líkt og Ting Ta Shí Fú, leitaði á nÉ jur Peters og bað hann að skera sig á hol — Kín- j verjarnir virtust vera að fá óbilandi trú á skurðlækningar. Þeir eru í eðli sínu ákaflega raunsæir menn, og þegar þeir höfðu séð . þess órækt vitni, að skurðlækningar gátu komið að haldi, varð gamla hjátrúin og hræðslan við lemstrunina að víkja. Eðli sínu amkvæmt treystu þeir bezt hressilegum læknisaðgerðum, sem gáfu skjótan bata. Og nú fannst þeim engin læknisaðgerð jafn- ast á við skurðaðgerðirnar. Peter gat ekki annað en dáð þol og lífsþrótt hinna smá- vöxnu Kínverja. Meðal þeirra, sem nú leituðu til hans, voru menn með svo hræðileg mein og æxli, að þau drógust við jörðina. Sumir sjúklinganna voru líka að bana komnir áf berklum og krabbanieini. í biðstofunni hans mátti sjá menn með flesta júkdóma Kínaveldis. Sumir blessuðu hann, því að hann lækn- i.ði þá — sumir formæltu honum, því að hann neitaði að reyna við þá læknisdóma. Gæti hann læknað einn, hlaut hann að geta læknað alla, sögðu þeir. Allir sjúkdómar voru eitt og hið sama í augum þeirra. í hinu þrönga hliðarstræti fyrir framan sjúkrahúsið var nú stundum eins mikil þröng og á aðalgötum borgarinnar. Hinir efnameiri menn komu í burðarstólum og sjúkrabörum, og burð- arkarlarnir ruddust miskunnarlaust gegnum þröng vesalinganna, sem dregizt höfðu á fæti að dyrum læknisins. Kaupmennirnir létu ekki heldur standa á sér. Þeir settust að á gangstéttunum með varning sinn, þótt nógu þröngt væri fyrir. Hér var mikil mannaferð og viðskipta von. Stundum tróðu hinir djörfustu sér alla leið inn í biðstofu sjúkrahússins með melónur sínar, ykurstengur og hnetur. Slík var ásóknin í sjúkrahúsinu. Og það, sem meira var: heimili Peters var svipað sett. Sumir komu með smá þakkar- gjafir — kjúkling, fáeinar ferskjur og þvíumlíkt. Aðra langaði til þess að fá að sjá barnið, sem frægt var orðið um alla borgina —f aldrei átti að hafa sést annað eins barn og barn hvíta undra- læknisins. Börn Bergers voru dökkhærð og dökkeyg eins og Kín- verjarnir sjálfir, en Serena, dóttir undralæknisins, var ekki að- eins ljós á hörund, heldur var hárið líka ljóst. Díana vakti yfir barninu eins og dreki. „Láttu þá ekki snerta á henni — í hamingju bænum,“ sagði hún við Peter. „Þú getur leyft þeim að sjá hana gegnum gluggann,“ sagðir Peter. En Díana hristi höfuðið. Hún vildi ekki einu sinni sýna barnið sitt. En frægð Serenu hjaðnaði ekki. Fólk hélt áfram að frægja hana — Wang Ma hrósaði henni hvarvetna þar, sem hún kom, og telpurnar í skóla Díönu töluðu um hana, þegar þær komu heim til sín. Og einn góðan veðurdag gerðust þau tíðindi, að Wú kennari bar fram þá bæn fyrir munn einnar af konum hinnar frægu Tangsættar, að hún mæti koma á heimili læknishjón- anna og sjá barnið. Það var þá barninu að þakka, að Peter og Díana gátu loks notað forsalinn í húsi sínu til þess, sem þau ætluðu hann. Sen S Mó gerði ekki annað í marga daga en að kenna Díönu, hvernig hún ætti að fagna gesti, svo að skammlítið gæti talizt. Hún fræddi hana um, hvernig hún ætti að bjóða gesti sæti, hvernig hún ætti að bera fram teið og þar fram eftir götunum. Burðarstóll kínversku hefðarkonunnar var borinn alla leið upp á dyraþrepið og settur þar niður svo nærri dyrunum, að burðar- stengurnar gengu langt inn í forsalinn. Þetta var gert til þess að hlífa konunni við svo ljótri sýn sem umhverfið var — hún gat stigið út úr burðarstólnum beint inn í húsið. Díana leiddi hana að heiðurssætinu. En það var eins og eld- ingu hefði slegið yfir hana, þegar hún steig aftur á bak að stóln- um hinum megin við borðið, þar sem hún ætlaði sjálf að setj- ast: Henni hafði orðið hrapallega á — hún hafði boðið gest- konunni auvirðilegasta sætið við borðið. Strax 1 upphafi þess- arar fyrstu heimsóknar hafði hún þverbrotið góða siði á hinn cfyrirgefanlegasta hátt. Hún leit snöggt á gest sinn — hver dráttur í andliti hennar var talandi vottur um tign hennar. Þessi kona gat ekki sætt sig við neitt, nema hárrétta fram- komu — það, sem henni hafði sjálfri verið kennt, að væri rétt. Frú Tang myndi aldrei gleyma þessu glappaskoti. En þrátt fyrir það var hún enn jafn vingjarnleg og hún hafði verið. En Díana vissi, að enginn Kínverji lætur það nokkru sinni í ljós með orð- um eöa látbragði, þótt hann telji sér móðgun gerða. Hann leynir því bak við grímu virðuleikans. Hún reyndi í blindni að bæta fyrir brot sitt — valdi nærtæk- .asta ráðið. „Fólk Tang tai tai er ekki mitt fólk, og ég þekki ekki siði þess og venjur. En ef Tang tai tai vill stíga inn í mitt lítil- fjörlega hús, skal ég sýna Tang tai taí, hvernlg mitt fólk tekur á móti gestum.“ Það varð stutt þögn. Hin litlu, gáfulegu augu frú Tang stungu Díönu eins og glóandi nálar. Það var engu lík^ra en hún’horfði gegnum hana. Svo lét hún grímuna falla. „Mér gezt vel að þér,“ sagði hún blátt áfram og óvænt. „Þú læzt ekki búa yfir þeirri KeðjuráFarmall dráttarvélar amband ísl. samvinnufélaga $ Jarðarf ar artilky miing. Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Eyjólfs Kolbetns, fér fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. þ. mán. Athöfnin hefst með húskveðju á Kolbeinsstöðum kl. 1 síðdegis. ÁSTA KOLBEINS OG BÖRN. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför Guðmundar Ólafssonar. HELGA GUÐLAUGSDÓTTIR, börn og tengdabörn hins látna. Tilkynning frá skrifstofu tollstjóra Um afhendingu tryggingarskirteinao.fl Eins og Tryggingastofnun ríkisins hefir þegar auglýst fer afhending tryggingarskírteina og móttaka trygging- ariðgjalda í Reykjavík fram í skrifstofu tollstjóra, Hafn- arstræti 5, og hefst mánudaginn 20. þ. m. kl. 10 f. h. Fullt almennt tryggingaiðgjald fyrir árið 1947 er í Reykjavík, svo sem hér segir: Fyrir kvænta karla ........... kr. 380.00 — ókvænta karla ......... — 340.00 — ógiptar konur ......... — 250.00 Af gjaldi þessu ber mönnum að greiða í janúar: Karlar (kvæntir og ókvæntir) . kr. 170.00 Konur (ógiptar) ........... — 120.00 Auk þess ber mönnum að greiða með janúariðgjaldinu skírteinisgjald, kr. 30.00, sem aðeins skal greitt í eitt skipti, þegar skírteini er fyrst afhent. Reykjavík, 19. jan. 1947. T ollst jóraskrif stof an, Hafnarstræti 5. i dæmið aðra ' menn ef nokkurs staðar væri stælt að hvetja og íslenzkur áhugi er ekki allur kominn í bila og bió. ' Útborpn bóta samkvæmt almannatryggingalögum Næstu daga verða sendar út tilkynningar til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem úrskurðaðar hafa verið bætur. Eru þeir beðnir að vitja bótanna jafnóðum og þeim berast tilkynningarnar. — Um- sóknir öryrkja frá 50—70% um örorkustyrk hafa enn ekki verið úrskurðaðar, né heldur umsóknir um hækkanir lífeyris. Útborgun hefst mánudaginn 20. þessa mánaðar kl. 1 e. h. í afgreiðslu Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Tilkynningar um barnalífeyri og fjölskyldubætur verða sendar út í næstu viku og lífeyririnn greiddur þá. SJúkrasamlag Reykjavikur. VTNNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREH)SLU TÍMAN§

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.