Tíminn - 20.02.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.02.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 5 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIPSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Slml 2323 31. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 20. felir. 1947 ERLENT YFIRLlÍ: ¦ Utanríkisstefna Sovétríkjanna Vill Stalin fylgja hófsamlegri iitaiiríkísmála- stefnu meðan unnið er að endurreisninni? Fátt hefir verið meira rætt í heimsblöðunum seinustu mánuðina en sú breyting, er mönnum fannst verða á utahríkismálastefnu Rússa á utanríkismálafundinum í New York og .þingi sameinuðu þjóðanna, sem haldið var um líkt leyti. Breyting þessi hefir verið skýrð með ýmsu móti ög margir telja, að hún eigi sér ekki fastar rætur, heldur sé fyrst og fremst um diplomatisk klókindi að ræða. Hér á eftir verður sagt frá skoðun eins af þeim mönnum, sem ritað hefir um þessi mál, Nikolous Basseches, en hann er talinn gerkunnugur rússneskum málum. Greinar eftir hann hafa oft birzt í flöteborgs Sjöfarts och Handelstidning. . Skoðun Basseches er sú, að hér sé um verulega stefnubreyt- ingu að ræða. Skoðun sína rök- styður hánn m. a. með því, að seinustu mánuðina hafi orðið róttæk breyting á skáldsagna- gerð í Sovétríkjunum.'en skáld- in þar verða að skrifa eftir fyr- irmælum stjórnarvaldanna. STALIN. Fram til skamms tíma voru styrjaldarmálin uppistaðan í skáldsagnagerðinni, og a^oal- söguhetjurnar voru menn, sem sýndu sérstakan hetýuskap sem hermenn eða skæruliðar. Nú er endurreisnin eftir styrjöldina orðin rauði þráðurinn í skáld- sagnagerðinni og aðalsöguhetj- urnar eru ekki lengur hermenn eða skæruliðar, heldur verk- fræðingar og verkamenn, sem vinna sérstök afrek í þágu end- urreisnarinnar. Ekki aðeins skáldsagnagerðinni, heldur öll- um áróðurstækjum ríkisvalds- ins, er beitt til að auka áhuga almennings fyrir endurreisn at- ERLENDAR FRETTIR Kæra Breta á hendur Albön- um fyrir ólöglegar fcundurdufla- lagnir á Korfusundi hefir nú verið rædd á fundum Öryggis- ráðsins seinustu daga. Bretar krefjast skaðabóta fyrir mann- og skipatjón, sem tundurdufla- lagnir þessar hafa valdið þeim. Albanir telja hins vegar, að þeim hajfi verið tundurdufla- lagnirnar heimilar. , Rússar hafa lagt til í Öryggis- ráðinu að allar atomsprengjur verði eyðilagðar og bönnuð verði framleiðsla á þeim. Bandaríkin ætla að leggja til, að Þýzkaland verði hernumið i 40 ár. Rússar hafa lýst yfir því, að þeir telji sér ekki fært að eyði- leggja þýzk herskip, sem þeir ráða yfir, þar sem þeir þurfi á þeim að halda. Samkvæmt samningum við vesturveldin ber þeim að eyðileggja skipin. Frakkar hafa endufnýjað kröfurnar um innlimun Saar- héraðs, að Ruhr verði sett undir alþjóðlega stjórn, og Þýzkalandi verði skipt í smáríki. 35. blað Brezki matvælaráöherrann gestur í Reykjavík vinnulífsins og öðrum ráðstöf- ununs til bættra lífskjara. Basseches bendir á, að fyrir styrjöldina hafi tvær megin- stefnur tekizt á um völdin í Russlándi. Önnur taldi heims- byltinguna vera skilyrði þess, að sósíalisminn gæti heppnast, og \>ess vegna bæri Rússum að beita allri sinni orku til að knýja fram byltingav- í öðrum löndum. Hin stefnan taldi, að hægt væri að framkvæma sósíalismann í Rússlandi, þótt aðrir stjórnarc hættir ríktu annars staðar, og það myndi einmitt verða honum mest til framgangs, ef hægt væri að sýna glæsilegan árangur í RUsslandi. Stalin var forsvars- maður síðarnefndu stefnunnar og hún bar hærri hlut. Henni var fylgt, allt þangað til að styrjöldin hófst. *Basseches heldur því fram, að eftir styrjöldina hafi orðið veruleg átök milli þessara stefna. Sumir af foringjum kommúnista hafi viljað nota losið og upplaushina til að koma sem flestum löndum undir yfirráð kommúnista. Hinir hafi hins vegar viljað legfv'a áherzlu á að treysta það, sem hefði unn- ist á stríðsárunum, og beita öll- um kröftum að endurrei/nijjni heima fyrir, því að það myndi mest til framgangs fyrir sósíal- ismann í framtíðinni, ef hægt væri að benda á glæsilega fyrir- mynd, þar sem rússneska stjórn- arkerfið væri. Meðan verið væri að koma þessu í kring, væri rétt að ástunda góða sambúð við aðrar þjóðir, einkum stórveldin,, og ganga a. m. k. aldrei svo langt, að það leiddi til friðslita. Þannig myndu Rússar ge.ta tryggt sér mesta erlenda aðstoð við endurreisnarstarfið heima Basseches telur, að Stalin haíi nú sem fyrr verið forvígis- maður þeirra, sem vildu fara síðari leiðina, og því hafi hún þorið,hærra hlut. Það sé hún, sem móti stjórnmálastefnu Sovétþjóðanna í dag og þangað megi rekja' þá stefnubreytingu, sem mest sé talað um. Allar lík- ur séu til þess, að þeirri stefnu vérði fylgt meðan Stalins njóti við.Hins vegar verði erfiðara að spá um það, hvort henni verði fylgt eftir fráfall hans, en lík- legt sé þó, að Stalín reyni að tryggja sér eftirmann, er fy]gi í fótspor hans. Basseches telur, að Stalín muni helzt kjósa Sjdanov sem eftirmann sinn. Framsóknarvist Skemmtísamkoma Pramsókn- armanna í samkomusal Mjólk- urstöðvarinnar annað kvöld, byrjar með Framsóknarvipt kl. 8,30 atundvíslega. Þeir, sem ætla að spila þurfa að vera komnir að sjpilaborðunum þá, annars er ekki víst að. þeir geti tekið þátt í spilunum. Aðgöngumið- arnir pantist helzt í dag í síma 2ý23 og sækist fyrir klukkan fjögur á morgun í innheimtu- stofu Tímans í Edduhúsinu við Lándargötu. Efri 'myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli í gær, laust fyrir klukkan 2, rétt eftir að Strachey matvælaráðherra og föruneyti hans steig út úr flugvélinni. Yzt til vinstri eru förunautar og aðstoðarmenn ráðherrans, fyrir miðju standa brezki sendiherrann og Strachey ráðherra, en yzt til hægri eru Agnar KI. Jónss^pn, skrifstofustjóri í utanríkismálaráðuneyt- inu og brezkur flugforingi. Neðri myndin var tekin í gær inn við Höfða, sendiherrabústaðinn brezka. John Strachey er í þann veginn að ganga á milli tveggja bifreiða inn í sendiherrabústaðinn. (Ljósm.: G. Þórðarson). SELFOSS FROSINN INNI í HÖFN Selfoss er nU tepptur í Kaup- mannahöfn sökum ísa. Fór; hann til Stokkhólms með síld. í janúar og kom þaðan til Hafn-| ar þann 23. Átti þar að fara; fram lítils háttar viðgerð á! honum, en síðan átti hann að, fara til Antwerpen og hefja j þaðan áætlunarferðir 13. þessa I mánaðar. Anne, leiguskip Eimskip, er ekki enn komið til Kaupmanna- hafnar frá Kristianssandi í Nor- egi, Qg er þó bUið að vera sjö daga á leiðinni. Kom hér við á leið sinni tii Kanada í gærdag gisti einn af hinum kunnustu yngri stjórnmála- mönnum Bretaveldis ísland. Var það John Strachéy, matvæla- ráðherra jafnaðarmannastjórnarinnar brezku. Kom hann frá Englandi um hádegi í gær í fjögra hreyfla flugvél, sem lenti á Reykjavíkurflugvelli, og dvaldi hann hér til miðnættis, að ferð- inni var haldið áfram vestur um haf til Kanada. En þírhgað var heitið för þessa fræga manns, sem gegnir því ábyrgðarmikla og vandasama starfi að sjá brezku þjóðinni fyrir nægjanlegum matvælum á þessum erfiðu tímum. Olíuburgeisar Só- síalistaflokksins ráðast gegn nýju olíusamtökunum Þeir vilja konia í veg fyrir, að þau dragi verzlunina úr höndum erlendu hringanna Olíuburgeisarnir í sósíalistaflokknum fara á stúfana í Þjóð- viljanum í gær með nýja skröksögu um olíugeymana í Hvalfirði. Uppistaða hennar er sú, að Staudard Oil sé að reyna að klófesta olíugeymana þar og sé Vilhjálmur Þór, forstjóri S. f. S., umboðs- maður félagsins hér á landi. Markmiðið sé þó ekki að reka þar olíustöð, heldur dulbúna herstöð fyrir Bandaríkin. Það þarf ekki að- taka fram, að þetta allt er helber uppspuni. Standard Oil hefir ekkert reynt til að fá Hvalfjjarðargeymana keypta og Vilhjálmur Þór er ekki umboðsmaður þess félags. Hins vegar hafa hin alinnlendu olíu- samtök kaupfélaganna og út- vegsmanna farið fram á að fá geymana keypta til að reka þar olíustöð til bráðabirgða eða meðan verið er að koma upp ný- tízku fullkominni" oliustöð á öðrum stað. Það getur alltaf tekið nokkur ár að koma slíkri stöð upp og fái hin nýju olíu- samtök ekki geymana í Hval- firði gætu þau ekki starfað nærri eins mikið fyrst um sinn og ekki haft teljandi áhrif á olíuverðið til hagsbóta fyrir út- vegsmenn og aðra olíukaupend- ur í landinu. Eins og gefur að skilja eru leppfélög olíuhringanna hér (Framhald á 4. síðu) Uppi fótur og fit aflugvellinum. Það fór að kvisast um bæinn i gærmorgun, að Strachey mat- vælaráðherra Breta myndi vera á leið til Kanada og hafa ein- hverja viðdvöl í Reykjavík á leið sinni vestur um haf. Litlu síðar tilkynnti brezka sendi- ráðið blöðum og fréttastofnun- um hér, að flugvél ráðherrans myndi lenda á Reykjavíkur- flugvelli upp úr hádeginu. Var nú uppi fótur og fit meðal þeirra manna, sem hafa það að at- vinnu, að svala forvitni almenn ings, og flykktust blaðamenn og ljösmyndarar suður á völlinn. Varð nokkur bið á því, að ráð- herrann kæmi, því að flugvél- inni hafði seinkað, en veður var gott og sólin skein í heiði; svo að ekkert var að því að spóka sig stundarkorn þarna við flug- turninum. Innan skamms sást" líka til ferða flugvélarinnar, fjögra hreyfla ferlíkis, sem glóði og ljómaði i sólskininu. Er flugvél þessi einkaflugvél Attlees for- sætisráðherra. — Eftir nokkurt hringsól yfir vellinum, renndi hUn sér niður á brautina og mjakaðist upp að flugturnin- um með drunum miklum og dynkjum. Var þá sendiherra Breta hér á landi, Mr. Sheppard, kominn til þess að fagna ráð- herranum, ásamt mönnum úr utanríkismálaráðuneytinu ís- lenzka. Einn af áhöfn flugvélarinnar steig fyrstur út, en næstur kom John Strachey og síðan tveir förunautar hans og aðstoðar- menn úr matvælaráðuneytinu. — Ræddu þeir um stund við brézka sendiherrann, en ljós- myndaramir tóku til óspilltra málanna við myndatökur. Síð- an var gengið inn í einn skála flugvallarstjórnarinnar, og þar áttu blaðamennirnir «stutt við- tal við ráðherrann. Viðtal við matvœlaráðherrann. — Það er hlýtt að koma tii ís- lands Ur kuldunum í Englandi, sagði ráðherrann fyrst alls, þeg- ar hann hafði setzt á bekkinn í skálanum. — Hafið þér hér langa við- dvöl? spurðu tíðindamennirnir. — Ég legg af stað héðan um miðnætti í nótt, svaraði ráð- herrann. Ég á að vera kominn til Ottawa fyrri hluta dags á morgun, en þar mun ég ræða um matvælamál við Kanada- stjórn. Við kaupum í Kanada hveiti, mjólkurafurðir, svína- kjöt og fleira. Þegar ég hefi lokið erindum mínum í Kanada, fer ég til Bandaríkjanna í sömu erindagerðum. — Hyggizt þið ekki að kaupa íslenzkar afurðir? Ráðherrann brosti. — íslenzka samninganefndin er um þessar mundir í Lundúna- borg, að semja um viðskipti Breta og íslendinga. Við lítum hýru auga til íslenzka lýsisins og frosna fisksins, en hversu mikið magn við kaupum, fer auðvitað eftir verðlaginu. —Hvernig er matvælaástand- ið í Bretlandi um þessar mund- ir? — Matvælaframleiðslan íer vaxandi. Að vísu hafa kuldarnir og kolaleysið gert okkur slæman grikk í bili. En við erum komnir yfir hið versta núna. Að lokum barst talið að síld og síldveiðum. Þótti ráðherran- um gaman að heyra, að þessa dagana væri verið að veiða síld í sjálfri höfn höfuðstaðarins að kalla. Sagði hann, að við Bret- land væri síld veidd á tveim- ur stöðum — við Skotlands- strendur og Austur-Anglíu, sunnarlega á Englandi. Hálfur sólarhringur á íslandi. Þegar þessum samræðum var lokið, stigu gestirnir upp í bif- reiðar, sem biðu þeirra, og óku með brezka sendiherranum heim til bústaðar hans, Höfða við Rauðarárvík. Fylgdust sumir blaðaljósmyndaranna með og tóku enn mýndir af ráðherran- um, er hann gekk inn í sendi- herrabústaðinn. Ráðherrann snæddi síðan há- degisverð hjá sendíherranum, en að því búnu heimsótti hann utanríkismálaráðherrann og for sætisráðherrann í stjórnarráðið, en fór með þeim fyrrnefnda til Bessastaða á fund forseta ís- lands. Klukkan hálf-sex efndi rik- isstjórnin til móttökuathafnar í gamla ráðherrabUstaðnum við Tjamargötu, og voru þar ráð- herrarnir allir og ýmsir embætt- ismenn. í gærkvöldi hafði brezki sendi- herrann boð inni, og voru þar meðal annarra forsætisráðherra (Framhald á 4. síðu) Nú þyrfti að vera a Mokafli á Sandi, en hraðfr> rstihúsið hefir ekki undan Sigmundur Símonardon kaup- félagsstjóri á Sandi átti símtal við tíðindamann Tímans. Sagði hann, að ágætur afli væri nú þar vestra. Hefir veríð gnægð fisks að undanförnu á öllu svæð- inu. frá Rifi að Öndverðarnesi. Harma sjómenn vestra, að ekki skuli vera komin höfn að Rifi, svo að hægt sé að nýta til fulls hin miklu auðæfi sjávarins. í fyrradag reru sjö hreyfil- bátar frá Sandi, 4—6 smálestir að stærð, og fehgu mokafla, alls 34 smálestir. Sá bátnrinn, er mest aflaði, fékk ellefu þúsund pund, f gær voru allir bátar í landi, þvi að hraðfþrystihúsið hefir ekki undan að n^ta aflann, nema tveir bátar kaupfélagsins, sem veiða -í salt. Artíiars, er skortur á salti á Sandi, svo sem svo víða annars staðar, en von er til, að salt komi þanjjað innan skamms.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.