Tíminn - 31.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.01.1947, Blaðsíða 2
2 TlMINN, fftstwdagiiui 31. jamiar 1947 21.~blað Halldór Kristjánsson: Skyldur við menningu og réttlæti Allt breytist Föstudagur 31. jjan. Leiðin út úr verzlun- arógöngunum ÞaÖ er viðurkennd staöreynd, að verzlunin á íslandi er miklu dýrari en hún þarf aö vera. Miklu fleiri menn starfa að henni en nauðsyn krefur. Ef ekki störfuðu fleiri menn að inn- flutningsverzlun kaupmanna en kaupfélaganna, miðað við viðskiptamagnið eitt, myndi starfsmönnum við innflutnings- verzlunina fækka um mörg hundruð. Sá sparnaður gæti komið fram í stórlækkuðu vöru- verði og losaði mikið vinnuafl, sem framleiðslan hefir brýna þörf fyrir. í skjóli hins ríkjandi verzlun- arfyrirkomulags þrifst einnig margvísleg svindlstarfsemi, (fjárflótti, skattsvik o. fl.). Eng- in hætta er á slíku í sambandi við starfrækslu kaupfélaganna. í nefndaráliti hagfræðing- anna, sem stjórnmálaflokkarnir fólu athugun þessara mála, er þéssi skoðun staðfest. Þar segir svo: „Niðurstaðan er sú, að núver- andi skipan innflutningsverzl- unarinnar valdi því, að mjögr erfitt sé að koma með öllu í veg fyrir fjárflótta, skattsvik og verðlagsbrot, auk þess sem dreifing innfluttarar vöru sé ó- eðlilega kostnaðarsöm og bindi of mikinn fólksf jölda og of mik- jð fjármagn fyrir öðrum at- vinnugreinum. Nefndin telur ýmsar ráðstaf- anir koma tii greina til úrbótá. Sökum eðlis samvinnufélag- anna og lagaákvæða þeirra, sem um þau gilda, mun ekki þurfa að óttast tilhneigingu til fjár- flótta, skattsvika eða verðlags- brota af þeirra hálfu, og þar eð þau endurgreiða félögum ágóða í hlutfalli við vörukaup, ætti raunverulegur dreifingarkostn- aður þeirra að geta verið lægri en annarra, ef gera má ráð fyrir sömu hagkvæmni I rekstri. Ein þeirra ráðstafana, er til greina kæmi, væri því sú, að auka hlutdeiid neytendahreyfingar- innar í verzluninni.“ Það er áreiðanlega ekki of- mælt, að þessu öllu athuguðu, að aukin samvinnuverzlun er öruggasta leiðin til úrbóta á verziuninni. Meiri verzlun þeirra myndi ekki auka starfs- mannahald þeirra, svo að neinu næmi, og myndi þess vegna gera þeim kleift að lækka verðlagið stórum frá því, sem nú er. Jafn- framt væri fjárflótti, skattsvik og annað svindl, sem nú við- gengst í verzluninni, úr sög- unni. Því er stundum haldið fram í blekkingaskyni, að verzlun kaupfélaga sé ekkert hagstæð- ari en kaupmanna. Menn gæta þess ekki, að kaupfélögin greiða verulega uppbót við áramót, en það gera kaupmenn ekki, og þó er útsöluverð þeirra oft lægra. Þetta gera þau, þótt óeðlilegar innflutningsreglur hamli vexti þeirra. Ef hlutdeild þeirra i verzluninni ykist, myndu þau geta gert þetta í miklu ríkara mæli. Þeir valdhafar, sem verða hér í framtíðinni, ^þurfa ekki að kvíða því, að ekki sé auðvelt að lækka vöruverðið og bæta verzl- unina. Þar hafa þeir stórkost- lega möguleika til að lækka dýr- tiðína. Slík úrlausn dýrtíðar- málanna getur ekki strandað á öðru en því, að þá vanti sjálfa Misnotuð menningartæki. Kvikmyndasýningar og rekst- ur kvikmyndahúsa hér á landi er ekki í því ástandi, sem við- unandi sé. Hygg ég, að enginn hugsandi miður geti neitað því, að þar sé gagngerðra breytinga þörf. í fyrsta lagi eru kvikmyndir þær, sem sýndar eru alltof lé- legar að menningargildi. Hygg ég að margar þeirra séu gerðar eftir miðlungsskáldsögum og megi því kallast innihaldslaus og ómerkileg dægradvöl. En nokkr- ar, og þær eru talsvert margar, — eru byggðar á ritum, sem eru í neðsta flokki bókmennta, ef nefna skal því nafni. Það er ekki neitt einsdæmi, að íslenzkir menntavinir hafi áhyggjur af kvikmyndasýning- um. Það er svo um mörg lönd og sennilega víðast hvar. Er því haldið fram, að ýmsar þeirra glæði hneigðir áhorfendanna til óknytta og enda beinna glæpa- verka, og þá einkum unglinga,. sem eru í mótun. En það munu flestir fallast á, að ekki séu áhrif sýninganná fyrirbyggð, þó að bannaður sé aðgangur fólki innan 16 ára aldurs, — jafnvel þó að haldið væri. Mér þykir mjög sennilegt, að hinir kvíðvænlega mörgu ó- knyttir og óhæfuverk unglinga hér, virðingarleysi fyrir lögum og rétti og annað þvílíkt, endur- nærist af sýningum sumra kvik- myndanna. Hvort sem gert er mikið eða lítið úr þessu, er ég þó viss um spillandi áhrif kvikmyndanna að öðru leyti. Þær eru inargar meðhaldsmyndir úr lífi eyðslu- stétta, þar sem eins konar ljómi listar og tækni er breiddur yfir óhófsvenjur og eiturnautnir. Ég er viss um, að kvikmyndahúsin verða þannig áhrifamikil út- breiðslutæki fyrir tóbaksnautn og drykkjuskap, en það er al- kunnugt, að það eru einmitt þessar nautnir, sem flesta leiða áleiðis til afbrota og hvers konar auðnuleysis. Hygg ég, að hér sé um að ræða flókna þræði, sem tengja saman afbrotaæsk- una, tóbaksnautn og kvik- myndahúsin. Þó að menn jafnvel hefðu nú hneigð til að gera lítið úr þessu og vildu telja kvikmyndirnar flestar meinlausar, munu þeir þó viðurkenna, að þær séu jafn- framt gagnslausar. og því tví- mælalaust fengur, að þær rýmdu fyrir öðrum betri. Ómerkilegt yfirklór. Því hefir verið haldið fram i blöðum undanfarið, að það væri af gjaldeyrisástæðum, að hér væru sýndar lélegar myndir, því aö gjaldeyrir fengist ekki fyrir betri myndum og dýrari. en heldur finnst mér slíkt léleg ráð- stöfun og væri betra að ílytja inn færri myndir, ef nauðsyn er að spara. Sé ég ekki að kvik- myndahúsin komi skömm sinni a Viðskiþtaráð með slíkum skýr- ingum. Góður ♦ lesandi kaupir heldur fáar bækur góðar en margar vondar, og eins færu kvikmyndahúsin að, ef þau væru fær um að vera menningarleg forsjón fólksins. Ég sé ekki, að það verði tryggt að fluttar verði inn góðar kvik- myndir og þar yfirleitt miðað viljann til að gera það, sem er rétt og sjálfsagt í þéssum efn- um. við hin menningarlegu sjónar- mið, nema útilokuð verði þau viðhorf, sem gróðavon og sam- keppni móta. — Kvikmynda- húsin hafa stundum afsakað myndaval sitt með því, að góð og dýr mynd hafi litla aðsókn hlotið. Sé það satt, er eðlilegt, að innbyrðis samkeppni beini þeim frekar á aðrar leiðir. Svo mikið er víst, að þaö getur verið allt annað að reka kvik- myndahús í gróðaskyni með sem minnstum tilkostnaði en mik- illi aðsókn, eða að hafa á boð- stólum myndir, sem menningar- legur fengur og uppbygging er að. Útvegun á einni hendi. Nú eru það ýmiss konar menn, sem við kvikmyndaframleiðslu og verzlun með þær fást og sum- ir ófyrirleitnir fjárplógsmenn, sem neyða óþverra upp á við- skiptamenn sína. Líkur væru tii að komast mætti að betri kjör- um, ef samið væri í einu lagi fyrir þjóðina. Auk þess er sjálf- sagt að hafa um þetta menn- ingarlega samvinnu . við aðrar þjóðir og mun það vera auðsótt mál, því að þær fást við sama vanda og við. Innflutningur kvikmynda þarf því að vera á einni hendi og miðast við holla gleði og heii- brigöa menningu, en ekki gróða- vonir eingöHgu. Jafnréttiskrafa. Nú eru margar kvikmyndir eftirsóknarverðar, og ætti ein- göngu að sýna slíkar. En að- staða landsmanna til að njóta þeirra er mjög misjöfn. Víða i smáþorpum eru kvikmyndasýn- ingar reknar ábatalaust við fá- tækleg skilyrði. Yfirleitt verða þeir, sem við það búa, að taka við því, sem að þeim er rétt og sjá það og sýna eða ekkert ella. Á sama tíma geta Reykvíkingar valið um þrjú kvikmyndab.ús -hjá sér og tvö í Hafnarfirði. Þessi aðstöðumunur er ekki góður, ' ranglátur mjög og því Það kom mörgum á óvart, að heilsa tannanna batnaði, jafn- hiiða því að dró úr þroska barna og unglinga og ýmisleg vánheilsa af vanfóðrun óx. Tennurnar hljóta .því að gera sérstakar kröfur til fæðis, og þær kröfur hafa verið betur upp- fylltar á hernámsárunum en endranær. Skömmtun og skortur höfðu þau áhrif,-að fæði varð reglu- bundnara og lítið étið milli mála. í Helsingfors er sama reynsla og í Noregi. Heilsufari hnignaði en .minna varð um tannátu. í Kaupmannahöfn, þar sem minni samdráttur varð á mat- vörum til daglegrar neyzlu, hafa tannskemmdir barna minnkað minna en í Noregi. í Svíþjóð, 'þar sem fæði er jafnvel betra en fyrir stríð og verri, sem kvikmyndasýningar verða betri. Ég sé ekki nein úrræði til að jafna þetta og laga nema með því móti, að ríkið komi þar til. Á þeim jöfnuði sé ég ekki aðra framkvæmd tiltækilegri eða réttlátari en þá, aö kvikmynda- rekstur, sem gróði er að, væri látinn létta undir með starf- seminni á fámennari stöðum. Og þá finnst mér, að einfald- ast og heppilegast væri að hafa ríkisrekstur á kvikmyndasýn- ingunum, eins og Hannibal legg- ur til. Sjái aðrir betri leið eða jafngóða, þá segi þeir til. ■ Tvær stefnur. Mér virðist -að í þessu máli séu tvær höfuðstefnur. Önnur er sú að sætta sig við það, sem nú er, láta ráðast nvernig myndir eru fluttar inn og sýnd- ar og una því að einstakir menn raki saman stórfé á því, að sýna í fjölmenni myndir, sem valda mannskemmdum og spillingu, meðan kvikmyndarekstur á fá- mennari stöðum er með ófremd- arbrag fyrir fátæktarsakir. Hin er sú, að stefna markvisst að því, að kvikmyndasýnin£ar verði menningarstarfsemi, sem komi öllum”almenningi sem bezt að notum. Ég tel það skyldu hvers hugs- andi manns, sem vill vel, að taka síðari stefnuna. Því vænti ég, að fáir verði þeir alþingismenn, sem leggja illt til frumvarps Hannibals, án þes að koma með tillögur, sem ná jafnlangt í átt- ina a’ð þvi marki. Það er bent á, að bæjarfélög- in geti tekið kvikmyndarekstur- inn að sér. Það gæti Reykjavík með stórgróða, ef bæjarstjórnin vildi, kaupstaðirnir yfirleitt með einhverjum hagnaði, en smærri sveitarfélög þyrftu flest að gefa með. Og um útvegun myndanna væru bæir og hreppar margir sundraðir aðilar. Þetta er e. t‘. v. góð hugmynd fyrir þröngsýna sérhagsmuna- neýzla sykurs og sætinda hefir aðeins minnkað óverulega, hefir heilsa tannanna minnst batn- að. — í ávarpinu frá félaginu „Tannavernd", segir m. a. svo: „Nú þegar er orðin breyting á mataræði. Margir hafa hætt við lýsið, miklu minna er borðað af síld, grófu brauði og garðávöxt- útn. Mjólkurneyzla virðist líka minnka, einkum á barnaheim- ilum. Sætar kökur útrýma heil- brigðu fæði, og sælgætisvörur koma á markað. Kappsamlega er unnið að því, bæði á vegum þessa félags og af öðrum, að rannsaka hvað hver einstök fæðutegund verki á heilsufar tannanna. En það tekur langán tíma. En þó að langt eigi í land að geta birt vísindalega sundurliðun, vitum við nóg til þess, að geta geflð Mér komu í hug þessi orð: „allt breytist," er ég fyrir fáum dögum las í tveim blöðum bæj- arins athugasemd við bæjar- reikning Reykjavíkur 1945, frá endurskoðanda reikningsins. Athugasemd þessi var miðuð við meira en 20.000 — tuttugu þúsund — krónur, sem eytt hafði verið á einu kvöldi fyrir áfengi í veizlu er borgarstjóri hafði stofnað til. Ég tók þessa fregn fyrst ekki alvarlega. En svo næsta dag kemur svar við athugasemdinni í öðru blaði þar sem ekki er borið á móti að athugasemdin sé rétt en jafn- framt reynt að sanna réttmæti þessarar fjáreyðslu. Þá fór fyrir mér sem Tómasi að verða að trúa þegar ég sá og tók á, þó ég hins vegar ætti erfitt með að sætta mig við, að trúa því, að okkar samvizkusama borgarstjóra hefði hent slíkt glapræði, að eyða þannig af op- inberu fé er honum var trúað fyfir í slíkan ósóma og búið var að sækja niður'í vasa gjald- þegnanna með þeim forsend- um, að fé þetta eigi að nota til nauðsynlegra þarfa bæjarbúa. í þessu sambandi minnist ég sagnar eins fyrrverandi oddvita um athugasemdir sem hann fékk við hreppsreikning sinn 1912— menn stærstu bæjanna, en e'kki aðra. Það sé fjarri mér að halda fram ríkisrekstri, ef ég sé aðrar leiðir, sem reynast muni jafnvel eða betur. En þegar svo stendur á sem hér, að mér virðist hann tryggja allt það, sem mest er kveðinn. En verði mér bent á aðrar leiðir, sem ná jafnvel því menningarlega réttlæti, sem stefna ber að, þá mun ég fella mig við þær. En það er óverjandi að greiða atkvæði gegn frum- varpi Hannibals, án þess að koma með annað jafngott i stað- inn. Óneyddur trúi ég ekki öðru en Alþingi tryggi nú með vitur- legri löggjöf betra kvikmynda- val og jafnari afnot landsfólks- ins af þeim. örugga leiðsögn í réttá átt. Við leggjum áherzlu á það, að verði nú ekki stungíð fótum við, er líklegt að bráðlega verði tannátan orðin jafn útbreidd og algeng og hún var fyrir stríðið. Þá höfum við bersýnilega lítinn vilja á að læra af stórkostleg- ustu fóðrunartilraunum verald- arsögunar. Á grundvelli fyrri reynslu og niðurstöðu stríðsáranna getum við bent á hagnýt ráð um mat- aræði, sem við vitum, að er tönn- unum hollt, og er það raunar í samræmi við það, sem við héld- um fram fyrir stríð. Fæðið verður daglega að inni- halda ríkulegan skerf af málm- efnum og fjörefnum, sem tryggja uppbyggingu og viðhald tannanna. Fæðið þarf að verða tönnum og skoltum viðfangs- efni. Gott fæði er: Mjólk, smjör, ostur. Vel bakað brauð, — ekki minna en sólarhringsgamalt, — og grautur úr grófu mjöli. Jarðepli, rótarávextir, græn- meti, ávextir og ber. Egg, kjöt, einkum innmatur, og blóð. Fiskur, sild, lifur, lýsi, hrogn og svil. Notið sem allra minnst. Sælgæti, síróp, sykur — brauð og graut úr hvítu hveiti og smáu ’13 en þá voru tíundarlögin enn í gildi. Hann hafði þann sið eða ósið að sleppa öllum brotum úr eyri, hvort heldur var undir eða yfir y2 eyri. Þetta tilnefnda ár fær hann svo 4 athugasemdir við sveötarsjóðsreikninginn, hverja upp á 1 eyri. Þannig stóð á tíund þessara manna, að það var eitthvað um- fram y2 eyri, sem endurskoðandi taldi að reikningshaldara hefði borið skylda til þess að færa upphæðina í einn eyri. Reikningshaldari varð svo að greiða þessa fjóra aura frá sér því honum fannst það umsvifa- minna, heldur enn að búa út nýja reikninga upp á einn eyri hvern, því gjöldin voru áður greidd. í annað skipti 1917—18, í fyrra heimsstríðinu var sami oddviti um haustnótt að taka á móti vörum fyrír hrepp sinn úr Goðafoss og koma þeim í hús. Fyrir þetta umstang sitt fær'ði hann á hreppsreikninginn kr. 6 — sex — krónur. Endurskoðandi taldi það gert í heimildarleysi og færði upp- hæðina J*1 baka. Þar sem þetta voru engin eins- dæmi þá sýnir það vel hvernig litið var á að fara ætti með eignir hins opinbera í höndum annarra. Ég held að ekki orki tvímælis að það hljóti að hafa allt annað en góð og göfug áhrif á upp- vaxandi kynslóð, er hún sér og heyrir fyrir sér aö farið er óhóflega og kæruleysislega með annarra £é af þeim, sem hafa það undir höndum, og þeim hefir verið trúað fyrir. Mundi það ekki geta verið, að slíkt deyfði ábyrgðartilfinningu ungmenna og kæmi inn hjá þeim, að bera minni virðingu fyrir eignarrétti annarra. ^ 24./1. 1947. Á. H. S. 27 siiiiiuin iueiru. Svo er sagt, aö Bandaríkja- menn verji 27 sinnum meira fé fyrir tuggugúmmí en bækur. mjöli, — mjög sætt aldinmauk og sætabrauð. Endið hverja máltíð með tannhreinsandi matarbita, gul- r'ót, rófu einhvers konar, epll eða öðrum ávöxtum eða græn- meti.“ Tíminn byggir þessa frásögn á grein, sem birtist í „Nacionen" núna 7. janúar. íslendingar hafa eflaust gaman af að heyra um álit manna á þessum efnum er- lendis. Og sjálfsagt er hægt að læra margt af þessum ráðlegg- ingum, þó að þær séu vitanlega miðaðar við norska staðhætti. Tannskemmdir eru almennár hér og mega teljast plága. Hefir allmjög vei’ið deilt um orsakir þeirra og verður sjálfsagt lengi enn. En hvað sem um það er, þá er reynsla Norðmanna og fleiri þjóða um minnkandi tann- skemmdir á stríðsárunum lær- dómsrík staðreynd. Banvænii* tónleikar. Það hefir verið álitið i nokk- ur ár að tónleikar á vinnustað yllu betri afköstum. Athuganir, sem nú hafa verið gerðar í Sidney leiða í ljós skuggahliðar á þessu, því að það sýnir sig að slys og manntjón vex í tónlist- artímunum. Læknar álíta, að þetta stafi af því, að tónleikarnir geri menn óstyrka og andvaralaus- ari svo að þeir gæti sín síður við reimum og tannhjólum Tannskemmdir vaxa þegar velmegun eykst \ í Noregi er félagsskapur, sem heitir „Tannavernd.“ Nýlega var stjórn hans á fundi og lagði þá fram skýrslu, sem vakið hefir mikla athygli. Tannskemmdir minnkuðu mjög í Noregi á stríðsárunum, en vaxa nú geigvænlega aftur. Á hernámsárun- um var fæði af skornum skammti og fólk léttist og lagði af, en samtímis því minnkuðu tannskemmdir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.