Tíminn - 04.02.1947, Page 4
FRAMSÖKNARMENN!
31. árg.
Munib að koma i flokk^skrifstofuna
REYKJAVtK
Skrifstofa Framsóknarflokksins er
Edduhúsinu v/ð Lindargötu
4. FEBR. 1947
L
Sími 6066
33. blað
Mest framleiddi og mest seldi bíll heimsins. Spar-
neytnasti og ódýrasti bíllinn i rekstri, sökum fjölda-
framleiðslunnar. Vinsælasti og hentugasti bíllinn
fyrir íslenzka staðhætti eftir margra ára reynslu.
» Útvegum Chevrolet vörubíla með stuttum
,fyrirvara gegn gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfi. '
Einkaumbob fyrir Íslaml:
Samband ísl. samvinnufélaga
Aðalfundnr
Blaðamannafélagsins
(Framhald af 1. síðu)
1939, er tíu dönskum blaða-
mönnum var boðið hingað. En
á næstu árum varð slíku ekki
við komiö, sökum styrjaldar-
innar.
Norrœnt blaðamannanámskeið.
Norræna félagið mun á kom-
andi sumri gangast fyrir blaða-
mannanámskeiði hér. Verður
það haldið á þeim tíma, að þeir,
sem það sækja, geti verið á
Snorrahátíðinni.
Þá eru einnig væntanlegir
hingað fulltrúar frá útvarps-
stöðvunum á Norðurlöndum, svo
að hér verður margt erféndra
fréttamanna næsta sumar.
Norrænu blaðamannamóti,
sem til boð'a stóð, að haldið yrði
hér næsta sumar, var hins veg-
ar hafnað, þar eð ekki þóttu
tök á að undirbúa það sem
skyldi. Mun þetta mót því verða
háð í Noregi.
Bœtt starfskilyrði í þi'nghúsinu.
Meðal annarra þeirra sam-
þykkta, sem fundurinn gerði,
var áskorun til alþingis um að
samþykkja þingályktunartillögu
frá Sigurði Bjarnasyni alþingis-
manni um bætt starfsskilyrði
blaðamönnum til handa í þing-
húsinu. En þau eru algerlega
óviðunandi eins og nú er.
\
Stjórnarvöldin og blöötf^.
Eins og kunnugt er hafa blaöa
menn 'kvartað sáran undan því,
að sumir embættismenn ríkis-
ins vildu iðulega leyna blaða-
menn tíðindum, er gerzt hefðu,
stórum og smáum, þótt öllum
öðrum virtist bæði rétt og skylt,
að alþjóð fengi um þau að vita.
Hefir Blaðamannafélagið áður
gert samþykktir um þessa furðu
legu afstöðu.
Nú var samþykkt að skora á
rikisstjórnina að halda hálfs-
mánaðarlega fund með blaða-
mönnum og skýra þeim frá
þeim málum, sem á döfinni væri.
Kvöldvökur Blaðamanna-
félagsins.
Blaðamannafélagið var fyrir
nokkrum árum mjög vinsælt
fyrir kvöldvökur, og hefir oft
verið skorað á það, að taka þær
upp að nýju. Nú hefir verið á-
kveðið að hefja þær að nýju,
og verður fyrsta kvöldvakan í
Sjálfstæðishúsinu annað kvöld.
Kvöldvakan hefst um níu-
leytið með dansi, og leikur
hljómsveit Aage Lorange. Um
klukkan ellefu verður „fyrsta
próförk" af skemmtíatriðum,
og mun Lárus Ingólfsson þá
fara með nýjar blaðamanna-
vísur. Síðan mun hann kynna
Einar Markússon, hinn, vinsæla
píanóleikara, og að leik hans
loknum syngur Birgir Halldórs-
son.
Eftir þessa stuttu. „próförk“
verður dansað til miðnættis, en
þá verður „önnur próförk“ af
skemmtiatriðum. Þá mun Lárus
syngja stjórnarvísur, sem ortar
voru um íielgina. Að því loknu
dansar ungfrú Sigríður Ármann,
og að endingu sýnir töframað-
urinn Baldur Georgs ýmsar list-
ir með blöð og sjónhverfingar.
Eftir þetta verður dansað
fram eftir nóttu.
Skjaldarglíman
(Framhald af 1. síöu) _
er ættaður úr Árnessýslu og er
27 ára gamali. Auk þess sem
hann er dúglegur glímumaður,
glímir hann allra manna feg-
urst. Hann hefir unnið skjald-
ar glímunaV sinnum í röð, þar
til nú er hann tapaði fyrir Sig-
urjóni. Jafnframt því sem hann
hefir unnið skjöldinn hefir hann
jafnan unnið fegurðarglímu-
verðlaunin og gerði það einnig
nú. Hann mun ekki gefast upp,
þó hann tapaði að þessu sinni og
á hann eflaust eftir að sína mik-
il afrek, jafn^ágætur glí«iumað-
ur sem hann er.
Margir góðir glímumenn
Aðrir þátttakendur í glím-
unni voru Sigurður Hallbjörns-
son, 29 ára, Seyðfirðingur að ætt
en er nú orðinn Reykvíkingur.
Hann er duglegur glímumaður,
og var sá eini sem felldi Sigur-
Minningarorð
(Framhald af 3. síðu)
asson. Synirnir eru Árni, fyrr-
um símstjóri, nú bóndi í Nesi,
kvæntur Þórhildi Guðnadóttur
frá Hóli, og Jón Þ. vegaverk-
stjóri og bóndi á Ásmundarstöð-
um, kvæntur Halldóru Björns-
dóttur úr Sveinungavík.
Hildur var mjög fríð kona, ljós
yfirlitum og með mikið, dökkt
hár. Hún var bæði fróð og einn-
ig stálminnug, og hélt öllu sínu
til hinztu stundar, utan heyrn,
er varð dauf er aldur færðist
yfir hana. Það er ekki að á-
stæðulausu, að Sópdyngjuhöf-
undarnir nefna hana „Hildi
hina fróðu“, því hún var sagna-
sjór með afbrigðum, og ekkert
skolMÖist til, er hún nam, þó hún
læsi mikið, en aðallega lagði
hún sig eftir fornum fróðleik og
ættum Þingeyinga. Kunni hún
líka frá mörgu um þá að segja.
Hún var skapsterk kona, en þó
um leið blíðlynd. Föst fyrir um
þær skoðanir, er hún hafði
myndað sér, en ódeilugjörn.
Hafði gaman af léttri fyndni
og vildi hafa kátt í kringum
sig, en allra helzt einhverja,
sem hún annaðhvort gat miðlað j-
fróðleik eða numið eitthvað af.
Mun ég, og eflaust margir
fleiri, aldrei gleyma þeim stund-
um, er hún frsqddi mig. Þó mun
sterkust myndin af henni, er
hún sat við dúnhreinsunarhell-
una og sagði okkur börnunum
sögur. Þar var eins og horfið
væri aftur í aldir og tíminn
stæði kyrr, enda gátum við set-
ið, og sátum, þótt úti væri sól-
skin og bezta veður. Það verð-
ur mynd, er aldrei 4iverfur, að
ég hygg, þeim er naut. v
Þann 3. júní verður hún lögð
til hvílu við hlið Jóns bópda
síns í gamla kirkjugarðinum á
Ásmundarstöðum, en þar bíður
grafreitur hennar. Verður það
seinasta athöfn á J»eim gamla
kirkjustað, því kirkjan er flutí
til Raufarhafnar, og nýr graf-
reitur settur þar.
Hún hafði sínar ákveðnu
skoðanir um framhaldslífið, og
veit ég að þær hafa rætzt.
Þeim er gott að hverfa heim, er
vel hefir lifað langan dag.
Z. P.
jón. Kristján Sigurðsson og
Sveinn Þorvaldsson eru báðir
Rangæingar að ætt. Einar og
Sigfús Ingimundarsynir, eru
báðimaustan úr Flóa og þykja
efnilegir glímúmenn. Þeir eru
báðir um tvítugt. Margir voru
búnir að spá því að Einar myndi
vinna önnur eða þriðju verðlaun
í glímunni 'og flestir höfðu spáð
sigri Guðmundar Ágústssonar.
Þrír bræður frá Vaðnesi í
Grímsnesi tóku þátt í glímunni.
Heita þeir Gunnlaugur, Sigur-
jón og Sigurður Ingasynir, synir
Inga Gunnlaugssonar bónda að
Vaðnesi. Þeir eru á aldrinum 19
til 25 ára. Gunnlaugur varð
annar í skjaldárglimunni og
urðu þeir Sigurjón og hann að
kTeppa til úr.?Uta, þar sem báðir
höfðu 7 vinninga. Guðmundur
hlaut 6 vinninga.
Allir þeir, sem nú hafa veriö
taldir eru Sunnlendingar, en
einn Norðlendingur tók þátt í
glímunni. Var það Guðmundur
Þorvaldsson.
Önnur úrslit.
Úrslit glímunnar urðu annars
þessi: Fjórði og fimmti urðu
Sigurður Hallbjörnsson, Ár-.
manni og Kristján Sigurðsson,
Ármanni, með 4 vinninga. Sjötti
til sjöundi varð Einar Ingimund-
arson, Ármanni og Guðmundur
Þorvaldsson, Ármannj., með 3
vinninga. Áttundi varð Sigurður
Ingason, Ármanni með 2 vinn-
inga og níundi varð Sveinn Þor-
valdsson, Ármanni, með engan
vinning.
Mig vantar
rauðan fola
veturgamlan, mark: Bildur aft-
an hægra.
Guðnt. Þorláksson,
Seljabrekku.
(Sími um Brúarland).
Boð.skapur
iiájttiíriilækitiiigaiina
(Framhald af 3. síðu)
íólkiö okkar sem varla bragðaði
jurtafæðu á æskúárum og aldrei
grænmeti, en llfði þó í 80—90 ár
eða jaínvel lengur við ágæta
heilsu. Ég lasta ekki grænmeti
og jurtafæðu, — því fer fjarri,
— en þetta gamla, góða fólk,
sannaði það, að kjöt, fiskur og
mjólk gat nært íslenzkt fólk,
svo að það fengi góða heilsu
og hreysti. Og við höfum ekk-
ert gott af að gleyma okkar
eigin lífsreynslu.
En þrátt fyrir þetta ættu
menn að kynna sér boðskap
Náttúrulækningafélagsins. Sumt
sem slæðist þar með er raunar
vafasamt, en ég held að kjarn-
únn í kenningu þess sé réttur
og hollur og við ættum að færa
hann okkur í nyt.
E. t. v. ér saman við þeta dá-
lítið af öfgum, sem ekki hafa
gildi nema fyrir hina frelsuðu.
En látum það vera. Eftir er
kjarninn, þau lífssannindi, að
heilbrigt líf og lífsvenjur um
mat, drykk og störf, er upp-
spretta hreysti og sannrar lífs-
hamingju, en okkar menning
með vélrænu verksmiðjufæði
og eiturnautnum gengur á glap-
stigum.
Þess vegna fagna ég Heilsu-
vernd náttúrulækningafélags-
ins.
H. Kr.
Erleiit yfirllt
(Framhald af 1. síðu)
þótt stríðið vær löngu búið.
Svalbarðakröfur Rússa kunni því
að vera eins konar mótleikur.
Blaðið heldur því fram, að Danir
og N<)rðmenn eigi ekki að gera
neina séiisamninga við stórveld-
in um þessi mál, heldur eigi
þeir að visa þekn til sameinuðu
þjóðanna, ef umrædd stórveldi
haldi kröfum sínum til streitu.
Það er annars deilumál, sem
hægt væri að þrefa um óend-
anlega, hvort kröfur Bandaríkj-
anna um stöðvar á íslandi og
Grænlandi stafi af Svalbarða-
kröfum Rússa eða að kröfur
Rússa stafi af kröfum Banda-
ríkjanna. Það rétta er, að bæði
þessi stórveldi tortryggja hvort
annað og kröfur þeirra orsakast
af því. Bæöi vilja þau treysta
sem bezt itök sín á norður-
skaútssvæðinu, því að þar myndi
sennilega verða einkum barizt,
ef til styrjaldar kæmi milli
þeirr?..
Það er áreiðanlega mikið
hagsmunamál íslands, að hvorki
Rússland né Bandaríkin fái
kröfum sínum framgengt á
Svalbarða eða Grænlandi.
Fengju Rússar t. d. stöðvar á
Svalbarða myij>tíu koma í kjöl-
far þess nýjar kröfur frá Banda-
ríkjamönnum '&m stöðvar á ís-
landi. Fengju Bandaríkin hins
vegar stöðvar á Grænlandi, yrði
erfitt að standa gegn kröfum
Rússa um stöðvar á Svalbarða.
Líklegasta leiðin til að draga úr
tortryggni þessara stórvelda er
að útþenslustarfsemi beggja
stöðvist. Ef smáþjóðirnar geta
haft áhrif í þá átt, hjálpa þær
til þess að trýggjg friðinn.
Dóttfr Churcliills
(Framhald af 1. slðu)
og fór víða um lönd. Á stríðs-
árunum var hann kosinn á þing
og gegndi þá ýmsum erinda-
gerðum í^rir föður sinn. M. a.
fór hann til Júgóslavíu og var
það mjög að ráðum hans, að
Bretar fóru að veita Tito stuðn-
ing, en hættu að styðja and-
(jatnla Bíc
liifur fyrlr fram-
tíðina.
(Tomorrow is Fþrever)
Listavel leikir^ amerisk kvik--
mynd.
Claudette Colberf,
Orson Welles,
George Brent.
Sýnd kl. 7 og 9.
Syrpa af nýjum
WALT DISNEY —
TEIKNIMYNDUM
með Donald Duck, Goofy Pluto
o. fl.
Sýnd kl. 9.
tfy/a Síó
(við Skútfxiötu)
„NOB !IILI “
Skemmtileg og íburðarmikil
stórmynd í eðlilegum lítum.
Aðalhlutverk:
George Baft,
Joan Bennett,
Vivian Blane,
Peggy Ann Garner.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9!
Sala hefst kl. 11 f. h.
★★★★★★★★★★★★★★★*
Njólið sólarinnar
í skammdeginu og borðlð hinar
fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur.
Söluumboð til kaupmanna og
kaupfélaga utan Reykjavíkur
HJÖRTUR HJARTARSON
Brœðraborgarstíg 1
Sími 425G.
★★★★★★★★★★★★★★★★
1‘jat‘Hat‘kíc
ISíðasta luilan
(The Seventh Vei!)
Einkennilega og hrífandi mú- j
j síkmynd. |
i James Mason, j
Ann Todd.
! Sýning kl. 5, 7 og 9.
REYKJAV ÍK j
VOBBA DAGA. J
Litkvikmynd eftir Óskar Gísla- ?
sbn.
Frumsýning kl. 3.
Aðgöngumiðar seldír fra kl. 11.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Ég man jbd tíð —
gamartleikur eftir EUGENE O’NEILL.
Sýninj*' á niiðvikudag kl. 30.
Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2 í dag. Tekið á móti pönt-
unum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 4.
Tónlistarsýningin
EB OPIN DAGLEGA FBA KL. 13.30—
33.00.
Nokkrar stúlkur
geta fengið jasta atvinnu við afgreiðslu-
störf. — Upplýsingar á skrifstofunni.
Mjólkursamsalan
ÚTSALA
í ilag konia nýjar vörur á útsöluna.
Hafiil þér athugað hvali verðið er lágt?
Prjónastofan Hlín
Laugaveg 10.
Sími 3779.
stæðinga hans. Randolp og Tito
urðu þá góðir vinir, en vináttan
hefir kólnað síðan. Randolp féll
í þingkosningunúm 1945 og
hefir síðan fengist við blaða-
mennsku. Hann hefir síðast
vakið athygli á sér með því að
senda Wallace, fyrrum varafor-
seta Bandaríkjanna eins konar
hólmgönguáskorun út af um-
mælum um föður hans, þ. e. að
þeir ræddu um þau í útvarpi.
/