Tíminn - 20.02.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN!
4
Munið að /coma 1 flokksskrifstofuna
REYKJAVÍK
Skrifstofa Framsóknarflokksins er
Edduhúsinu. við Lindargötu
20. FEBR. 1947
í
Sími 6066
35. blað
Skipting iitsvaraima
(Framhald af -2. síðuj
Ég skal taka dæmi málinu til
skýringar:
í litlu sveitarfélagi, með 60
gjaldendum, nema álögð tekju-
útsvör (þ. e. sú upphæð, sem
lögð er á nettótekjur gjald-
þegna) 12000 kr. Tíu gjaldendur
vinna við opinberar fram-
kvæmdir í kaupstað 3 mánuði
og lengur á útsvarsárinu. Tekju-
útsvör þeirra nema 4500 kr. En
nú er kaup þessara manna í
hinni opinberu vinnu það hátt,
að þar afla þeir tveggja þriðju
hluta ár&tekna sinna, hvort sem
þeir stunda atvinnuna aðeins
fjórðung ársins eða lengur. Af
því leiðir, samkvæmt skipta-
ákvæðum útsvarslaganna, að
kaupstaðurinn, þar sem hin
opinbera vinna fer fram, á rétt
á að fá tvo þriðju hluta af
tekjuútsvörum þessara, gjald-
þegna. Heimasveitin verður því
að gréiða kaupstaðnum 3000 kr.
Svo kemur til vinnutapið heima
fyrir. Það, út af fyrir sig mætti
virðast ærinn hnekkir fyrir svo
fáme^nt sveitarfélag, sem hér er
tekið til dæmis, þótt eigi kæmi
til beinar fjárgreiðslur, er nema
þúsundum kr.
Og svo þarf þetta litla sveit-
arfélag að greiða 8000 kr. ár-
gjald til Tryggingastofnunar
ríkisins — í viðbót við önnur
gjöld!
Þetta dæmi, sem að vísu er
tilbúið að nokkru, en þó ekki
út í bláinn, sýnir gerla hvílíkt
afhroð airjáakar sveitir geta
goldið,' á þessu tiltekna sviði,
fyrir beinar aðgerðir löggjafar-
valdsins. Þama er um að ræða
lagaákvæði, er beinlínis- mælir
fyrir um framlög frá sveitar-
félögunum, er sízt mega við
auknum fjárflótta. Þau njóta
oft ekki nema nokkurs — og
stundum næsta iítils — hluta af
útsvörum þeirra gjaldþegna
sinna, sem opt eru hvað tekju-
hæstir. Fyrir bragðið verður að
íþyngja öllum gjaldþegnum
þe\ara sveitarf élaga með
nokkurs konar aukaskatti, er
nemur a. m. k. jafnhárri upp-
hæð þeirri, er greiða verður brott
sem atvinnusveitarútsvör. — Og
áfram heldur straumurinn til
einnar áttar: Féð á undan,
fólkið á eftir. —
Skiptingarákvæði útsvarslag-
anna, þau er hér hefir verið á
minnzt> eru óhafandi. Þau eru
ranglát. Þau hafa engan kost,
en einn megingalla: Þau draga
bæði fé og fólk úr sveitum, en
þær mega hvorugt missa.
2. febrúar 1947.
Breiðfirffingafélagiff
heldur aðalfund sinn i Breið-
firðingabúð í kvöld. Fyrir fund-
inum liggja venjuleg aðalfund-
arstörf, lagabreytingar og fleira.
Þetta er fyrsti aðalfundur fé-
lagsins, sem haldinn er í húsi
þess sjálfs.
Telpukápur
með gammasínbuxum fré 1—5
ára.
Unglingakápur frá 6—15 ára.
Kvenfrakkar og kápur
með skinnum. ____
Sklnnfóðraðir hanzkar á karla
og konur.
Vesturgötu 12. Sími 3570.
Laugavegi 18.
Fiskur liggur undir
skemmdum á Suð-
v ureyri
Tíðindamaður Tímans átti í
gær tal við Kristján Eiríksson á
Suðureyri í Súgandafirði. Sagði
Kristján, að einmuna veðurkyrrð
hefði verið þar vestra að und-
anförnu og afli ágætur, bæði
góður og jafn. ,
Fimm bátar sækja sjó frá Suð-
ureyri, 12—30 smálestir að
stærð. Hefir aflinn svo til ein-
göngu verið frystur. En nú í
þessa^i* aflahrotu hefir hrað-
frystihúsið ekki haft undan, og
veldur því mannekla. Vinna þó
allir, sem vettlingi geta valdið
að nýtingu aflans, bæði karlar
og konur. Horfir til vandræða
af þessum sökum, og liggur
mikið af fiski undir skemmd-
um.
Saltleysi er til baga á Suður-
eyri, en þó er von á salti næstu
daga.
Olíuburg’eisar
(Framhald af 1. slðu)
mjög andstæð því, að hin nýju,
innlendu. samtök fái olíugeym-
ana í Hvalfirði og brjóti þannig
niður þá einokun, sem þau hafa
haft seinustu áratugina. Olíufé-
iag Einars Olgeirssonar og fleiri
sósíalista, h. f. Nafta, virðist nú
alveg gengið þeim á hön^ Þess
vegna er sóknin gegn hinum
innlendu samtökum hafin í
Þjóðviljanum og hún hafin undir
bví yfirskyni, að verið sé að
koma í veg'fyrir herstöð erlends
itórveldis. Slíkt er vitanlega
fyllsts fjarstæða, því að olíustöð
i Laugarnesi, sem B.P. ætlar að
reisa og Þjóðviljanum finnst
akkert athugaverð, getur vitan-
lega komið að svipuðu gagni
fyrir herveldi, ^sem hefðu hér
aðsetur, og olíustöð í Hvalfirði
Munurinn er aðeins sá, að
Reykjavík stafar meiri loftár-
ásahætta af olíustöðinni í Laug-
arnési. Þess ber einnig að gæta.
að hiii inylendu olíusamtök ætla
•íkki að reka stöðina í Hvalfirði
til frambúðar, heldur aðeins á
meðan verið er að koma upp
alíustöð annars fetaðar, enda er
olíustöðin í Hvalfirði ekki talir
nothæf, nema til skamms tíma.
eins og Þjóðviljinn líka tekur
fram.
Það er því fullkomnasta yfir-
úsinsá-stæða, hjá Þjóðviljanum,
að fc^lsi landsins stafi nokkur
hætta af því, að innlpndu sam-
tökin reki olíustöð í Hvalfirði í
nokkur ár. Það, sem Þjóðviljinn
er hér raunverulega að verja, eru
gróðamöguleikar útlendu olíu-
hringanna og þá fyrst og
fremst olíuburgeisanna í sósíal-
istaflokknum. Þeir aðilar myndu
missa ríflegan spón úr askinum
sínum, ef olíuverzlunin kæmist
í innlendar hendur. Þjóðviljinn
gengur hér erinda erlends auð-
valds vegna hagnaðarvona
nokk*urra forkólfa flokks síns.
En hitt er eftir að sjá, hversu
vel það mælist fyrir meðal út-
vegsmanna, sjómanna og bif-
reiða^tjóra, sem flokkinn fylla.
að ainkahagsmunir flokksfor-
ingjanna skuli látnjr sitja í
fyrirrúmi og málgagni flokksins
beitt til að koma í veg fyrir, að
olíuverzlunin verði innlend og
olíuverðið verði lækkað.
Rógi Þjóðviljans um Vilhjálm
Þór í þessu sambandi er óþarft
að svara mörgum orðum. Allt
það, sem blaðið segir um sam-
band hans og Standard Oil er
uppspuni finn. Þjóðviljinn hefir
um i/nga hríð lagt Vilhjálm Þór
sérstaklega í einelti, en það mun
ekki hagga trausti hans meðal
umbótamanna og samvinnu-
man?a landsins, heldur auka
það. Það er nefnilega háttur
hreinræktaðra kommúnista að
ófrægja þá mest, er vinna
ötulast að þfóðhollum umbót-
um og draga þannig úr vaxtar-
möguleikum kommúnismans.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
Ungir útgerðarmenn í Kleppsholti
„Fjórar tunnur í gær — þrjár tunnur í dag“
Hinar óvenju miklu síldveiffar í nágrenni Reykjavíkur vekja
mikla athygli sem vonlegt er. Til dæmis um hina miklu síldar-
gengd má segja frá þvi, aff nokkrir smástrákar í Kleppshoiti hafa
aff undanförnu háfaff talsvert af síld á bát upp viff landsteinana.
í fyrrakvöld veittu íbúarnir í
Kleppsholti athygli þremur
drengjum, sem óku handvagni,
hálfum' af síld, um göturnar
þarna í hverfinu. Maður nokkur,
sem var þar á ferð, jaf sig á tal
við drengina og spurði þá,
hvað þeir væru að ger/. með
þessa síld í vagninum.
„Við erum að selja,“ svöruðu
drengirnir borginmannlega. „Við
höfum sjálfir veitt hana.“
„Hvernig fóruð þið að því?“
spurði maðurinn.
„V|ð háfuðum hana,“ svöruðu
drengirnis — „fjóraf tunnur í
gær, þrjár tunnur í dag.“
Maðurinn fór að skoða síldina
og hafði orð á því vi£f hina ungu
veiðimenn, að hún væri smá.
„Já,“ svöruðu þeir. „Hún er
smá — það er búið að velja úr
henni.“
Voru drehgirnir sýnilega
ánæýðir yfir veiðinni, en létu í
ljós nokkrar áhyggjur yfir því,
að síldarmarkaðurinn í Klepps-
holtinu væri tregur.
Hinn elzti þessara síldarspek-
úlaRta var ellefu ára, en hinir
báðir niu ára.
Mesti afli í 10 ár í Noregi
• / v
Þorskaflinn moira en helmingi meiri
en á saina tíma í fyrra
Samkvæmt símskeyti frá fiskimálaskrifstofunni í Bergen til
Fiskifélagsins var þorsk- og síldveiffi Norffmanna s.l. laugardag
sem hér segir:
Síldveiðin 3117 ' þús. hektó-
lítrar. Af því var flutt út ísað
496 þús. hektólítrar, saltað 689
þús. hektólítrar, til niðursuðu
85 þús. hektólítrar, í bræðslu
fóru 1744 þús. hektólítrar. Á
sama tíma í fyrra var síldveiðin
1384 þús. hektólítrar.
Þn»skveiðin var sama dag:
42572 smál. Af því va* hert 4535
smál., saltað 22331 smál. fryst
Matvælaráðherrann
(Framhald af 1. síðu)
utanríkisráðherra og sjávarút-
vegsmálaráðherrann.
Um miðnætti héldu Strachey
og förunautar hans áfram ferð-
Lnni vestur um haf eins og gert
hafði verið ráð fyrir.
Ævintýramaður, er farið hefir
slnar leíðir.
John Strachey er hár maður
og grannur, dökkur á hár en
allmjög sköllóttur, toginleitur
með kónganef og mjög látlaus
í framkomu. Hann er maður á
bezta aldri, fæddur 1901. Faðir
hans var ritstjóri íhaldsblaðsins
Spectatór. John Strachey stund-
aði nám í Eton og Oxford, og tók
hugur hans þá þegar að hneygj-
ast að stjórnmálum. Strax að
námi loknu, þá aðeins 23 ára,
bauð hann sig fram af hálfu
Verkamannaflokksins, en féll við
þær kosningar. Árið 1927 bauð
hann sTg fram aftur og var þá
kosinn á þing. Við þær sömu
kosningar náði Oswald Mosley,
sem seinna gerðist foringi
brezkra fasista,.einnig kosningu,
og var um skeið vinfengi
með þeim Strachey. Leiðir þeirra
skildu þó fljótt, því að Mosley
hneigðist til hægri, en Strachey
til vinstri. Fór svo, að Strachey
var vísað úr Verkamannaflokkn-
um. Hafði hann þá um skeið
nána samvinnu við kommún-
ista, en aldrei gekk hann þó i
flokk þeirra.
Þegar Rússar gerðu griðasátt-
málann við Þjóðverja skildu
Leiðir hans cg kommúnista aftur.
Hafði Strachey verið friðarsinni
mikill, en nú tók hann sér ó-
trauður vopn í hönd, er hættan
steðjaði að landi hans og þjóð.
Gekk hann í flugherinn og varð
flugvarnastjóri í Chelsea’-borg-
arhluta'í Lundúnum. 1941 fór
hann til Afríku og var þar und-
irforingi í flughernum, en þar
stóðu átökin milli Breta og þjóð
vera sem hæst. Seinna varð
hann fréttastjóri flughersins og
útvarþsfyrirlesari, og aflaði
hann sér mikilla vinsælda við
það starf.
Þegar hér var komið sögu, var
hann aftur kominn 1 sátt við
Verkamannaflokkinn, og varð
og ísað 15706 smál. Meðalalýsi
24141 hektólítrar og salthrogn
9362 hektólítrar.
Þorskaflinn er miðaður víð
slægðan fisk.
Þetta er mesti afli, sem á land
hefir borizt í Noregi s.l. 10 ár á
þess'im tíma árs. í fyrra ‘ var
heildarþorskaflinn 16. febr.
20400 smál. og var það þó ágætt
aflaár.
Svíi forstjóri Evrópu-
deildar upplýsinga-
skrifstofu S. Þ.
í gær barst utanríkisráðu-
neytinu svo hljóðandi símskeyti
frá skrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna á Norðurlöndum:
„Dr. Arne Björnberg, Stokk-
hólmi, hefir verið skipaður for-
stjóri fyrir Evrópudeild upplýs-
ingaskrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna. Þetta er ein af fimm aðal-
deildum innan upplýsingaskrif-
stofu SÞ. Forstjóri upplýsinga-
skrifstofunnar er Norðmaðurinn
Tor Gjesdal, en skrifstofan er
undir yfirstjórn Benjamin
Cohen aðstoðarforstjóra SÞ.“
hann þingmaður við kosningu
árið 1943. í kosningunúm 1945
vann Verkamannaflokkurinn
hinn mikla sigur sinn og Attlee
myndaði stjórn sína, og varð
Strachey þá aðstoðarráðherra í
flugmálaráðuneytinu.
En síðastliðið vor varð Ben
Smith, sem verið hafði matvæla-
ráðherra, að láta af því starfi,
og varð John Strachey þá fyrir
valinu í hans stað. Eitt af fyrstu
verkum hans var að fyrirskipa
brauðskömmtun í Bretlandi.
Hefir hann síðan starfað að
matvælamálum Breta af mikl-
um dugna^ og fyrirhyggju.
John Strachey er margt til
lista lagt. Hann er góður íþrótta
maður, meðal annars einn bezti
tennisleikari Breta. Hann er
einnig maður mjög ritsnjall,
hefir áratugum saman fengizt
við blaðamennsku og skrifað all-
margar bækur um þjóðfélags-
mál og stjórnmál og skáldsögur.
Á styrjaldarárúnum skrifaði
hann tvær skáldsögur um líf
flugmannanna brezku. Heita
þær: „Post D“ og „Digging for
Mrs. miller“. Höfuðrit hans um
stjórnmál kom út 1933 og fjaH-
ar það um fasismann.
Výja Síó
(við SkúltK(ötu)
Innan fangelsis-
múranna
(Within these Walls)
Spennandi og vel leikin mynd.
Aðalhlutverk:
Thomas Mitchell
Edward Ryan
Mary Anderson
Aukamynd:
Fréttir frá Grikklandi
(March of Time)
Bönnuð börnum yngri en
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Tjarnarbíó
Mr. Emmanuel
■ ■
• Áhrifamiki) ensk mynd um æv-
intýri Englendings í Þýzkalandi
fyrir ófriðinn.
Felix Aylmer
Greta Gynt
Walter Rilla
Sýning kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
—< ummammam. u —» —i». 1 i
MENN OG MINJAR
fslenzkur fróðleikur 05S skemmtun.
%
Finnur Sigmundsson landsbókavörffur sér um útgáfuna
Út eru komin þessi 4 hefti:
1. Úr blöðum Jóns Borgfirffings; 1. ÆJviágríp, ritað af
honum sjálfum. 2. Kaflar úr dagbókum, 3. „Forn ei
blöðin brennir Borgfirðingur Jón,“ 4. Bréf frá Jóni
Sigurðssyni til Jóns Borgfirðings (áður óprentuð).
2. Daffi fróffi. Úr ritum Daða fróða: 1. Formálj Hungur,-
vöku. 2. Úr Hungurvöku: Um Sæmund prest Hólm. 3.
Ævisaga Jóns prófasts Konráðssonar. 5. Úr annálum,
6. Úr Tordenskjölds rímum, 7. Kvæði og vísur.
3. Grímseyjarlýsing (rituð 1846—’49) eftir síra Jón Norð-
mann.
4. Allrahanda eftir síra Jón Norðmann.
.Hverju hefti fylgir formáli og nafnaskrá.
Næstu hefti verða um Níels skálda og Einar Andrésson
í Bólu.
Kaupið heftin jafnóðum og þau koma út. Menn og minjar
verður merkilegt safn af íslenzkum fróðleik og skemmtan.
H.F. LEIFTUR
Sími 7554.
Im mei iheim m Tír itu- nans
Muniff aff senda greiffslu
sem allra fyrst.
(jatnla Síó
Loftskip í hernaðl
(This Man’s Navy)
Stórfengleg og spennandi amer-
ísk kvikmynd.
Wallace Beery
Tom Drake
James Gleason
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn innan 12 ára fá
ekki aðgang.
NÝ EPLI
kr. 3,10 pr. kg.
KRON
Fjölyrkja
fyrlr
dráttarvéíar
getum vér útvegað
fyrir voriff.
Leiðrétting
Sú mis,\ögn var í grein um
tónlistarsýninguna í blaðinu ný-
lega, að sagt var að Tónlistar-
félagið hefði stofnað til hennar,
e.n það er Tónskáldafélag ís-
lands sem þar á hlut að máli.
I En framháld sýnllngarinnar í
Tripolileikhúsinu verður á veg-
um Tónlistarfélagsins.
ORKA H.F.
Sími 7450.
Njjótið sólarinnar
i skammdeginu og borðið hinar
fjörefnaríku Alfa-Alfa töflur.
Söluumboð tll kaupmanna og
kaupfélaga utan Reykjavíkur
HJÖRTUR HJARTAKSON
Bræðraborgarstig 1
Simi 4256.