Tíminn - 14.02.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.02.1947, Blaðsíða 3
31. blað TÍMINN, föstndajgiim 14. febr. 1347 3 ÓVENJULEGA HREINLEGUR OG BJÁRTUR blær hefir veriö á Reykja- vík, það sem af er þessari viku. Göt- urnar eru hvítar og hreinlegar. Öll for og ryk er horfið, nema aðeins reykur og sót, sem nokkur brögð eru að í úthverfunum. Oftast nær hefir verið bjart og heiðskírt veður, svo að sjá hefir mátt hvítan fjallahringinn í fjarska, sól- roðinn um daga en silfraðan tungl- skinsljóma um nætur. Þeir, sem eru aldir upp norðan- lands segja jafnan, ef maður segir við þá, að nú sé fagurt veður: Já, það er norðlenzk veðrátta. ÞAÐ HEFIR LÍKA MARGUR stígið á skíði þessa dagana. Hópar af ungu fólki fara út úr bænum á bílum til að nota skíðafærið. Nemendur skól- anna eru viðraðir upp til fjalla, svo að heiðaloftið hreinsi blóðið og beri nýjan þrótt og dáð út í hverja taug, til nýrra afreka og átaka, þegar aftur er komið í skólastofurnar. Á götum .bæjarins er oft fólk með skíði á öxl og yngsta skíð'afólkið reyn- ir að finna sér eitthvað friðland í því nágrenni, sem það nær til. Og í fyrra- dag sá ég gamlan mann nið'ri á Hverfisgötu leiða sér við hönd litla stúlku, sem gekk á skíð'um. Ég hugsa hún hafi ekki verið meira en 3. ára. Alla daga, en einkum á kvöldin, er kvikt af skautafólki á tjörninni. Veturinn hefir sýnt Reykjavík björtu og skemmtilegu hliðina á veti'arveðráttunni. En ef til vill væri æsku bæjarins hollt að svona vikur kæmu oftar en þær gera. RAFMAGN SVERÐIÐ ER OFT nefnt þessa dagana. Yfirleitt gengur mönnum illa að skilja þá ráðstöfun að hækka það, eins og bæjarstjórnin hefir ákveðið', þar sem því fylgja auk- in útgjöld fyrir bæjarfélagið og fyrir- tæki þess, svo að langt slagar upp í þessar nýju tekjur. Auk þess er gert ráð fyrir þvi, að öllum hugsandi mönnum finnist það ærinn ábyrgðar- hluti að hækka dýrtíðarvísitöluna, eins og hér er gert. — En af þessu framtaki Reykjavíkurbæjar leiðir auknar tekjur fyrir launamenn um allt land, því að öll launakjör hvíla á ur, hefðu setjararnir orðið að sitja auðum höndum um miðdagsleytið, því að rafmagnið var svo lítið að' það dugði ekki vélunum. Og þó sýndu mælarnir sömu eyðslu og venjulega. Hann sagði, að þetta væri af því að rafveitan minnkaði spennuna. Með öðrum orðum: Rafveita Reykjavíkur selur mönnum og lætur þá borga það, sem ekki er til og þeir fá því aldrei. Þetta virðist mér að séu góð bú- drýgindi eftir því, sem prentarinn lýsti því fyrir mér. En e. t. v. skýra að- standendur rafveitunnar þetta öðru- visi. Svo mikið er þó víst að rafveitan hefir tekið að sér að sjá fleirum fyrir raforku en hún er fær um. BÁGAR ERU PÓSTSAMGÖNG- URNAR sums staðar ennþá. Ég hitti hér á dögunum Dýrfirðing einn, sem er nýkominn að vestan. Hann sagði mér, að blöðin, sem út komu hér á milli hátiðanna hefðu komizt heim til sín 6. febrúar. Það eru því 40 dag- ar, sem líða frá því að blöðin koma út í Reykjavík og þangað til lesend- urnir þarna fá þau. Og þó eru sam- göngur afskekktustu héraða við Reykjavík hátíðlegar hjá þvi, sem er innbyrðis á milli héraðanna. Það veitti víst ekki af tvennum 40 dög- um til að koma bréfi þar á milli. N ÁTTÚRULÆKNIN GAMAÐUR sagði mér, að vestur á fjörðum hefðu þessar stökur m. a. veriö ortar um hinn „hvíta innbrotsþjóf" eftir að les- inn hafði veriö Sannleikurinn um hvíta sykurinn eftir Are Waerland. — Ég hefi Sannleikann með stórum staf til að gæta hlutleysis. — Brýtur hann upp þinn innri múr, eyðir varnarlínum. Kauðinn stelur kalki úr kvarnarsteinum þínum. Kvarnarsteinar þínir eru auðvitað' tennurnar. En svo er eftirköstum og afleiðingum lýst í næstu vísu: Honurn fylgja heim til þín, hægar þó að labbi, tóbak, bjór og brennivín, berklar, gigt og krabbi. verðlaginu hér í bæ. » EN ÞAÐ ER FLEIRA SKRÍTIÐ í kringum þetta rafmagn. Prentari nokkur sagði mér í fyrradag, að í prentsmiðjunni.þ ar sem hann vinn- Það er nú ljóta föruneytið, en ef þið kunnið skemmtilegar stökur um mál dagsins, — eöa hvað' sem er, væri gaman að heyra þær. Pétur landshornasirkill. fyrir aðila um viss atriði. Kemur hún ”helzt til greina við rhenn, sem eru fullþroskaðir og hafa gert sér grein fyrir mismun á framtaurði máls. Um samtalsaðferðina er svip- að að segja. III. Þriðji hluti bókarinnar ber fyrirsögnina Mállýzkur. Fjallar hann um harðmæli og linmæli, þ. e. a. s. framburð hljóðanna p-b, t-d, k-g* Fer skiptingin í hrepps. Milli þess og linmæhs- svæðisins eru tvö blendings- svæði. Það nyrðra hefst við Sandvíkurheiði og nær suður að takmörkum Hlíðarhrepps og Tunguhrepps' Jökuldalurinn báðum megin ár telzt til þessa svæðis. Syðra blendingssvæðið hefst að norðan með Tungu- hreppi og nær yfir Austurlar.d, bæði FljótsdaLshérað og firðina suður að takmörkum Breiðlals- hrepps og Beruneshrepps. IV. harðmæli og linmæli eftir fram- Það getur ekki leikið á tvehn ALICE T. HOBART: Yang og yin myndi einskis láta ófreistað til þess að koma fram hefndum. Frú Berger var sýnilega trúgjörn. Sen S Mó ákvað að draga sig heldur í hlé af frjálsum vilja en þola fyrirsjáanlega niðurlægingu. Ló Shí óurfti ekki heldur forsjár hennar með. Yngri bróðir föður hans, er flúið hafði til Szechúan, var kominn aftur. Ló Shí átti athvarf hjá honum. Það var því ekkert, sem batt Sen^S Mó lengur við þennan stað — sízt af öllu þegar systir hennar var nú farin heim til hins fjar- læga ættlands síns. Ný þrá vaknaði í huga hinnar kínversku konu. Hún hafði tvívegis gert sig seka um afbrot við hin helgu ættarlög. Nú ætlaði hún að bæta fyrir þetta — hún ætlaði að fara píla- grímsferð til hins heilaga fjalls O Mei Shan í Szechúan. Hún hélt brott um nótt. Það var friður í sál hennar, þegar hún gekk út um hlið trúboðsstöðvarinnar. Hún hafði brugðizt skyldum sínum við ættina, þegar hún kom í Veg fyrir, að Ló Shí fyrirfæri sér, í ofanálag á aðrar syndir, er hún hafði drýgt. Hana hafði alllengi dreymt um pílagrímsför til hins heilaga fjalls O Mei Shan. Morguninn eftir fann frú Berger blóm á borði sínu. Undir þeim var bréf, frá Sen S Mó. Hún sagðist hafa horfið heim til ættmenna sinna, og væri þess ekki að vænta, að hún kæmi aftur. Frú Berger dró andann léttar. Hún losnaði þá við að reka þessa konu, sem Díana hafði spillt með dekri sínu. VIII. NÝTT sjúkrahús hafði verið reist uppi við fjöllin. Fátækur bóndi, er fengið hafði blóðspýting — útlendi læknirinn kallaði víst þá veiki berkla, — var á leið þangað, er hann fékk skyndilega botnlangabólgu. „Við verðum að skera hann upp,“ sagði Peter, er komið var með sjúklinginn til hans. „En lungun eru svo skemmd, að ég verð að hafa hraðan á. Hann þolir ekki svæfingu nema stutta stund. Ló Shí var nú aðstoðarmaður hans við allar skurðlækningar. Peter hafði jafnvel stundum trúað honum fyrir svæfingunum. En honum þótti meira gaman að rétta honum lækningatækin, því að þá gat hann fylgzt betur með handtökum læknisins. Hann dáðist að skurðlækningum Peters. Hin hröðu og öruggu handtök hans minntu hann á pensildrætti föður hans. í augum Ló Shí voru skurðlækningarnar list. Aðgerðinni var nær lokið, þegar ungfrú Powell, hjúkrunarkonan, rak upp niðurbælt óp. Peter leit upp, laut jafnskjótt niður að sjúklingnum, þrýsti vörum sínum að vörum hans og dældi lofti niður í lungu hans með munni sínum. Eftir litla stund var andardrátturinn aftur kominn í rétt horf, og Peter gat lokið aðgerðinni. Ló Shí var agndofa' af skelfingu. Peter hafði margsinnis sagt honum, að hver sem „drykki“ anda berklaveiks manns neytti sjálfra sýklanna, sem sjúkdómnum ollu. Og nú hafði lærifaðir hans sjálfur gert sig sekan um þetta glappaskot! Þegar aðgerðinni var lokið, fór Peter með Ló Shí inn í skrifstofu sína og skýrði fyrir honum gerðir sinar. „í hverju góðu sjúkra- húsi,“ sagði hann, „verður að vera loftdæla. En slíkt er ekki til hér. Þess vegna varð ég sjálfur að vinna hlutverk dælunnar, ef maðurinn átti ekki að deyja í höndum okkar.“ Þessi atburður opnaði augu Ló Shi til fulls. Fraser læknir hafði hætt lífi sínu til þess að bjarga þessum þýðingarlausa bónda, sem hann átti engar skyldur við a'ð rækja aðrar en skyldur læknisins við sjúkling sinn. Konfúsíus lagði mönnum ríkt á hjarta skyldur sonarins við föður sinn, lærisveinsins við kenniföður sinn og hvers manns við vini sina. Hér hafði hann kynnzt nýju fyrirbæri — skyldum læknis við hina sjúku, skyldum verkamannsins við starfið. Hingað til hafði Ló Shí íhugunarlaust aðhyllzt þá skoðun al- mennings, að Peter stundaði lækningar til þess að afla fjár.-Þótt Ló Shí hefði alizt’upp við auð og allsnægtir, fannst honum margt benda til þess, að Peter væri ríkur — hin stóru múrsteinshús til dæmis. Nú fyrst sá hann, að markmið Petei-s var að þjóna öðrum — hinn lærði maður kau^ að vera þjónn ríkra og snauðra. Þetta lífsviðhorf var þjóð hans fjarlægt. En í augum Ló Shí hafði hinn hvíti maður vaxið stórum. | Getum afgreitt 1111 lieg'ar handsáðvélar „Nordland” fyrir grasfræ. handsáðvélar „Jalco” fyrir rófur. Samhand ísl. samvinnuf élaga H ♦♦ ♦♦ » ♦♦ :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ | H | :: I oröm Dagverðarnes í Dalasýslu er til sölu og laus til ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin er vel byggð. Tún stórt og véltækt. Þar er æðarvarp, silungsveiði og selveiði o. fl. Þar er í stuttu máli sagt flest sem eina bújörð má prýða, gefa arð og lifsþægindi. t Nánari upplýsingar gefur Pétur Jakolissuu. löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12, Reykjavík. Sími 4492. ♦ i ♦ ♦ ♦ f ♦ \ ♦ ♦ ♦ Útsvör 1947 lár. tP Samkvæmt heimild í 28. grein útsvarslaganna,'hefir bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkt að innheimta fyrirfram upp i útsvör gjaldendanna 1947, sem svar- ar helming útsvars hvers gjaldanda, eins og það var ákveðið 1946, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní næstk., sem næst l/8 hluta (12y2%) af útsvarsupphæðinni 1946 hverju sinni, þó þannig, 'að greiðslur standi jafnan á heilum eða hálfum tug króna. £-11 Þetta tilkynnist útsvarsgjaldendum í Reykjavík. Borgarritárinn. I I í ,-i Málverkasýning K jarvals í IJstaniaiiiiaskálaiiiiin rr opiu ilagl4“ga frá kl. II—22. burði á lokhljóðunum p, t, k. í innstöðu á eftir löngu sérhljóði. Niðurstöður rannsóknanna á þessum atriðum eru þær, að landið skiptist í sex svæði: lin- mælissvæði, harðmælissvæði og fjögur blendingssvæði. Linmælissvæðið hefst að suð- austan við takmörk Breiðdals- hrepps og Beruneshrepps við norðanverðan Berufjörð og nær yfir syðsta hluta Austurlands, Allt Suðurland og Vesturland að Vestfjörðum meðtöldum og að takmörkum Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. Þá taka við blendingssvæði með mismun- andi framburði. Hið vestra hefst við Hrútafjarðará og nær yfir Húnavatnssýslur báðar. En hið eystra hefst við takmörk Austur- Húnavatnssýslu og Skagafjarð- arsýslu og nær yfir Skagafjörð vestan Héraðsvatna. Harðmælissvæðið hefst yið Héraðsvötn og nær yfir Norður- land og nyrzta hluta Austur- lands að takmörkum Skeggja- staðahrepps og Vopnafjarðar- tungum, að dr. B. G. hefir gert merkilegu efni góð skil með rannsóknum sinum og riti. Hvergi í víðri veröld hafa verið gerðar jafn víðtækar rannsóknir um framburð máls í hlutfalli við stærð þjóðar, hvergi tekinr, til prófs jafn stór hluti af þjóðinni. sem málið talar. Efni bókarinnar er ekkert léttmeti til lesturs. En þeir, sem kynna sér það, verða fróðari en.ella, munu fagna því, þegar framhaldið kemur — og finna átæðu til að óska dr. B. Ci. til hamingju með vísindastarfið og árangur þess. JVýsköpunin. (Framliald af 2. síðu) málum hennar við. Mikið fé, sem þjóðin ætlaði henni, hefir runnið til annars. Þjóðin verður nú að gera sér það ljóst, að annaðhvort er ný- sköpunin búin að vera óðar en varir, eða hún verður að taka upp nýja hætti og nýja stefnu í málum sínum. Árið var að kveðja, og framtið Ló Shí var þrotlaust samræðuefni kennara og nemanda. Þeir voru orðnir ásáttir um það, að hann skyldi læra læknisfræði, en nú reið á að finna þann háskóla, sem heppilegastur var. Peter hafði ávallt haldið, að það yrði auðvelt að útvega honum nauðsynlegan styrk til námsins, en raunin varð önnur. Sjálfur hafði Peter ekkert aflögu handa Ló Shí, því að hver eyrir, sem hann gat látið af hendi rakna, fór beint til Diönu og Mei Mei. 1 Dag einn seint um voriö kvað Ló Shí sjálfur’ upp úr um vilja sinn. „Ég vil verða góður læknir, og ég vil helzt stunda nám mitt i Ameríku. Vill lærifaðir minn og vinur lána mér það, sem ég þarf upp í námskostnaðinn? Það var Peter sár raun að verða að neita þessari bón. En hann neyddist til þess að segja Ló Shí, að hann ætti enga peninga. Þá gerði Ló Shí það, sem annars er óheyrt meðal góðra borgara í Kína. Hann greip fram í fyrir læriföður sínum og talaði hratt. „Föðurbróðir minn vill lána mér peninga,“ sagði hann. „Þetta gerir mér þess vegna ekkert til.“ Hann vildi reyna að draga sem mest úr þeim sársauka, sem það hafði valdið Peter, að verða að neita fjárbóninni. En hefði hann þekkt betur kenningar Konfús- íusar, myndi hann hafa vitað, að Ló Shí gerði houm mikinn heiður með bón sinni. Ló Shí sagði Peter ekki, hvaða skyldur hann yrði að taka sér á herðar, ef hann þægi peninga frænda síns. Þessi frændi hans var barnlaus, en vildi fá Ló Shí kvonfang, svo að ættin gæti haldizt við. Ló Shí gekk að þessum skilmálum. Lífsskoðanir forfeðra hans áttu enn sterk ítök í sál hans. Maðurinn varð að beygja sig fyrir kröfum lífs og dauða, þessu flóði og fjöru alverunnar. Skrifstofur I I y I m slysatryggingadeildar Tryggingastofnunar rík- isins eru fluttar í hús Sjúkrasamlags Reykja- víkur, Tryggvagötu 28, 3. hæð og ber að snúa sér þangað með allar almennar afgreiðslur og fyrirspurnir. Innheimta eftirstöðva slysatryggingarið- iðgjalda frá árinu 1946 verður þó áfram á sama stað og áður, í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Tryggingastofnun ríkisins WS5SS4S4SSS45SS5SS55SSS5S4SS4545SSSSS4SSSÍSÍ5SSSÍ5SSS5SSSSS4SÍ455SÍS5SSSS45S5S Viðskiptavinir vorir eru vinsamlega beðnir að athuga, að’ eftirleiðis fer útborgun á reikningum fram á miðvikudögum kl. 10—12 fyrir hádegi, en ekki kl. 2—4 sem verið hefir. Luiidssmiilijaii.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.