Tíminn - 20.02.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.02.1947, Blaðsíða 2
2 TlMITMV. fimmtndagiiin 20. febr. 1947 35. hlað Fimmtudagur 20. febr. Áróðurinn gegn Bretum Þegar litið er yfir starfsögu Sósíalistaflokksins (fyrst Kom- múnistaflokksins) verða þau mál ekki mörg, sem flokkurinn hefir barizt fyrir alla tíð. í inn- anlandsmálum hefir flokkurinn verið ærið tækifærissinnaður og iðulega barizt gegn því, sem hann hafði lofsungið fyrir skamnjri stundu. Að einu leyti hefir stefna flokksins þó alltaf verið hin sama. Hann hefir leit- azt við að skapa sem mesta tor- tryggni og óvild í garð Breta og Bandaríkjanna, en dásamað Rússa að sama skapi og varið gerðir þeirra í einu og öllu. Þessir starfshættir flokksins hafa sjaldan komið betur í ljós en í umræðum þeim, er orðið hafa um landhelgissamninginn. Einar Olgeirsson kemur með þá sögu á Alþingi, að Bretar hafi sett framlengingu samningsins að skilyrði fyrir viðurkenningu sinni á lýðveldistökunni. Þjóð- viljijin birtir síðan skamma- greinar um Breta fyrir að hafa þröngvað samningnum upp á ís- lendinga. Utanríkismálaráð- herra tekur þennan söguburð þá til athugunar og upplýsir, að hann sé með öllu tilhæfulaus og landhelgissamningurinn hafi ekki verið framlengdur fyrr en löngu eftir lýðveldistökuna af stjórn þeirri, sem sósíalistar áttu ráðherra í. Sósíalistar láta sér þó ekki segjast við þessar af- hjúpanir, heldur hampa lyga- sögunni áfram og bæta við nýj- um ósannindum, eins og t. d. þeim, að Vilhjálmur Þór hafi leynt skilyrðinu fyrir utanrík- ismálanefnd og þinginu, enda þótt hann hafi átt að segja nefndinni strax frá því sam- kvæmt hinni upphaflegu sögu Einars! Þannig er ekki skirrzt við að verða margsaga, ef hægt er með því móti að halda Gróusögunni lengur á loft. Það sézt bezt, að forkólfar sósíalista, sem standa að þessum rógburði, eru ekki að hugsa um lslenzka hagsmuni, því að þeir koma með þessa Gróusögu ein- mitt á þeim tíma, þegar íslend- ingar eru að hefja samninga við Breta um fisksölumálin og ætla að fara að hefja samninga við þá um landhelgismálin. Slíkar rógsögur eru viVanlega ekki til þess fallnar að bæta sambúð þjóðanna og greiða .fyr- ir samningum. Þjóðin hefir hér nýja sönnun fyrir því, að það eru framandi og annarleg sjón- armið, er stjórna þessum vinnu- brögðum hjá forkólfum sósíal- ista. Það er líka vist, að allur meginþorri þjóðarinnar, sem ekki hefir blindazt af áróðri Þjóðviljans, fordæmir þessi vinnubrögð. Yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar óskar einskis fremur en góðrar sambúðar við Breta, enda hafa þeir undan- tekningarlítið reynzt góðir ná- búar. Misfellur, sem orðið hafa á sambúðinni, eins og afskiptin af flugvallarsamningnum í haust, gru hverfandi litlar í samanburði við það, sem vel hefir verið gert. Því má og aldrei gleyma, að núv. frelsi sitt eiga smáþjóðirnar fyrst og fremst Bretum $ð þakka. Hefðu þeir ekki einir allra stórþjóð- anna háð hina hreystilegu bar- áttu gegn villimennsku nazista, þegar veldi þeirra var mest og Gísli Magnússon, Eyhildarholti: Skipting útsvara Margt er ritað og rætt um flutning fólks úr sveitum til sjávar, — til kaupstaða og kaup túna. Fólki fækkar í sveitum, en fjölgar í kaupstöðum, eink- um þó hinum stærri. Þessi mannfækkun „hinna dreifðu byggða“ er svo gífurleg, að ekki einasta viðkoman öll hverfur á brott, heldur meira til. Menn fárast yfir þessu útfiri í sveitum. Margir láta svo, sem þeir vilji í alvöru leita orsak- anna, svo að úr megi bæta þessu öfugstreymi. Margt er nefnt til í því sambandi, og flest réttilega. En það er eins og ýmsir gangi annaðhvort óviljandi eða vitandi vits, fram hjá frumorsökinni, sem er ein — og aðeins ein: Staðsetning fjármagnsins. Lang- samlega miklum meiri hluta þess fjármagns, sem þjóðin hef- ir yfir að ráða, bæði ríki og ein- staklingar, er beint til kauptúna og kaupstaða, þar sem það sum- part er bundið, sumpart leikur laust. Og fjármagnið hefir ær- ið aðdráttarafl. Það sogar til sín fé og fólk, — æ meira fé, æ fleira fólk. Þetta er lögmál, sem eigi verður rofið, meðan fjár- munir hafa þá þýðingu fyrir líf og líðan manna, sem enn hafa þeir — og munu hafa. Sveitir landsins hafa eigi að- eins goldið hið mesta afhroð í brottviki fjölda fólks, heldur og í geysilegum fjárflótta, sem raunar er hvorttveggja í senn, bæði orsök og afleiðing. Þessi fjárflótti verður með ýmsum hætti: Sveitirnar ala upp fjölda æskumanna, er hverfa á braut jafnskjótt og þeir hafa náð aldri og þroska til að geta unn- önnur stórveldi höfðu ýmist vináttusáttmála við þá eða voru hlutlaus, myndi frelsið vera lítt þekkt fyrirbrigði í heiminum um þessar mundir. Þessi barátta, sem ekki var síður háð fyrir smáþjóðirnar en Breta sjálfa, hefir gert þá fjárhagslega van- megnuga og má vel minnast þess, þegar um þessi mál er rætt. í dag eru Bretar líka það stórveldið, sem glæsilegast held- ur uppi fána frelsisins, eins og framkoma þeirra við Indverja, Burmabúa og Egipta sýnir bezt. Þeir vinna að auknu frelsi þjóð- anna meðan sum önnur stór- veldi eru í landvinningahug. Þegar íslendingar bera hlut- skipti sitt saman við hlutskipti ýmsra annarra smáþjóða, sem eiga volduga nábúa, mega þeir vissulega fagna því, að þeir eiga hina frelsisunnandi brezku þjóð að næsta nágranna sínum. Eins og legu íslands og allri aðstöðu þjóðarinnar er háttað, ætti henni að vera það mesta keppikefli, að sambúð hennar við aðrar þjóðir geti verið sem bezt. Hinn fjandsamlegi áróð- ur Þjóðviljans gegn Bretum, er þjóðinni því hinn skaðlegasti og er sprottinn af allt öðrum ástæðum en hagsmunum ís- lendinga. Svipað gildir og um annan f j andsamlegan áróður, sem hér er haldið uppi gegn öðrum stórveldum. íslending- ar verða að kappkosta að halda drengilega á mál- um sínum og unna öðrum þjóðum sannmælis, en skipa sér ekki í áróðurssveitir stór- veldanna. Hver sá íslendingur, sem brýtur þá reglu, er vargur í véum og vinnur gegn því, að íslendingar geti staðið drengi- lega og fast á rétti sínum. ið þjóðnýtt starf. Sveitirnar verða, með öðrum orðum, að leggja fram stórfé til uppbygg- ingar lifandi orku, er þær sjálf- ar fá svo einskis af notið. Hversu mikið kostar árlegt uppeldi manns, að meðaltali, til 16 ára aldurs? Og hvers virði er ár- leg starfsorka hans' úr því, Ég veit það e kki. En víst er, að þarna er um að ræða ógurleg fjárlát fyrri sveitir landsins — fyrst í uppeldiskostnaði þeirra karla og kvenna, er hverfa á braut á mótum æsku og þroska, og síðan í missi starfsorku þeirra. Þetta má heita fast fram- lag sveita til kaupstaða. Mundi það ekki nema nokkrum miljón- um kr. á ári hverju? Og þó kemur hér fleira til. Mörgum ungum mönnum, er nám stunda í kaupstöðum, leggja sveitirnar til fé og farar- eyri. Margir bændur flytja á mölina, einkum á efri árum. Þeir hafa, ýmsir, efnazt eigi svo lítið í sveitinni, eignazt jörð, bú- stofn og búslóð. Þeir selja allt, sem þeir geta við sig losað oft- ast fyrir ærið verð, og fara svo með andvirðið á brott úr sveit- inni. Munu teljandi þær sveita- byggðir á landi hér, er eigi hafa orðið fyrir ærnum blóðtökum með þessum hætti. — Og svona mætti lengi telja. Ekkert af þessu er auðið að koma í veg fyrir með beinum ráðstöfunum eða fyrirmælum laga. Slikt væri óþolandi skerð- ing á persónulegu frelsi manna. Hins vegar leikur ekki á tveim tungum, að jafna mætti til mik- illa muna aðstöðu sveita og kaupstaða með ýmisskonar ráð- stöfunum, beinum og óbeinum. (Hér skal eigi farið orðum um jafn sjálfsagðan hlut og þann, að bændur fái eigi öllu lægra kaup en aðrar vinnandi stéttir, enda þótt stjórnarvöld landsins hafi nú hin síðustu ár talið slíkt þarfleysu eina). Kæmi þá fyrst og fremst til greina dreif- ing fjármagns og fjárfesting með nokkuð öðrum hætti en verið hefir um skeið (raforku- leiðsla um sveitir, endurbygg- ing sveitabýla í stórum stil, stórfelld ræktun o. s. frv.). En það má með nokkrum hætti segja um ráðamenn þjóð- arinnar, að „sjáandi sjái þeir ekki“. Þeir vilja margir, í orði, hamla gegn fjárflótta og fólks úr-cveitum. En svo virðist, sem úr þeim góða vilja verði stund- um næsta lítið, er til fram- kvæmda kemur. Eru ýmis dæmi þess í löggjöf síðari ára, áð ýtt er beinlínis undir fjárflutning úr sveitum. Skal hér eitt slíkt lagaáky^eði gert að umtalsefni. í lögum um útsvör, frá 12. ap- ríl 1945, III. kafla, 9. gr., er svo fyrir mælt, meðal annars, að skipta megi útsvari milli sveita: „(2.) Ef maður stundar at- vinnu utan heimilissveitar sinn- ar að minnsta kosti 3 mánuði á útsvarsárinu í sömu sveit, og hefir fengið kaup að minnsta kosti 3000 kr., þar með talið fæði og önnur hlunnindi, er hann kann að hafa haft ....“ Sama gildir um sjómann, sem skráður er á skip utan heimilis- sveitaj sinnar jafnlangan tíma (3 mán.), að öðru leyti en því, að hann verður að vinna fyrir 5000 kr. kaupi, (hvorttveggja miðað við grunnkaup), til þess að útsvarið geti komið til skipta. Nú er það svo, að flestar hinar stæ;ri framkvæmdir og þær, er mesta atvinnu skapa (hafnar- gerðir, verksmiðjubyggingar og íbúðarhúsa o. s. frv.), eru bundnar við kaupstaði og kaup- tún, hvort heldur ríkið sjálft, bæjarfélög og sveita eða ein- stakli’/igar hafa þær með hönd- um. SaiGa er og að segja um allan meiriháttar rekstur (út- gerð, síldariðnaður o. m. fl.). Kaupgjald við flestar fram- kvæmdir og fyrirtæki, er stórum hærra en svo, að landbúnaður- inn sé þar samkeppnisfær. Mjög margir sveitamenn, jafnvel bændur, sæta þeirri atvinnu, er þarna býðst. Þeir viona þar að vísu fy'rir háu kaupi og miklum FRAMSÓKNARVIST Nokkru eftir 1930 hófu Fram- sóknarfélögin í Reykjavík að spila spil, sem ekki hafði þekkzt hér á landi áður, a. m. k. ekki almennt. Var spilið nefnt Eram- sóknarvist og hefir jafnan heit- ið það síðan. Forgöngu fyrir þessu höfðu tveir Framsóknarmenn, sem vanizt höfðu þessu spili á Bret- landi — og þó einkum Runólfur Sigurðsson — fyrstu árin. Spilið var iðkað þar ytra á samkomum og í félögum og þótti sérstaklega handhægt til þátt- töku allra viðstaddra. Heitir það þar Progressiv Whist, og var því réttnefni hér að kalla það Fram- sóknarvist. Fyrstu árin, sem vistin var spiluð hér á landi, mátti oft sjá ónot til hennar í andstæð- ingablöðum Framsóknarmanna. En þrátt fyrir það uxu alltaf vinsældir hennar. Og nú er svo komið, að fjöldi félaga og ýmsra samtakaheilda, er farinn að spila Framsóknarvist á sam- komum sínum og skemmtikvöld- um. Þykir, eins og rétt er, að vistin sé sérstaklega handhæg til þátttöku allra. Og það er ekki einskisvert að eyða tíð án lasta. Fyrir okkur, sem höfum rutt braut þessu handhæga og ein- falda samkvæmisspili hér á landi, er sérstök ánægja að fagna gengi þess og vinsæld- um. En varla er hægt annað en festa auga á lágkúruskap, sem kemur fram í feluleik einstakra félaga, sem iðka nú á seinustu tímum þetta spil. Þau eru að reyna að fela hið rétta nafn þess. Gengur þetta svo langt, að þau láta jafnvel búa til vist- arkort, þar sem prentaðar eru upp orðréttar allar leiðbein- ingarnar um spilið af kort- um Framsóknarfélaganna, en prenta svo yfir ^þessum leið- beiningum eitthvert nýtt heiti á vistinni! Sýpist þetta vera heldur aum- ingjaleg framkoma. Vil ég í þessu sambandi benda þeim á, sem hafa djörfung til og gam- an af að spila Framsóknarvist, að spilakort geta þeir fengið í skrifstofu Framsóknarflokksins í Edduhúsinu við Lindargötu. Vona ég svo að Framsóknar- vistin verði sem flestum félög- um og samkvæmum til ánægju, eins og hún hefir verið okkur Framsóknarmönnum nú nokk- uð á annan tug undanfarinna ára. V. G. peningum. En heimilissveit þeirra ber þó skarðan hlut frá borði. Atvinnusveitin — kaup- túnið, bærinn — má aftur happi hrósa. Sjálf framkvæmdin, fyr- irtækið, er innan hennar vé- banda. Að því er jafnaðarlega hin mesta hagsbót á marga lund. Atvinnusveitin nýtur og starfs- orku þeirra utansveitarmanna, er að fyrirtækinu vinna, svo og viðskipta þeirra. Er að hvoru- tveggja hagur eigi lítill. En þó hefir löggjafanum þótt sem sjá yrði hagsmunum atvinnusveit- arinnar ennþá betur borgið. Fyrir þvi er henni, með skipt- ingar-ákvæðum útsvarslaganna, tryggður meiri eða minni — og opt mestur — hluti af útsvari utansveitarmannsAns, er at- vinnu stundar á staðnum, því sem á hann er lagt í heimasveit hans. Það er því ekki einungis, að heimilissveit mannsins fari á mis við starfsorku hans, að meira eða minna leyti, heldur verður hún einnig að fá at- ^innusveit í hendur svo og svo mikinn hluta þeira sveitar- gjalda, er honum er gert að greiða. Hins vegar verður hvert sveitarfélag að inna af hendi ýmis gjöld vegna fjarvistar- manna sinna, jafnt sem ann- arra, sem heimilisfesti eiga inn- an vébanda þess, — og eins fyr- ir því, þótt sveitarfélaginu sé gert að skyldu að svara út til annarra sveitarfélaga (eða bæja) allt að tveim þriðju hlut- um af tekjuútsvörum sumra þessara fjarvistarmanna. Og ýmsir þeirra gjaldliða, er sveit- arsjóðirnir verða að standa straum af, gerast nú ærið til- finnanlegir, eins og t. d. fram- lög þeirra til Tryggingastofnun- ar ríkisins. (Framhald á 4. slðu) Brautryðjandi ísl. myndlistar Þórarinn B. Þorláksson Þessa dagana stendur yfir sýning á málverkum Þórarins B. Þorlákssonar, í tilefni af því, að 80 ár eru liðin frá fæðingu hans. Þórarinn skipar svo merkilegt sæti í sögu íslenzkrar myndlistar og var slíkur brautryðjandi á því sviði, að okkur ber að minn- ast hans og vita skil á honum. Og það er allra þakka vert að gefa fólki kost á að njóta verka hans á yfirlitssýningu. Þórarinn B. Þorláksson var fæddur að Undirfelli í Vatns- dal 14. febrúar 1867. Foreldrar hans voru Þorlákur Stefánsson prestur þar og Sigurbjörg Jóns- dóttir kona hans. Þórarinn var yngstur af mörg- um systkinum og var aðeins fimm ára þegar faðir hans lézt^ Fluttist hann þá til sr. Jóns bróður síns, að Tjörn á Vatns- nesi, en nokkru síðar til annars bróður síns, sr. Björns í Staf- holti, og ólst þar upp. Þórarinn nam bókbandsiðn í æsku. Þegar hann var 25 ára gamall fór hann utan til að full- komna kunnáttu sína í þeirri grein. Veitti hann bókbands- vinnustofu ísafoldar í Reykja- vík forstöðu um hríð. Árið 1895 yfirgaf Þórarinn starf sitt við bókbandið og fór til Kaupmannahafnar til lista- náms. Hafði hann töluvert stundað teikningar og hugðist nú nema málaralist. Hann var 28 ára gamall. Hann fór frá til- tölulega arðvænlegri og öruggri atvinnu og lagði fyrir sig list- nám, án þess að nokkur starfs- skilyrði fyrir listmálara væru til hér á landi. í sjö ár v^r Þórarinn við list- nám í Kaupmannahöfn. En að því loknu kom hann heim til lands síns og starfaði þar úr því. Það voru engin skilyrði til þess, að Þórarinn gæfi sig ein- göngu að málaralistinni eftir að heim kom. íslendingar voru ekki vanir því að leyfa sér þann munað að kaupa dýrar myndir, og það voru býsna fáir, sem gátu veitt sér það, og margir þeirra, sem helzt gátu það, höfðu litla löngun til slíks. Samt var listvinafélagið stofnað nokkru eftir heimkomu hans, en það voru samtök nokkurra manna, er hlynna vildu að hinni ungu myndlist meðal íslendinga. Þórarinn B. Þorláksson tók að sér teiknikennslu við Iðn- skólann, þegar hann var stofn- aður, og um skeið var hann forstöðumaður skólans. Auk þess vann hann víðar að teikni- kennslu. Ennfremur stofnaðl hann bókaverzlun og rak hana. Þannig vann Þórarinn B. Þor- láksson fyrir sér við kennslu og verzlun, en í tómstundum sín- um málaði hann myndirnar. Hann andaðist 11. júlí 1924. Fyrir daga Þórarins B. Þor- lákssonar er helzt að geta tveggja íslendinga, sem höfðu ráðizt í það, að læra myndlist. Það var sr. Sæmundur Hólm, fjölhliða gáfumaður, en þótti „kúnstugur" og misheppnaður, og Sigurður Guðmundsson mál- afi. Hvorugur þeirra hafði þó nein skilyrði til þess að sinna hugðarmálum sínum í heimi listarinnar að neinu ráði, enda skorti þjóð þeirra bæði áhuga og fjárhagslega getu til að leyfa þeim slíkt. Á þeirri sýningu, sem nú stendur yfir, eru 88 málverk. Mest ber þar á landslagsmynd- um,, en jpó er þar fleira, bæði sjálfsmyndir og stofumyndif úr Kaupmannahöfn. Það er bjartur og heiður blær yfir myndunum, sólskin og heiðríkja. Flestar myndirnar eru af sólroðnu landi i sumarklæðum. En þó eru þarna líka nokkrar sólarlagsmyndir og „Tjörnin“ sýnir hjarta Reykja- víkurbæjar í náttmyrkri. Þeim, sem nú tala mest um málaralist, myndi ýmsum þykja lítill listabragur á þessum myndum. Þeir myn'du segja, að þær væru eins og ljósmyndir, sýndu landið með réttum litum og hlutföllum eins og við sæj- um það. Þórarinn B. Þorláksson mun ekki hafa haft neina tilhneig- ingu til að gera landslagið ó- eðlilegt á myndum sínum. Hann hefir haft næman smekk og til- finningu fyrir fegurð landsins og mun hafa talið það hlutverk sitt að festa á léreft fegurð fagúrra staða, eins og hún gat mest orðið, og flytja hana þann- ig til varanlegrar dvalar inn í hús manna. Mér finnst, að sú myndagerð eigi fullan rétt á sér. Litaðar ljósmyndir geta verið mjög fallegar og það þarf bæði mikla tæknilega snilli, verklega kunnáttu og góðan smekk til að vinna slíkt verk vel. En þó verð- ur ljósmyndin aldrei gædd því lífi, sem einkennir listaverk meistaranna og náttúruna sjálfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.